Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Landsvirkjun: Borgin tilbú- in að ræða um kaupáhlut ’Akureyrar - segir Davíð Odds- son, borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir borgaryfirvöld reiðubúin til viðræðna um kaup á lilut Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun, en talsmenn meirihluta bæjarstjórn- ar þar hafa lýst áhuga á því að selja bréfin. Eignarhlutur Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er liðlega 5%, Reykjavíkurborg á tæp 45% og ríkið 50%. Akureyrarbær eignaðist hlut í fyrirtækinu þegar Laxárvirkjun var ; -Jfcameinuð Landsvirkjun 1983 en áður áttu Reykjavíkurborg og ríkið fyrir- tækið til helminga. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að borgaryfirvöld væru opin fyrir við- ræðum við Akureyringa um kaup á þessum eignarhluta. Slíkar hug- myndir hefðu komið upp áður og hefði borgin þá einnig verið tilbúin til viðræðna. JFormlegri leit hætt FORMLEGRI leit að Eggert Davíð Hallgeirssyni, sem ekkert hefur til spurzt frá því á sunnudags- kvöld, hefur verið hætt. Að sögn lögreglu í Ólafsvík verður þó væntanlega reynt að Ieita eitthvað um helgina. Ekki hefur sézt til ferða Eggerts frá því hann yfirgaf félaga sína á Búðum síðastliðið sunnudagskvöld. Hann er með dökkskollitað hár, þrek- inn og um 192 sm á hæð. Hann var klæddur í gráleita blússu, bláa peysu, svartar buxur og uppháa strigaskó i -^gíðast þegar sást til hans. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um ferðir Eggerts frá því á sunnu- dagskvöld, eru vinsamlega beðnir um að láta lögregluna vita. Vestmannaeyjar: Eyjamenn veiða lax af bryggjunni. Laxveiði á bryggjukantinum Vestmannaeyjum. LAXVEIÐI er ekki daglegt brauð í Vestmannaeyjum en í gær brá svo við að Eyjamenn veiddu lax af bryggjukantinum við Básasker. Lax hafði sloppið úr eldisbúrum Isno, á Víkinni, og hafði leitað inn í höfnina. Það varð uppi fótur og fit á bryggjunni laust fyrir kvöldmat í gær þegar laxar sáust stökkva í gríð og erg í höfninni og laxa- torfa sást í sjónum við Básaskers- bryggjuna. Eyjamenn þyrptust á bryggjuna með veiðarfæri sín og mátti sjá allar tegundir veiðar- færa, allt frá stærstu sjóstang- veiðistöngum til lítilla dorgprika. Talsvert veiddist af laxi og sögðu veiðimennirnir að þeir stærstu hefðu verið um fjögur pund að þyngd. Eitthvað dró úr veiðinni þegar leið á kvöldið en veiðimennirnir stóðu þó við iðju sína fram eftir kvöldi. Guðni Georgsson, hjá ísno, sagði að gat hefði komið á eina kvína hjá þeim og hefði eitthvað af laxi komist þar út. Hann sagði að mest af fiskinum hefði líklega verið í kringum 500 grömm að þyngd og sagðist ekki telja að verulegt magn hefði sloppið. Starfsmenn ísno unnu að viðgerð á kvínni í gærkvöld og líklegt er því að Iaxagengdin í höfninni í Eyjum verði ekki langvinnt ævin- týri. Grímur Slæmt atvinnuástand skólafólks: Ríkisstjómiii tekur ákvörð- un um aðstoð á mánudag - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir að á ríkis- stjórnarfundi næstkomandi mánudag verði tekin ákvörðun um hvort ríkisvaldið veiti sérstaklega fé til að útvega skólafólki atvinnu yfir sumarið. Slæmt ástand er nú í atvinnumálum námsmanna. Um 600 atvinnulausir námsmenn eru á skrá hjá Atvinnumiðlun námsmanna og um 400 hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, en búast má við að nokkur skörun sé þar á milli. í gær var felldur niður virðisauka- skattur af starfsemi vinnuskóla nemenda undir 16 ára aldri með reglugerð fjármálaráðlierra. Einnig verður sumarvinna skólafólks á aldrinum 16-25 ára, sem ekki hefur rétt á atvinnuleysisbótum, undan- þegin virðisaukaskatti. I fyrra beitti ríkisstjórnin sér fyr- s™r um 55 milljóna króna aukafjár- veitingu til að leysa úr vanda skóla- fólks, sem ekki hafði fengið sumar- vinnu. Ungmennunum var einkum útveguð vinna við umhverfisvernd og -fegrun og við sumarafleysingar hjá ríkisstofnunum. Ríkið greiddi þá laun fyrir um 360 störf. Jóhanna ^^gigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ef farið yrði út í svipað „námsmannaátak" og í fyrra, mætti áætla að fjárveitingin yrði á sama bili, 50-60 milljónir króna. Hátt í 400 skólanemendur, sem verða 16 ára eða eldri á árinu, eru nú skráðir án atvinnu hjá Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar. Þegar hafa verið ráðnir 916 í sumarvinnu hjá borginni og fyrirtækjum henn- ar, og að sögn Gunnars Helgason- ar, forstöðumanns Ráðningarstof- unnar, er gert ráð fyrir að 40 millj- óna króna aukafjárveiting borgar- ráðs til sumarvinnu skólafólks bæti ástandið verulega, skapi um 150 ný störf. Gunnar segir að sumarið skeri sig úr hvað varði atvinnuleysi skóla- fólks, ásamt sumrinu í fyrra, sem var það versta um langt árabil. Nú eru 225 skólapiltar skráðir atvinnu- lausir hjá Ráðningarstofunni og 160 stúlkur, en voru á sama tíma í fyrra 237 piltar og 240 stúlkur. Gunnar segir að það sé áberandi að ungling- ar, sem leiti til Ráðningarstofunn- ar, hafi fengið vilyrði fyrir vinnu hjá einkafyrirtækjum, sem síðan hafi brugðizt. Gunnar sagðist vonast til þess að unnt yrði að Ieysa vanda flestra, sem enn biðu eftir vinnu. Aukafjár- veiting borgarráðs bjargaði miklu, og einnig væri enn óráðið í nokkur önnur störf. Umsækjendur um vinnuskólann, unglingar á aldrinum 14 til 15 ára, hafa allir fengið vinnu. Þeir telja nú 1787 og enn bætast nokkrir við daglega. I fyrra fengu alls 1807 vinnu í vinnuskólanum. Hjá Atvinnumiðlun námsmanna hafa alls 1.000 manns skráð sig, en um 330 atvinnutilboð borizt. Um 170 manns hafa fengið vinnu með aðstoð miðlunarinnar, og á annað hundrað eftir öðrum leiðum, þannig að eftir eru um 600 manns, sem enga vinnu Imfa fengið, að sögn Siguijóns Þ. Amasonar, formanns Stúdentaráðs. A sama tíma í fyrra höfðu um 700 manns alls skráð sig hjá miðluninni, en um 300 atvinnu- tilboð borizt. Að sögn Sigurjóns eru sum þeirra tilboða, sem miðlunin hefur fengið í hendur, mjög léleg. Virðisaukaskattur: Landgræðsl- an fær ekki undanþágu - þar sem hún dreif- ir áburðinum sjálf LANDGRÆÐSLA ríkisins fær ekki frádrátt á innskatt végna þess áburðar sem hún dreifir sjálf. Hins vegar fengi hún inn- skattsfrádrátt ef áburðurinn væri seldur þriðja aðila, sam- kvæmt upplýsingum Snorra Olsen í Qármálaráðuneytinu, en frá áramótum hefúr áburður til landgræðslustarfa borið virðis- aukaskatt, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Snorri sagði, að ekki væru uppi hugmyndir um að breyta þessu, en i gær undirritaði fjármálaráð- herra reglugerð um virðisauka- skatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila. Meðal þeirrar starfsemi sem telst skattskyld samkvæmt reglugerðinni er bygg- ingarstarfsemi, vegagerð og sam- göngubætur, holræsagerð og vatnslagnir. Virðisaukaskattur verður hins vegar endurgreiddur af þjónustu á borð við sorphreins- un, ræstingu, snjómokstur, björg- unarstörf og öryggisgæslu, auk þjónustu ýmissa háskólamennt- aðra sérfræðinga. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Akvæði hennar um endur- greiðslu virðisaukaskatts til kaupa á vinnu og þjónustu gildir frá og með 1. janúar 1990. —.. ■» ♦ ♦--- Bjargað úr hominni í Hull með Björgvinsbeltí Vestmannaeyj u m. SKIPVERJI af Andvara VE stökk í höfiiina í Hull til bjargar brezkum manni nýlega og var Björgvinsbeltið notað við björg- un mannanna. Var það í fyrsta skipti sem mönnum var bjargað úr sjó með því. Tildrög atburðarins voru þau að Breti féll í höfnina. Skipveiji af Andvara, sem þarna var nærstadd- ur, greip Björgvinsbeltið og henti sér á eftir manninum. Tókst honum að koma þeim í beltið en í fyrstu fóru þeir ekki rétt í það og runnu úr því er hífa átti þá um borð í Andvara. Þeim tókst þó að komast í það aftur og gekk þá greiðlega að hífa þá um borð. Beltið sannaði ágæti sitt við björgunina því báðir mennirnir voru orðnir mjög þrekaðir er þeir náðust úr sjónum. Grímur Nýr meirihluti á Egilsstöðum SAMKOMULAG náðist í gær- kvöldi milli framsóknarmanna og H-Iista óháðra um myndun meiri- hluta í bæjarstjórn Egilsstaða. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur Sveinn Þórarinsson, Framsóknar- flokki, formaður bæjarstjórnar en Ásta Sigfúsdóttir, H-lista, formaður bæjarráðs. Sjá frétt bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.