Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU Jorge Burruchaga verður í byrjun- arliði Argentínu í dag og er Maradona ekki hrifinn af því. /#>\ l.lyV«/0 ^TI CARLOS Bilardo, þjálfari arg- entíska landsliðsins valdi Jorge Burruchaga í byijunarliðið gegn Kamerún í dag. Burruchaga, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleikn- um gegn Vestur-Þjóðverjum á HM 1986, hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu og voru ekki taldar miklar líkur á að hann yrði í byijunarliðinu. Fyrirliði Iiðsins, Diego Maradona var ekki sam- mála ákvörðun þjáifarans. „Ég hefði viljað Claudio Caniggia í /WSýijunarliðið í staðinn, þetta sýnir bara að ég ræð ekki valinu," sagði Maradona. „Þetta hlýtur að vera besta liðsuppstillingin fyrst að þjálf- arinn segir svo,“ sagði Maradona en var greinilega ekki sáttur við liðið. ■ BANDARÍKJAMENN mæta til leiks á HM undir slagorðinu „allt er mögulegt“. Þeir hafa hingað til talist meðal minni spámanna í knattspymu, en vinna nú að því að breyta þeirri skoðun. Bandaríska liðið, þar sem meðalaldur leikmanna er aðeins 24 ár, er afsprengi mikill- ar vinnu sem lögð hefur verið í að hefja íþróttina til vegs og virðingar —^Teðal bandarískra unglinga síðustu 15 ár. 1974 voru skráðir knatt- spymuiðkendur í Bandaríkjunum 103 þúsund, en nú em þeir rúmlega ein og hálf milljón. Þjálfari liðsins, Bob Gansler, sagði að þátttakan í HM væri stærsti viðburðurinn í bandarískri knattspyrnusögu síðan 1974 þegar snillingurinn Pele ákv- að að leika knattspyrnu þar vestra um tíma. Hververður besti leikmaður HM: Gullit, Maradona og Vialli beijast um titilinn Van Basten og Vialli líklegustu markakóngarnir ÁHORFENDUR, blaðamenn og þjálfarar eru sammála um að slagurinn um titilinn besti leik- maður HM komi til með að standa á milli Ruud Gullit, Gianluca Vialli og Diego Mara- dona. Þessir þrír leikmenn eru i efstu sætunum í könnun sem gerð var meðal blaðamanna í rúmlega 100 löndum, eru allir í liðum sem talin eru líkleg til sigurs og þykja þrír af bestu knattspyrnumönnum heims, ef marka má undangengnar skoð- anakannanir meðal áhorfenda og þjálfara. Diego Maradona var kjörinn besti leikmaður HM 1986 og var þá fyrirliði heimsmeistaranna frá Argentínu. Hann er hreint ótrú- legur leikmaður með frábæra tækni og öruggar sendingar. Ruud Gullit var kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu 1987 og þrátt fyrir að hafa lítið leikið síðasta ár er talið líklegt að hann nái sér á strik með Hollendingum í HM. Gianluca Vialli tryggði Samp- doria sigur í Evrópukeppni bikar- hafa með tveimur mörkum gegn Anderlecht. Hann er skæður fram- heiji og mjög fljótur að átta sig. Aðrir sem taldir eru eiga mögu- leika á titlinum eru Marco van Bast- en frá Hollandi, Brasilíumaðurinn Romario, Sovétmaðurinn Oleg Protasov, Vestur-Þjóðveijinn Jiirg- én Klinsmann og Englendingurinn John Barnes auk fleiri. Veðbankar víða um heim hafa spáð í baráttuna um markakóngs- titilinn. Þar eru efstir á blaði Gianluca Vialli og Marco van Bast- en en skammt undan eru Englend- ingurinn Gary Lineker, markakóng- urinn 1986, Brasilíumennimir Rom- ario og Careca, Maradona og Vest- ur-Þjóðveijinn Rudi Völler og Spán- veijinn Emilio Butragueno. Heimsmeistarar a heimavelli! Sex Argentínumenn leika með ítölskum liðum að má segja að Argentínu- menn, sem mæta Kamerún í dag, leiki á heimavelli á HM á ítaltu því sex leikmanna þeirra leika með itölskum félagsliðum. Alls eru 31 landsliðsmaður ann- arra landsliða en þess ítalska sem leika með félagslíðum á ítaliu. Argentína á séx leikmenn. Þeir eru: Diego Maradona (Napólí), Roberto Sensini og Abel Duardo Balbo (Udinese), Pedro Troglio (Lazio), Claudio Caniggia (Ver- óna), og Gustav Abel Dezotti (Cremonese). Vestur-Þýskaland og Uruguay eiga næst flesta leikmenn sem leika með ítölskum félagljðum, eða fimm. Vestur-þýsku leik- mennirnir eru: Andreas Brehme, Jiirgen Klinsmann og Lothar Mattháus, sem leika allir með Inter Mílanó og Thomas Berthold og Rudi Völler sem leika með Róma. Frá Uruguay: José Per- domo, Ruben Paz og Carlos Aguil- era (Genua), Nelson Gutierreez (Veróna) og Ruben Sosa (Lazio). Brasilía er með fjóra leikmenn innanborðs, sem leika á Ítalíu: Alemao og Careca, sem leika með Napólí, Muller (Tórínó) og Dunga (Florenz). Hollendingar og Júgó- slavar með þijá leikmenn hvor þjóð. Hollendingarnir Gullit, Van Basten og Rijkaard sem leika með AC Mílanó og Júgóslavamir Jozic (Cesena), Katanec (Sampdoría) og Skoro (Tórínó). Svíar og Sovét- menn eiga tvo leikmenn. Sovésku leikmennirnir eru Savarov og Al- aíníkov.hjá Juventus og Svíarnir Limpar (Cremonese) og Ström- berg (Atalanta). Loks eiga Tékkar einn leikmann: Lubos Kubik, sem leikur með Fiórenz. Gianluca Vialli hefur verið talinn líklegur sem besti leikmaður HM og jafn- vel markakóngur. GETRAUNIR Bubbi Morthens Bubbi Morthens er líklega ekki þekktastur fyrir framgöngu sína á knattspyrnuvell- inum en hann er engu að síður spá- maður dagsins á HM-seðlinum. Samkvæmt spá Bubba koma Austurríkismenn og Bandaríkja- menn á óvart. Austurríkismenn vinna eða gera jafntefli í leik sínum gegn ítölum og hann þrítryggir leik Banda- ríkjanna og Tékkóslóvakíu. Bubbi valdi sér 108 raðir, þrítrygg- ir þijá leiki og tvítryggir tvo en slíkur seðill kostar 1.160 kr. I. Sovétríkin—Rúmenía..........1 Italía—Austurríki............ X2 3. Bandaríkin—Tékkósl...........1X2 4. Brasilía—Svíþjóð...............1 2 5. V-Þýskaland—Júgóslavía.......1 6. Kosta Ríka—Skotland........... 2 7. England—írland...............1X2 8. Belgía—S-Kórea...............1 9. Uruguay—Spánn................. 2 10. Argentína—Sovétríkin.........1X2 II. Júgóslavía—Kólumbía.........1 Kamerún—Rúmenía............... 2 13. Austurríki—Tékkósl...........1 ■ LIÐ Kamerún, á við stórt vandamál að glíma varðandi opnun- arleikinn gegn Argentínu. Vanda- málið kallast einu nafni Maradona! Hinn sovéski þjálfari liðsins Valery Nepomniachy segist hafa lausn á vandanum en leikmönnum ber hins vegar ekki saman um hver sú lausn sé. Markvörðurinn, hinn skrautlegi Joseph—Antoine Bell segist full- viss um að Maradona fái „yfir- frakka“ á sig í leiknum, en fyrirlið- inn Stephen Tataw er á annarri skoðun. ■ ÍBÚAR í hinu stríðshijáða landi Líbanon þar sem knattspyrnudýrk- un er nánast trúarbrögð, líta á verð- andi knattspyrnuveislu sem vel- þegna tilbrejdingu. í Líbanon snýst nú allt um keppnina og áhuga al- mennings þar er vel lýst með þess- Glenn Hysen missir líklega af fyrsta leik Svía. ari fleygu tilvitnun í þekktan ensk- an knattspymufrömuð sem líbanskur verslunareigandi í Beir- út hafði eftir; „Þeir sem álíta knatt- spymu vera spurningu um líf og dauða hafa rangt fyrir sér. Hún er mun meira alvörumál en það.“ ■ GLENN Hysen, fyrirliði sænska landsliðsins, missir líklega af fyrsta leik liðsins gegn Brasilíu- mönnum á sunnudaginn. Hysen, sem leikur með Liverpool, hefur lítið getað spilað, síðan keppn- istímabilinu í Englandi lauk, vegna meiðsla í kálfa. Það væri mikið áfall fyrir Svía ef Hysen yrði ekki með, en hann hefur undanfarin ár verið besti maður liðsins. Sæti hans í lið- inu tæki líklega Roger Ljung frá Young Boys i Sviss. ■ ÓLYMPÍULEIKVANGUR- INN í Róm er ekki tilbúinn þrátt fyrir að hundruðum milljóna hafi verið eytt í endurbætur. Öryggis- ■IBM kröfum hefur ekki Frá Brynju verið fullnægt og Tomer t.a.m. kæmist általíu slökkviliðið ekki inná sjálfan völlinn. Auk þess er mjög lítið pláss og milli sætaraða og þær reyndar afar illa skipulagðar. Litlar líkur eru taldar á að völlurinn verði leyfður í deildakeppninni næsta sumar og Lazio og Róma, sem leika venju- lega á vellinum, verða því líklega að leika heimaleiki sína utan borg- arinnar. ■ STUÐNINGSMENN liðs Sam- einuðu arabísku fúrstadæmanna mættu á æfingu liðsins í gær og með í förinni voru eiginkonur leik- manna. Æfingin var hin fjörugasta enda hvöttu áhorfendur, sem allir voru klæddir í þjóðbúninga, sína menn með trumbuslætti og tilheyr- andi dansi. ■ NÚ ER nánast uppselt á alla leiki heimsmeistarakeppninnar. All- ir miðar hafa verið seldir en hægt er að fá miða á svarta markaðnum en þar hefur verið bætt einu núlli aftan við verðið. Miði sem kostaði 2.000 kr. kostar nú 20.000 og hægt er að fá miða á úrslitaleikinn fyrir 200 þúsund krónur. ■ VESTUR-Þjóðverjar verða að gefa upp á bátinn þær fyrirætlanir sínar að æfa á San Siro leikvangin- um í Mílanó fyrir leikinn gegn Júgóslövum á sunnudaginn. Nýtt gras var lagt á völlinn í lok apríl eftir að leikmenn höfðu iíkt honum við kartöflugarð. Franz Becken- bauer, þjálfari þýska liðsins, sem hafði vonast til að geta æft á vellin- um fyrir keppnina, sagði að bann FIFA þar að lútandi væri skynsam- legt. Hann ætlar þó að notfæra sér leyfi til þess að skoða völlinn ásamt leikmönnum sínum, en þeir verða allir að vera á mjúkum skóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.