Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 ■ NIÐJAR Katrínar Brynjólfs- dóttur og Sæmundar Guðbrands- sonar að Lækjarbotnum í Lands- sveit hafa ákveðið að fjölmenna til gróðursetningar tijáa í suðuröxl Skarðsljalls á morgun, laugardag, kl. 11. Tré þessi eru keypt fyrir afrakstur ættarmóts Lækjarbotna- ættar síðasta sumars en niðjar Katrínar og Brynjólfs hafa komið saman fimmta hvert ár í Lands- sveit og hefur Skarðskirkja ávallt notið góðs af ættarmótum þessum. Nú hefur Landgræðslan úthlutað niðjunum land undir skógrækt í suð-austurhluta Skarðsfjalls og er nú búið að girða svæðið af og því ekki til setunnar boðið. Niðjarnir eru því beðnir um að fjölmenna og hafa með sér nesti, skóflur eða gróðursetningaráhöld. rétti tfminn til að reyna sig! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Nýr einkennisbún- ingur lögreglunnar Norræn mannfræði- ráðstefina Lögreglan hefur tekið í notkun nýja mittissíða einkennisjakka. Að sögn Omars Smára Ar- mannssonar aðstoðaryfirlög- Meirihlutasam- starf í Keflavík: Innanlands- flugið flytj- ist á Kefla- víkurflugvöll Málefiiasamningur sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Keflavíkur var staðfestur í fyrra- kvöid á fundum fulltrúaráða flokkanna. Meðal samnings- ákvæða er að unnið skuli að því að Keflavíkurflugvöllur verði stöð í innanlandsfiugi sem fyrst og síðar miðstöð þess. Þá á að efla atvinnulíf bæjarins og hvetja til að fjármagn, sem skapast þar, verði kyrrt heima sem fjárfesting eða sparnaður. Ellert J. Eiríksson, efsti maður D-lista, verður bæjar- stjóri og Drífa Sigfúsdóttir, B- lista, verður forseti bæjarstjórnar og staðgengill bæjarstjóra. Flokk- arnir skiptast á um formennsku í bæjarráði og byijar framsóknar- flokkur. Fyrsta stói’verkefnið, sem gengið verður í, verður að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag og síðan að byggja upp atvinnulífið að sögn Drífu Sigfúsdóttur. Efnt verður til hugmyndasam- keppni um ný atvinnutækifæri. Ferðamálanefnd verður sett á lagg- irnar ogjsjónustumiðstöð fyrir ferða- menn. Arlega verður viðurkenndur keflvískur listamaður. Hlutverki atvinnumálanefndar verður breytt. „Nefndin á að mark- aðssetja alla kosti, sem hér er að finna í formi auðlinda, sem fyrst og fremst eru vinnuafl og þekking íbú- anna auk landkosta og náttúrulegra auðlinda," sagði Árni Ragnar Áma- son, formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna. Reisa á ísverksmiðju til að selja ís til báta og togara, sem landa meðal annars á Fiskmarkað Suður- nesja. Tekið verður á í umhverfis- málum og heildarskipulagi þeirra, sem nær til allra þátta, jafnt umferð- armála og útivistarsvæða sem gróð- urverndar. Þá er ætlunin að breyta starfsháttum þjónustustofnana eins og skóla og dagheimila og miða í ríkari mæli við þarfir íbúanna, laga starfsemi þeirra að vinnutíma for- eldra. Sú nýbreytni verður tekin upp í samstarfi meirihlutaflokkanna, að þeir mynda með sér meirihlutaráð, samansett af fjórum efstu mönnum hvors lista og mun ráðið koma sam- an reglulega og yfirfara stefnu og störf meirihlutans_. Árni Ragnar Árnason og Drífa Sigfúsdóttir lýstu bæði ánægju með samninginn. regluþjóns er þessi einkennis- fatnaður í samræmi við nýja reglugerð um búnað og ein- kenni lögreglunnar. Nýju jakkarnir eru úr nælonefni og með endurskinsröndum. Þeir munu leysa gömlu jakkana af hólmi við dagleg störf lögreglunn- ar. Gömlu jakkarnir, sem hafa verið í notkun frá 1958, verða áfram notaðir við hátíðleg tæki- færi, á varðgöngu í miðbænum og í öðrum tilvikum þar sem lögreglu- menn eru áberandi. Þá er nú kom- in svört pjatla undir stjörnuna í húfum lögreglufólks, en áður báru aðeins háttsettir lögreglumenn þessa gerð af húfum. A öxlum nýju jakkanna eru smeygar, sem segja til um starfsaldur og stöðu lögreglumanna. FJÓRTÁNDA ráðstefna nor- rænna mannfræðinga verður haldin í Reykjavík dagana 9.-11. júní. Eftii ráðstefnunnar „að skilja og þýða“, er sígilt viðfangs- efni í mannfræði. Á ráðstefnunni verða flutt um 50 erindi. Hefur nokkrum heims- kunnum mannfræðingum verið sér- staklega boðið að flytja erindi. Meðal fyrirlesara eru Levon Abra- hamian frá Armeníu, Tim Ingold frá Englandi, Rayna Rapp frá Bandaríkjunum, Anna-Lena Siikala frá Finnlandi, Dan Sperber frá Frakklandi og Unni Wikan frá Nor- egi. Ráðstefnan fer fram í Háskóla íslands, Odda, og hefst hún kl. 9, laugardaginn 9. júní. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.