Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins: Hlaupið á Akur- eyri og í Reykja- vík samtímis HEILSUHLAUP Krabbameinsfélags íslands hefst klukkan 12 á laugardag. Þetta er í þriðja skipti sem hlaupið er í Reykjavík, en nú taka Akureyringar á þátt í fyrsta skipti. Mun Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra ræsa keppendur við Skógarhlíð í Reykjavík og á göngugötunni í miðbæ Akureyrar samtímis með aðstoð Ríkisútvarpsins. Olafúr Þorsteinsson framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að áhugi hafí sífellt farið vaxandi fyrir hlaupinu. Bendi flest til betri þátttöku en í fyrra, þegar 500 manns mættu til leiks í Reykjavík. Keppendum í heilsuhlaupinu er í sjálfsvald sett hvort þeir gangaj skokka eða hjóla leiðina. I Reykjavík verður boðið upp á tvær vegalengdir, 4 km og 10 km. Á Akureyri verða hlaupnir 5 km. Lúðrasveitir skemmta við rás: markið á báðum stöðum. í Reykjavík leikur Hornaflokkur Kópavogs en Lúðrasveit Akur- eyrar sér um tónlistarflutning fyr- ir norðan. Ólafur kvaðst vilja hvetja þátt- takendur til að mæta tímanlega á laugardagsmorgun þar sem skrásetningu yrði að vera lokið fyrir kl. 11.30. Þetta væri nauð- synlegt til að tryggja að ekkert færi úrskeiðis í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins sem sér til þess að heilbrigðisráðherra geti ræst keppendur á tveimur stöðum 10 km HLAUP Slíogarhlíð - Vatnsmýrarvegur - Hríngbraut - Kaplaskjólsvegur - Frostaskjól - Kellugrandi - Eiðsgrandi - Ánanaust ■ Mýrargata - TryggVagata - Kalkofnsvegur - Skúiagata - Rauðarárstigur - Mikiabraut - Langahlið - Litlahlið - Skógarhlið 10km HLAUP 4 km HLAUP Skógarhiið - Vatnsmýrarvegur ■ Hringbraut • ^ umhverfis styttu viðSæmundargötu - Hringbraut - Vatnsmýrarvegur- Flugvallarbraut - Flugvallarvegur-Skógarhlið HEILSUHLAUP KRABBA MEINSFÉLA GSINS RASMARK v/hús Krabba- meinsfélagsins v/Skógarhlíð samtímis. Ólafur. „Til marks um það verða við að því loknu draga nöfn nokk- „Við leggjum áherslu á að ekki veitt verðlaun fyrir besta urra keppenda úr potti og leysa hlaupið er ætlað öllum,“ sagði árangur í hlaupinu, heldur munum þá heppnu út með gjöfum.“ Ég byijaði að æfa reglu- lega eftir heilsuhlaupið - segir Guðrún Jóhannsdóttir „ÉG hafði ekkert hlaupið að ráði þegar ég ákvað að taka þátt í Heilsuhlaupinu í fyrra, en eftir að reynslu ákvað ég að fara að æfa mig af krafti," segir Guðrún Jóhannsdóttir deildarstjóri í far- skrárdeild Flugleiða, sem verður meðal þátttakenda í Heilsu- hlaupi Krabbameinsfélags Islands i Reykjavík á laugardag. Guð- rún kveðst nú hlaupa með félögum í sínum í Trimmklúbbi Seltjarn- arness sem hittist við sundlaugina á Seltjarnaresi þrisvar í viku. „Áður en ég byrjaði að hlaupa reglulega var ég gjarnan þreytt og dösuð eftir vinnu, en núna hef- ur maður næga orku aflögu að til að hlaupa, ryksuga íbúðina og baka á eftir ef svo býr undir,“ segir Guðrún. „Félögum í Trimmklúbbnum fer sífellt fjölgandi. Það hefur hver sína hentisemi hversu hratt eða langt hann hleypur. Við hittumst fyrst og hitum okkur upp saman, skokkum um nesið, gerum síðan aftur æfingar og förum loks í laug- ina. Þetta er ákaflega góður fé- lagsskapur og ég vil endilega hvetja alla sem áhuga hafa að slást í hópinn,“ segir Guðrún. Svava Aradóttir hjúkrunarfor- stjóri Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri verður í hópi þeirra sem tekur þátt í Heilsuhlaupinu í höf- uðstað Norðurlands. Hún ætlar að hjóla leiðina og býst við að fleiri íjölskyldumeðlimir verði með í för. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þá vakningu sem er að verða fyr- ir aukinni hreyfingu. Félög á borð við Krabbameinsfélag íslands ganga á undan með góðu fordæmi og Halldóra Bjarnadóttir stafs- maður Krabbameinsfélagsins á Akureyri hefut’ unnið gott starf við að kynna ágæti hollrar hreyf- ingar á fundum félaga og í skól- um,“ segir Svava. Svava kveðst hafa byijað seint á því að stunda útiveru og hreyf- ingu sér til heilsubótar. Nú reyndi hún að fara reglulega á skíði í Hlíðarijalli á vetrum, en hjóla og ganga þegar færi gefst. „Kostir til útivistar hér í nágrenni Akur- eyrar eru mjög fyölbreyttir. Við í fjölskyldunni höfum mikla ánægju af því að ganga og hjóla í Kjarna- skógi sem er sannkallaður unaðs- reitur og einnig göngum við oft inni á Gáseyri." „Það er gott til þess að vita að fólk sé að verða betur meðvitað um gildi hollrar hreyfingar. Við megum ekki gleyma því að okkur er aðeins gefið eitt líf og ein heilsa," sagði Svava Aradóttir. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Jóhanns- dóttir deildarstjóri ætlar að taka þátt í Heilsuhlaupinu í annað sinn á laug- ardaginn. Morgunblaðið/Rúnar Svava Aradóttir hjúkrunarforstjóri hyggst hjóla leið- ina á Ákureyri. Heilsuhlaupið fer nú fram samtímis fyrir norðan og í Reykjavík. SIEMENS Siónvarpsmvndavél frá Siemens: kjörinn ferðafelagi i sumar! Við bjóðum 4 gerðir af sjónvarps- myndavélum frá Siemens. Siemens tryggir gœði, endingu og fallegt útlit. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Bergljót Leifsdóttir skrifar frá Flórens: Undirbúningur heimsmeistara- keppninnar í knattspymu í Flórens Óðum styttist í að Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu heijist, en fyrsti leikurinn verður í Flórens 10. júní, og er hann á milli Banda- ríkjanna og Tékkóslóvakíu. 15. júní leika svo Austurríki og Tékkóslóv- akía, 19. júní Austurríki og Banda- ríkin og 1. júní verður leikur í fjórlið- aúrslitum. Knattspyrnuleikvangur Flórens- borgar var byggður árið 1931 og þegar ákveðið var að hluti Heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu yrði haldinn í Flórens þurfti að ákveða hvort ætti að byggja nýjan leikvang eða gera endurbætur á þeim gamla. Var síðari kosturinn valinn. Kostnaðurinn við endurbæt- urnar var um 4,4 milljarðar íslenskra króna en áætlaður kostnaður var 3,3 milljarðar. Var leikvangurinn formlega afhentur FIFA 15. maí, en samkvæmt áætlun átti hann að vera tilbúinn í janúar. 45.000 sæti eru á leikvanginum en engin stæði. Slysavarðstofa er á knattspyrnuleik- vanginum og einnig verður sjúkra- þyrla til reiðu. Landslið Ítalíu er í æfingabúðum í Flórens í aðsetri ítalska knatt- spyrnusambandsins. Flest allar framkvæmdir i sambandi við keppn- ina eru á eftir áætlun. Sheraton hótel átti að vígja 1. júní. Hóteleig- endur höfðu talið víst að hótel þeirra yrðu fullbókuð á meðan Heimsmeist- arakepnnin stæði en þeir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því að meðaltali hafa ekki verið bókuð meira en 40% herbergja í þessum 12 borgum. Heildarkosnaðurinn við Heimsmeistarakeppnina ætti að vera um 500 milljarðar ísl.kr. og hin auð- fengna tekjulind er að breytast í svartsýni og heilmikið tap fyrir ítalska ríkið. Á húsveggjum í keppn- isborgunum 12 hefur verið skrifað „Heimsmeistarakeppnin drepur þig“ og einnig voru unnar skemmdir á skrifstofu Heimsmeistarakeppninn- ar í Flórens. Opnunarathöfn verður 7. júní á Santa Croce-torginu og sama dag opnar forseti Ítalíu, Francesco Coss- iga, sýninguna „Hugmyndir Ferrari" og stendur hún til 30. september. Á þessari athyglisverðu sýningu verða til sýnis 9 Ferrári bifreiðir og er þeim komið fyrir í glerboxum. Er þar á meðal Barchetta Touring ár- gerð 1949 sem var öll handsmiðuð. Á sýningunni eru einnig teikningar, meðal annars af fyrsta Ferrari bílnum, „Ferrari 125“. Þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar á j Ferrari bifreiðaframleiðslunni, en stofnandi Ferrari bifreiðaverksmiðj- unnar, Enzo Ferrari, lést árið 1988 | níræður að aldri. Framleiðendur hafa reynt að nota j tákn Heimsmeistarakeppninnar út í ystu æsar í framleiðslu sinni og er hægt að kaupa allt frá nær- og sund- fatnaði upp í veggflísar með „Ciao“ kallinum. I formi Heimsmeistarabik- arins hefur verið framleidd meðal annars ólífuolía og vín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.