Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. JUNI 1990 Nafiibreyting Alþýðuflokks: Út í hött að skípta um nafii - segir Eiður Guðnason alþingismaður sem fram kemur sú skoðun, að hún sé „í mótsögn við allt umhverfið, í mótsögn við öll lög og reglur“. Um hið fagurfræðilega sjónarmið eru sjálfsagt skiptar skoðanir. Um hitt vil ég segja, að réttar leiðir voru farnar áður en til fram- kvæmda kom. Bygginganefnd samþykkti skipulag lóðarinnar, með þeim fyrirvara þó, að eigendur aðliggjandi lóða væru því ekki mótfallnir. Girðingin var hugsuð bæði til skjóls og verndar, en ekki eingöngu til þess að unglingarnir „slyppu ekki út“ eða „að þeir færu sér að voða“ svo notuð séu orð greinarhöfundar. Hjá einum íbú- anna, hafa komið fyrir tímabil, þar sem honum líður best í litlu af- mörkuðu rými, sem veitir þá ákveðið öryggi. Þess má líka geta, að helmingur unglinganna hafði töluvert fijálsræði í því umhverfi (þéttbýli), sem þeir bjuggu í áður. A fundi með byggingafulltrúa á sínum tíma, spurðist ég enn einu sinni fyrir um það, hvort kynna þyrfti væntanlega starfsemi fýrir nágrönnum heimilisins. Það var ekki talið nauðsynlegt, þar sem viðamikil starfsemi fyrir fatlaða, hafði þegar farið fram á bæði Sæbraut 1 og 2 um árabil og eins og greinarhöfundur nefnir, „höfðu allir sem einn skilning og samúð með þeirri starfsemi...“ Þó að aðrar „álögur" fylgi núverandi starfsemi, var ekki ástæða til að ætla annað, en að sama afstaða myndi ríkja áfram, enda var það ætlunin að sögn greinarhöfundar. Góð reynsla af svipaðri starfsemi annars staðar, ýtti líka undir þá bjartsýni hjá okkur. í grein sinni, kallar Guðrún marga til ábyrgðar. Ég vil fullvissa hana og þá, sem telja sér málið skylt, að unnið er að því að finna leiðir til að leysa þá stöðu sem komin er upp, þannig að vernda megi rétt allra. Lýsingin í upphafi greinarinnar er birt með góðfúslegu samþykki aðstandenda. Höfundur er sálfræðingur og forstöðumaður meðferðarheimilis einhverfra ogsambýlis einhverfra. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI EIÐUR Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, kveðst vera andvígur naftibreyt- ingum á flokknum. „Mér flnnst í fyrsta lagi ekki koma til greina að skipta um nafli á flokknum. Það fínnst mér alveg af og frá og gjörsamlega út í hött og eng- in ástæða eða tilefni til slíks. Mér sýnast aðrar nafiibætur eða breytingar líka vera óþarfar, það má svo sem hugleiða það hvort menn vilja bæta þarna við einni setningu, en ég skil ekki þörfina á því,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Eiður kvaðst ekki hafna með öllu viðbótinni við nafn fiokksins, ef mikill meirihluti reynist fyrir henni. „Mér fínnst að þetta sé mál sem á að ræða og kanna hjá flokksfólkinu og ef menn eru á því, þá finnst mér það sé ekki útilokað. En ég sé ekki þörfína á því. Alþýðuflokkur- inn hefur heitið Alþýðuflokkur frá árinu 1916 og hann hefur að vísu gengið í gegn um misjafnar tíðir, en ég held að leiðin til að efla traust á flokki sé ekki sú að breyta um nafn á honum. Ég vil halda áfram að vinna vel og efla traust á flokknum. Það hef- ur sýnt sig núna í þessum kosning- um að Alþýðuflokkurinn er stór flokkur og hann hefur stöðugt fylgi. Ég held að nafnbreyting sé ekki rétta leiðin til að stækka flokk, miklu frekar sú ímynd sem verður til af flokknum í hugum kjósenda með starfí þeirra sem eru á hans vegum,“ sagði Eiður Guðnason. O 7- '%!<>? \° Arðbœr sparnaður til eins árs eða lengur! Viltu geta ávaxtaö sparifé þitt til lengri tíma? / Sparileiö 3 er þaö binditíminn sem rœöur vöxtunum. Hér er um aö ræöa góöan kost ef þú vilt geyma sparifé þitt í 12 mánuöi eöa lengur. Þannig nýturöu ríkulegrar ávöxtunar eftir aöeins 7 2 mánuöi. Á Sparileiö 3 geturöu náö 5,75% vöxtum umfram verötryggingu. Leiöarvísir liggur frammi á öllum afgreiöslustööum bankans. ÍSLAN DSBAN Kl -í takt við ttýja tíma! Sparileiðir íslandsbattka - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í sparnaði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.