Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 9 íbúð í London Til leigu, yfir sumarmánuðina, s') góð íbúð ímiðborg Lundúna. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „London SW8“. Vandaðar og veglegar brúðargjafir 5% staðgreiðslu afsláttur - Póstsendum KOSTABODA KRiNGWN KblMGNM Sími689122 J. „Kosningasvindl var augljóst“ Þrettán íslenzkir nemar í félagsráðgjöf og félagsráðgjafar voru í Búlgaríu þegar kosningar fóru fram þar fyrr í þessum mánuði, en Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fór fyrir eftirlitsnefnd með kosningunum. Lýsingarfélagsfræði- nemanna á þeim (sjá viðtöl í Morgunblað- inu sl. sunnudag og grein Þorláks Helga- sonar í Alþýðublaðinu í gær) koma ekki heim og saman við ummæli íslenzka for- sætisráðherrans. „Kosningasvindl var augljóst," segir Þorlákur Helgason í Al- þýðublaðsgrein. Ýmislegt fór fram hjá eftir- litsneftidinni Þorlákur Helgason segir í Alþýðublaðinu í gær: „Kosningareglur voru mjög flóknar. Andstæð- ingar kommúnistaflokks- ins (sem hafði breytt um nafli) höfðu orðið að iall- ast á þær til þess að kosn- ingar yrðu haldnar. Eng- inn vafi er á að komm- arnir högnuðust á afar flóknum reglum. Fylgi þeirra var mest í sveita- héruðum. Fáfræði al- mennings til sveita og hræðslupólitík kommún- ista hefur tvímælalaust fælt kjósendur frá því að kjósa aðra en frambjóð- endur kommúnista. Hvað átti sveitafólk að gera? Stjórain útmálaði stefiiu Lýðræðisbandalagsins: ef fólk félli fyrir henni, ylli það atvinnuleysi. Fólk yrði hrakið frá sam- yrkjubúunum, lifeyris- greiðslur féllu niður, verðlag ryki upp . . . Eftirlitsnefiidin sem fylgdist með kosningun- um hafði tekið eflir því að kommúnistaflokkur- inn beitti þvingunarað- gerðum á landsbyggðinni og taldi að það hefði haft áhrif á úrslit kosning- anna. Víða höfðu her- menn á kjörstað fylgst með að allt færi fram með „eðlilegum" hætti, sums staðar voru kosn- ingar alls ekki leynilegar o.s.frv. Ýmislegt annað virðist þó hafa farið fram lyá eftírlitsnefhdinm (sem Steingrímur Her- mannsson veitti for- stöðu), og sem fyilsta ástæða er til að te(ja að hafi haft veruleg áhrif á niðurstöður kosning- aima . . .“ „Svindl í beinni útsend- ingu“ Síðar í grein sinni seg- ir Þorlákur: „Kosnhigasvindl var augljóst. Kosninganótt- ina gerðist það t.d. að hópur stjórnarandstæð- inga kom með handfylli af kjörseðlum frá borg- inni Pazardshik i beina sjónvarpsútsendingu til þess að sýna fram á að kommúnistarair ætluðu sér að nota þá í seinni lotu kosningabaráttunn- ar. í Vama, en þar dvöld- um við kosninganóttina, kom í Ijós i einu af ellefu kjördæinum borgarinn- ar, að tölum var breytt eftír að búið var að þrítelja atkvæði og að- standendur framboðs höfðu skrifað samcigin- lega undir úrslitin. Þegar kommarnir birtu niður- stöður voru þær allt aðr- ar en tejjjarar liöfðu kom- ist að. í Sofiu urðu mót- inælin við niðurstöður háværust. Þar héldu hundruð þúsunda sig á götum höfuðborgarinnar og í Rousse, næst stærstu borginni, var krafist alls- heijarverkfalls í landinu." 0 Olýsanleg von- brigði I viðtali Morgunblaðs- ins við félagsfræilinema, sem vora í Bulgaríu rétt fyrir og um kosningam- ar, segir: „Við getum ekkert fúllyrt um tilhögun kosn- inganna, en við urðum æði langleit mörg hver þegar við lásum í blaðinu i flugvélinni á leiðinni heim, það haft eftir Steingrimi Hermanns- syni, að um „lítilsháttar misferli hefði verið að ræða i kosningunum". Allir þeir, sem við rædd- um við voru mjög bjart- sýnir á sigur SDS [Bandalags Iýðræðisaf- lanna]. Jafiivel svo að þjónustufólkið á hótelinu, sem fram að því hafði ekki haft sig mikið í frammi, setti upp barm- merki SDS á mánudag eftir kosningamar, sem fóru fram á sunnudegi. Svo slepptí það því, sem það var með i höndunum hveiju sinni, til þess að hlaupa og hlusta á út- varpið í hvert sinn, sem fregnir bárust af kosn- ingunum. Vonbrigðin hafa þá verið mikil? „Alveg ólýsan- leg . . Það er greinilegt að íslcnzki forsætisráðherr- ann hefúr litið kosning- araar í Búlgaríu öðrum augum en landar hans, sem fylgdust með málum frá sjónarhóli grasrótar- innar. Hroki Qár- málaráð- herrans Starfandi prestur las ráðherram mótmæla- texta í gær, sem BHMR- félög hafa komið sér sam- an um, gegn meintum birgðum stjórnvalda á lgarasanmingi flármála- ráðherra við BHMR. Þetta var gert með form- legum, hefðbundnum hætti. Fjármálaráðherra brást hhm versti við í sjónvarpsviðtali. Reyndi hann að gera vinnulag prestsins, er hann bar fram mótmæli starfs- systkina sinna, tortryggi- legt, í Ijósi starfs hans og stéttar. Meim geta haft ólíkar skoðanir á deilum fjár- málaráðherra og há- skólamenntaðra rikis- starfemanna. Hroki fjár- málaráðherra, sem haim sýndi í þessu tilfelli, og ekki er einsdæmi, er hins vegar ekki við hæfi. Skætingur hans og skens voru bæði óþörf og óvið- cigandi. Háttvísi eykur ekki á ríkissjóðshallami! VW Golf GL, órg. 1989, vélarst. 1600, 5 Audi 80 1.8 s, árg. 1987, vélarst. 1800, gíra, 5 dyra, dökk grænn, ekinn 12.000. 5 gíra, 4ra dyra, hvitur, ekinn 44.000. Verð-kr. 1.020.000,- Verð kr. 1.090.000,- .11 MMC L-300 4x4 Bus, árg. 1990, vélarst. 2000, 5 gíra, 5 dyra, silfur, ekinn 5.000. Verð kr. 1.650.000,- Suboru Legacy GL-16v, árg. 1990, vélarst 1800, sjálfsk., 5 dyra, vínrauður, .ekinn 6.000. Verð kr. 1.580.000,- Subaru ST 4x4 GL, órg. 1988, vélarst. 1800, MMC Galant GLSi, órg. 1989, vélarst. 2000, 5 gíra, 5 dyra, blér, ekinn 65.000. 5 gíra, 4ra dyra, dökkgrænn, ekinn 36.000. Verð kr. 960.000,- Veró kr. 1.120.000,- Gásar hafa sýningar- sal að Ármúla 7, þar hefur verið stillt upp eldhúsinnréttingum frá Danica í ýmsum tilbrigðum. Gásar eru líka með mikið úrval af útihurðum og tréstigum frá þekktum framleiðendum. Þegar þú hefur komið við, skoðað og litið á verðið er nokkuð víst að þú getur lagt innrétt- ingavandamálin á hilluna. ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEGGJA ALLT ANNAÐ Á HILLUNA Verið velkomin. GÁs ar Ármúla 7, sími 30500 INNRÉTTINGAR • STIGAR • ÚTIHURÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.