Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Sóknín á íslandsmiðum eftir Einar Júlíusson 3. grein Kristinn Pétursson telur eins og nefnt var í fyrri greinum að þeir sem fullyrða að sóknarþunginn á íslandsmiðum sé of mikill hafi ekk- ert til síns máls því gögn um sóknar- þunga séu ekki til. Hver er sóknarþunginn á íslandsmiðum? Kristinn er eins og fyrr sagði orðlaus yfir því að fræðimenn skuli ekki rannsaka sóknina og ég vildi reyndar gjarnan bæta úr því. Sótti ég því í vetur um smá styrk til Vísindasjóðs aðallega til að reyna að meta sóknarþungann og bera saman við fiskveiðidánarstuðlana. Ég get að vísu ekki skoðað gögn sem alls ekki eru til en það er sjálf- sagt ofmælt að alls engin gögn séu til yfir sóknarþungann. Flotinn hlýt- ur þó allavega að skrá skipsbækur. Reyndar býst ég við því að Fiskifé- laginu muni þykja sá dómur okkar Kristins, að engin gögn séu til yfir sóknarþungann, vera óvæginn því þeir hafa birt fjölmargar töflur og yfirlit yfir sókn og afla um árabil í því ágæta riti sínu Útvegur. Upp- lýsingar um úthaldsdaga alþra skipa eru, því til og einnig telur LÍÚ sam- an úthaldsdaga togaranna. Ein- hveijum upplýsingum mun Haf- rannsóknastofnunin líka safna beint yfir togtíma einstakra skipa. Það vantar mikið upp á að opinber gögn yfir sóknarþunga í einstaka fiskteg- undir, að ekki sé talað um einstaka árganga og einstök svæði og tíma- bil, liggi fyrir. Það er þó rétt að líta a.m.k. á þessi gögn yfir úthalds- dagana sem til eru og aðgengileg. Kristinn getur ekki skákað í því skjólinu að þeir sem telja sóknar- þungann of mikinn hafi alls ekkert annað að styðjast við en þessar „ómarktæku" mælingar fiskifræð- inganna á fiskveiðidánarstuðlinum og stofnstærðinni sem sýndar hafa verið hér í töflu í fyrri grein og á línuriti í þeirri fyrstu. Skrá LÍÚ yfir úthald togaraflotans Fyrsta myiíd sýnir þannig út- haldsdaga togaraflotans. Þeim fjölgaði mjög hratt og stöðugt þar til kvótakerfinu var komið á en síðan hefur þeim fækkað nokkuð. Að telja aðeins úthaldsdagana, án tillits til t.d. skipsstærðar er að vísu mjög grófur mælikvarði á sóknarþungann og þetta er einung- is úthald togaraflotans. Því skyldi farið varlega í túlkun þessa línu- rits. Fækkun úthaldsdaga eftir 84 gæti allt eins stafað af frystitogara- þróuninni sem af sóknarminnkun eða áhrifum kvótakerfisins. Gögn Fiskifélagsins eru betri til nánari athuguna. Skýrsla Fiskifélagsins yfir sóknarþungann Mynd 2 sýnir mælingar Fiskifé- lagsins á heildarsóknarþunganum þ.e. fjölda rúmlestarúthaldsdaga flotans. Sóknarþungann í botnfisk má ennfremur lesa úr töflum þeirra, þó ekki eins nákvæmlega. Að frátöldum tveimur fyrstu árum kvótakerfisins hefur sóknar- þunginn stöðugt farið vaxandi. Milli áranna ’79 og ’88 óx hann eins og reyndar var sýnt á töflunni í fyrri grein um 37% eða mun meira en vöxtur flotans. Það eitt skýrir þó ekki tvöföldun dánarstuðla þorsk- stofnsins enda hefur sóknarþunginn í botnfisk vaxið minna en sóknin í aðra fiska þ.e. um 26%. Kvótakerf- ið virðist reyndar hafa dregið veru- lega úr sókn í botnfisk fyrstu tvö árin. Sóknarþungi í þorsk hefur vaxið hraðar en sókn í annan botnfisk Á mynd 1 eru einnig sýndar mælingar LÍÚ á meðalúthaldsdög- um togaranna. Það er útbreiddur misskilningur (sjá t.d. nýlega bók Hannesar H. Gissurarsonar: Fisk- stofnarnir við ísland) að á dögum skrapdagakerfisins hafi togarafiot- inn legið bundinn við bryggju stóran hluta ársins. Svo gott var það nú ekki, en eðlilegt er að menn telji svo vera, enda hefur orðið í mínum huga alltaf táknað viðhaldsdaga (andstætt úthaldsdögum) þ.e. sem svo að þá eigi flotinn að vera í höfn og menn að skrapa skipið fremur en halda því úti. Hugsunin á bak við þetta orð er víst einhver allt önnur, þ.e. sjávarbotnsskrap, en ég nota orðið sem samheiti yfir hvert það fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggist á almennum úthalds- og sóknartakmörkunum hvers eðlis sem þær eru. Það skrapdagakerfi sem var á undan kvótakerfinu tak- markaði, eins og mynd 1. sýnir, alls ekkert heildarúthald togaranna. Árlegir úthaldsdagar togaranna hafa þvert á móti aldrei verið eins margir og einmitt þá þ.e. um og yfir 300. Skrapdagakerfið bannaði þeim einungis að vera á þorskveið- um og beindi sókninni í aðra fisk- stofna t.d. grálúðu og karfa. 1979 mátti flotinn þannig ekki vera á þorskveiðum stóran hluta ársins (100 daga) og því hefur sóknar- þunginn í þorskstofninn vaxið miklu meira ’79-’88 en um umrædd 26% sem sóknin í botnfisk óx um. (Mynd 2). Sóknin í aðra fiska hinsvegar minna. Hve miklu munar er samt mjög óljóst. Sundurliðun sóknarþungans Sóknar- og úthaldstölur Fiskifé- lagsins eru sundurliðar fyrst og fremst eftir landshlutum, skipa- og veiðarfæragerðum. Úr þeim er mjög erfitt að lesa sóknarþungann í ein- staka botnfiska. Til þess að freista þess að sundurliða heildarsóknina og meta lauslega sóknarþungann í þorskinn mætti t.d. gera ráð fyrir að sóknin í þorsk sé fast hlutfall af heildarsóknarþunganum í botn- fisk. Það gæti t.d. verið 60% en 15% á skrapdögum. Það mundi þýða að árið ’79 þegar skrapdagarnir voru 100 hafi kerfið minnkað sóknina í þorskinn niður í 80% af því sem hún hafði annars verið. Miðað við það hefði sóknarþunginn í þorsk- stofninn vaxið 56% árin ’79-’88 og þá er ekki lengur neitt misræmi milli aukningar sóknarstuðlanna og sóknarþungans. Með rúmlestarút- haldsdögunum er þó alls ekki allt talið. Ég veit ekki hvort togtíminn á hvern úthaldsdag hefur nokkuð aukist en skipin eru öflugri nú* vörpurnar stærri og stjórn þeirra nákvæmari svo nú geta skipin togað á svæðum sem áður voru lítt að- gengileg. Menn skildu ekki vanmeta þá auknu tækni, aukinn rafeinda- búnað og auknu þekkingu sem ger- ir það að verkum að sóknargeta hverrar rúmlestar eða raunveruleg- ur sóknarþungi hvers rúmlestarút- haldsdags fer stöðugt vaxandi. Á móti kemur vissulega eins og Krist- inn bendir á og oft heyrist að flot- inn stækki til þess að fá pláss fyrir fiskikassana og íýmri vistarverur fyrir áhöfnina. Tek ég þeim fullyrð- ingum með fyrirvara. Vissulega er þetta mjög lausleg áætlun. Sjálf- sagt eru margir aðrir þættir en skrapdagakerfið sem hafa breytt sóknarhlutföllum í hina ýmsu botn- fiska síðan ’79 og sennilega höfðu skrapdagarnir alls ekki svo mikil áhrif í þá átt að framan var reikn- að. Þáð er ekki að sjá af sóknar- stuðlum fiskifræðinga að skrap- dagakerfið hafi haft mjög veruleg áhrif á sóknarhlutföllin. Allir togar- ar hefðu hvort eð er ekki verið alla daga ársins á þorskveiðum þótt leyft væri. Hugsanlega hefur þorsk- inum líka einfaldlega verið hent í skraptúrunum og því lítið samband milli sóknar og afla. Skrapdaga- kerfið getur í öllu falli ekki verið nema hluti af skýringunni enda sýnir taflan í fyrri grein að sóknar- stuðlar í botnfisk hafa vaxið um 43% meðan sóknarþungatölur Fiskifélagsins, eða mynd 2 sýna „aðeins“ 26% aukningu. í raun fylg- ir sóknarþunginn sem mynd 2 sýn- ir vel fiskveiðidánarstuðli þorsk- stofnsins ef gert er ráð fyrir stöð- ugri sóknaraukningu á rúmlestarút- haldsdag. Almennt er það gróf nálgun að nota rúmlestartöluna ein- göngu sem mælikvarða á sóknar- getu skipsins. Aðalatriðið er, tel ég, að fá upplýsingar um togtíma, tog- hraða og stærð vörpu til að bera saman sóknargetu ólíkra togara. Öllu erfiðara er að bera sóknargetu annarra veiðarfæra saman við vörp- una en sóknin hlýtur almennt að vera í hlutfalli við stærð veiðarfær- anna og tíma þeirra í sjó. Það verð- ur Iíka að leggja áherslu á að sókn- argetan eykst mjög hratt ef aflinn minnkar. Það fer þó eftir eðli veið- anna. Ef aðalvinnan er að leggja út netin og línurnar skiptir aflinn litlu máli varðandi sóknargetuna. Ef aðalvinnan er að innbyrða aflann og meðhöndla, eykst sóknargetan hratt með minnkandi fiskstofnum. Aflastýring fiskveiðanna er því al- mennt stórvarasöm að ekki sé nú talað um ef einblínt er á aflamag- nið, gögnum um sóknarþunga ekki safnað og stofnmælingum fiski- fræðinganna ekki treyst. Niður- staðan af þessum hugleiðingum og athugunum er að þau gögn sem safnað hefur verið yfir sóknarþung- ann geti að svo komnu máli ekki svarað því hvort sóknarþunginn í þorsk eldri en 4 ára hafi virkilega meira en tvöfaldast milli ’79 og ’88. Mér fannst það með mestu ólík- indum þegar ég sá þessar tölur fyrst í skýrslu Hafrannsóknarstofn- unar enda sýna sóknarþungamæl- ingar Fiskifélagsins alls enga sókn- araukningu í neta og línuveiðum ’79-’88 heldur talsverðan (15%) samdrátt í sókn og afla. Ef ekki þa'er eitthvað annað að eins og fyrr sagði en ég er alls ekki eins viss lengur að það sé í raun nokkuð annað á seyði en óhóflegur sóknar- þungi. Vissulega er það slæmt að ekki skuli vera til góð og sundurlið- uð gögn yfir sóknarþungann í ein- staka fiskstofna sem og stærðar og sjótímamælingar á veiðarfærun- um. Það er þó ljóst af þessum tak- mörkuðu gögnum sem til eru og eru óháð mælingum fiskifræðing- anna að kvótakerfið er að ganga frá þorskstofninum. Einar Júlíusson „Hagsmunaaðilarnir hafa fengið að ráða mestu um fiskveiði- stefiiuna og því er kom- ið sem komið er. Þorsk- veiðar útlendinga á Is- landsmiðum hrundu ’75-’77 ogbjörguðu þorskstofiiinum þá. Út- lendingar (nema Græn- lendingar) geta ekki komið okkur til hjálpar nú. Þorskstoftiinum er e.t.v. enn bjargandi en ég sé ekki að komist verði hja' hruni þorsk- veiðanna.“ Er þorskstofiiinn að hruni kominn? Verst af öllu er að áhrifa sóknar- þungans gætir nú mjög í klakstærð- inni að ég tel. Klakstærðin er mjög breytileg frá ári til árs, en það er veruleg fylgni sjáanleg milli stærð- ar stórþorskastofns og klakstærðar. Lélegt klak síðari ára er þá ekki tilviljun eða óheppni heldur bein afleiðing sóknarþungans. Við erum þa'komin í þann vítahring að minnnkandi stofn veldur minnkandi klaki sem aftur veldur stofnminnk- un o.s.frv. Þorskstofninn er að hruni kominn. Enn gæti Grænlandsganga 1984 árgangsins, sem vænta má 1992, eða jafnvel að hluta til 1991, bjargað miklu. Þó aðeins ef hún kemur og ef hún verður notuð til að byggja upp hrygningar- og stór- þorskastofninn fremur en til að falsa enn um sinn (1-2 ár) lífskjör þjóðarinnar og skapa nýuppbyggð- um og endurnýjuðum bátaflota tímabundinn rekstrargrundvöll. Jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að slíkt yrði gert og hrygningarsvæð- um þorsksins lokað fyrir öllum veið- um yfir hrygningartímann, er ekki ástæða til óhóflegrar bjartsýni. Grænlandsfiskurinn err aðeins einn árgangur. Þótt þetta gæti verið umtalsvert magn (fiskifræðingar reikna með 280 þús. tonnum en ég hef enga trú á meira en þriðjungi eða í mesta lagi helmingi þess magns, sjá athugasemdir við töflu í fyrri grein) vantar fyrst og fremst breidd í hrygningarstofn þorsksins. Hann verður ekki byggður upp nema með breyttri fiskveiðistefnu. Hrygningarstofninn hefur aldrei verið minni (262 þús. tonn) en árið 1988 og þriðjungur hans (þ.e. ann- ar hver hrygningarfiskur) var 4 og 5 ára smáfiskur. Ég óttast að það skorti mælingar á hrognafjölda þeirra sem og rannsóknir á því hvort, hvar eða hvernig þeir fiskar hrygna og hve vel það gagnist stofninum. Tel ég tæpast raunhæft að telja norðlenska togaratitti til hrygningarstofns jafnvel þótt kyn- þroska séu. Hagsmunaaðilarnir hafa fengið að ráða mestu um fiski- veiðistefnuna og því er komið sem komið er. Þorskveiðar útlendinga á Kópavogsvöllur 2. deild Breiðablik - K.S. í kvöld kl. 20:00 BYKO AUK/SlAk10d11-156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.