Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Samviskufang'ar f Mannrétt- indasamtökin Amnesty Int- ernational vilja vekja at- fyygli almenn- ings á máli þessara sam- viskufanga. Amnesty vonar að fólk s jái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem beijast gegn mannrétt- indabrotum á borð við þau, áem hér eru virt að vettugi. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðn- ings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940. Búlgaría:Enver Ahmedov Hatibov; 46 ára gamall lækn- ir af tyrknesku þjóðarbroti. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir njósnir. Enver Ahmedov Hatibov var handtekinn 5. júlí 1989 og þann 19. febrúar sl. dæmdi héraðsdómstóllinn í Shumen þann í 10 ára fangelsi fyrir njósnir. Hannl var dæmdur skv. 104. grein hegningarlag- anna. Hann var sakaður um að hafa upplýst erlenda aðila um „ríkisleyndarmál Alþýðu- veldisins Búlgaríu er snertu skipulag, starfsemi og tækja- eign njósnadeildar innanríkis- ráðuneytisins (MVR).“ Enver Hatibov var einnig sakaður um að hafa á árunum 1987 og 1988 ljóstrað upp um njósnara innanríkisráðuneyt- ísins og látið erlendum aðilum í té upplýsingar þar að lút- andi. Einn þessara erlendu aðila var Yusuf Mutlu, sem er af tyrknesku bergi brotinn. Hann yfirgaf Búlgaríu 1978 og flutti til Tyrklands og er nú tyrkneskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann heimsótti Búlgaríu í júlí 1989. Yusuf Mutlu var leiddur fyrir rétt á sama tíma og Enver Hatibov og dæmdur í 12 ára fangelsi skv. 104. grein hegn- ingarlaganna. Amnesty hefur lýst áhyggjum sínum yfir dómsúrskurðinum vegna þess að á þessu tímabili tók inn- anríkisráðuneytið þátt í her- ferð þar sem þetta þjóðarbrot var neytt til að samlagast búlgörsku þjóðinni, en nú við- urkenna stjómvöld að her- ferðin hafi verið ólögleg. Her- ferðin hófst í desmber 1984. Tyrkir þurftu að afsala sér islömskum nöfnum sínum óg taka búlgörsk upp í staðinn, bannað var að tala tyrknesku og ýmsir islamskir siðir voru bannaðir. Hundruð manna voru handtekin og margir voru drepnir fyrir andstöðu við þessa herferð yfirvalda. „Búlgarska" nafn Hatibov er Belchin Perunov Perunov. Vinsamlegast skrifið kurt- eisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus. Skriflð til: President of the Peoples Republic of Bulgaria Petar Mladenov Prezidentat na Narodna Repubilka Bulgaria Blvd. Dondukov 2 Sofia Bulgaria. íran: Mariam Firouz; rithöf- undur og þýðandi. Hún er á áttræðisaldri og hefur setið í fangelsi frá árinu 1983 vegna stjórnmálaþátttöku. Mariam Firouz var hand- tekinn í aprl 1983 ásamt tug- um annarra sem stóðu í farar- broddi íranska kommúnista- flokksins. Flokkurinn var bannaður skömmu eftir hand- tökurnar. Kommúnistaflokkurinn var sakaður um að hafa í hyggju, í samvinnu við Sovétríkin, að steypa af stóli hinni íslömsku ríksstjóm Irans. Leiðtogar flokksins voru pyntaðir og neyddir til að játa á sig njósn- ir og aðra ólöglega starfsemi. Ríkistjórn írans hafði þá stefnu að þagga niður í öllum skoðanaskiptum utan klerka- stéttarinnar og var íranski kommúnistaflokkurinn leyst- ur upp. Þúsundir pólitískra fanga, þar á meðal mörg hundruð samviskufangar, voru teknir af lífi í kjölfar byltingarinnar í Iran. Nokkrir hópar gripu til vopna gegn klerkastéttinni en kommúni- staflokkurinn studdi Aya- tollah Khomeini sem leiðtoga þar til flokkurinn var leystur upp. Mariam Firouz var forseti Lýðveldissamtaka íranskra kvenna. Hún skrifaði greinar um bókmenntir og málefni kvenna í flokksblöð og þýddi fjölda franskra bókmennta- verka á farsi. Hún sat í þijú ár í varð- haldi, oft í einangrun, áður en hún var leidd fyrir islamsk- an byltingarherrétt. Mála- reksturinn féll ekki að alþjóð- legum reglum um sanngjörn réttarhöld og var Miriam dæmd til dauða árið 1986. Dómurinn var síðan mildaður. Ekki er vitað til fullnustu fyr- ir hvað hún var ákærð. Hún hafði engan rétt til að áfrýja dómsúrskurði og hún hefur ekki haft aðgang að lögfræð- ingi allan þann tíma sem hún hefur verið í haldi. Mariam F’irouz er í Evin-fangelsinu í Teheran. Hún er við slæma heilsu, þjáist af gigt og er hjartveik. Vinsamlegast skrifið kurt- eisleg bréf og farið fram á að hún verði tafarlaust látin laus." Skrifið til: His Excellency Hojatoleslam Ali Akbar Hashemi Rafsanjani President of the Islamic Republic of Iran The Presidency. Palestine Avenue Azerbaijan Intersection Tehran Iran Indónesía: Agil Riyanto bin Darmowiyoto er frá Brebes á eyjunni Jövu. Hann stundar laganám og alifuglarækt, en í apríl 1987 var hann dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir niður- rifsstarfsemi. Agil Riyanto var í hópi sjö ungra múslima sem hand- teknir voru fyrir niðurrifs- starfsemi árið 1987. Þeir voru sakaðir um þátttöku í hópi múslima sem nefnast usroh, en megin tilgangur þess hóps er að stuðla að aukinni með- vitund múslima um islamskar kenningar og lög. Rúmlega 40 félagar í usroh-hópnum hafa verið leiddir fyrir rétt á Jövu frá árinu 1985, sakaðir um að stefna að stofnun isl- amsks ríkis í Indónesíu og grafa þannig undan ríkis- stjórn landsins. Flestir hafa verið dæmdir í 4-15 ára fang- elsi. Við réttarhöldin yfir Agil Riyanto fullyrti ákæruvaldið að hann hefði gagnrýnt hug- myndafræði ríksins, Panasila, og sakaði hann um að hafa reynt að koma á fót liðskjarna sem tilbúinn væri að reiða af hendi fé og deyja fyrir trúna. Agil neitaði þessum ásökun- um og sagðist aðeins hafa flutt fyrirlestra um trúarleg efni eins og bænir, föstu, skatta og pílagrímsferðir. Vitni staðfestu að hann hefði •hvorki rætt um stjórnmál né véfengt stjórnarskrána og Pacasila. Eftir því sem lög- fræðingur Agil Riyanto segir lagði ákæruvaldið engar sannanir fram fyrir að ursah- hópamir hefðu pólitískan til- gang eða fyrirlestrar Agils hefðu vakið óróa í þjóðfélag- inu. Hvorki Agil Riyanto né fé- lagar hans fengu að hafa lög- fræðinga hjá sér við yfir- heyrslur. Allmargir sakborn- ingar og vitni sögðu að þær yfirlýsingar sem lesnar voru upp við réttarhöldin hefðu verið neyddar upp úr viðkom- andi. Er lögfræðingur Agils kvartaði yfir því að dómarinn beitti þiýstingi til að svara ekki spumingum sem hann lagði fram í réttinum var hon- um skipað að yfirgefa réttar- salinn og réttarhöldin héldu áfram án hans. Agil Riyanto sagði frá því í réttinum að yfirlýsing hans hefði verið samin af þeim sem yfirheyrðu hann og hann hefði mátt sæta barsmíðum á meðan hann var í varðhaldi. Nýlega var hann fluttur í fangelsi á eyjunni Nusakam- bangan, sem er langt frá heimili hans og fjölskyldu. Eyjan er ekki byggð að öðru leyti en því að þar eru fjögur fangelsi. Vinsamlegast skrifið kurt- eisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus og án skilyrða. Skrifið til: President Suharto Bina Graha Jalan Veteran 17 Jakarta Indónesia. liÖTEL|MD Frumsýnir MIÐNÆTURBLÚS Danssýning. Höfundur: Ástrós Hljómsveitin Sú Ellen Snyrtilegur klæðnaður (gallaklæðnaður bannaður) Miðasala og borðapantanir í síma 687111 HOTU j&I.AND Frítt inn til ki. 24.00 Nú skemmtir þú þér frítt í Þórscafé! Opið föstudags- 09 laugardagskvöld Miðaverð eftir kl. 24.00 aðeins 500 kr. Dansdúettinn ásamt Önnu Vilhjálms Haukur Burgei i discótekinu Þar sem fjörið er mest skemmtir fólkið sér best Tveir glæsilegustu veislu- og ráðstefnusalir landsins opnir fyrir matargesti, stærri sem smærri hópa, íhádeginu og á kvöldin alla daga. Fyrsta flokks þjónusta Megas og Hættuleg hljómsveit 1 kjallara Keisarans sunnudagskvöld Laugavegi45 - sími 21255 NÝR OG HEITUR STAÐUR LOÐIN ROTTA ÍKVÖLD TVEIR VINIR - OFBOÐSLEGA LIFANDI DANSBARINN GRENSÁSVECI 7 er öúruvísi staúur Meiriháttar staður tyrir vakandi fólk Dansandi hiðnar Aðgangseyrir kr. 500,- Ilmvatnskynning Opiðfrá kl. 23.00-03.00 20 ára aldurstakmark - skilríki Lagunaog Krókódílakjallarinn TUNGLIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.