Morgunblaðið - 29.06.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990
Yfirlýsing landbúnaðarráð-
herra um deilumar á Mógilsá
Morgunblaðinu iiefur borist eftir-
farandi yfirlýsing um Rannsókna-
stöð Skógræktar ríkisins á Móg-
ilsá:
Því miður sé ég mig knúinn til
að senda frá mér eftirfarandi grein-
argerð um lausnarbeiðni og starfs-
lok forstöðumanns Rannsóknar-
stöðvar Skógræktar ríkisins' á Móg-
ilsá. Eftir að ég hef síðastliðnar vik-
ur forðast eftir föngum að rekja í
fjölmiðlum þau Jeiðu deilumál sem
voru aðdragandi starfsloka Jóns
Gunnars Ottóssonar sem forstöðu-
manns á Mógilsá, sé ég mér ekki
léngur fært annað en að skýra
málið frá minni hlið og landfaúnaðar-
ráðuneytisins. Þar koma m.a. til
síendurteknar rangfærslur og órök-
studdar fullyrðingar um afstöðu
mína, stefnu landbúnaðarráðuneyt-
isins, Skógræktar ríkisins og fieiri
aðila til fjölmargra mála. Ég tel það
ekki lengur réttlætanlegt að al-
menningur fái eingöngu að heyra
þann málflutning sem fráfarandi
forstöðumaður, Jón Gunnar Ottós-
son, hefur haldið uppi í blaðavið-
tölum og fréttum.
í raun má segja að mál þetta sé
ekki flóknara en svo, að starfsmað-
ur hafi sagt upp og jafnframt til-
greint að hann treysti sér ekki til
að vinná við þær aðstæður sem
starfið byði upp á. Þá hafi verið
fallist á uppsagnarbeiðni hans og
jafnframt ákveðið að leggja það
ekki á hann, starfsmanninn, né hafi
vinnuveitandi talið sér það hag-
stætt, að hann ynni út uppsagnar-
frestinn. Þess í stað yrðu honum
greidd full laun, en frekara vinnu-
framlag afþakkað, eins og gerst
hefur æ algengara við sambærilegar
aðstæður á vinnumarkaðinum. Þar
með hefði þetta mál átt að geta
heyrt sögunni til. Sú hefur því mið-
ur ekki orðið raunin á. Nú er svo
komið, eins og áður sagði, að ég
sé mér því miður ekki annað fært
en að upplýsa einnig nokkuð um
bakgrunn þessa máls.
Ég hlýt að harma að margir
mætir menn, nafngreindir, hafa með
ýmsum hætti dregist inn í þessa
deilu. Ber þar hæst bæði fyrrver-
andi og núverandi skógræktar-
stjóra, ráðuneytisstjóra landbúnað-
arráðuneytisins og fleira starfsfólk
þar, stjómarmenn Rannsóknastöðv-
ar Skógræktar ríkisins á Mógilsá
og fleiri ónafngreinda menn sem
sinna rannsókna- eða umhverfis-
málum. Það er hins vegar ekki æti-
unin hér að taka til vama eða svara
fyrir þessa aðila, enda era þeir vænt-
anlega fullfærir um hvora tveggja;
að meta það sjálfir hvort þeir sjá
ástæður til svara og þá að veita þau
svör. Ég mun hins vegar hér á eftir
stikla á stóra hvað varðar aðdrag-
anda þeirra atburða sem orðið hafa
á Rannsóknastöð Skógræktar ríkis-
ins á Mógilsá á þessu vori og tek
það fram á nýjan leik að það geri
ég tilneyddur og hefði miklu fremur
kosið að það'sem ég tíni til sögunn-
ar hér eftir hefði mátt kyrrt liggja
með öðra sem ekki fer á blað.
Deilur fráfarandi forstöðu-
manns á Mógilsá við fyrrverandi
og núverandi skógræktarstjóra,
landbúnaðarráðuneytið og fleiri
aðila.
1. Það var fyrir um einu ári að
fyrst fór að bera verulega á deilum
og ágreiningi af ýmsum toga milli
Jóns Gunnars Ottóssonar, forstöðu-
manns á Mógilsá, sem ætíð kom
fram fyrir hönd stöðvarinnar og þá
fyrst og fremst við fyrrv. skógrækt-
arstjóra, Sigurð Blöndal. Kvörtuðu
báðir aðilar við mig munnlega í
nokkur skipti sumarið 1989 og varð
mér smátt og smátt ljóst að um
alvarlegan ágreining og verulegan
trúnaðarbrest milli manna væri að
ræða.
2. Eitt af því sem fljótlega kom
upp á yfirborðið í þéssari deilu voru
átök um yfirvinnumál forstöðu-
manns og starfsmanna á Mógilsá.
Í' samræmi við þá áherslu ríkis-
stjórnarinnar við afgreiðslu fjárlaga
fyrir árið 1989 að mjög skyldi tak-
markað og haldið aftur af ákveðnum
rekstrarútgjöldum hins opinbera,
svo sem yfirvinnu, risnu og fleiri
þáttum, var farið yfir það með stofn-
unum landbúnaðarráðuneytisins,
m.a. á sérstökum fundum með öllum
yfírmönnum, hvað gera þyrfti til að
mæta þeim takmörkunum. Ljóst var
að Skógræktin var ein af þeim stofn-
unum sem þyrfti að beita miklu
aðhaldi í þesum efnum og gengu í
því sambandi bréf milli landbúnað-
arráðuneytisins og Skógræktarinn-
ar. Skógræktarstjóri setti síðan í
samráði við ráðuneytið yfírvinnu-
reglur sem skyldu gilda fyrir starfs-
menn Skógræktarinnar. í ljós kom
að forstöðumaðurinn á Mógilsá fór
ekki eftjr þessum reglum og virtist
hann telja sér það óskylt þar sem
Mógilsá væri með sérmerkta fjár-
veitingu í fjárlögum og væri staða
deildarinnar ekki slík að nauðsyn
bæri af þeim sökum til að takmarka
þar yfirvinnu. Forstöðumanni var
gert ljóst bæði af fyrrv. skógræktar-
stjóra og ráðuneyti að ekki kæmi
annað til greina en að sambærilegar
reglur giltu fyrir allar deildir Skóg-
ræktar ríkisins og þar með Rann-
sóknastöðina á Mógilsá. Þarf naum-
ast að rökstyðja af hvaða orsökum
það var ekki talið heppilegt að aðr-
ar og rýmri reglur giltu um skrán-
ingu yfirvinnu hjá einni einstakri
deild.
3. í lok ágústmánaðar 1989
sendi Jón Gunnar Ottósson inn upp-
sagnarbréf og var það bréf svohljóð-
andi:
„Hér með segi ég upp starfi mínu
sem forstöðumaður Rannsókna-
stöðvar Skógræktar ríkisins frá og
með 1. janúar 1990.
Vegna rógburðar og skemmdar-
verka sem unnin era á verkefnum
stöðvarinnar með vitund landbúnað-
arráðuneytisins er mér gert ókleift
að gegna stöðunni eins og mér ber
að gera samkvæmt reglugerð og
skipunarbréfi.
Síðar mun ég skila skriflegri
skýrslu til stjórnar og ráðuneytis
um ástæður fyrir uppsögninni."
Mér varð strax ljóst af orðalagi
þessa bréfs og þá ekki síðúr af
ýmsum þungum og alvarlegum
ásökunum sem forstöðumaðurinn
hafði komið á framfæri við mig, að
um meiriháttar trúnaðarbrest væri
orðið að ræða milli hans annars
vegar og ýmissa aðila í yfírstjóm
Skógræktar ríkisins og landbúnað-
arráðuneytinu hins vegar.
4. Ég beitti mér fyrir því við Jón
Gunnar Ottósson að hann drægi
uppsögn sína til baka þrátt fyrir það
sem á undan var gengið. Vildi ég
fá að reyna að leysa þau deilumál
og jafna þann ágreining sem upp
var kominn og leita leiða til að koma
á nýjan Ieik samskiptum Rann-
sóknastöðvarinnar á Mógilsá við
þessa aðila, í eðlilegan farveg. Svo
fór að Jón Gunnar dró þessa fyrri
lausnarbeiðni sína til baka fyrir mín
tilmæli.
5. Þrátt fyrir tilraunir til að miðla
málum hélt ástand mála áfram að
versna og má segja að síðustu mán-
uði sl. árs hafi með naumindum tek-
ist að halda niðri sífelldum árekstr-
um og vandamálum sem gekk á
með samskiptum forstöðumanns á
Mógilsá við aðalskrifstofu Skóg-
ræktar ríkisins og fleiri aðila. Eg
batt samt sem áður vonir við að
með tilkomu nýs skógræktarstjóra
og nýrra manna sköpuðust að nýju
tækifæri til að setja niður deiluna
og hvatti alla aðila til að halda að
sér höndum af þeim sökum.
6. Því miður fór það svo eftir
áramót að sá tími mældist frekar í
vikum en mánuðum þangað til
ástandið í samskiptum forstöðu-
manns og Rannsóknastöðvarinnar á
Mógilsá við Skógrækt ríkisins og
ráðuneyti var orðið verra en það
hafði áður verið þrátt fyrir tilkomu
nýs skógræktarstjóra. Eg mun ekki
rekja hér þau margvíslegu atvik og
smámál sem urðu að stórum í þess-
um samskiptum. í þetta fór ómæld-
ur tími, bæði hjá skógræktarstjóra
og nýju starfsfólki aðalskrifstofunn-
ar, sem samtímis stóð í þeim stór-
ræðum að heija starfsemina á nýj-
um stað á fyrstu mánuðum ársins,
sem og hjá starfsfólki landbúnaðar-
ráðuneytisins.
Eitt af því sem gert var á þessum
mánuðum var, að bæði skógræktar-
stjóri og forstöðumaðurinn einnig,
óskuðu eftir úttekt á stöðu Mógilsár
innan Skógræktarinnar. Gengu í því
sambandi bréf milli landbúnaðar-
ráðuneytis og ríkisendurskoðunar
og var þar staðfest sú niðurstaða
að Rannsóknastöðin á Mógilsá væri
eins og segir í 1. gr. reglna um starf-'
semina „deild í Skógrækt ríkisins“
og þar með væri skógræktarstjóri
yfirmaður stofnunarinnar og fjár-
málalega ábyrgur. Einnig fékk ég
sl. vetur tvo óháða og sérhæfða
aðila á sviði stjórnsýslu til að gera
sérstaka skipulagsúttekt á Rann-
sóknastöðinni á Mógilsá og fara
ofan í þær deilur sem þar höfðu ris-
ið og geisað og reyna að miðla
málum. Skiluðu þeir ágætri skýrslu,
en skemmst er frá því að segja að
allar tilraunir þeirra til að miðla
málum og finna sáttalausn urðu
árangurslausar. Meginniðurstaða
þeirra var sú að um algeran trúnað-
arbrest milli manna væri orðið að
ræða, sem gert hafi allar tilraunir
þeirra til að fínna lausn á hinum
efnislegu og formlegu deiluatriðum
árangurslausar. Vegna þess að Jón
Gunnar Ottósson hefur ítrekað vitn-
að í áðurnefnda skýrslu og úttekt,
og þá einungis í eina tiltekna setn-
ingu, þar sem Mógilsá fær jákvæða
umsögn vegna ýmissa góðra verka,
hlýt ég að taka fram að tilvitnanir
Jóns Gunnars í þessa úttekt eru
afar einhliða, slitnar úr samhengi
og villandi.
7. I vetur og á vormánuðum gekk
Jón Gunnar, sem forstöðumaður á
Mógilsá, æ lengra í því og í raun
mjög langt að afneita hreinlega með
öllu tilvist skógræktarstjóra, sem
yfirmanns síns. Um þetta vitna
bréfaskriftir þeirra í millum á tíma-
bilinu febrúar til apríl, auk þess sem
þar er á köflum orðalag að finna
sem telja verður með fádæmum í
samskiptum undirmanns við yfir-
mann sinn.
Nú geta Jón Gunnar eða aðrir
vissulega haldið því fram að ýmis-
legt hafi verið óljóst um stjórnskipu-
lega stöðu Rannsóknastöðvarinnar
á Mógilsá, bæði fyrr og þegar hér
var komið, en um það hafa þó aldr-
ei verið tilefni til deilna að með ein-
um eða öðram hætti tengdist hún
starfsemi Skógræktar ríkisins, sbr.
áður tilvitnaða 1. gr. reglna um
stöðina og þannig hafi skógræktar-
stjóri þar í öllu falli ákveðnu yfir-
mannshlutverki að gegna. Það bar
Jóni Gunnari að virða og um það
hafði hann skýr fyrirmæli, munnlég
og bréfleg.
8. Þann 5. apríl sl. er svo komið
að skógræktarstjóri sér sig til þess
knúinn að skrifa Jóni Gunnari Ottós-
syni formlegt áminningarbréf og er
þar tilgreind m.a. sú ástæða að for-
stöðumaður hafi virt að vettugi til-
mæli skógræktarstjóra um að hann
og starfsfólk Rannsóknastöðvarinn-
ar á Mógilsá tæki þátt í árlegum
starfsmannafundi Skógræktarinnar
sem stendur í 3 daga og er mikil-
vægur vinnufundur til samræming-
ar rannsókna- og leiðbeiningarstarfi
og framkvæmdum í skógrækt.
9. Ráðuneytið sá sig í aprílmán-
uði knúið til að senda forstöðumann-
inum bréf með alvarlegum aðfinnsl-
um vegna þess að hann hafði ekki
sinnt óskum um að skila til ráðu-
neytisins tilteknum upplýsingum á
réttum tíma, sem ítrekað hafði ver-
ið beðið um og án þess að biðja um
lengri frest eða láta frá sér heyra.
10. Af því sem fram hefur komið
hér að framan má.ljósL vera að að
ýmsu leyti gekk forstöðumaðurinn
fram í störfum sínum og tók sér
vald eins og hann væri algerlega
sjálfstæður og æðsti yfirmaður
stofnunar. Hann mun engár fjár-
skuldbindingar af neinu tagi, þótt
meiriháttar væru, sem hann gerði
fyrir hönd stöðvarinnar, hafa borið
undir skógræktarstjóra, stjóm
stöðvarinnar né landbúnaðarráðu-
neyt/ð. Sömuleiðis var ekki leitað
álits skógræktarstjóra hvað manna-
ráðningar snerti eða þvíumlíkt.
11. I kjölfar úttektar á stöðu
stöðvarinnar og ítrekuðum og end-
urteknum árangurslausuni tilraun-
um til að setja niður þessar deilur,
var með ákvörðun minni, sem ég
tilkynnti skógræktarstjóra og for-
stöðumanni í bréfi 15. maí sl., í
meginatriðum sú niðurstaða ákveðin
að staðfesta það skipulag, að Rann-
sóknastöðin á Mógilsá yrði áfram,
eins og frá upphafi 1968, deild í
Skógrækt ríkisins. Á hinn bóginn
yrði henni tryggt faglegt sjálfstæði
og heyrðu þau mál undir og væra
ákvörðuð af svonefndu „fagráði"
sern starfa skyldi við stöðina. Bað
ég um athugasemdir, ef einhverjar
væra, við þau reglugerðardrög sem
kynnt voru með bréfunum til skóg-
ræktarstjóra og forstöðumannsins.
Ég lýsti mig tilbúinn að taka at-
hugasemdir til skoðunar, að því
undánteknu að sjálfu grandvallar-
skipulaginu, þ.e.n.s. að Mógilsá yrði
hluti af starfsemi Skógræktar ríkis-
ins, eins og verið hafði, yrði ekki
breytt að svo stöddu. Færði ég
bæði þá og hafði reyndar gert fyrr,
fyrir því þau rök að það gæti ég
hvorki né teldi skynsamlegt að gera.
Ég þekkti þess engin dæmi að deild
væri gerð að sjálfstæðri stofnun inn
á miðju fjárlagaári án þess að staf-
krókur væri fyrir slíku í lögum. Til
þess teldi ég mig einfaldlega engar
heimildir hafa og kerfisbreytingar
af því tagi hlytu því að bíða laga-
setningar, ættu þær að koma til.
Ég hvatti Jón Gunnar eindregið til
að skoða þessar breytingar og
reyndi að sýna honum fram á að í
þeim fælist í raun aukið faglegt
sjálfstæði stöðvarinnar og mörgu
leyti sterkari staða en hún hafði
áður haft, auk þess sem verkaskipt-
ing gæti orðið skýrari milli annars
vegar skógræktarstjóra og yfir-
stjómar Skógræktarinnar og hins
vegar fagráðs sem ákvörðunaraðila
faglegra málefna rannsóknaáætl-
ana o.s.frv.
12. Forstöðumaður hafði að engu
tilmæli mín um að íhuga þessar til-
lögur og breytingar og einungis liðu
fáeinar klukkustundir frá því ég
kynnti honum ákvarðanir. mínar á
fundi, um leið og honum var afhent
bréf þar um, þangað til að mér barst
í hendur uppsagnarbréf frá honum.
13. í bréfi sínu frá 15. maí sl.,
þar sem Jón Gunnar Ottósson biðst
lausnar í annað sinn, segir svo:
„Hér með segi ég starfi mínu upp
sem forstöðumaður Rannsóknar-
stöðvar ríkisins að Mógilsá frá og
með 1. október 1990. Ég treysti
mér ekki til að vinna eftir því skipu-
lagi sem þér hafíð ákveðið og lýst
er í bréfi yðar, dagsettu 15. maí
1990.“
Með hliðsjón af því sem á undan
var gengið og með hliðsjón af tilvitn-
uðu orðalagi uppsagnarbréfsins,
virtist mér að fyrir því væru næsta
litlar líkur að þau samskipti sem
þarna verða að vera, gætu gengið
eðlilega fyrir sig á þeim mánuðum
sem uppsagnarfrestur Jóns Gunnars
Ottóssonar tók til.
14. Til að gera langt mál stutt
var ósköp einfaldlega það ástand
sem orðið var í samskiptum Rann-
sóknastöðvarinnar á Mógilsá við
ýmsa aðra aðila sem sú stofnun
verður að eiga gott samstarf við
orðið óbærilegt. A því var hætta að
þetta ástand gæti orðið skógræktar-
sviðinu almennt til tjóns. Skógrækt-
in hér á íslandi er lítill heimur pg
gera verður þá kröfu til þeirra sém
Steingrímur J. Sigfússon
nota það takmarkaða opinbera fjár-
magn sem við höfum náð að setja
til skógræktar, að þeir vinni vel
saman.
15. Rannsóknastöð Skógræktar
ríkisins að Mógilsá var, er og verður
a.m.k. enn um sinn deild í Skóg-
rækt ríkisins. Hvað sem um það
skipulag má segja og hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr,
varð það niðurstaða eftir ítarlega
athugun til þess bærs yfirvalds að
svo skyldi áfram verða um sinn og
þeirri niðurstöðu bar mönnum að
hlíta. Rannsóknastöðin á einnig að
sinna fyrst og fremst hagnýtum
rannsóknum fyrir skógrækt á Is-
landi og slíkar hagnýtar rannsóknir
er hvorki hægt að stunda og enn
síður hægt að hagnýta nema með
góðri samvinnu og miklu samstarfi
milli þeirra sem standa í fram-
kvæmdum, sinna stjórnsýslu eða
félagsmálum skógræktarinnar og
þeirra sem við rannsóknimar vinna.
Með hliðsjón af öllu þvi sem að
framan hefur verið rakið og með
því að Jón Gunnar Ottósson hafði
sjálfur tvívegis á 9 mánuðum óskað
eftir að láta af störfum og með til-
liti til allra annarra aðstæðna sem
hér hefur verið lýst, ákvað ég að
fallast á lausnarbeiðni hans og taldi
þá úr því sem komið var skást að
starfslok hans yrðu strax. Það varð
mín niðurstaða, mitt mat, að við
þessar aðstæður og með hliðsjón af
þvi hversu algjör trúnaðarbrestur
var orðinn milli hans og þeirra aðila
annarra í stjómkerfinu sem hann
þurfti og átti samkvæmt skipulagi
að leita til og vinna með, væri það
vægast séð vandséð að starfsemin
gæti gengið fyrir sig með eðlilegum
hætti undir hans forystu út upp-
sagnartíma hans. Ég taldi því rétt-
ast að nýta þann sjálfsagða rétt
vinnuveitanda að afyakka vinnu-
framlag hans sem stjórnanda út
uppsagnarfrestinn. Ég hef ítrekað
bréflega við Jón Gunnar að honum
verði greidd út uppsagnarfrestinn
full laun, þ.e.a.s. hann haldi fullum
tekjum eins og ætla mætti að hann
hefði haft, hefði vinnuframlag hans
verið þegið og skaðast hann því í
engu fjárhagslega á þessri tilhögun.
Ég sem vinnuveitandi og stjórnandi
þessara mála valdi þann kostinn sem
ég taldi skástan að starfslok hans
yrðu, úr því sem komið var, fyrr en
seinna. Þá ákvörðun og niðurstöðu
hefði Jón Gunnar að mínu mati
gert réttast í að virða og viðurkenna.
Jón Gunnar Ottósson hefur í
blaðaviðtölum og fréttum að undan-
fömu með ýmsum hætti tekið sér
það fyrir hendur að túlka fyrir mína
hönd afstöðu mína, sjónarmið og
skoðanir gagnvart rannsóknum og
umhverfismálum. Hér verður ekki
farið ítarlega út í þá sálma. En ég
krefst þess sjálfsagða réttar mér til
handa að fá sjálfur að lýsa mínum
eigin skoðunum í þessum efnum.
Hér skal gefin sú yfirlýsing að
það verður einskis látið ófreistað til
að tryggja það af minni hálfu og
landbúnaðarráðuneytisins, skóg-
ræktarstjóra og Skógræktar ríkisins
og annarra þeirra aðila sem þar
koma að málum, að rannsóknastarf
í skógrækt verði eflt á komandi
áram. Nýttir þeir möguleikar sem
felast i rannsóknum, kynbótum og
hverskyns upplýsingaöflun og upp-
lýsingamiðlun. Þannig verði lagður