Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Norður og suð- ur á sama bátí eftir Steingrím Gunnarsson Áhrif mengunar á gróður og umhverfi er í dag eitt helzta vandamálið sem bíður úrlausnar á alþjóðavettvangi. Umhverfismál, sem menn leiddu vart hugann að fyrir um tveimur áratugum, ná nú athygli flestra, jafnt almenn- ings sem stjórnmálamanna. Mengun og misnotkun, þar með talin ofnotkun náttúruauðlinda sem er sameign allra þjóða, eru komin á slíkt stig að öllu lífi stafar ógn af og eina leiðin til bjargar er alþjóðleg samvinna. Erfitt verð- ur að finna leið til lausnar vandan- um, fyrst og fremst vegna mis- munandi hefða þjóða, sjálfsá- kvörðunarréttar ríkja og vegna mismunarins á ríkum þjóðum og fátækum. Almenningur þjóðanna Sameign okkar allra, andrúms- loftið, hafíð og vatnið, sem við getum kallað almenning þjóðanna, er án landamæra og eiturefni ber- ast oft hundruð kílómetra frá upp- hafsstað sínum og yfir landamæri ríkja með hörmulegum afleiðing- um. Súrt regn hefur t.d. eytt lífí í hundruðum vatna í Bandaríkjun- um, Kanada og Norður-Evrópu. Eiturúrgangur, þar á meðal geisla- virkur úrgangur frá kjarnorkuver- um, súrt regn, misnotkun náttúru- auðlinda og eyðing ózonlagsins eru alvarlegustu umhverfisvandamál- in og ógna jafnvægi lífríkisins á jörðinni. Þessi vandamál eru risa- vaxin og kostnaðurinn við að hindra frekari skaða á vistkerfi jarðarinnar er stjarnfræðilegur. Áður en hægt verður að finna ieið til að fjármagna iausn á þessu sameiginlega vandamáli jarðarbúa verður að leysa málin á stjórn- málalegum vettvangi. Halda þarf margar alþjóðlegar ráðstefnur og ganga í gegnum erfiðar samninga- viðræður áður en samfélag þjóð- anna kemur sér saman um hvem- ig taka eigi á málunum. Á meðan vex vandinn og verður sífellt erfið- ari viðureignar. Hver ber ábyrgðina? Ljóst er að háþróuðu ríkin, sem jafnframt eru þau ríkustu í veröld- inni, hafa valdið mestri mengun og umhverfísspjöllum. Því hefur verið haldið fram að mengun og daglegt líf fólks í háþróuðum sam- félögum haldist í hendur. Horft hefur verið fram hjá vandanum í áratugi en nú hafa augu fólks, einkanlega á Vesturlöndum, opn- ast fyrír þeirri ógn sem umhverfi þess stafar af mengun og það gerir sér betur grein fyrir því hvaða áhrif neyzluþjóðfélagið hef- ur haft á umhverfið síðustu 40 árin. í dag eru ríkisstjórnir Vestur- landa undir vaxandi þrýstingi al- mennings að gera eitthvað sem máli skiptir. Umhverfissamtök um allan heim beijast gegn mengun og fyrir bættu umhverfi, en vand- inn er of mikill og of flókinn stjórn- málalega til að þessi samtök ráði við hann. Það er aðeins með alþjóðlegri samvinnu, og þá helst undir stjórn Sameinuðu þjóðanna, sem mögu- legt er að ráða við og finna lausn á þessum vanda. Brýn þörf er á alþjóðlegri löggjöf um umhverfís- vernd, en fram að þessu hefur verið lítt að gert í þeim efnum vegna þess hve yfirgripsmikil þessi mái eru, stjórnmála- og tæknilega. Og þó svo samfélag þjóðanna komi sér saman um alþjóðlega umhverf- is- og mengunarlöggjöf þá er þó enn ósvarað spumingunni „Hvern- ig er hægt að framfylgja henni?“ Þetta leiðir hugann að sjálfsá- kvörðunarrétti ríkja og rétti minna þróaðra ríkja til iðnþróunar. Við- ræðan milli ríkja á norður-. og suðurhveli jarðar, þ.e.a.s. milli ríku tæknisamfélaganna og þróun- arríkjanna, kemur hér inn. Aðalá- greiningsefnið í þessu sambandi felst í því hvemig deila á kostnað- inum vegna mengunarvama og umhverfísverndar á milli þessara heimshluta sem komnir em svo mislangt í iðnþróun. Réttur til þróunar Þróunarríkin, sem eru óðum að iðnvæðast, eiga við efnahags- og þjóðfélagslegan vanda að stríða og þau hafa fyrirvara á og tor- tryggja jafnvel tillögur ríku þjóð- anna um alþjóðareglur til vemdun- ar vistkerfi jarðar. Helzta ástæðan fyrir fyrirvara þróunarríkjanna er að kostnaður vegna tæknibúnaðar, sem nauðsynlegur er til verndar umhverfinu, mun hægja á hag- vexti þeirra. Háþróuðu ríkin hafa miklu fremur efni á nauðsynlegum rann- sóknum og þeirri tækni, sem til þarf og þær eiga líka að baki skítugasta skeiðið í iðnvæðingu AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1977-2 fl. 10.09.90-10.09.91 kr. 7.940,24 1978-2 fl. 10.09.90-10.09.91 kr. 5.072,81 1979-2 fl. 15.09.90-15.09.91 kr. 3.307,03 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1985-1 .fl.A 10.07.90-10.01.91 kr. 41.894,69 1985-1. fl.B 10.07.90-10.01.91 kr. 28.876,75** 1986-1.fl.A3ár 10.07.90-10.01.91 kr. 28.877,45 1986-1. fl.A 4 ár 10.07.90-10.01.91 kr. 30.744,38 1986-1. fl.B 10.07.90-10.01.91 kr. 21.297,65** 1986-2.fl.A4ár 01.07.90-01.01.91 kr. 26.517,71 1987-1.fl.A2ár 10.07.90-10.01.91 kr. 23.139,58 ‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiöarspariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Steingrímur Gunnarsson sinni og eru nú að undirbúa sig undir, og sumar þeirra eru þegar byijaðar, að bæta fyrir gamlar syndir. Mörg háþróuð ríki hafa sett strangar reglugerðir til að koma í veg fyrir að eiturefni eins og t.d. klórflúorkolefnissambönd berist út í umhverfið. Að áliti margra sérfræðinga era það ein- mitt þessi efnasambönd sem eyða ózonlaginu og era ein helzta orsök gróðurhúsaáhrifanna svokölluðu. Iðnaður sem hefur í för með sér myndun þessara eyðileggjandi efnasambanda er mikilvægur í öll- um tækniþjóðfélögum og sum þró- unarríki, þar á meðal Kína og Ind- land, hafa gert ríku þjóðunum það ljóst að þau geti ekki dregið úr iðnframleiðslu sem felur í sér að þessi efnasambönd verða til, nema þróuðu ríkin veiti þeim aðstoð við að iðnvæðast án þess að nota úr- eltar framleiðsluaðferðir. Þetta hefur mikinn kostnað í för með sér og miklu meiri heldur en þró- unarríkin geta sjálf staðið undir og kostar ef til vill miklu meira en þróuðu ríkin vilja greiða. Hver á að borga? Ríkisstjórnir þróunarríkjanna líta margar hveijar á tillögur ríku þjóðanna til verndar umhverfinu sem hindrun í iðnvæðingu sinni og teljá að ómögulegt sé að sneiða_ hjá „skítuga seiðinu" í iðnþróun- inni vegna hins mikla kostnaðar sem það hefði í för með sér ef umhverfisvernd væri höfð að leið- arljósi. Þau munu því frekar hætta á að menga umhverfið eins og háþróuðu ríkin gerðu á leið sinni til nútíma velmegunar. Án hjálpar þróuðu ríkjanna munu þróunarrík- in því halda áfram að nota og auka notkun skaðlegra efnasam- banda. Þróunarríkin halda því fram að háþróuðu ríkin eigi að greiða stærstan hluta reikningsins vegna hreinsunar umhverfisins þar sem þau beri mesta ábyrgð á því hvernig komið er. Einnig eigi þau að láta þróunarríkjunum í té ljárhags- og tækniaðstoð og gera þeim þar með kleift að koma á nauðsynlegum úrbótum. Hagvöxtur án mengunar? Þróunarríkin hafa um tvo kosti að velja, að hægja á hagvexti sínum um tíma eða halda áfram viðteknum hætti. Að öllu óbreyttu munu þróunarríkin grafa undan tilraunum háþróuðu ríkjanna til að bæta umhverfið og ástandið mun versna frá því sem nú er. Manníjölgunin er mikil í þróun- arríkjunum og hagvöxtur er þeim nauðsynlegur til að geta brauð- fætt þegna sína og haldið friði heima fyrir. Um 80% mannkyns býr í þessum löndum og i þeirra hlut fellur aðeins brot af lífsgæð- um Vesturlanda. Alþjóðleg stórfyrirtæki bera M W M - W W, 3KVENNAHLAUpÁ Guðrún Einarsdóttir og Margrét Jónsdóttir Kvennahlaupið 30. júní eftir Guðrúnu Einars- dóttur og Margréti Jónsdóttur Við undirritaðar voram beðnar að sitja í undirbúningsnefnd, vegna Kvennahlaups íþróttahátíðar ISÍ. 1990, f.h. Hjúkrunarfélags íslands og Kennarasambands Islands. í nefndinni sitja fulltrúar frá öllum kvennasamtökum á landinu. Okkur langar til að vekja at- hygli allra á Kvennahlaupinu, ekki eingöngu kvenna. Strákar! Það væri vel þegið að þið vilduð hvetja eiginkonur ykkar, ömmur, mömm- ur, dætur og systur til að taka þátt í Kvennahlaupinu með okkur, þar sem markmiðið er að fá sem flestar konur í hlaupið. Kvennahlaupið fer fram í Garðabæ 30. júní kl. 14. Takið eft- ir! Vegalengdin er 2 km og hver einstaklingur fer eftir sinni eigin getu, gengur, skokkar eða hleypur. Stelpur! Að loknu hlaupi eru allar slgurvegarar, í nýjum bol og með pening um hálsinn. Markmið okkar með þessum skrifum, er að ná til ykkar sem hafið lítið stundað heilsurækt og útivist. Það er von okkar að í framhaldi af Kvenna- hlaupi haldið þið sjálfar áfram í göngu og/eða skokki ykkar til ánægju og heilsubótar. Hvers vegna erum við að hvetja ykkur í Kvennahlaup? Jú, við höfum stundað skokk á Seltjarnarnesi síðastliðin 5 ár. Við erum í Trimm- klúbbi Seltjarnarness, sem hittist þrisvar sinnum í viku við Sundlaug Seltjarnarness. Í Trimmklúbbnum er'fólk á öllum aldri og báðum kynj- um, sem nýtur góðs félagsskapar og útiveru saman. Við vitum af fleiri slíkum hópum t.d. við Sund- laug Vesturbæjar og Varmárlaug. Að lokum viljum við benda á helstu kosti hreyfingar og útivistar. Betri líðan andleg og líkamleg, auk- ið þol og styrkur, aukið sjálfs- traust, hamlar gegn þyngdaraukn- ingu. Um leið leggjum við mikla áherslu á að þið farið varlega af stað og hlustið á eigin líkama með tilliti til getu, þar sem hætta er á álagsmeiðslum ef farið er of geyst af stað. Mætum allar í Garðabæinn 30. júní, 1990. Hlökkum til að hitta ykkur. Guðrún Einarsdóttir cr hjúkrunaríræðingur. Margrét Jónsdóttir cr íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.