Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Ljósniyndir/Jón Karl Snorrason Fyrir miðri mynd er Hoffellsfjall og Hoffellsdalur gengur inn af því. Hægra megin sjást LónsQöll. Hoffellsá rennur í farvegi á milli varnargarða sem byggðir voru 1986 og sáð var í jarðveginn beggja megin við farveginn sama ár. Skógey í Hornafírði: Þrúðmar Sigurðsson, landgræðsluvörður, skoðar víðiplöntu sem gróðursett var fyrir tveimur árum. Grasið er þétt og nær allt að hnjám. Svartri sandauðn breytt í gróðurríkt útivistarsvæði SKÓGEY í Hornafirði er um 4.000 hektarar að stærð og var að mestu sandauðn áður en uppgræðsla hófst þar á vegum Land- græðslu ríkisins sumarið 1983. Nú er eyjan, sem er svipuð að stærð og Stór-Reykjavíkursvæðið, sveipuð grænum gróðri að stór- um hluta, en alls hefur verið sáð í rúmlega 1100 hektara lands. Landgræðsluverkefnið er hið stærsta sem Landgræðslan hefur glímt við á áttatíu ára starfsferli sínum og tekið er á öllum þáttum landgræðslu. Fyrst varð að beisla vötnin sem ýmist flæmdust um leirurnar frá þjóðvegi allt til sjáv- ar og á milli Hoffellsár og Hornar- fjarðarfljóta. Síðan hófst upp- græðslan. Á árunum 1950-1974 voru stói’vötn Austur-Skaftafellssýslu brúuð eitt af öðru og fylgdi þeim framkvæmdum oftast bygging varnargarða til að beina ánum undir brýrnar. Jafnframt urðu þá víðfeðmir sandar lausir undan ágangi vatnanna. Þá varð ekki aðeins mögulegt að rækta tún í skjóli þeirra heldur hófst einnig sjálfgræðsla auranna. Á nokkrum söndum, einkum í Homafirði, sem fyrstir voru hrifsaðir undan stór- fljótunum, er nú löngu orðið algró- ið land og víða að vaxa upp vöxtu- legt birki og víðikjarr. Skógey ein kirkjusókn Nafnið er að vísu eina heimild- in um að skógur hafi verið í Skóg- ey en af fyrstu heimild um svæð- ið sem er að finna í máldaga Bjarnaneskirkju 1367 má ótvírætt telja að þá hafi verið byggð í Skógey. Svo líða aldir. án þess að nokkuð sé skráð um Skógey en trúlegt er að hún hafi verið notuð tii slægna. . Heimildum ber ekki saman hvernig byggðin eyddist, ýmist er talið að sandfok hafi eytt byggðinni eða jökulhlaup. Guð- mundur Jónsson í Hoffelli, afi Egils Jónssonar alþingismanns á Seljavöllum sem á stóran þátt í uppgræðslu svæðisins, skráði í sinni tíð þjóðsögur og sagnir á þessum slóðum og í bók hans „Skaftfellskar þjóðsögur og sagn- ir“ segir meðal annars: „Sagt er að 18 bæja byggð hafi verið í Skógey í Hornarfjarðarfljótum og var þar ein kirkjusókn. Svo mjótt var þá yfir Hornafjarðarfljót vestri að sláttumenn í Skógey og Holtum á Mýrum köstuðu brýnun- um á milli sín, yfir fljótið... Á ) þessum árum var Skógey mikið vaxin skógi. En Jökulhiaup eyddu allri byggðinni á einni nóttu svo að eftir sást aðeins svartur sand- ur. Er ekki vitað að menn hafi þar lifandi undan komist. Þrem misserum eftir að Skógey eyddist, sumir segja þrem árum, voru menn þar á ferð á svonefndum Melum og var hundur með þeim. Veittu þeir því athygli að hundur- inn var að skoða í melþúfu og ýlfra. Gengu þeir þangað og heyrðist þeim hundgelt í jörðinni. Grófu þeir í þúfuna og komu brátt niður á vindskeið á henni. Brutu þeir gat á það og fundu kvenmann og hund, bæði á lífi. Sagði hún svo frá að hún og hundurinn hefðu ekki haft annað af að lifa en eitt smjörkvartel. Hafði hún verið að sækja ull í skemmuloftið er hlaup- ið kom og hafði hún sér til afþrey- Ljósmynd/Þrúðmar Sigurðsson Rofabarðið sýnir hve mikil jarðvegseyðingin hefur verið í Skógey. TF-TÚN, áburðarvél Landgræðslunnar, við áburðardreifingu í Skógey. ingar ýmist táð ullina eða þæft hana aftur. Tóku þeir hana og hundinn með sér úr húsinu. En er komið var undir bert loft dóu þau bæði. Húsið hafði flust með hlaupinu og sandkastast þarna. Heitir það síðan Melahús. Sagt er að það hafi verið þilhús úr Skógey." Þjófaskarð í annarri sögn sem Guðmundur í Hoffelli skráði segir af tveimur þjófum sem áttu fylgnsi í kletti \ Hornafjarðarfljótum vestri serþ nefnist Þjófasker. Þjófarnir stálii fé úr byggðinni í kring en fylgsn! þeirra fann enginn. Þá hefur ver- ið farið að lengja eftir kvenmanni því þeir höfðu á brott með sér nauðuga stúlku sem bjó í Króks- húsum í Holtum. Liðu þrjú ár án þess að til stúikunnar spyrðist. „En þá var það eitt sinn að reyk sést leggja upp úr skóginum. Fóru menn að grennsiast eftir því hveiju það sætti og fundu þá fylgsni þjófanna. Þeir voru ekki heima en stúikan var þar og drengur sem hún átti á öðru ári. Sagði hún þeim síðan alla söguna, hvernig þjófarnir hefðu tekið sig og flutt sig í fylgsni sitt og síðan vaktað sig svo vel að aldrei hefði hún séð færi á að strjúka, því að alltaf hefðu þeir verið heima á víxl. í seinni tíð voru þeir þó orðn- ir óhræddir að skilja hana eftir eina heima, enda hafði hún ekk- ert látið á því bera að hún hefði hug á að komast brott. Nú hefði hún vitað að þeir myndu vera lengi í burtu og þess vegna kveikt eld svo að reykinn sæi frá bæjum. Taldi hún að nú færu þeir að koma og skyldu þeir flýta sér burtu en koma aftur á aðfangadag jóla og handsama þá þjófana. Þá færu þeir til að stela fé til jólanna og þegar þeir kæmu úr þeim leið- angri færu þeir í bað og þá yrði að handsama þá því að slyppu þeir í skóginn næðust þeir ekki. Á aðfangadag jóla var svo safnað mönnum. Var komið að þjófunum er þeir voru í baðinu og gátu engri vörn við komið. Voru þeir hand- samaðir og hengdir í Þjófaskarði." Undrahröð uppgræðsla Gerð fyrstu varnargarðanna hófst 1978 vestan Hornarfjarðar- fljóta en austan fljótanna voru byggðir garðar 1982-’83. Vorið 1984 var sáð í tiþraunaskyni í 30 hektara lands. Árangurinn var undraverður og var þá ekkert til fyrirstöðu af hendi Landgræðsl- unnar að takast á við uppgræðslu Skógeyjar af fullum krafti. Tveimur árum síðar var svæðið girt og friðað fyrir búfjárbeit og jafnframt var Þrúðmar Sigurðs- son, bóndi í Miðfelli, ráðinn land- græðsluvörður. Draumurinn um endurheimt fyrri landgæða er í þann veginn að rætast þó enn sé mikið verk óunnið og menn velta því nú fyrir sér hver verði not af þessu landi í framtíðinni. Landið er í eigu 10 bæja í Nesjahreppi*** og að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra eru vonir • bundnar við að hluti af svæðinu nýtist sem útivistarsvæði fyrir íbúa héraðsins og aðra ferða- langa. „Um þessar mundir er land- græðsluflugvéiin TF-TÚN að dreifa grasfræi og áburði í Skógey og á þessu ári verður dreift 100 tonnum af áburði og tveimur tonnum af grasfræi," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. „Verið er að sá í ógróið land og bera lítillega á sáningu frá síðastliðnu ári. I þetta land- græðslusvæði er borið mest í af grasfræi og áburði á þessu ári enda er mikið í húfi því þetta eru samantvinnuð verkefni tveggja verkþátta, þ.e. annars vegar að beisla vöthin og hlaða varnar- garða fyrir Hornarfjarðarfljót og Hoffellsána og að græða upp landið. Svolitlu hefur verið sáð af lúpínufræi í Skógey í tilrauna- skyni og þar hefur einnig verið plantað nokkru magni af Alaskav- íði. Rannsóknarstofnun. landbún- aðarins hefur gert tilraunir með að planta elrirunnum, trjákennd- um runnum frá Alaska sem er köfnunarefnisbindandi og við ger- um miklar væntingar til sem land- græðsluplöntu á næstu árum. Töluverðu af melfræi hefur verið sáð í verstu sandskaflana og vinna þarf betur að því að sá í sand- skafla sem eru í skjóli við sker í sjálfri Skógeynni. Það má segja að heftingu sandfoks sé að mestu leyti lokið og það hafi verið stöðv- að áþessu svæði,“ sagði Sveinn. Skógey í Hornafírði. Um 4.000 hektarar lands sem voru sand- auðn þegar Landgræðslan hóf að græða upp land þar. Nú liefur verið sáð í 1.100 hektara og víða hefur liafist sjálfupp- græðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.