Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 21 'mrWní x 1 iá 1 ff J fP \ *W •. ■ , . • -tL Morgunblaðið/Ragnar Axelsson HLAUPIÐ I SKARÐIÐ Sérstakir sumarleikir setja svip á umhverfið þegar sólin skín í heiði, því hvað er að því að detta á rassinn í leik á hvanngrænum túnum í góðum hópi? Beiðni Stöðvar tvö um láns- ábyrgð Reykjavíkurborgar ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið, Stöð tvö, hefiir farið frarn á það við Reykjavíkurborg að hún ábyrgist 200 milljóna króna lán til félagsins. Hér fer á eftir bréf Þorvarðar Elíassonar sjónvarpsstjóra til borgar- stjóra varðandi erindi Stöðvar tvö og greinargerð endurskoðenda sjón- varpsstöðvarinnar með rekstrarreikningi fyrirtækisins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. apríl 1990, auk lista yfir helstu hluthafa félagsins. Bréf til borgarstjóra í lok síðasta árs lenti íslenska sjón- varpsfélagið hf. í miklum greiðsluerf- iðleikum vegna lítils eiginfjár og hallareksturs sem þá hafði verið við- varandi frá stofnun félagsins. Um síðustu áramót var rekstur félagsins og fjárhagur endurskipu- lagður. Hluthafar lögðu fram 500 millj. kr. hlutafé og gengust í ábyrgð- ir fyrir skuldum félagsins til þess að unnt væri að tryggja áframhaldandi rekstur. Árangur þeirrar fjárhags- legu endurskipulagningar, sem hér er lýst, er sá að í janúar til apríl á þessu ári skilaði rekstur félagsins 59 millj. kr. rekstrarafgangi fyrir vexti og afskriftir. Heildarskuldir félagsins eru nú um 1.000 mil.lj. kr. og er talið öruggt að takast muni að snúa rekstri félagsins úr halla í hagnað á líðandi ári. Metnaður hluthafa, og þá ekki síður starfsfólks, stendur til þéss að gera betur en að ná því marki einu að snúa tapi í hagnað. Áhugi er einn- ig, og ekki síður, á að halda uppi rekstri íslenskrar sjónvarpsstöðvar með innlendri dagskrárgerð og menningarlegri umfjöllun um land og þjóð. Mikil skuldsetning og litlar veðhæfar eignir setja félaginu hins- vegar þröngar skorður, einkum vegna þess að lánastofnanir hafa gert þá kröfu til félagsins að það tryggi lánsfjárviðskipti sín mun betur í framtíðinni en gert hefur verið. Félagið getur því aðeins orðið við þeim kröfum með því annaðhvort að endurgreiða lánsfé sitt mjög hratt á næstu árum eða að leggja fram nýj- ar tryggingar. í Ijósi þess sem hér er sagt um fjárhagsstöðu íslenska sjónvarpsfé- lagsins, teljum við að rekstrarafkom- an sé örugg en útvega þarf ábyrgðir ef halda á uppi öflugri innlendri dag- skrárgerð, fer stjórn félagsins þess hér með á leit við Reykjavíkurborg að hún ábyrgist 200 millj. kr. lán sem fyrirhugað er að taka og endurgreiða á 5 árum. Það er nokkur rökstuðningur fyrir þessari málaleitan að Ríkisútvarpið nýtur mikils opinbers stuðnings, bæði með beinum fjárframlögum frá ríkissjóði og við innheimtu afnota- gjalda. Enn fremur þar sem enginn getur horft á Stöð 2 nema hafa áður greitt afnotagjald Ríkisútvarpsins, þá er staða Stöðvar 2 á auglýsingamarkaði veik, nema betri dagskrá Stöðvar 2 megni að framkalla meiri horfun og vegi þannig upp á móti þeim lögskip- aða forgangi sem Ríkisútvarpið hefur að áhorfendum. Það er trú stjórnar og starfsfólks Stöðvar 2 að íslenskri menningu sé betur borgið með tveimur sjónvarps- stöðvum en einni og að hinn almenni borgari, og þá ekki síst reykvískir borgarar, vilji hafa val um sjónvarp. í trausti þess að borgarstjórn Reykjavíkur hafi sömu viðhorf og í ljósi þess að ekki er um að ræða annan opinberan aðila með bolmagn til mótvægis við ríkissjóð, er beiðni þessi sett fram, auk þess sem Stöð 2 óx upp og vill starfa áfram innan borgarmarka Reykjavíkur. Greinargerð endurskoðenda Við höfum gert meðfylgjandi rekstrarreikning félagsins fyrir tíma- bilið 1. janúar til 30. apríl 1990. Þar sem ekki hefur enn verið gengið endanlega frá ársreikningi 1989 höf- um við ekki gert efnahagsreikning 30. apríl 1990. Að því leyti sem efna- hagsreikningur hefur áhrif á rekstr- arreikning höfum við gengið út frá bráðabirgðauppgjöri ársins 1989 að teknu tilliti til væntanlegra breytinga á því uppgjöri. Við höfum ekki endurskoðað rekstrarreikninginn og látum þar af leiðandi ekki í ljós okkar álit á rétt- mæti hans. Hins vegar höfum við yfirfarið afstemmingar á eigna- og skuldaliðum og reynt að sannreyna að eignir og skuldir komi réttilega fram í bókhaldi félagsins. í þessu sambandi viijum við benda á eftirfar- andi: 1. Varanlegir rekstrarfjármunir sem íslenska myndverið hf. hafði á kaupleigu eða ijármögnunarleigu hafa verið færðir til eignar og skuld- ar hjá ÍSF. Áður höfðu greiðslur samkvæmt samningunum verið gjaldfærðar við greiðslu. Áhrif þessa eru þau að afskriftir og fjármagns- kostnaður hækka en beinn útsend- ingarkostnaður lækkar. 2. í viðskiptum ÍSF og ÍM við Svavar Egilsson á árinu 1989 var fasteign keypt á verði sem telja verð- ur óeðlilega hátt. í bókhaldi ÍSF á árinu 1990 er gert ráð fyrir að kaup- verð fasteignarinnar umfram eðlilegt kaupverð verði eignfært sem langtímakostnaður sem færist til gjalda á 5 árum. Kaupverð hluta- bréfa í ÍM umfram bókfært verð eig- iníjár félagsins hefur verið eignfært með sama hætti. Af þessu leiðir að í gjaldfærðum afskriftum tímabilsins janúar-apríl eru u.þ.b. 7,9 milljónir sem eru afskrift á langtímakostnaði. 3. Skoðun okkar á viðskiptakröf- um 30. apríl leiddi í ljós að eftir var að leiðrétta tekjufærðar auglýsingar á nokkra aðila þar sem þær höfðu verið færðar á of háu verði. í rekstr- arreikningi hafa verið bakfærðar auglýsingar að fjárhæð 5 milljónir vegna þessa. 4. í framhaldi af skoðun okkar á viðskiptakröfum voru þær afskrifað- ar óbeinni afskrift að fjárhæð 5 millj- ónir króna. Með þeirri niðurskrift eru viðskiptakröfur færðar niður um samtals 19,9 milljónir króna með óbeinni afskrift. Á íniðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins, sem hefst á Egils- stöðum í kvöld, verður meðal ann- ars rætt um stöðu flokksins í ljósi úrslita sveitarsljórnakosning- anna, og um undirbúning næstu alþingiskosninga. Á dagskrá fundarins er einnig umræða um störf ríkisstjórnarinnar og árangur í efnahagsmálum, og Væntum við þess að framan- greindar skýringar séu fullnægjandi en erum að sjálfsögðu reiðubúnir að veita frekari upplýsingar ef óskað verður. Nöfti helstu hluthafa Aldís Elfa Gísladóttir, Alþjóða líftryggingafélagið — Ólafur Njáll Sigurðsson, Anna S. Pálsdóttir, Eignarhaldsfélag Verslunarbankans — Haraldur Haraldsson — Orri Vig- fússon, Ellingsen hf. — Steingrímur Ellingsen, Guðjón Oddsson, Hagur hf. — Einar Marínósson, Hallgrímur Sandholt, Hans Kristján Árnason, Haraldur Haraldsson, Herragarður- inn — Garðar Siggeirsson, Húsvirki hf. — Einar Einarsson, Hörður Jóns- son, íslenska útvarpsfélagið hf. — Sigurður Gísli Pálmason, Jens Guð- jónsson, Jóhann J. Ólafsson, Jóhann Óli Guðmundsson — Securitas, Jón Ólafsson, Jón Óttar Ragnarsson, Jón Snorri Sigurðsson, Magnús Jóhann- esson — Budweiser umb., Mímir hf. — Sigurður G. Guðjónsson, Oddur Pétursson — Kjallarinn, Ólafur H. Jónsson, Verslunin Sautján — Bolli Kristjánsson, Sigurður K. Kolbeins- son, Skúli G. Jóhannesson, Sólning hf. — Gunnsteinn Skúlason, Starfs- mannafélag Stöðvar 2 — Kristinn Karlsson, form., Teppabúðin hf. — Jón H. Karlsson, Tryggingamiðstöð- in hf. — Gísli Ólafsson, Víðir Finn- bogason. umræða um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Miðstjórnarfundurinn hefst í kvöld klukkan 20.30 í Menntaskól- anum á Egilsstöðum, og stendur fram á sunnudag. í miðstjórn flokks- ins eiga sæti liðlega hundrað manns auk varamanna. Að sögn fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins eiga almennir félagsmenn einnig seturétt á miðstjórnarfundum. Alþýðubandalagið: Staða flokksins rædd á miðstjómarftindi MMC Colt GTi '89. Rauður, S gfra, vökvast., útv/segulb. Ek. 14.000 km. Verö 1.080.000. Volvo 440 GLT '89. Sllfurgrár, 5 glra, vökvast., útv/segulb. Ek. aöeins 5.000 km. Upp- hœkkaður. Verö 1.200.000. Volvo 440 turbo '89. Rauður, 5 gfra, vökvast., útv/segulb., ABS bremsur. Ek. 7.000 km. Verö 1.480.000. Sklpti á ódýrari. Suzukl Fox 413 '88. Blár, 5 gira, útv/segulb., upphœkk- aður, breið dekk, gangbretti, fullklæddur. Ek. 33.000 km. Verð 950.000. Daihatsu Charade CX ’SB. Hvitur, 5 gíra, hvftlr stuðarar. Ek. adeins 16.000 km. Verd 580.000. BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Daihatsu Cuore '87. Svartur, 5 gíra, útv/segulb. Ek. 33.000 km. Verð 370.000. Volvo 740 QL '85. Silfurgrár met., sjálfskiptur, vökvast., útv/segulb. Ek. 65.000 km. Verð 1.150.000. Volvo 740 GL '88. Sllfur- grænn met., sjálfsk., vökv- ast., útv/segulb. Ek. 35.000 km. Verð 1.350.000. Toyota Corolla GT '87. Rauð- ur, 5 gira, vökvastýrí, útv/segulb. Ek. 44.000 km. Verð 880.000. Fjöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.