Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEÍSTARAKEPPNIN A ITALIU Robson bjartsýnn Bobby Robson, þjálfari Englands, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Kamerún á sunnudag og vonast til að ijarvera fjögurra fasta- manna í liði mótheijanna komi Englandi til góða. „Ef við komumst í undanúrslit verður það í fyrsta sinn, sem við náum því í HM utan Englands, og það kæmi til með að gleðja marga. Við lékum í átta liða úrslitum í Mexíkó, en vorum óheppnir, mættum röngu liði á röng- um tíma. Nú vona ég að við mætum réttu liði á réttum tíma.“ Robson sagðist bera mikla virðingu fyrir Kamerún. „Ef við leikum ekki vel, slá þeir okkur út.“ Gascoigne til vandræða Paul Gascoigne P aul Gaseoigne á við stórvægilegt vandamál að stríða að sögn Robsons, lar.dsliðsþjálfara Englands. Leikstjórn- andinn getur ekki slappað af og eyðir orku, sem hann á að nota í leikjum, í tóma vitleysu utan vallar. „Ég hef talað um þetta við hann, en hann ræður ekki við sig,“ sagði Robson. „Þegar við komum til Bologna fór ég út og rakst á kappann, þar sem hann var að leika tennis við ókunnugan Bandaríkjamann í 32 stiga hita. Ég varð að draga hann inn, en þetta er vandamál — drengurinn er ofvirkur. Ég get ekki passað hann 24 tíma á sólar- hring — þyrfti að fá sérstaka menn til þess.“ SIGURMARK STOJKOVICS GEGN SPANVERJUM IVIörkin: Júgóslavía á 77. og 92. mín. Spánn á 82. mín. Úrslit: Júgóslavía - Spánn 2:1 Ógnar krónprins- inn kónginum? DIEGO Maradona er óumdeildur kóngur knattspyrnunnar og Dragan Stojkovic er af mörgum tilnefndur sem krónprins, en á morgun fæst úr því skorið, hvort Stojkovic er verðugur arftaki. Þá mætast Argentína og Júgóslavía í átta liða úrslitum HM. Maradona hefur viðurkennt að Argentína sé ekki með eins sterkt lið nú og 1986, en jafnframt sagt að þetta sé sfðasta keppni sín, hann láti bikarinn ekki af hendi átakalaust og hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Ég verð fyrst ánægður á morgun, þegar við loks getum sýnt hvað við geturn," sagði Stojkovic hins vegar í gær. „Kvörtum ekki ef við sleppum í gegn“ „ÓSIGRANDI Ijónin" frá Kamerún hafa ruglað flesta í rfminu með þvi að sigra heims- meistara Argentínu, Rúmeníu og Kólumbiu. Kamerún leikur gegn Englandi í átta liða úrslit- og er fyrst Afríkuþjóða til að ná svo langt í HM. Liðið var nánast óþekkt utan Afríku fyrir keppnina, en er nú á hvers manns vörum. Nepomn- iatsjí þjálfari var lítt kunnur, en hefur skapað sér nafn. Sovétmann- inum er þökkuð velgengnin, en hann er ekki á sama máli. „Leik- mennirnir sigra í leikjum — þjálfar- inn sér aðeins um undirbúninginn. Ef leikmennirnir eru spurðir um Kvndardóminn á bak við sigrana segja þeir að þetta sé guði að þakka.“ Nepomniatsjí tók við liðinu fyrir tveimur árum og komst strax að því að hvítt er ekki sama og svart. „í Sovétríkjunum læra stráka knattspyrnu frá barnæsku. Þeir bæta stöðugt við kunnáttuna og það þarf ekkert að kenna þeim, þegar þeir eru valdir í landslið, aðeins þarf að fara yfir leikkerfi og und- irbúa þá sálfræðilega. í Kamerún læra menn fótbolta á götunni og landsliðsmönnum þarf að kenna byijunaratriði." Sovéski þjálfarinn byijaði á því að innleiða.ákveðinn aga, leikmenn- fóru í einu og öllu eftir settum reglum og skipulagður leikur hefur fleytt liðinu áfram yfir hveija hindr- unina á eftir annarri. Nepomniatsjí er samt raunsær fyrir, leikinn gegn Englendingum og segir möguleik- ana á sigri vera 40 á móti 60. „Við sigrum ef mótheijarnir gefa okkur tækifæri til að sigra og við kvörtum ekki ef við sleppum í- gegn.“ Ivan Osim, þjálfari Júgóslavíu, óttast að hitinn komi frekar nið- ur á sínum mönnum, en hann hræð- ist fyrst og fremst Maradona. „Jafnvel þó við höfum góðar gætur á honum í 90 mínútur, er hann samt fær um að gera ótrúlegustu hluti. Féiagar hans eru tilbúnir að deyja fyrir hann, því þeir vita að kóngurinn er eina von þeirra um árangur. Við megum ekki líta af Maradona, en ég hef ekki efni á að láta þijá menn fylgja honum eftir sem skugginn." Júgóslavía hefur leikið þijá leiki að degi til, þegar hitinn er sem mestur, og sama verður uppi á ten- ingnum á morgun. Osim sagði sína menn ekki vana svona miklum hita, hann drægi úr þeim kraft og fram- lengingin gegn Spáni sæti enn í mönnum. Aðspurður um hvort hann væri með sérstakar vítaspyrnuæfingar sagði Osim að þess væri ekki þörf. „Það er það eina sem við þurfum ekki að æfa, því ljúki leikjum í deild- inni heima með jafntefli, ræður víta- keppni úrslitum." Carlos Bilardo, þjálfari heims- meistara Argentínu, hreifst að leik Júgóslavíu gegn Spáni. „Júgóslavía lék vel og í liðinu eru frábærir knattspyrnumenn. Þeir koma til með að draga sig til baka gegn qkkur og beita síðan skyndisóknum. Ég verð að finna leið til að stöðva Stojkovic, en liðið, sem verður fyrr til að skora, sigrar.“ Stojkovip er sannfærður um að Júgóslavía, England, Vestur- Þýskaland og Ítalía komist áfram. „I svona hita sigra þau lið, sem leika með höfðinu frekar en fótun- um.“ /7>V l_lyV«/0 ■ VAFASAMT er hvort Gary Lineker verði með Englendingum gegn Kamerún á sunnudag. Hann er meiddur á tá, hefur verið spraut- aður fyrir síðustu tvo leiki og ekk- ert æft í tæplega hálfan mánuð. ■ PAT Bonner, markvörður íra, er nánast kominn í tölu dýrlinga eftir að hann varði víti gegn Rúm- eníu á dögunum og átti þannig stærstan þátt í að lið hans komst í 8-liða úrslitin. Eigendur íþrótta- miðstöðvar á írlandi hafa ákveðið að nefna stöðina eftir honum og listasmaður í þeim fræga bæ Tip- perary hefur lýst yfir áhuga á að að steypa styttu af honum úr járni. ■ ÍRAR eru ekki þeir einu sem dást að frammistöðu Bonners. „Hann er líklega besti markvörður keppninnar til þessa, en eftir næstu umferð vona ég að hann verði ekki lengur þátttakandi í hennii'þ sagði Walter Zenga, markvörður Italíu, en lið þeirra mætast einmitt á morg- un í 8-liða úrslitunum. Zenga. Bonner. ■ JOHN Aldridge verður líklega ekki með Irum gegn ítölum á morgun. Hann fékk spark í leiknum gegn Hollendingum og varð að fara útaf eftir aðeins 20 mínútna leik gegn Rúmenum. ■ Steve Staunton á einnig við meiðsli að stríða og óvíst hann að geti leikið með. Staunton fór útaf í framlengingunni gegn Rúmenum. David O’Leary kom inná fyrir Staunton og færði liði sínu sigurinn er hann skoraði úr fímmtu víta- spyrnunni. Það er talið léklegt að hann muni verða í byijunarliðinu gegn ítölum. ■ HVORUGUR ofannefndra leik- rnanna æfði í gær. „Ætli ég spyiji þá ekki á laugardaginn hvernig þeim líðj,“ sagði Jack Charlton, þjálfari Ira, við blaðamenn í gær! É GIANLUCA Vmlli ogRoberto Donadoni eru búnir að ná sér eftir meiðsli og eru tilbúnir til að leika gegn Irum. Það er þó ekki sjálfgef- ið að þeir komist í byrjunarliðið því Schillaci og Roberto Baggio hafa leikið mjög vel. Vicini, þjálfari ít- ala, segir það éinn mesta styrk ítalska liðsins að hafa mjög Ij'öl- hæfa sóknarmenn „Við erum með fimm til sex sóknarmenn, sem allir hafa mjög ólíkan leikstíl. Ef önnur lið eru skoðuð, sérstaklega frá norð- lægu löndunum, eru þau með leik- menn sem hafa mjög svipaðan leikstíl," sagði þjálfarinn. ■ KARLHEINZ Riedle kemur væntanlega inní lið Vestur-Þjóð- verja fyrir Rudi Völler, sem rekinn var útaf í leiknum gegn Hollerid- ingum. „Ef ég fæ ekki tækifæri undir þessum kringumstæðum, get ég alveg eins farið að pakka niður núna,“ sagði Riedle. Vestur-Þjóð- verjar leika við Tékka í 8-liða úr- slitum á sunnudag. Bilardo gagntekinn CARLOS Bilardo, landsliðsþjálfari heimsmeistara Argentínu, er gagntekinn af knattspyrnu og segist hætta í þjálfarastarf- inu eftir HM á Ítalíu. „Ég get þetta ekki lengur,“ sagði hann í vikunni, greinilega yfir sig þreyttur á því hvernig starfið hefur gegntekið hug hans. Enginn náinn þjálfaranum hef- ur trú á að honum takist að að hætta, en hann segir að ákvörðun sinni verði ekki breytt. Bilardo, sem er 52 ára, sagði fréttamanni Reuters, frá því í vik- . unni að hann gæti aldrei frestað r því að ræða það sem betur mætti fara hjá liðin sínu — hugsað um næsta leik: „Við vorum nýorðnir heimsmeistarar og ég sagði við strákana að við yrðum að finna lausn á vandamálum varðandi hornspyrnur. „Caplos, þetta er búið, nú er nóg komið. Við leysum ►það vandámál síðar“,“ sögðu þá leikmennimir. Staðurinn var bún- ingsherbergi Aztec leikvangsins í Mexíkó, og liðið hafði nýlokið úr- slitaleiknum í HM 1986 — er það sigraði Vestur-Þjóðveija. „Ég get ekkert að þessu gert. Ég er bara svona,“ sagði Bilardo, nánast í afsökunartón nú í vik- unni. Bilardo virðist ætíð með hug- ann við knattspyrnuna, og þeir sem til þekkja eru vanir undarleg- um uppátækjum hans. •Eins og 1 brúðkaupí Diegos Maradona í Buenos Aires í fyrra... „Fáðu Jose Luis [Brown] út á dansgólfíð og eins nálægt Careca og þú getir," sagði þjálfarinn við eiginkonu Brown, Silviu. Careca er aðal framheiji brasilíska lands- liðsins og félagi Maradona hjá Napóií. Brown var hins vegar miðvörður í liði heimsmeistar- anna; reyndar ekki með nú á It- alíu. „Ég þarf að átta mig á stærð- armuninum,“ sagði Biiardo, en hann hafði áhyggjur af því að varnarmenn hans væru hugsan- lega ekki nógu hávaxnir eftir að hafa fengið á sig mörk eftir háar fyrírgjafir á ieiðinni að titlinum í Mexíkó 1986, tvö gegn V-Þýska- landi og eitt gegn Englandi. • Eða kvöld eitt í leikhúsinu... í einu atriði rokkóperunnar Evitu raða fimm hermenn sér upp í röð á sviðinu og snúa að áhorf- endum. Þá hallaði Bilardo sér að Claudiu, eiginkonu Maradona og sagði: „Það vantar einn mann í vegginn. Hvorum megin myndir þú skjóta knettinum? • Eða sunnudagsmorgun einn... Gloria, eiginkona Bilardos, sagði frá því að hann hefði eitt sinn farið út í brauðbúð á sunnu- dagsmorgni, en síðan hringt þremur tímum síðar frá borginni Rosario, sem var 250 km frá heimiii þeirra. Vinur Bilardos, sem hann hitti hjá bakaranum, minnti þjálfarann á að útherji nokkur sem hann hefði ætlað að sjá í leik ætti að spila í Rosario þann dag, í síðasta leik keppnistimabilsins. Bilardo' stökk þegar upp í bíl sínn... Það er ef til vill ekki furða að þrátt fyrir yfirlýsingar þjálfarans segist eiginkona hans ekki trúa því að hann hætti með landsliðið fyrr en hún sjá það í raun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.