Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JLINÍ 1990 Vonumst til að ríkissjóður hjálpi til að varðveita Strandarkirkju - segir Kristófer Bjarnason staðarhaldari VINNU í varnargaröi við Strand- arkirkju hefur verið hætt vegna fjárskorts. Hlaðið var i 120 metra skarð í garðinum sem myndaðist í vetur og gert við 300 metra lang- an kafla til bráðabirgða. Kristófer Bjarnason staðarhaldari segir að 3 milljónir króna vanti til þess að ganga tryggilega frá varnargarð- inum. Hann kveðst vonast eftir því framlagi á fjárlögum næsta árs, kirkjan megi ekki leggjast í auðn. Ríkissjóður hjálpi vonandi til að varðveita hana. „Hingað liggur stöðugur straum- ur ferðamanna," segir Kristófer, „síðasta sunnudag komu til að mynda 50 manns í kirkjuna. Áheit gera það að verkum að drýgstur hluti í kirkjusjóði sem Biskupsstofa varðveitir er frá Strandarkirkju kominn. Kirkjur landsins verða að leggja fé sitt í sjóðinn og þær tvær milljónir sem farið hafa í vinnuna við varnargarðinn fengust frá Bisk- upsstofu. Hins vegar hafa ekki feng- ist peningar frá ríkissjóði. Raunar hefur ríkið tekið 600 þúsund af þess- um tveimur milljónum til sín í virðis- aukaskatt og fleira.“ Kristófer segir að pyngjan sé nú orðin tóm og verktaki hafi neyðst til að hætta vinnu í varnargarðinum. Eftir er vinna á um 400 metra kafla í garðinum. „Maður vonast eftir að fá peninga frá ríkinu á næsta ári svo hægt verði að styrkja garðinn nægjanlega og forða því sem ella blasir við, að Strandarkirkja hrein- lega leggist í auðn.“ Óánægja með kynbótadóma: Engar aðgerðir fyrir landsmót hestamanna FULLTRÚAR frá hrossaræktar- samböndum, Félagi hrossabænda og hestamannafélögum víða um land hafa haldið fundi að ósk fé- laga sinna á undanfömum vikum vegna mikillar óánægju með kyn- bótadóma í vor. Á þessum fundum voru kosnir fulltrúar til að mæta á sameiginlegan fiind á Hvann- eyri til að ræða þessi mál, en hann var haldinn á miðvikudags- kvöldið. Að sögn Einars Gíslasonar for- manns Félags hrossabænda var VEÐUR fundurinn lokaður og hefur verið ákveðið að láta málið liggja niðri þar til landsmót hestamanna á Vind- heimamelum er afstaðið. Ekki vildi hann tjá sig um til hvaða aðgerða verður gripið þá. Ákveðið var að teygja á einkunna- skala kynbótahrossa, en að sögn Einars eru menn óánægðir vegna þess að þeir telja að einkunnir hafí verið óeðlilega lágar. Færri hross hafi komist í ættbók en eðlilegt má teljast og of fá hross hafi náð 1. verðlaunum. ÍDACkl. 12.00 Heirnild.N ...... {ByQ9t á vööurspá kl. 16.15 í gm) VEÐURHORFUR í DAG, 29. JÚNÍ YRRLIT I GÆR: Um 700 km SSA af Ingólfshöfða er smálægð sem þokast SA en é sunnanverðu Grænlandshafi er 1020 mb hæð. Um 500 km SV af Hvarfi er 1000 mb lægð sem þokast N. SPÁ: Norðvestlæg eöa breytileg átt á landinu, víðast fremur hæg. Vfða 12-16 stiga hiti um sunnan- og vestanvert landið og yfirleitt léttskýjað. Þokuloft og svalt við N- og A-ströndina en hlýrra og sums staðar-bjart veður í innsveitum norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Fremur hæg NV-átt. Þokusúld við norðurströndina, en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Svalt verður norðan- og norðvestanlands, en sæmilega hiýtt að deginum um sunnan- og suðaustanvert landið. TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Úk. Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r / r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma ' * * *________________ ■J0 Hftastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V EI — Þoka = Þokumóða », > Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐUR I/ÍÐA UM HEIM kl, 12:00 í gær að ísl, tíma httf veður Akureyri 5 hálfskýjað Reykjavík 11 léttskýjað Bergen 13 . rigning Helslnki 20 skýjað Kaupmannahöfn 22 skýjað Narssarssuaq Ö léttskýjað Nuuk 6 hélfskýjað Ostó 13 rigning Stokkhólmur ie rigníng Þórahöfn 9 atskýjað Algarve 22 heiðskfrt Amsterdam 17 skýjað Barcelona 28 téttskýjað Bertfn 24 skúr Chicago 17 alskýjað Feneyjar 30 téttskýjað Frankfurt 28 (éttskýjað Qlasgow 15 skúr Hamborg 20 mistur LasPalmae 24 skýjað London 18 skýjað Los Angetes vantar Lúxemborg 18 skýjað Madrid 31 mistur Malaga 22 þoka Mallorca 28 léttskýjað Montreal 12 skýjað NewYork 24 mistur Ortando 23 hálfskýjað París 18 skýjað Itóm 28 heiðskirt Vfn 28 téttskýjað Washington 25 mistur Winnipeg 19 alskýjað Morgunblaðið/KGA Tómas Grétar Ólafsson verktaki og Kristófer Bjarnason staðarhald- ari við varnargarðinn nærri Strandarkirkju. Yfirlýsing fi’á lögreglu- stjóranum í Reykjavík MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá lög- reglustjóranum í Reylyavík: Vegna greinar í nýjasta tölublaði Pressunnar um friðhelgi heimilanna þar sem haft er eftir aðalvarðstjóra að lögreglan telji heimilisofbeldi einkamál vill lögreglustjórinn í Reykjavík koma eftirfarandi at- hugasemd á framfæri: Greinin felur í sér villandi upplýs- ingar um aðgerðir og þátt lögreglu vegna ofbeldismála, sem eiga sér stað á heimilum fólks. Fram kemur að lögreglan aðhafist ekkert nema sá, sem fyrir ofbeldi verður, óski sérstaklega eftir afskiptum lög- reglu eða leggi fram formlega kæru. Hið rétta er að heimilisof- beldi er ekki frekar en annað of- beldi einkamál viðkomandi fólks. Ofbeldi ér og mál samfélagsins í hvaða mynd sem það birtist. Berist lögreglu upplýsingar eða fái hún vitneskju um mál sem flokkast und- ir minniháttar meiðsl, að ekki sé minnst á alvarlegri meiðsl, er þegar í stað gripið til viðeigandi ráðstaf- ana og hafin rannsókn á málavöxt- um, án tillits til þess hvort vitað sé að þolandi ætli sér að kæra atvik- ið eða ekki. Það er ekki skilyrði að lögð sé fram refsikrafa í líkams- árásarmáli, hvort sem það hefur átt sér stað inn á friðhelgu heimili eða utan þess. Gögn um ofbeldimál á heimilum eru send viðkomandi yfirvöldum, sem taka ákvörðun um framhaldsmeðferð þeirra. í upplýsingaritum fyrir yfirmenn í lögreglunni í Reykjavík, og aðra lögreglumenn, kemur skýrt fram hvernig meðhöndla skuli þessi mál. Greinin í Pressunni gefur þó tilefni til þess að skoða upphaf og með- ferð mála hjá lögreglu vegna heimil- isofbeldismála og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svo megi verða. Fólk er hvatt til þess að tilkynna til lögreglu einstök ofbeldisatvik, sem það fær vitneskju um eða er aðili að á einn eða annan hátt, hvort sem þau eiga sér stáð á heimilum eða annars staðar. Böðvar Bragason Fulltróar minnihluta gegn aðstoð við Stöð 2 FULLTRÚAR minnihlutans í borgarstjórn leggjast flestir gegn aðstoð við íslenska sjónvarpsfélagið, Stöð tvö. Fulltrúar Nýs vett- vangs, Kvennalista og Alþýðubandalags lýstu andstöðu sinni við slíka fyrirgreiðslu, en Sigrún Magnúsdóttir fúlltrúi Framsóknar- flokksins í borgarsljórn kveðst ekki gefa upp afstöðu sína. Forráða- menn Stöðvar tvö hafa óskað eftir því að Reykjavíkurborg ábyrg- ist 200 milljóna króna lán til fyrirtækisins. fulltrúa Alþýðubandalagsins, segir að málið hafi ekki verið rætt á vettvangi flokksins. Það sé sín afstaða að hafna beri erindi Stöðv- ar tvö. „Af hveiju skyldi borgin ábyrgjast lán fyrir Stöð tvö, frekar en fyrir Morgunblaðið, Þjóðviljann eða eitthvert annað fyrirtæki?" segir Guðrún. „Ég hef tekið þátt í því sem borgarfulltrúi að veita lánsábyrgð til félagsamtaka. Þar voru lögð fram veð í eignum, auk þess sem ég tel að slík fyrirgreiðsla sé allt annars eðlis en sú sem hér er um að ræða.“ Samtök um kvennalista hafa ekki tekið formlega afstöðu til erindis Stöðvar tvö, en Elín G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi samtak- anna kveðst leggjast gegn aðstoð við fyrirtækið. „Ég lýt svo á að slík aðstoð við einkafyrirtæki gæti verið fordæmi sem erfitt gæti reynst að taka aftur,“ segir Elín. ur Siguijóns Pétúrssönar börgar- Kristín Á. Ólafsdóttir segir að borgarmálaráð Nýs vettvangs hafi fjallað um erindi Stöðvar tvö á miðvikudag. Niðurstaða ráðsins hafi verið sú að Nýr vettvangur leggist gegn aðstoð við sjónvarps- stöðina. Kristín segir að slík að- stoð gæti skapað slæmt fordæmi. „Það er mjög sjaldgæft að borgin veiti slíka ábyrgð. Ef það væri gert þyrftu miklir atvinnuhags- munir að vera í húfi, en svo er ekki í þessu tilfelli,“ segir Kristín. „Ef orðið væri við þessu erindi væri borgin komin út á mjög vafa- sama braut. Það er ljóst að hún tæki gríðarlega áhættu með slíkri fyrirgreiðslu, því hér er um mikla fjármuni að ræða, fjármuni Reyk- víkinga. Ég tel að borgarfulltrúar eigi að gæta hagsmuna borgarbúa fyrst og fremst og leggst því ein- dregið gegn þessu,“ segir Krístín Ólafsdóttir._ Guðrún Ágústsdóttir, varamað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.