Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 37 félk í fréttum SJ Jin er óstöðvandi við matarborðið. Þriggja ára börn vilja gjarnan láta pabba eða mömmu halda á sér við og við. Þegar Jin er annars vegar þarf bæði til. FURÐUR Jin „litli“ er þriggja ára og 41 kílógramm LIST Karl prins með sína fyrstu myndlistarsýningu Athyglisverð málverkasýning stóð nýlega yfir í ítalska smábænum Úrbino, heimabæ endurreisnarmálarans fræga Rafaels. í húsi Rafaels hafa ýms- ar sýningar verið. Síðasti lista- maðurinn sem þar sýndi verk sín var enginn annar en Karl Breta- prins. Alls voru 57 vatnslitamynd- ir Karls til sýnis og var gerður góður rómur að þeim. Þetta var fyrsta einkasýning Karls, áður hafði hann sýnt eitt málverk á samsýningu. „Ég vona að Rafael hafi ekki snúið sér við í gröfinni meðan ég sýndi þessar myndir mínar. Ég vil taka það skýrt fram að ég lít ekki á þær sem listaverk og þær eru einungis til sýnis hér vegna þess að ég er heillaður af landi og þjóð,“ sagði Karl er sýning hans var opnuð. Fjölmargir sem komu að skoða vildu festa kaup á myndum og buðu gull og græna skóga, en Karl vildi alls ekki selja nokkra mynd, þótti honum ekki við hæfi að stórgræða végna kon- unglegrar tignar sinnar. „Sem ég segi, þetta eru engin listaverk og COSPER Karl innan um vcrk sín. því fráleitt að selja þetta. Þetta er frekar nokkurs konar persónu- legt myndaalbúm.“ Fáum sögum fer af Karli sem, Iistamanni, hann er kunnari fyrir áhuga sinn á veiðiskap, hins veg- ar hefur hann nokkrum sinnum skroppið í frí til Ítalíu pg þá gjarn- an sést með skissublokk á lofti þegar færi hafa gefist. VEIKINDI Mandy Wyman vinnur á dularfiill- um sjúkdómi Fregnir herma að hin kornunga Mandy Smith, eða öllu fremur Mandy Wyman, eiginkona hins tæp- lega hálfsextuga rokkara í Rolling Stones, hafi braggast en dularfullur sjúkdómur hefur hrjáð hana svo mánuðum skiptir. í veikindunum hríðgrenntist hin 19 ára Mandy og var þó tágrönn fyrir. Féllu af henni um ein 20 kíló. Vegna þessa fór Mandy ekki með bónda sínum í hljómleikaferðalög og lét raunar sárasjaldan sjá sig utan dyra. Væri hún á almanna- færi setti hún gjarnan upp hárkollu og gleraugu. Slúðurblöð voru ekki lengi að finna út að þetta væri allt samán vegna bresta í hjónabandi og átti Wyman-karlinn að sögn að vera með kærustu í „hverri höfn“. Þetta báru þau Wyman-hjónin til baka og báru fyrir sig hin dular- fullu veikindi. Móðir Mandyar hefur sagt að dóttir sín ætti við sjaldgæfa tegund ofnæmis að stríða og svo hafi nýrun verið í lamasessi. Nú er fylgst grannt með Mandy, sem er farin að synda eins og selur og leika tennis af kappi. Kílóin hlað- ast utan á hana jafnt og þétt þótt Mandy sést nú opinberlega á enn van(,j nokkuð upp á að hún ný og þykir vera að braggast. hafi náð fyrri styrk Jin Rui heitir 3 ára kínverskur snáði sem býr í smábænum Hubai. Jin er enginn venjulegur drengur, heldur risavaxið kjötfjall. Hann vó 5,5 kílógrömm er læknar tóku hann úr móðurkviði með keis- araskurði, því vonlaust var talið að konan gæti alið svo stórt barn með venjulegum hætti. Nú, þremur árum síðar, vekur Jin furðu. Hann vegur 41 kíló og þyngist svo ört að flestum blöskrar. Sem dæmi má nefna, að eins árs vó hann 29 kílógrömm. Það eina sem hann hugsar um er matur og aftur matur og er hann orðinn svo þurftafrekur að foreldrar hans hafa þegar áhyggjur af því að geta ekki séð fyrir honum. Jin hefur gaman af að sýna krafta sína og slær þá iðulega við sér mun eldri börnum. Fjórum sinnum á dag snýst allt um mat og þá snæðir Jin hveiju sinni 750 grömm af hrísgijónum, „nokkrar“ kjötsneiðar og sjö til átta egg. Dag hvern drekkur hann alls 15 lítra af vatni og mjólk. Reyndar hafa læknar ekki dregið dul á það við ■ foreldra Jins, að hann kunni ekki að verða langlífur. Hafa þeir spáð því að hann lifi ekki iengur en í mesta lagi tíu ár. Hins vegar sé sjálfsagt að barnið njóti lífsins til hinsta dags, því drengurinn sé fílhraustur og lífsglaður. Jin varð nýlega 96 sentimetra hár og hann skemmtir sér best við að lyfta stál- öxli með tveimur kerruhjólum. Stykkið vegur 22,5 kíló, en Jin læt- ur sig ekki muna um að snara því 50 sinnum í rykk. Fjölskyldan er hamingjusöm sem stendur og Jin nýtur mikillar ástúð- ar foreldra sinna og tveggja systk- ina 7 og 10 ára sem samanlagt ná ekki þyngd hans. Fjölskyldan óskar einskis heitar en að Jin geti lifað sæll og glaður æviskeið sitt í faðmi fjölskyldunnar og þurfi aldrei að þjást vegna ástands síns. hambörgari 199-. djúpst. FISKUR K Dags. 29.6. 1990 * NB. 145 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND mínutusteik ristuð SAMIDKA 175 - %sk.ftanskar Grænmeti --- PEPSI dós . :7S^ K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.