Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 35 Gísli Sigurbjörnsson Súðavík - Minning Fæddur 26. apríl 1919 Dáinn 20. júní 1990 A þessari stundu er erfitt fyrir mig að vera í burtu. Ég vildi helst vera kominn heim til að geta verið með ættingjum mínum. Mamma sagði að afi vildi ekki að ég kæmi heim því hann væri ánægður með það sem ég er að gera hérna úti í Portúgal. Þrátt fyrir allt sem hann sagði við mig áður en ég fór út, að þetta væri náttúrulega bara vit- leysa að vera hlaupa til útlanda frá fastri vinnu og svo framvegis. En þetta er ég nú búinn að vera að gera síðan ég var krakki og þetta er orðin ævintýraþrá sem ungur maður eins og ég fæ ekki svalað heima á íslandi og það er mér mik- ils virði að hann skuli hafa skilið það þrátt fyrir allt, þótt hann hafi aldrei sagt mér það, hann var ekki þannig. Hans kynslóð er kynslóð af hörku körlum og konum sem á 50 árum, með ódrepandi hörku og vinnugleði, hafa dregið Island upp úr vesæld og upp í það að vera þjóð öðrum til fyrirmyndar. Þetta fólk á okkar virðingu og þakklæti skilið. Það er erfitt fyrir mig að kveðja manninn sem ég er búinn að virða, elska og dá síðan ég man eftir mér. Manninn sem ávallt hefur ver- ið ímynd hörku og dugnaðar í mínum augum. Þetta var maðurinn sem gekk mér í föðurstað meðan pabbi var í útlöndum. Þetta var maðurinn sem ól mig upp, skammaði mig og elsk- aði og hann var eini maðurinn sem ég tók mark á og var tilbúinn að gera allt fyrir. Ég á honum allt að þakka og ég vona að ég sé nafni hans sem hann getur verið stoltur af vegna þess að það er honum að þakka að ég er það sem ég er í dag. Það er mér mikils virði að ég skuli hafa getað verið með honum síðasta árið okkar á Grund. Það var góður tími sem við áttum saman félagarnir litli og stóri Gísli á Grund. En nú er kominn tími til að kveðja þennan hörku kall og ég veit að við eigum öll eftir að sakna hans mikið. En nú er hann sæll og kominn til ömmu Gauju, loksins eftir öll þessi ár. Ég þakka afa mínum með öllu mínu hjarta fyrir öll árin og allt það sem við tveir áttum saman. Guð gefi öllum ættingjum afa styrk á þessari stundu. Ég mun sakna hans meira en orð fá sagt. Hvíli hann í friði, hann afi minn og vaki hann yfir mér og gefi mér styrk. Með virðingu og ást, _ Gísli Kristinn ísleifsson, Portúgal. Fyrstu kynni mín af frænda mínum, Gísla Sigurbjörnssyni, voru á Siglufirði þegar ég var enn á barnsaldri. Eg minnist þess að það var álltaf hátíð hjá okkur drengjun- um á Hvanneyrarbrautinni þegar Gísli kom í land. Gísli frændi var þá á síldarbátum á sumrin og land- aði stundum á Siglufirði. Ég hef vart verið meira en fjögurra, fimm ára þegar ég sá Gísla fyrst. Gos- drykkurinn vallas var þá mun merkilegri en aðrir drykkir. Gísli átti það oft til að lauma pening í litlu hendurnar. Það kunnum við vel að meta. Ég rifja upp þessi litlu atvik úr bernsku minni hér því mér finnst þau lýsa frænda mínum, Gísia Sig- urbjörnssyni, vel. Örlæti hans og vinsemd við okkur börnin á Siglu- firði báru vott um eðliskosti sem ég átti síðar eftir að kynnast mun betur. Ef til vill var það fjarlægðin frá hans eigin börnum á síldarbát- um á sumrin sem kallaði fram hlýrri tilfinningar hjá frænda mínum en ella. Gísli lést á sjúkrahúsinu á ísafirði 20. júní sl. Andlát hans kom þeim ekki á óvart sem til þekktu því um nokkurt skeið hafði hann gengið með erfiðan sjúkdóm sem að lokum bar hann ofurliði. Veikindum sínum tók Gísli af svipuðu æðruleysi og einkennt hafði líf hans allt. Hann var ekki maður sem lét á miklu bera þó eitthvað amaði að. Gísli Sigurbjörnsson fæddist á Ökrum í Fljótum í Skagafirði 26. apríl 1919. Hann var sonur hjón- anna Sigurbjörns Jósepssonar og Friðrikku Símonardóttur en þeim varð sjö barna auðið saman og var Gísli yngstur barna þeirra. Tvö börn þeirra létust í æsku. Þeir sem eftir lifa eru Jósep og Guðbrandur Sigur- björnssynir, en látnir eru þeir Björn og Jón Sigurbjörnssynir. Gísli átti einnig þijár hálfsystur, móður mína, Hermínu, Ríkey og Lovísu Sigurbjörnsdætur. Ég veit með vissu að þetta fólk mun sakna Gísla mikið. Hann var ávallt einstakur frændi og skemmti- legur í góðra vina hópi. Ættrækinn var hann og gaf sér alltaf tíma til að heilsa upp á frændur sína og vini þegar heilsa og tími leyfðu síðustu árin. Sérstaklega naut hann þess að heimsækja æskuslóðirnar og var tíðrætt um sveitina heima í Fljótum. Hálfsystrum sínum sýndi Gísli ætíð mikla ræktarsemi og vin- semd og þakka þær honum að leið- arlokum fyrir hversu elskulegur og góður bróðir hann ætíð var. Gísli fór ungur úr foreldrahúsum. Hann sótti sjóinn fyrstu árin og var á sumrin á síldarbátum fyrir norðan og austan eins og þá var títt. Lengst af var hann á bátunum Kristjönu og Helgu. Þegar foreldrar mínir fluttu í Skútu handan Siglufjarðar árið 1942 hafði Gísli frændi minn kynnst stúlku að vestan, Guðríði Halldórs- dóttur, frá Neðri-Grund í Súðavík. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall sonar okkar og dóttursonar, ARIMARS ARNARSONAR, er lést þann 12. maí sl. Sérstakar þakkir færum við björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi og lögreglunni í Árnessýslu. Stefanfa Gústafsdóttir og fjölsk. Örn Arnarson og fjölsk. Gústaf Sigjónsson, Guðbjörg H. Einarsdóttir. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, GUÐLAUGS MAGNÚSSONAR frá Kolsstöðum, Dalasýslu. Jóhann Guðlaugsson, tengdabörn og barnabörn. Þetta sumar bjó Guðríður hjá for- eldrum mínum í Skútu meðan Gísli var á síld og þar fæddist fyrsta barn þeirra hjóna, Sigrún, þá um haustið. Foreldrar mínir hafa oft talað um þetta sumar sem þau áttu með Gísla og Gauju, en svo var Guðríður jafnan kölluð. Minnast þau samverustundanna í Skútu jafnan með hlýhug. Kynni mín af Gísla frænda mínum hófust fyrir alvöru þegar ég fluttist vestur á ísafjörð 1973 til að taka þar við kennslustöðu við Menntaskólann á Isafirði. Það var sannarlega gott á þeirn tíma þegar við hjónin vorum að setjast að á ísafirði að eiga þau Gísla og Gauju og börn þeirra að. Þau hjónin tóku okkur þannig að seint mun gleymast og ísafjörður verður í huga okkar ætíð tengdur Súðavík og frændfólki okkar þar. Sérstaklega minnist ég margra ánægjustunda sem við áttum með Gísla, Gauju og fjölskyldunni. Ekki síst koma þorrablótin upp í hugann þegar stiginn var dans í félagsheim- ilinu í Súðavík eftir stórkostlega skemmtun og góðan mat. Ég minn- ist einnig með hvílíkri natni Guðríð- ur undirbjó þessar skemmtanir. Skötustappa, hangikjöt, harðfiskur og ljúfur andi á heimili þeirra hjóna gerði þessar stundir ógleymanlegar. Þarna vorum við hjónin og börn okkar jafnan velkomin. Þar kynnt- ist ég á ný örlæti þeirra hjóna og gestrisni. Og þó að væri yfir snjó- flóð að fara á heimleiðinni sá mað- ur aldrei eftir ferð inn í Súðavík! En nú er komið að leiðarlokum. Guðríður lést fyrir nokkrum árum og var það þungbært að missa hana svo snemma. Gísli á Grund verður ekki oftar hrókur alls fagnaðar meðal ættingja og vina. Þegar ég heimsótti hann fyrir nokkrum mán- uðum á sjúkrahús hér syðra, fannst mér ég skynja nálægð hinnar síðustu stundar með honum. Það var sárt en verður ekki umflúið. Að leiðarlokum er þakklætið öðr- um tilfinningum sterkara. Það er gott að hafa átt slíkan frænda að. Gísli Sigurbjörnsson var .að mörgú leyti gæfumaður. Gæfa hans fólst í því að eignast trygga eiginkonu, góða fjölskyldu og börn sem í dag eru mannkostafólk. Fjölskylda mín sendir börnum hans, tengdafólki og-ættingjum öll- um samúðarkveðjur. Þráinn Hallgrímsson Guðmundur Þórar insson — Minning Fæddur 29. ágúst 1911 Dáinn 20. júní 1990 Guðmundur Þórarinsson verk- stjóri fæddist í Ánanaustum, og er því borinn og barnfæddur vest- urbæingur. Allan sinn aldur hefur hann dvalist fyrir vestan læk og þaðan heijað á austurbæinga í æsku. Vesturbærinn var hans kjör- land. Foreldrar hans voru Ragn- heiður Jónsdóttir og Þórarinn Guð- mundsson skipstjóri. Foreldrar Guðmundar áttu heima í litlu húsi við Tryggvagötu, þar sem Hamars- húsið er núna. Sem barn ólst hann því upp við smiðjudyrnar hjá hf. Hámri. Leikvöllur hans var smiðju- lóðin og fjaran þar fyrir neðan. 1924 réðst liann sem sendisveinn hjá Hamri og gegndi því starfi í 2 ár. 1926 hóf hann nám í vélsmíði og lauk sveinsprófi 6. febrúar 1931. Næstu 10 árin vann hann sem sveinn hjá hf. Hamri. Meistarabréf fékk Guðmundur 1941 er hann gerðist verkstjóri hjá Hamri, og gegndi hann því starfi til ársloka 1984 eða í 43 ár, sem verkstjóri. Alls urðu því starfsárin hjá hf. Hamri 60 ár. Guðmundur var drengur góður og gott að vinna undir hans stjórn. Guðmundur var prúður og hæglátur maður og fátt eitt raskaði ró hans. Guðmundur var mikill morgunmaður og alltaf mættur fyrir kl. 7 á morgnana þó vinna byijaði ekki fyrr en kl. 8.30. Ég man ekki eftir öðru en að menn hugsuðu hlýtt til Guðmundar þótt á ýmsu gengi. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Unnur Sigurð- ardóttir, með henni átti hann eina dóttur, Onnu Ragnheiði hjúkrunar- fræðing. Seinni kona Guðmundar er Lovísa Jóhannsdóttir ættuð frá Skálum á Langanesi. Foreldrar hennar voru Jóhann bóndi þar og kona hans, María Friðriksdóttir. Guðmundur og Lovísa eignuðust tvo drengi er báðir eru uppkomnir, Þórarin lækni og Jóhann landbún- aðarhagfræðing. Jón Erlendsson Mig langar með fátæklegum orð- um að minnast vinar míns, Guð- mundar Þórarinssonar. Þegar ég á einum af þessum fallegu júnídögum frétti að hann væri látinn, þá rifjuð- ust upp fyrir mér allar góðu stund- irnar og dagarnir á Stýrimannastíg 13, heimili Guðmundar og Lovísu, frænku minnar, en heimili þeirra stóð mér ávallt opið eins og fleirum úr minni fjölskyldu. Guðmundur var mér einstaklega góður. Hann var sterkur og mótandi persónuleiki sem alltaf tók mér opnum örmum. Það var ekki lítils virði fyrir mig mín fyrstu ár í höfuðborginni. Það var oft líf og fjör á Stýrimanna- stígnum og mikið gantast og hleg- ið, enda gestagangur þar mikill. Þar hitti ég margt af mínum skyld- mennum í fyrsta sinn. Ég vil þakka Guðmundi alla þá vinsemd og hlýju _sem hann auð- sýndi mér alla tíð. Ég vil votta fjöl- skyldu Guðmundar samúð mína~og veit að minningin um hann mun aldrei gleymast. Stína Maja INNLAUSNARVERÐ VAXTAMBA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. júlí 1990 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.259,55_ Ofangreindfjárhæðervextiraf höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. janúar 1990 til 10. júl í 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2905 hinn 1. júlí nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga,* ) Innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1990. Reykjavík, 29. júní 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.