Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Starfandi og skip- aður forsætisráð- herra deila A Istjórnarfari sérhvers ríkis þarf að ríkja sú festa, að þeir sem eiga viðræður við ráð- herra geti treyst því að viðmæl- andinn hafi fullt umboð til að standa að þeim ákvörðunum sem hann tekur. Hér á landi hefur umboð ráðherra verið talið óskorað á hans valdsviði. I fræðilegum umræðum hafa oft vaknað spurningar um hvort líta beri á ríkisstjórn sem einskonar nefnd, þar sem menn komi sam- an og ráði ráðum sínum, eða hvort þar komi saman ráðherrar til að skýra hver öðrum frá ákvörðunum sínum. Erfitt er að svara slíkum spurningum af- dráttarlaust og raunar geta svörin farið eftir málaflokkum. Það gildir ekki endilega hið sama um uppsögn á forstöðu- manni við skógræktarstöð eða framkvæmd á kjarasamningi við ríkisstarfsmenn. Uppsögnin er alfarið á valdi eins ráðherra og ætti ekki að vera unnt að breyta henni með samþykkt í ríkis- stjóm, allir ráðherrar kunna hins vegar að vera kallaðir til vegna kjarasamningsins, þótt Úármálaráðherrann undirriti hann fyrir hönd ríkissjóðs. í byijun júní var tilkynnt í Lögbirtingarblaði og Stjórnar- tíðindum, að Halldór Ásgríms- son gegndi störfum forsætisráð- herra í fjarveru Steingríms Her- mannssonar. Forsætisráðuneyt- ið hefur haft þennan formlega hátt um nokkurt skeið til að taka af allan vafa um umboð þess er gegnir embætti forsætis- ráðherra í fjarveru hins sem til þess er skipaður. Með tilkynn- ingunni er áréttað að starfandi forsætisráðherra starfí með sama umboði og hinn skipaði. í þessu hlutverki var Halldór Ás- grímsson 12. júní síðastliðinn þegar hann boðaði stjóm BHMR til fundar við sig, fulltrúa ríkis- stjórnarflokkanna og samninga- nefndar ríkisins. Á þeim fundi tilkynnti Halldór stjóm BHMR og afhenti henni bréf þess efnis, að framkvæmd nýs launakerfís háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, sem átti að hefjast 1. júlí, hefði verið frestað. Sú stað- reynd að Halldór var ekki einn á fundinum heldur jafnt með pólitíska fulltrúa og embættis- menn með sér undirstrikaði að öll ríkisstjórnin stæði að þessari mikilvægu tilkynningu, enda var það mat ríkisstjórnarinnar að framkvæmd samningsins við BHMR nú þegar myndi koma í veg fyrir árangurinn sem nú sæist í efnahagslífinu. Eins og öllum er kunnugt hefur þessi fundur og tilkynning ríkisstjórnarinnar haft ýmis eft- irköst og er enn óljóst, hver loka- niðurstaðan á hinum efnislega ágreiningi deiluaðila verður. Ríkisstjórnin er einfaldlega að glíma við vanda sem hún kallaði yfír sig með opnu samnings- ákvæði við BHMR eftir lang- vinnt verkfall. Þá taldi hún sér fyrir bestu að ganga til samn- inga án þess að leysa kjaradeil- una með öðrum hætti en þeim að ýta vandanum á undan sér. Það eitt sýnir ekki mikla stjórn- visku, því síður hitt að standa síðan að öðrum kjarasamningi er stangaðist á við BHMR- samninginn og láta svo eins og ekkert hefði í skorist fyrr en allt var komið í óefni. Halldór Ásgrímsson og félag- ar voru að binda enda á hættu- legt óvissuástand með fundinum 12. júní. Þeir vissu að BHMR myndi snúast öndvert við til- kynningu þeirra og vafalaust hafa þeir áttað sig á því, að margir töldu lagalegar forsend- ur ríkisstjórnarinnar fyrir þess- ari tilkynningu hæpnar. En óraði þá fyrir því að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra myndi leitast við að gera sem minnst úr tilkynningu þeirra þegar hann kæmi aftur til lands- ins? Hefðu þeir efnt til fundarins á þeim forsendum sem þeir gerðu, ef þá hefði grunað að forsætisráðherra myndi í raun lýsa þá umboðslausa þegar hann kæmi heim? Deilumar sem orðið hafa milli Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Halldórs Ásgrímssonar, vara- formanns Framsóknarflokksins, vegna þessa máls og birst hafa hér á síðum blaðsins sýna að þrátt fyrir tilkynningar í Lög- birtingarblaði og Stjórnartíðind- um er hæpið fyrir menn að treysta orðum Halldórs á meðan hann gegnir störfum í íjarveru Steingríms. Hér er um ' miklu alvarlegri ágreining að ræða en svo að unnt sé að ýta honum til hliðar með því að yppta öxlum eins og forsætisráðherra sýnist gera - svo framarlega sem menn vilja að ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar í henni njóti einhvers trausts. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sýningarbásar Bergsveins eru margvíslegir og vekur framleiðslan, sem kynnt er, mikla athygli meðal sýningargesta. Atvinnusýningin Bergsveinn ’9Q á Selfossi: „Pabbi, hefiirðu séð stóru fiskana í fískabúrinu?“ Hjólabáturinn Farsæll er vinsæll meðal barnanna. Selfossi. „MAMMA, þetta er rosalega góð- ur ís. Pabbi, hefiirðu séð stóru fískana i fískabúrinu? Heldurðu að þú viidir ekki fá einn svona stóran?“ Þannig upphrópanir má heyra á atvinnusýningunni Berg- sveini ’90 sem stendur yfír þessa dagana í Fjölbrautaskólanum á Selfossi. Sýningin gefur trausta mynd af atvinnulífinu á Suðurlandi. Þar eru stór og smá fyrirtæki sem kynna framleiðslu sína og þjónustu ásamt því að sveitarfélög kynna hvað eftir- sóknarverðast er hjá þeim. Þar má til dæmis sjá hvaða skilyrði liggja til grundvallar því að setjast að á Selfossi með heimili og með iðnfyr- irtæki. Þá eru þar óvenjuleg atriði eins og stórir eldisfiskar úr Ölfusi og Þorlákshöfn, 20 punda urriði, 30 punda lax og 12 þunda bleikja. Og það er stöðugur straumur barna og fullorðinna fram hjá fiskabúrinu. Á Selfossi eru starfandi sterk- ustu sumarhúsafyrirtæki landsins og sýna þau framleiðslu sína með öllum búnaði. Matvælaframleiðend- ur eru með öfluga kynningu og sölu á afurðum sínum, mjólkurvör- um, kjötvörum, bökunarvörum og ís. Þá eru kvenfélagskonur með heimilisiðnað til sýnis og bjóða á sunnudag klukkan 15.30 upp á skemmtilega þjóðbúningasýningu. Fyrirtæki frá Vík i Mýrdal sam- einast í sýningarbás og sama er að segja úm fyrirtæki af Rangárvöllum og frá Vestmannaeyjum. Víkur- vagnar hf. eru með öfluga kerru- sýningu og kaupfélagssmiðjurnar á Selfossi og Hvolsvelli kynna fram- leiðslu sína. Úrval af tjöldum er kynnt, ferðamöguleikar í Eyjum, vinnufatnaður frá Selfossi, bíla- sprautun með sérsprautuðu trylli- tæki, blómlegur sýningarbás er frá Hveragerði. Kortagerð, pönnufram- leiðsla íþróttastarfsemi og fleira er í boði. Forsvarsaðilar sýingarinnar, Iðn- þróunarsjóður Suðurlands, nefna sýninguna Bergsvein eftir berg- risanum í skjaldarmerki landsins. Þeir gera sér grein fyrir að hann stóð ekki einungis vörð um Suður- land gegn óvættum heldur að hann hlyti að vera skemmtilegur og barn- góður. Þess vegna er einnig boðið upp á eitt og annað í tengslum við sýninguna sem gestir geta haft af nokkra skemmtun. Þar má nefna söngatriði, nútíma danssýningu, ökuferðir um lóð skólans með Far- sæl frá Vík sem sigldi upp fyrir Ölfusárbrú. Þá er hestaleiga á svæðinu og einnig í boði að fara torfærutúra í jeppa um ófrágengna lóð skólans. A morgun verður sér- stakur Selfossdagur, hlaðinn skemmtikröftum frá Selfossi. Gestir sýningarinnar hafa haft á orði að þar komi margt á óvart og Margt forvitnilegt er að sjá á sýningunni fyrir unga sem gamla. að ánægjulegt sé að sjá hversu fyr- irtækin sem þar koma fram starfi traustum á grunni. - Sig. Jóns. Fiskeldisstöðin Laxalón: Samningar við KLM undirritaðir í FULLTRÚAR frá hollenska flug- félaginu KLM hafa boðað komu sína hingað til lands í byrjun ágúst til að ganga frá samningum við fiskeldisstöðina Laxalón um kaup á einni milljón skammta af reyksoðnum smálaxailökum. Að sögn Ólafs Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Laxalóns, hyggst KLM byrja að bjóða flugfarþeg- um smálaxinn í október. Smálaxinn sem KLM hyggst kaupa er 16-18 mánaða gamall og á bilinu 200-300 g að þyngd. í eina mTlljón matarskammta fara um 500 þúsund fiskar og mun öll fram- leiðsla Laxalóns og meira til fara í ágúst að uppfylla samninga um kaupin. „Þarna er um stóra samninga að ræða og kröfurnar sem þeir hjá KLM gera eru miklar. Það er því ánægjulegt að að geta sagt þeim að Vigdís forseti hafi boðið Elísa- betu Bretadrottningu upp áþennan mat þegar hún heimsótti Island,“ sagði Ólafur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 25 Bíró-Steinar hf. húsgagnaframleiðsla: Krafist lögbanns á inn- flutning Sess hf. og störf framkvæmdastj órans 104 nemendur ut- skrifaðir frá Stýri- mannaskólanum Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið 25. maí. Hundrað og fjórir nemendur luku prófí frá skólanum. Skipstjórnarprófi 1. stigs, sem veitir 200 rúmlesta réttindi til sigl- inga innanlands, luku 44 nemend- ur. Skipstjórnarprófi 2. stigs, sem veitir skipstjórnarréttindi á fiski- skip af hvaða stærð sem er og undirstýrimannsréttindi á farskip af ótakmarkaðri stærð, Iuku 26 og 3. stigs farmannsprófi með ótakmörkuð réttindi á farskip luku 8 nemar. Tuttugu og sex stunduðu kvöld- og helgarnámskeið og fengu 30 rúmlesta_ réttindi. Frá Menntaskólanum á ísafirði luku 4 nemendur skipstjórnarprófí 1. stigs. Nám í sjómannafræðum er þar kennt í samráði við Stýri- mannaskólann og ganga nemend- ur undir sömu próf í siglingafræð- um, siglingareglum og skyldum greinum og nemendur Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Við skólaslitin voru nemendum veittar fjöldamargar viðurkenningar. Þá minntust afmælisárgangar skólans og færðu honum gjafir. í skólaslitaræðu sinni kvaddi skólameistari útskrifaða með þeim orðum að þeir minntust ætíð ábyrgðar sinnar og forsjár fyrir skipi og mönnum. Drengskapur, velvilji og áhugi á starfi og góður hugur skipti oftast nær miklu meira máli en próf _og talnakúnst- ir einkunnastiga. í störfum far- sælla skipstjórnarmanna og stjórnenda væri mannsæld og manngildi þyngst á metunum. Að loknum skólaslitun þáðu gestir kaffi sem Kvenfélagið Alda sá um. Stýrimannaskólanum í Reykjavík Var slitið 25. niaí. Vestmannaeyjar: Æðarkolla á þrítusrsaldri T Vestniannaeyjum. SIGURGEIR Sigurðsson, fugla- áhugamaður, merkti þann 6. júní 1972 æðarkollu á hreiðri á Torfmýri við Herjólfsdal. Fyrir skömmu kom það í ljós að sama kollan var á hreiðri á svipuðum slóðum, nú 18 árum síðar. Sigurgeir, sem er mikill áhuga- maður um fugla, hefur um ára- tuga skeið merkt hundruð fugla árlega. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að kollan sem hann merkti í júní 1972 hefði þá verið á hreiðri á Torfmýrinni. Þá hefði kollan að minnsta kosti verið fimm ára gömul því þær yrðu ekki kyn- þroska fyrr en fjögurra ára. Hann sagði að menn væru búnir að sjá kollu á hreiðri á þesum slóðum undanfarin ár en enginn hefði kíkt á hana fyrr en nú um daginn að strákur hefði lyft henpi af hreiðrinu og þá hefði merkið kom- ið í ljós. Hann sagði að kollan væri á mjög svipuðum slóðum með hreiður sitt nú og hún var fyrir 18 árum, ekki skeikaði þar nema hundrað til tvöhundruð metrum. Torfmýrin er á golfvelli Eyja- manna þar sem miklar manna- ferðir eru daglega. Sigurgeir sagði að það væri ótrúlegt hversu mikið varp væri á vellinum og hefði hann sérstaka ánægju af því að sjá að fuglarnir gætu verpt þar og lifað í sátt við mennina. Hann sagði að auk kollunnar hefði mikið af tjaldi verpt á vellinum og eins hefði hann fundið stelks- hreiður þar. Það sem væri merki- legt við varpið þarna væri að fugl- arnir verptu á milli golfbrautanna þannig að lítil hætta væri á að þeir yrðu fyrir þeim sem væru að leika golfið. Sigurgeir hefur í gegnum árin merkt um 10.000 fugla. Hann segist merkja allt að 500 lunda- pysja árlega og einnig merki hann flesta þá fugla sem hann nái í. Hann segist hafa fengið viðbrögð við merkingum víða að úr heimin- . um. Fuglar merktir af honum ^ . hafi fundst á Spáni, Hollandi, Frakklandi, Englandi, Skotlandi og víðar. Sigurgeir segir þetta sitt tóm- stundagaman sem hann eyði mikl- um tíma í og hafi ómælda ánægju af- VJ Grímur BÍRÓ-Steinar hf. húsgagnaframleiðsla hefúr krafist lögbanns á störf Guðna Jónssonar ft-amkvæmdastjóra Sess hf. við fyrirtækið og á innflutning húsgagna frá Wilkhahn og Staal & Stil, sem framleiða Aero skrifstofustóla. Rafh Benedikt Rafhsson framkvæmdasljóri Bíró-Steinars hf. segir ástæðuna vera þá, að í kaupsamningi sem gerður var þegai- Bíró hf. keypti allan rekstur Steinars hafi verið ákvæði um að seljendur skuldbindi sig til að stunda ekki sam- keppni við kaupendur í þrjú ár og ásælast ekki kaupsamninga við erlenda framleiðendur í jafn langan tíma. Þetta hafí Guðni brotið. Guðni Jónsson vísar þessum ásökunum á bug og kveðst enga samn- inga hafa brotið. Rafn segir að þegar Bíró hf. keypti rekstur Steinars hf 1. des- ember 1989, hafí verið sett í kaup- samninginn yfirlýsing hluthafa Steinars hf. um að þeir skuldbindi sig til að stunda ekki samkeppni við kaupandann, né heldur að fal- ast eftir þáverandi kaupsamning- um Steinars hf. við erlenda fram- leiðendur í þijú ár. Nú hafi einn hluthafanna, Guðni Jónsson, hafið samkeppni með fyrirtækinu Sessi hf. og gert kaupsamninga við tvo erlendu framleiðendanna. Hann segir að þótt Guðni sé ekki skráð- ur hluthafi í Sessi hf., þá sé hann þar framkvæmdastjóri og eini prókúruhafí og augljós tengsl við skráða hluthafa. „Við erum að reyna að tryggja það með lögbannskröfunni að þeir séu ekki að taka til baka það sem þeir voru að selja okkur,“ segir Rafn. Hann segir jafnframt að hinir erlendu framleiðendur brjóti þarna gegn öllum hefðum um sið- ferði í viðskiptum, þar sem megin- reglan sé að segja upp samningum með minnst 6 mánaða fyrirvara, en í þessu tilviki hafi enginn fyrir- vari verið. „Við getum sannað að við höfum selt meira frá þessum aðilum heldur en Steinar hf. árið áður og við því náð betri árangri," segir Rafn. Hann segir að látið verði reyna á málið fyrir dómstól- um, enda sé um prófmál að ræða. „Við fögnum allri samkeppni, en við viljum að menn standi við gerða samninga og virði reglur í viðskiptum," segirRafn Rafnsson. Guðni Jónsson segir enga samn- inga né reglur hafa verið brotnar, samkvæmt áliti lögfræðinga fyrir- tækisins. „Ég er ekki hluthafi í Sessi, ég starfa þar sem fram- kvæmdastjóri og hef enga samn- inga gert um að ég megi það ekki,“ segir hann. „Þeim er auðvit- að frjálst að reyna að koma á lög- banni, en við viljum halda frið við alla og fara að lögum og reglum. Það er alfarið ákvörðun þeirra erlendu aðila sem við skiptum við að koma í viðskipti við okkur og við getum ekki gert að því þó að þeir ákveði að hætta að skipta við Bíró-Steina hf.“ Guðni var spurður hvort hann hefði ekki sóst eftir kaupsamning- um við erlendu aðilana. „Nei, þeir fóru skriflega fram á það við okk- ur að við tækjum umboðin. Þessir menn verða að sætta sig við sam- keppni eins og aðrir, við látum ekki kúga okkur í skjóli peninga- valds,“ sagði Guðni Jónsson. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Hrafnsungar í Pokagljúfri Veiðimenn sem leggja leið sína í Flókadalsá í Borgarfirði vei-ða mikið varir við krumma sem heldur sig í kringum ána í svokölluðu Pokagljúfri. Við nánari athugun kom í ljós að krummi var með hreiður í gljúfrinu og voru þrír stálpaðir ungar í því. Ekki er hægt að komast alveg að hreiðr- inu, hvorki að ofan- eða neðanverðu en hins vegar er bæði auðvelt að sjá hreiðurstæðið og óþrifnaðinn allt um kring. Krummi hefir löngum þótt glysgjarn og nýjasta og mest áberandi skraut hans í þessu hreiðri voru gömul baggabönd blá að lit. Sigurgeir Sigurðsson hjá æðarkollunni gamalkunnu. Kollueggin. Merkingin sem Sigurgeir las fyrst fyrir 18 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.