Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Fékk gaseitrun á Nesjavöllum; Heyrðum að ^ eitthvað skall á álgólfið „VIÐ vorum að skipta um lok á röri í síðasta sinn og heyrð- um að eitthvað skall á álgólf- ið. Eg hljóp upp og sá Engil- bert liggja þar, hann kipptist til í krömpum og við þorðum lítið að hreyfa við honum. Tveir okkar eru félagar í hjálparsveitum og við fórum að reyna neyðarhjálp. Þetta gerðist mjög hratt, ég sá skyndilega allt í móðu og man ekki eftir mér fyrr en í "V* sjúkrabílnum á leið í bæinn.“ Ingólfur Níels Árnason er einn þeirra sem urðu fyrir eitruðu gasi í Nesjavalla- virkjun í fyrrakvöld. Hann lýsti atvikum á þessa leið í samtali við Morgunblaðið. „Þeir sögðu mér hinir að ég hefði sýnt sams konar krampa- viðbrögð og Engilbert eftir að ég missti meðvitund. Það hálf- leið yfir þá þegar þeir reyndu að koma okkur út, en þeim tókst að rífa sig upp og náðu sér fljótlega. Þegar ég rankaði við mér þótti mér eins og farg iægi á mér svo ég náði varla andanum. Fyrst sá ég ekkert en það lagaðist fljótt. Mér fannst eins og ég væri í ein- hverskonar vímu, ég talaði eitt- hvað út í bláinn, og er hálf timbraður núna. Annars kenni ég mér einskis meins,“ sagði Ingólfur í gærkvöldi eftir að heim var komið af Borg- arspítalanum. Ingólfur segir að einhver mistök hafi orðið þegar skipt var um lok á gasleiðslunni. „Við höfum oft gert þetta áður ,^'og yfirleitt fundið aðeins gas- lykt. En þetta hefur aldrei ver- ið neitt mál, gasið hefur bara lekið með gólfinu og út. Nú hins vegar streymdi það upp af rörinu og skall á þeim sem voru að vinna fyrir ofan okkur í salnum. Hugsanlega hefur mjög mikið gas verið á leiðsl- unni eða svona heitt. Ég vinn þarna sem verkamaður og get ekki dæmt um hvað veldur." Sjá bls. 2. Ingólfur Níels Árnason Þriggja bíla várekstur ÞRJÁR bifreiðar lentu í árekstri á mótum Austurbergs og Hraun- bergs í Breiðholti um kvöldmat- arleytið í gær. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur á Slysadeild, en meiðsl PP^ans eru ekki talin alvarleg. Árekst- urinn var harður og þurfti kranabíl til að fjarlægja tvær bifreiðanna. MorgunDiaöið/KAA Nýtt met 22 þúsund gesta í Laugardalnum Áætlað er að 22 þúsund manns hafi safnast saman á Laugardalsvelli í gærkvöldi á setningarathöfn íþróttahátíðar íþróttasambands íslands. A Alfar gera usla í Olafs- fjarðarmúla SÉRKENNILEG óhöpþ undan- farið hjá verktökum í Olafsfjarð- armúla eru af sumum talin stafa af því að álfar, sem búi í Múlan- um, séu ekki hrifnir af fram- kvæmdunum. Tryggvi Jónsson staðarstjóri kannaðist við að álfar væru orðaðir við ýmis skakkaföll við fram- kvæmdir í Múlanum, og einhvetjir teldu sig jafnvel hafa séð álfa, en hann hefði sjálfur ekki orðið var við slíkt. Sem dæmi um óhöpp, sem tengd eru álfum, má nefna að steypumót hafa sprungið án sýnilegra orsaka. Einnig eru fregnir af einkennilegum bilunum í vinnuvélum sem helstu töframenn meðal viðgerðarmanna hafa ekki getað útskýrt. Þá er jafn- vel talið að miklar rigningar undan- farið stafi af því að álfunum sé illa við vegagerðina. Skömmu eftir að framkvæmdir hófust við Ólafsíjarðarmúla síðsum- ars 1988 féllu miklar aurskriður á Ólafsijarðarkaupstað og athafna- svæði jarðgangamanna í Múlanum, og vildu ýmsir kenna það huldu- fólki. Þjóðsögur segja frá því að tröll hafi búið í Ólafsfjarðarmúla og þau hafi meðal annars numið á brott húsfreyjuna í Málmey í Skagafirði. Örnefnið Hálfdánarhurð í Múlanum tengist þeirri sögu. Fiskmiðlun Norðurlands: Gætu selt 50 til 100 tonn á dag FISKMIÐLUN Norðurlands á Dalvík gæti selt 50-100 tonn af físki á degi hverjum að sögn Hilmars Daníelssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Fiskmiðlunin hefur verið starfs- rækt í tvo mánuði og í maí voru seld þar 314 tonn, aðallega af trill- um og smærri netabátum. Meðal- verð fyrir þorsk hefúr verið tæpar 80 -krónur fyrir kílóið. Sjá Akureyrarsíðu bls. 28. Óformlegar viðræður ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins: Rætt um að ASI gefí eftir hluta kauphækkana í haust BSRB haftiar því að gefa eftir launahækkanir í óformlegum viðræðum ríkis- stjórnarinriar og aðila vinnumark- aðarins um leiðir til að halda vísi- töluhækkunum innan rauðu strik- anna, sem samið var um í kjara- samningum, hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komið upp sú hugmynd að ASI gefi eftir einhverjar launahækkanir 1. sept- ember næstkomandi, en um leið sjái ríkissljórnin til þess að hækk- anir á opinberri þjónustu komi ekki til framkvæmda. Jafnframt hefur verið rætt um gengishækk- un, en ýmsir ráðherrar stjómar- innar eru henni andvígir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins komu þessar hugmyndir fram á óformlegum fundum embætt- ismanna, sérfræðinga og forsvars- manna aðila vinnumarkaðarins með ráðherrum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, sem samdi um sömu launahækkanir og ASI í febrúarsamningunum, hafi ekki viljað fallast á að gefa launa- hækkanir eftir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, ságði í samtali. við Morgun- blaðið að BSRB myndi ekki sam- þykkja að falla frá launahækkunum, heldur hygðist bandalagið sækja þær hækkanir, sem yrðu fram yfir rauðu strikin í haust. Hann sagði að BSRB væri til í allar viðræður um leiðir til að halda verðbólgu undir rauðu strik- unum, en lagði áherzlu á að það væri vinnuveitenda, bæði VSÍ og ríkisins, að sjá til þess að verðhækk- anir færu ekki fram úr því, sem sam- ið hefði verið um. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra vildi ekki staðfesta að fram hefðu komið fastmótaðar tillög- ur frá aðilum vinnumarkaðarins, en ýmsum hugmyndum hefði .verið varpað fram. „Það var talað um hugsanlega ger.gishækkun og mikil andstaða var gegn henni. Meðal ann- ars er ég ekki hrifinn af henni og ekki sjávarútvegsráðherra eða við- skiptaráðherra og fleiri. Það var tal- að um áróður gegn hækkunum og áherzla á það hjá VSÍ að þeirra félag- ar hækki ekki, og svo framvegis." Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSI, sagði að öllum möguleik- um hefði verið velt upp í óformlegum • viðræðum. Hins vegar væri ekki við því að búast að farið yrði út i alvöru- viðræður um lausn málsins fyrr en fyrir lægi hver niðurstaðan yrði varð- andi launahækkanir tiLBHMR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.