Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 28 Byggingarnefíid: Lóðum úthlut- að í miðbænum BYGGINGARNEFND hefur úthiutað tveimur nýjum lóðum í miðbæ Akureyrar, en fyrir nokkru voru auglýstar Qórar lausar lóðir í miðbæn- um. Ekki var tekin afstaða til umsóknar um eina lóðina og ákveðnum aðila gefinn kostur á einni þeirra. Heimir Ingimarsson formaður byggingamefndar sagði að þijár umsóknir hefðu borist um lóðina Skipagötu 16, sem er 400-500 fer- metrar að stærð. Lóðin er sú næsta sunnan Alþýðuhússins. Byggingar- nefnd úthlutaði Pedromyndum þeirri lóð. Nokkru stærri lóð á horni Kaup- vangsstrætis og Drottningabrautar, neðan við veitingahúsið Smiðjuna, kom í hlut fyrirtækisins Ljósmynda- vörur hf. í Reykjavík, en einnig bár- -ust þtjár umsóknir um lóðina. Þá voru auglýstar tvær lóðir nokkru sunnar, Hafnarstræti 84 og 84b. Fyrir nokkru var gamalt hús við Hafnarstræti 84 rifið, en þar stað sem það stóð verður innkeyrsla að umræddum húsum, sem munu standa nokkru ofan Drottninga- brautar. Milliuppgjör geftir til kynna nokkur batamerki í rekstrinum KEA íyrstu fjóra mánuði ársins: Heimir sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til umsóknar sem barst um lóðina Hafnarstræti 84 þar sem starfsemi umdeilt var að sú starf- serni sem þar átti að fara fram sam- ræmdist miðbæjarskipulagi. Hjalta Gestssyni var gefinn kostur á lóð- inni Hafnarstræti 84b, en sam- kv'æmt umsókn hefur hann í hyggju að koma þar upp verslun með heimil- isvörur. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Rekstri tveggja verslana KEA verður hætt fyrir lok september, önnur er á Hauganesi þar sem þessi mynd er tekin af þeim Öldu Þorvaldsdóttur og Þóru Angantýsdóttur deildarsljóra, en hin er í Hafnar- stræti 20 á Akureyri. Verslanirnar verða auglýstar til leigu eða sölu í næstu viku. Alver a Dysnesi: Eftil vill ekki þörf á vot- hreinsibúnaði ÁHRIF brennisteinsmengunar af völdum álvers á Dysnesi í Eyja- firði eru minni en menn bjuggust við, samkvæmt niðurstöðum skýrslu Nilu, og kæmi til þess að þar yrði reist álver þarf ef til vill ekki að setja upp vothreinsibúnað. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sagði fullsterkt til orða tekið að ekki þyrfti að koma upp vothreinsibúnaði á 200-400 þúsund .Jfcinna álveri sem yrði á Dysnesi við Eyjafjörð, eins og skilja mátti af orðum hans í frétt í blaðinu í gær. í niðurstöðum skýrslu Nilu sé ekki svo sterkt til orða tekið, heldur segir þar að ef til vill sé ekki þörf á vothreinsibúnaði við álver við Dys- nes. -1* 'aaMíi• Laugardagur: Hin vinsæla iiliómsveit Finns Eydnl lelkur fyrlr dansi Glæsilegur sérréttomatsedill Borðapantanir í síma 22200. Hótel KEA MILLIUPPGJOR fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs hjá Kaup- félagi Eyfirðinga sýnir nokkur batamerki í rekstrinum, en Magn- ús Gauti Gautason kaupfélags- stjóri segist þó ekki vilja draga of miklar ályktanir, hann vilji fyrst sjá hvemig félaginu reiði af í sumar áður en nokkuð sé hægt að segja um framhaldið. Um mán- aðamótin koma til framkvæmda ýmsar þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til innan kaupfélags- ins, eins og uppsagnir starfsfólks og fleira. Þá hefur verið ákveðið að loka tveimur verslunum KEA, útibúinu á Ilauganesi og í Iiafnar- stræti 20 á Akureyri. Þær verða auglýstar til sölu eða leigu eftir helgina. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri sagði að milliuppgjör það sem fyrir lægi um reksturinn fyrstu fjóra mánuði ársins gæfi til kynna að staða félagins væri að lagast. Hann kvaðst þó varast að draga of miklar ályktanir af uppgjörinu. „Ég vil fyrst sjá hvernig félaginu reiðir af í sumar, þetta er stuttur tími og það hefur verið mikið umrót á þeim tíma hjá okkur,“ sagði Magnús Gauti. Uppsagnir starfsfólks um mánaðamótin mars/apríl koma til framkvæmda nú um mánaðamótin og þá er verið að gera ýmislegt til að bæta reksturinn og sagði Magnús Gauti að í Ijós kæmi síðar hvaða áhrif það hefði á reksturinn, en þess gætti ekki í umræddu milliuppgjöri. Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík: Gætum selt á bilinu 50-100 tonn af fiski á gólftnarkaði á dag — segir Hilmar Daníelsson framkvæmdastj óri HILMAR Daníelsson fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík segir að leikur einn væri að selja á bilinu 50-100 tonn af fiski á gólfmarkaði Fiskmiðlunar á dag. Gólfmarkað- urinn heíúr verið starfræktur frá því í lok aprílmánaðar og að jafn- aði eru seld um 10-15 tonn á markaðnum á dag. Meðalverð á þorski á markaðnum hefur verið tæplega 80 krónur fyrir kílóið og segist Hilmar vel skilja að sjó- menn sem landi afla sínum til vinnslu heima séu óánægðir þar sem verð á almennum markaði sé mun hærra. Fyrsti togarinn seldi afla á gólfmarkaðnum í fyrradag, Frosti ÞH frá Grenivík, og var meðalverðið um 79 krónur á kílóið. „Út af fyrir sig skil ég vel sjónar- mið sjómanna, þeirra sem fá mun lægra verð fyrir fiskinn en unnt er að fá á almennum markaði. En á það er að líta að framboð á þessum markaði er ekki mikið, við erum að selja þetta 10-15 tonn að jafnaði flesta daga. Það er auðvitað spum- ing hvemig þau mál þróuðust ef umtalsvert meira magni yrði landað TIL LEIGU A AKUREYRI ný 190 fm íbúð ásamt bílgeymslu. íbúðin leigist með húsgögnum og búsáhöldum. Leigutími frá 1. ágúst '90-1. júlí '91. Reykingafólk kem- ur ekki til greina. Upplýsingar í síma 96-23525 eftir kl. 17. inn á markaði,“ sagði Hilmar. Frosti ÞH frá Grenivík seldi um 15 tonn af afla sínum á gólfmarkaði Fiskmiðlunar Norðurlands í fyrra- dag, en það er í fyrsta sinr. sem þar er seldur fiskur úr togara. Meðal- verðið sem fékkst fyrir þorsk úr Frosta var 79 krónur á kílóið. Á markaðnum hefur hingað til ein- göngu verið seldur bátafiskur, úr bátum sem eru á miðunum fyrir austan Langanes, en þar er bæði um að ræða heimabáta frá Vopna- firði, Bakkafirði og Raufarhöfn auk aðkomubáta á þessum stöðum. Þá eru einnig í föstum viðskiptum við markaðinn tveir bátar frá Grímsey. Hilmar sagði að áhugi væri fyrir því á meðal Frostamanna að leggja upp meiri afla hjá markaðnum í fram- tíðinni, en það ætti eftir að koma í ljós síðar hvort af frekari viðskiptum yrði. Meirihluti þess afla sem seldur er á markaðnum fer til fiskverkenda á Dalvík, en einnig hafa verkendur á Siglufírði, Ólafsfirði og á Hofsósi keypt fisk á markaðnum. Þá sagði Hilmar einnig dæmi þess að fyrir- tæki úr Hafnarfirði hefði keypt físk á markaðnum og ekið suður. Menn hefðu talið að verðið þar væri hag- stæðara en syðra þó sækja þyrfti hráefnið um langan veg. Fyrsta uppboð á gólfmarkaði Fiskmiðlunar Norðurlands var í lok apríl, en í maimánuði voru seld alls 314 tonn af físki á markaðnum fyr- ir 20,8 milljónir króna. Fyrrihluti júnímánaðar var rólegur, verið var að skipta um veiðarfæri í bátunum tig einnig kom þar inn í sjómanna- dagsstopp, en nú seinni hluta mán- aðarins er markaðurinn kominn í eðlilegt horf og uppboð í gangi flesta daga. „Mér sýnist á öllu að það væri ekkert mál að selja hér 50-100 tonn af físki á hveijum degi, eftir- spurnin er næg en framboðið ekki," sagði Hilmar. Kaupfélag Eyfirðinga hefur verið rekið með umtalsverðu tapi síðustu tvö ár, hallinn á rekstrinum var um 177 milljónir króna á síðasta ári og rúmlega 200 milljónir árið þar á undan. Leitað hefur verið leiða til að snúa af braut hallarekstursins, starfsfólki hefur verið fækkað, deild- ir að einhveiju leyti sameinaðar og verið er að kanna leiðir til að lækka flutningskostnað. Þá lokaði KEA þremur af minnstu verslunum sínum á síðasta ári, tveimur á Akureyri og einni á Hauganesi, en þessar versl- anir höfðu verið reknar með tapi um ali langt skeið. Ákveðið hefur verið að hætta rekstri tveggja verslana til viðbótar á vegum KEA, útibúinu á Hauga- nesi og í Hafnarstræti 20 á Akur- eyri. Magnús Gauti sagði að stefnt væri að því að hætta rekstri þessara verslana í síðasta lagi í lok septem- ber. Verslanimar verða auglýstar til sölu eða leigu í næstu viku. Fjórir starfsmenn unnu í útibúinu við Hafnarstræti en þrír á Hauganesi. Magnús Gauti sagði að allt hefði verið reynt til að halda verslunum opnum, vöruverð lækkað og launa- kostnaður, en það hefði ekki dugað, verslanirnar voru eftir sem áður reknar með halla. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Mánudagsmyndir sýndar næsta vetur KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar, sem stofnaður var í síðasta mánuði hefúr gert samning við Borgarbíó um sýningartíma kvik- mynda á vegum klúbbsins og er áætlað að þær verði sýndar kl. 19 á mánudögum. Starfsemi klúbbsins hefst af krafti í september næstkomandi. Markmið félagsins er að afla og miðla upplýsingum um flesta þætti kvikmyndalistarinnar og auka þannig áhuga og þekkingu al- mennings á listforminu. Á stofn- fundi Kvikmyndaklúbbs Akureyrar kom fram að úrval kvikmynda sem sýndar eru í bænum er ekki sem best verður á kosið og brýnt að bjóða áhugafólki um kvikmyndir upp á það sem best þykir í kvik- myndaheiminum. Þá kom einnig fram að klúbburinn mun ekki ein- göngu sýna klassisk verk kvik- myndasögunnar, heldur einnig nýj- ar og nýlegar vinsælar myndir, auk mynda frá fjarlægum heimshorn- um. Drög hafa verið lögð að því að fá til sýninga ýmsar forvitnileg- ar myndir á fyrsta starfsárinu. Félagar í Kvikmyndaklúbbi Ak- ureyrar halda fund 30. júní næst- komandi á Hótel Norðurlandi og eru allir áhugamenn um kvik- myndir á Akureyri og nágrenni velkomnir á fundinn og geta þeir gerst þar félagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.