Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 OECD-skýrsla: Viðunandi hag- vöxtur en varað við verðbólgu París. Reutei*. MEÐ aðhaldi í peningamálum á að vera unnt að viðhalda eðlileg- um hagvexti í aðildarríkjum OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, á þessu ári en sem í'yrr er það verðbólg- an, sem varast ber. Af þeim sök- um má hvergi slaka á við stjórn eftiahagsmálanna. Segir svo í misserisskýrslu OECD, sem út kom í París í gær. í skýrslunni er því spáð, að þjóð- arframleiðsla í aðildarríkjunum 24 áukist um 2,9% á þessu ári og því næsta, jókst um 3% á síðara miss- eri 1989, og verðbólgan verði 4,5%, sú sama og á síðasta ári. Hér er um meðaltöl að ræða en OECD segir, að svo virðist, sem verðbólga sé að aukast í sumum ríkjum, sem búið hafa við hana litla um hríð. Launahækkanir eru þó taldar verða hóflegar. Vestur-evrópsk fyrirtæki hafa að undanfömu unnið með næstum full- um afköstum en nú bætist við auk- in eftirspurn frá Austur-Evrópu. OECD telur þó, að efnahagsleg áhrif breytinganna þar muni skila sér hægt nema í Austur-Þýska- landi. Rúmenía: Skjótum um- bótum lofað Búkarest. Reuter, The Daily Telegraph. PETRE Roman, forsætisráðherra Rúmeníu, hefúr tilnelht 23 menn í nýja ríkisstjóm landsins. I stjórninni sitja nokkrir fyrrum starfsbræður forsætisráðherrans við Tækniháskólann í Búkarest. Nýir menn taka við embættum utanríkis- og fjármálaráðherra en litlar breytingar voru gerðar á ráð- herraliði því sem farið hefur með innanríkis-, öryggis- og varnarmál. Við stöðu utanríkisráðherra tekur Adrian Nastase. Roman sagði í ræðu á þingi í gær að Rúmenar yrðu í auknum mæli að treysta á eigið frumkvæði og dugnað ef takast ætti að endurreisa efnahag landsins. Boðaði forsætis- ráðherrann áætlun um að koma á markaðshagkerfi í Rúmeníu innan tveggja ára og hét efnahgsumbótum innan mánaðar. KGB svarar gagnrýni innanbúðarmanns: Saka fyrrum yfirmann um rangfærslur og svik Oleg Kalúgín Moskvu. Reuter. FYRRUM háttsettur yfirmaður hjá sovésku öryggislögreglunni KGB, Oleg Kalúgín, hefúr fúllyrt í sovéskum fjölmiðlum að tilraun- ir stofnunarinnar til að bæta ímynd sína séu aðeins skálka- skjól; í reynd sé flest óbreytt frá Stalíntímanum. Fulltrúar KGB fara hörðum orðum um Kalugín í grein sem birtist í málgagni kommúnistaflokksins, Prövdu, og saka hann um svik. Kalúgín sem er 55 ára gamali undirhershöfðingi starfar nú með róttækum umbótasinnum í komm- únistaflokknum og hafa ummæli hans undanfarnar vikur vakið mikla athygli í landinu. Hann stjórnaði eitt sinn njósnum KGB í Bandaríkjunum og var síðar yfirmaður þeirrar deild- ar stofnunarinnar er kannaði starf- semi erlendra njósnastofnana í Sov- Bush boðar Mverslunar- bandalag Ameríkuríkja Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær áætlun, sem miðar að því að koma á fríverslun milli Bandaríkjanna og landa Róm- önsku Ameríku, auka erlendar fjárfestingar í löndunum og minnka skuldir þeirra. Bush lofaði að afskrifa hluta af tólf milljarða dala skuldum þeirra við Bandarikin, hvatti til þess að komið yrði á fót fríverslunarbandalagi, sem næði til allra ríkjanna, og lagði til að stofiiaður yrði 300 milljóna dala sjóður til að auka erlendar Qár- festingar í löndunum. Forsetinn kynnti áætlunina fyr- ir stjórnarerindrekum landanna í Hvíta húsinu. Hann sagði að stjómvöld í Rómönsku Ameríku þyrftu að koma á frjálsu markað- skerfi og draga úr skriffinnsku, sem væri fyrirtækjum til trafala og takmarkaði hagvöxt. Valdamenn í Rómönsku Ameríku fögnuðu almennt þessari áætlun þótt nokkrir gagnrýndu Bush fyrir að ganga ekki nógu langt í afskriftum skulda. Forset- inn viðurkenndi að nokkrir af leið- togum ríkja Rómönsku Ameríku hefðu áhyggjur af því að Banda- ríkjamenn myndu missa áhuga á Rómönsku Ameríku vegna tæki- færa sem þeim bjóðast í hinum nýju lýðræðisríkjum Austur-Evr- ópu. „Ég fullvissa ykkur þó um að við Bandaríkjamenn gleymum ekki hinum miklu tækifærum, sem okkur bjóðast í þessum heims- hluta,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn eiga mikil við- skipti við lönd Rómönsku Ameríku og koma til með að hagnast mjög á frjálsari mörkuðum og auknum hagvexti í löndunum. „Rómanska Ameríka er mjög mikilvæg fyrir okkur Bandaríkjamenn þar sem hún getur reynst lykillinn að því að hægt verði að minnka gífurleg- ar skuldir okkar,“ sagði John Macomber, stjórnarformaður bandaríska út- og innflutnings- bankans. Samkvæmt áætlun Bush verða einu útgjöld Bandaríkjastjórnar hundrað milljónir dala, sem hún hyggst leggja í fjárfestingarsjóð- inn. Gert er ráð fyrir því að Evró- puríki og Japan verði beðin um að veija 200 milljónum dala í sjóð- inn. Afskriftirnar kosta stjórnina ekki neitt þar sem hún hafði þeg- ar gert ráð fyrir því að lánin yrðu ekki greidd. Bush sagði aðeins að stjórnin myndi afskrifa ótiltekinn hluta skulda, sem nema sjö milljörðum dala. Þær eru vegna hagstæðra lána, sem stjórnin veitti ríkjunum sem efnahagsaðstoð, t.d. til að stuðla að friði í álfunni. Forsetinn boðaði einnig að stjómin myndi selja bandarískum fyrirtækjum hluta af fimm milljarða dala skuld vegna lána, sem hún veitti ríkjun- um á markaðsvöxtum. Bandarískir embættismenn sögðu að minnstu og meðalstóru ríkin í Rómönsku Ameríku myndu hagnast mest á afskriftunum þar sem þau fengu hlutfallslega mest af hagstæðari lánunum. étríkjunum. Öryggislögreglan hefur reynt að breyta starfsemi sinni að undan- förnu í anda glasnost-stefnunnar. Lögð hefur verið niður, a.m.k. form- lega, deild sú er annaðist eftirlit með andófsmönnum, hin alræmda deild fimm. Einnig hefur íjölrniðlum verið veittur aðgangur að húsakynnum lögreglunnar, jafnvel fangageymsl- um. KGB sendi frá sér yfirlýsingu 22. þ.m. þar sem Kalúgín var sakað- ur um rangfærslur; hann væri að leiða almenning á villigötur. Í grein Prövdu eru þessar ásakanir ítrekað- ar og haft eftir fulltrúum KGB að Kalúgín sé veiklundaður maður. Sagt er að hann hafi verið lélegur yfirmaður; mistök hans hafi valdið því að Sovétmenn hafi misst einn besta gagnnjósnara sinn hjá banda- rísku leyniþjónustunni, CIA. Auk þess er haft eftir KGB-mönnum að jafnskjótt og Kalúgín hafi hætt störfum sem yfirmaður eftirlits með njósnum í Sovétríkjunum hafi verið komið upp um tíu njósnara á vegum erlendra ríkja, þ. á m. sovéska borg- ara í þjónustu útlendinga. „Það er afar bitur reynsla fyrir starfsmenn stofnunarinnar þegar einn þeirra ákveður að bijóta lögin, brýtur gegn siðferðislögmálum og gerir sig jafnvel sekan um svik,“ segir í blaðinu. Ekkert er sagt um það hvort Kalúgín verði refsað fyrir tiltækið. Danmörk: Ókeypis reiðhjólalán Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma fyrir reiðhjólum á nokkrum stöðum í Kaupmannahöfn og Friðriksbergi, sem er sjálfstætt bæjarfélag í borginni, og geti almenningur nýtt sér þau án endurgjalds. Hugmynd- inni verður hrundið í framkvæmd næsta vor. Alls verður 5.000 sérstaklega útbúnum reiðhjólum komið fyrir á stæðum. Hægt verður að opna lás- inn með því að fleygja tuttugu króna mynt, um 190 ísl.kr., í rifu. Þegar hjólið er yfirgefið á sama stæði eða öðru fást krónurnar end- urgoldnar. Nokkrir tugir starfs- manna munu sjá um að hjólin séu í lagi og jafnframt að þeim sé ávallt dreift á sem skynsamlegastan hátt um borgina. Hugmyndin verður fjármögnuð með því að höfð verða auglýsinga- skilti á hjólunum sem fyrirtæki geta síðan nýtt sér. íslendingar í Arizona: „Vinsælt að steikja egg á malbikinu“ „ÉG hef búið hérna í bráðum 43 ár og hitinn núna slær öll met,“ segir Helga Kristjánsdóttir í Phoenix í Arizona. „Hitinn varð 50 gráður á celsius á þriðjudag og það er methiti í Ariz- ona-riki. Gamla metið var 48,5 1958 en þá var ég uppi í fjöllum og þar var svalara. Maður fer ekki út nema maður megi til.“ Helga sagðist ekki skilja hvemig fólk gæti unnið utan- dyra. „En við erum með loftkæl- ingu og þá er allt í lagi innan- dyra. Hins vegar stóð bíllinn minn í sólinni í tvo tíma og ég brenndi mig bæði á handfanginu á hurðinni og stýrinu þannig að ég gat ekki ekið nema hafa hand- klæði um stýrið. Svo er rakinn svo lítill, ekki nema 3%, þannig að allt fuðrar upp við minnsta neista. Ég vorkenni útigangsfólkinu mest en ýmsir söfnuðir hafa reynt að hjálpa því. Ég sá menn skokka úti í gær og það myndi ég ekki reyna. Svo er lítið gagn í sundlaugunum því þær hitna svo fljótt. Eins hefur fólk verið beðið um að spara rafmagn því loftkælingin er orkufrek og á þriðjudaginn var metnotkun á rafmagni hér í Phoenix." Gísli Guðmundsson er í dokt- orsnámi í jarðfræði í Phoenix. „Hitabylgjan byrjaði á mánudag þegar hitinn komst upp í 49 gráður. Á þriðjudag fór hitinn upp 5 50 gráður en núna er hann 48,5. Þetta er náttúrulega svakalega heitt en maður er far- inn að venjast hitunum eftir að hafa búið hér í nokkur ár. Hitinn er eiginlega ólýsanlegur. Það er svo þurrt að maður svitnar ekki úti við. En þegar maður kemur inn þá bogar af manni svitinn. Eina alvarlega röskunin hér í borginni er hvað flugumferð varðar. Það var ekki hægt að nota Boeing 737 þot- urnar vegna þess að þær hafa ekki verið prófaðar í svo miklum hita. Göturnar eru sjóðandi heit- ar og er mjög vinsælt að steikja egg á malbikinu," sagði Gísli Guðmundsson. Kristín M. Sigurðsson býr í Prescott í Arizona sem er nokkuð fyrir norðan Phoenix. Maðurinn hennar, Einar L. Gunnarsson, er að læra flugrekstrarfræði. „Bærinn Prescott er uppi í fjöll- um þannig að hér er svalara en í Phoenix. Hitinn er núna 35 gráður í forsælu. I gær var hitinn rúmlega 40 gráður en 45 í fyrradag og það var hryllilegt. Það er svo þurrt loftið og heitt að þegar maður tekur í bílhurð þá gneistar hún. Eins logar allt hérna í skógareld- um í nágrenninu. Þeir eru að vona að það fari að kólna á mánudaginn. Fólki er eindregið ráðlagt að halda börnum innandyra, drekka mikið og neyta alls ekki drykkja með koffeini í,“ sagði Kristín. Reuter Sjálflboðalidi berst við skógar- eld í Kaliforníu í gær en á skömmum tima hafa mörg hundruð hús og heimili orðið honum að bráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.