Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Minning: Valdimar Thor- arensen, Gjögri Fæddur 20. maí 1904 Dáinn 18. júní 1990 I dag er kvaddur hinstu kveðju Valdimar Thorarensen á Gjögri í Strandasýslu. Hann lést á heimili sínu 18. júní sl. Mig langar að minn- ast hans með nokkrum orðum. Valdi fæddist á Gjögri, næstelst- -'Hb átta systkina. Foreldrar hans voru Jakob Jens Thorarensen úr- smiður og bóndi á Gjögri og kona hans, Jóhanna Sigrún Guðmunds- dóttir. Foreldrar Jakobs voru Jakob Jóhann Thorarensen, kaupmaður á Kúvíkum við Reykjafjörð, og kona hans, Guðrún Óladóttir Viborg, ættuð úr Ófeigsfirði. Foreldrar Jó- hönnu, móður Valda, voru Guð- mundur Pálsson bóndi í Kjós og kona hans, Guðríður Jónsdóttir. Hann var sonur Páls Jónssonar í Kaldbak. Valdi var því kominn af sterkum stofnum í báðar ættir. í föðurætt Thorarensen- og Viborgættunum ,^^g í móðurætt af Pálsætt. Valdi ^olst upp í foreldrahúsum á Gjögri, en fór ungur til sjóróðra og var hann á skipum frá Hafnarfirði og ísafirði. Þetta var á milli stríðsár- anna þegar öll aðstaða sjómanna var gjörólík því sem nú er, og ekki fyrir hvern sem var að stunda sjó- mennsku í þá daga. Valda skorti hvorki hörku né dugnað og var sjaldan í vandræðum með að fá „pláss“. Um 1944 reisti Valdi sér íbúðar- ^jhús á Gjögri og átti þar heimili upp "rrá því. Hann stundaði vinnu á Djúpavík þegar síldarævintýrið stóð þar sem hæst, síðar sjómennsku og eigin útgerð a'Gjögri ásamt lítils- háttar búskap. Valdi eignaðist tvö börn. Þau eru: Adolf, f. 1948, og Jóhanna, f. 1951. Móðir þeirra er Hildur Páls- dóttir frá Kálfshamarsvík, hún lést 1972. Þau hafa haldið heimili með föður sínum og sýndi Johanna hon- um einstaka umhyggju og hjálp- semi í ellinni. Eg kynntist Valda þegar ég fór að fara með fjölskyldunni norður á Strandir í sumarleyfum og enn bet- ur þegar ég fór sem unglingur í ^^veit til hans og barna hans, sumar- 1980. Dvaldi ég hjá þeim nokkur sumur sem voru mjög þroskandi og lærdómsrík ungum Reykjavíkur- dreng. Tókst með okkur Valda góð vin- átta sem hélst upp frá því. Valdi tilheyrði þeirri kynslóð Islendinga isem lifað hefur einhverjar mestu breytingar og framfarir í íslensku þjóðfélagi frá upphafi byggðar í landinu, og mundi því tímana tvenna. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman og ræddum liðna tíð, menn og málefni. Hefi ég numið af Valda mikinn fróðleik. Hann gaf mér innsýn í líf og störf fólksins fyrr á öldinni, sem barðist dugnaði í hörðum leik lífsbarátt- unnar. Ég er nú þakklátur fyrir þá vitneskju og þann fróðleik vegna þess, að því fer fækkandi gamla fólkinu sem kynntist þessum tímum af eigin raun og lagði grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við nú lifum í. Valdi var stálminnugur og fróður og gerði frásagnir sínar lifandi og skemmtilegar. Hann var skapmað- ur og lét í ljós skoðanir sínar af mikilli hreinskilni. Þannig var það alltaf, það skipti ekki máli hver átti í hlut. Valdi var vel ritfær, hann hélt dagbækur í nær hálfa öld og ég á í fórum mínum mörg stórkostleg bréf sem hann sendi mér. Hann las mikið og oft mátti sjá hann í her- berginu sínu, eftir starfsaman dag, með bók. í hönd. Ég trúi því að áhugi minn á ættfræði hafi fyrst vaknað eftir að ég fór að vera á Gjögri. Tel ég að Valdi hafi átt sinn þátt í því að ég fór að gefa ætt- fræði gaum. Hann sagði mér frá svo mörgu frá liðinni tíð, atburðum og fólki, að áhugi minn vaknaði og ég varð að vita meira. Þegar ég kom til Reykjavíkur á haustin hóf ég ættfræðirannsóknir mínar, fór á söfnin og viðaði að mér heimildarit- um. Þessi áhugi hefur síðan aukist jafnt og þétt. Vegna þess hve minnugur valdi var og lýsingar hans frá fyrri tíð voru nákvæmar og skýrar, reyndist það mér létt verk að teikna upp gamla torfbæinn á Gjögri. Hann fæddist í þessum bæ og var átta ára þegar hann flutti með foreldrum sínum í nýbyggt steinhús sem faðir Fæddur 23. desember 1909 Dáinn 21. júní 1990 Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir' eru himnarnir honum yfir. Þetta ljóð eftir Hannes Pétursson kom fram í huga mér, þegar ég settist niður til þess að skrifa fátæk- leg eftirmæli um tengdaföður minn, Hjálmar Gunnar Stefánsson. Ég á eftir að sakna hans og minnast. Við vorum að mörgu líkir í lund og héldum fast í skoðanir okkar. Enda var oft tekist á á milli okkar og þá sérstaklega þegar stjórnmál voru annars vegar. Hjálmar var alla tíð sannur og trúr sjálfstæðismaður. Hann vék aldrei í sannfæringu sinni þegar flokkurinn og stefna hans var til umræðu. Ég hef átt þijá að, sem höfðu sömu óbiluðu trúna á Sjálf- stæðisflokknum, en það voru afi minn séra Jens A. Gíslason í Vest- mannaeyjum, Einar Þórðarson, afi minn hér í Reykjavík og svo Hjálm- ar tengdafaðir minn. Var mikill lærdómur og reynsla að hafa feng- ið að kynnast þessum mönnum og stefnufestu þeirra. Hjálmar er borinn og barnfæddur í Reykjavík eins og margir ætt- manna hans aftur í aldir og var hann mjög stoltur yfir því. Foreldr- hans hafði reist. Hafði ég mikla ánægju af að teikna upp bæinn eftir lýsingum hans. Tók það nokk- urn tíma og lagfæra varð mörg atriði áður en endanleg mynd fékkst, en að lokum varð Valdi ánægður með árangurinn. Og við vorum báðir ánægðir, því mér fannst tilganginum vera náð, þ.e. að sú vitneskja sem Valdi bjó yfir varðandi þennan gamla bæ, glatast ekki heldur varðveitist á blöðum um ókomin ár. Um hvítasunnuna fór ég á Gjög- ur og hitti Valda. Það hafði staðið til frá því fyrir jól að ég kæmi norð- ur og hentum við gaman að, hve jólin væru síðbúin hjá mér. Hann hafði vissulega látið á sjá frá því ég sá hann sumarið áður, enda ný ar hans voru Ingibjörg Zakarías- dóttir, kennd við Berg í Reykjavík og Stefán Kr. Bjarnason, skipstjóri, en hann var mikill sjósóknari á skútuöldinni. Hjálmar missti heyrn að miklu leyti á unga aldri sem háði honum a!la ævi, en þó mest á yngri árum, því hann var vel gefinn og mjög bókhneygður. Enda var það stolt á heimili hans Bergi að eiga gott bókasafn. Faðir hans gat ekki lesið seinustu ár ævi sinnar vegna sjón- depru. Hjálmar sat oft við rúm hans og las fyrir hann. A uppvaxtarárum Hjálmars var engin aðstoð veitt þeim sem áttu við sömu erfiðleika að etja og hann. Varð hann því að hætta í mennta- skóla. Ég er viss um að hann hefði náð langt á menntabrautinni. En þrátt fyrir þessa bæklun fylgdist hann vel með. Til dæmis var Hjálm- ar virkur í skíðadeild KR og tók hann m.a. þátt í byggingu skíða- skála félagsins á Skálafelli. Sem ungur maður vann Hjálmar ýmis störf, en kærast var honum að tala um síldarárin á .Siglufirði. Enda þau ár full af glaðværð og glettni æskunnar. Laxveiði, bóklestur og brids voru hans aðaláhugamál ásamt stjórn- málunum. Var hann mjög næmur þegar hann var með laxveiðistöng- ina. Heyrnarleysi hans gerði hann mjög næman við veiðina og var hann fljótur að finna hvort einhver Hjálmar G. Stefáns- son - Minningarorð orðinn 86 ára. Hann var þó vel hress þessa viku sem ég dvaldi á Gjögri og spjölluðum við margt eins og okkar var vani. Hann var að huga að bátnum sínum og skrapaði ég fyrir hann bátinn, því nú átti að botnmála og snyrta fyrir sumar- ið. Hann var ekki af baki dottinn þrátt fyrir erfiðan vetur. Nú var sumarið framundan og á sjó yrði farið. Það fylgdi sumarkomunni að mála bátinn. En Valdi ýtti ekki báti sfnum úr vör þetta sumarið. Hann fór ekki í sjóferð, heldur í lengri, en léttari ferð gömlum sjó- manni, ferð að ströndum nýrra heimkynna. Guð blessi minningu vinar míns, Valdimars Thorarensen. Ingimar F. Jóhannsson í vaxandi gróanda sumarsins norður við Dumbshaf, þegar nótt og dagur renna saman í eitt, var sleppt lausu lífshlaupi Valdimars Thorarensen hér á jörðu. Sigling- unni löngu var lokið, örugglega hefur hann fengið gott leiði á vind- um friðarins inn í eilífðina, Valdimar Thorarensen fæddist að Gjögri í Strandasýslu 20. maí 1904, sonur hjónanna Jakobs Thor- arensen á Gjögri og Jóhönnu Sig- rúnar Guðmundsdóttur frá Kjós í Reykjarfirði. Hann átti sjö alsystk- ini og þijú hálfsystkini af föður sínum. Éru þau öll dáin nema bræð- urnir Axel á Gjögri og Karl, sem býr á Selefossi. Langt er nú orðið síðan er ég mjög ungur að árum hændist að þessum frænda mínum, hafði hann eitthvert seiðmagnað afl til að róa órabelginn. Bar þar hæst brunnur sögusagna er hann ungur fór í Verið, ýmist vestur á firði eða suð- von væri um veiði. Brids spilaði hann alla ævi ef hann gat fundið sér meðspilara og þá seinustu ár ævi sinnar með eldri borgurum í Reykjavík, sem veitti honum mikla lífsfyllingu. Færi ég spilafélögum hans kærar þakkir fyrir góðar stundir sem hann átti með þeim við spilaborðið. Ég hef aldrei kynnst manni sem las eins mikið og jafn hratt. Hjálm- ar var mjög minnugur á það sem hann las og las hann allt sem hann komst yfir. Þann 27. maí 1939 gift- ist Hjálmar Þórdísi Jóhönnu Hans- dóttur, dóttur Hans Kristjánssonar og Maríu Helgu Guðmundsdóttur, bæði ættuð frá Súgandafirði. Hans var mikill athafnamaður og stofn- aði og rak Sjóklæðagerð Islands. Hjálmar og Þórdís eignuðust þijár dætur, Maríu Helgu, gift Ágústi Þorsteinssyni, Ingibjörgu Unni, sambýlismaður hennar er Lars Holm og Eddu Elínu sem er gift Sigmari Sigurðssyni. Barnabörnin eru orðin sex. Sölumennska og verslunarstörf voru Hjálmari í blóð borin. Um 1930 hóf hann störf sem sölumaður hjá Þórði Sveinssyni & Co og starf- aði þar yfir tvo tugi ára. í stríðsbyij- un átti hann og rak Glasgowbúðina á Freyjugötu í Reykjavík. Rak hann hana í nær tvo tugi ára. Um 1956 hóf hann störf í Gólfteppagerðinni hf. en fljótlega eftir það hófu Þórdís og Hjálmar rekstur á eigin fyrir- tæki, Ábreiðum hf. Þau framleiddu ábreiður, gólfmottur, teppi og margt fleira. Fyrirtækið blómstraði í höndum þeirra, bæði vegna verk- lagni og útsjónarsemi Þórdísar og svo þekkingar og reynslu Hjálmars sem verslunarmanns. Þau eignuð- ust fallegt heimili árið 1963 í Safa- mýri 57 í Reykjavík, sem við fjöl- skyldan sóttumst eftir að koma á og dvelja. Hjálmar var mjög góður og hjálp- samur við barnabörnin og mun hinn dáni lifa í hjörtum og minni þeirra og þau munu sakna hans, eins munum við öll gera, bæði dætur og tengdasynir. Ágúst Þorsteinsson í dag er Hjálmar Stefánsson kvaddur hinstu kveðju. Hann and- aðist í Landspítalanum í sl. viku eftir stutta legu. Þeir sem þekktu Hjálmar best fundu jafnan til þess með gleði og þakklæti að árin settu ur á land. Voru þær frásagnir töfr- andi um rosalega sjósókn og aðbún- að og litríka samferðamenn hans. Gaf hann sér oft ótrúlegan tíma til að sýna mér myndir frá þessum tíma. Þó að mitt skyn þá hafi ekki skilið alla hluti augnabliksins þá geymdist þetta og gleymdist ekki. Þessu sérstaklega til áréttis var mynd sem hékk uppi í stofunni hans, sem tekin var af honum og vini hans sem hann mat mikils og ræddi oft um og með honum hafði verið á togaranum Rán úr Hafnar- firði. 40 árum seinna er ég staddur í húsi í Reykjavík að vinna ákveðið verk, sem ég tók að mér. Mér er starsýnt á manninn sem ég var að vinna fyrir og fannst mér ég kann- ast við hann. Kemur þá í ljós að þarna er vinurinn kominn og voru það ekki leiðinleg meðmæli sem hann gaf frænda mínum enda sprottinn af sama brunni og af vör- um annarra samferðamanna Valdi- mars Thorarensen, afburðasjómað- ur sem allt lék í höndunum á, en harður í horn að taka bæði við sjálf- an sig og aðra. Ég spyr þennan ákveðna mann: „Gat ekki heyrst í honum stundum?" Svarið var: „Eft- ir því man enginn, þetta tók svo fljótt af.“ Ekki festi Valdimar rætur sínar á þeim stöðum sem hann ungur sótti til, en römm er sú taug sem rekka dregur föðurhúsa til. Á miðj- um aldri kemur hann alkominn til æskustöðvanna og á þar heima æ síðan. Valdimar var sérstaklega verklaginn maður og mikil synd að hann fór ekki til náms, en slíkt lá ekki fyrir öllum þá og þótti bruðl og sóun á þeirri tíð. Valdimar bjó með bústýru sinni, Hildi Pálsdóttur frá Skagaströnd, lítið mark á andlegt heilbrigði hans. Hann var með afbrigðum vinfastur og frændrækinn. Mikill og ástríkur fjölskyldufaðir. Enda réð sú hugsun gerðum hans til hinstu stundar að leggja sitt af mörkum til farsældar sínum nánustu. Hjálmar var með fróðari mönnum í samræðum um þjóðlíf og þjóðfélagsmál svo gaman var á að hlýða. Hann var ákveðinn í framkomu og hreinskiptinn. Var jafnan kjarnyrtur ef honum þótti hallað á réttan málstað í hveiju sem var. Hjálmar kvæntist Þórdísi Hansdóttur 27. maí 1939. Þau voru hamingjusamir förunautar og því missti hann mikið er Þórdís lést 8. apríl 1984. Þau eignuðust þijár dætur. Þær eru María Helga, f. 28. febrúar 1942, gift Ágústi Þorsteins- syni, Ingibjörg Unnur, f. 20 maí 1945, sambýlismaður Lars Holm, og Edda Elín, f. 22. júlí 1949, gift Sigmari Sigurðssyni. Barnabörnin eru sex. Það hvílir skuggi yfir heim- ilum ættingja og vina þegar þessi föngulegi, aldraði maður er horfinn sjónum. Hann gerði sér jafnan far um að halda sambandi við systkina- börn sín en hann dó síðastur 'fjög- urra systkina. Sorgarskuggarnir sem sest hafa að munu þó brátt víkja fyrir björtum minningum um góðan dreng. Um leið og við þökk- um samverustundirnar með Hjálm- ari frænda, sendum við dætrum hans og Ijölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Freyr og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.