Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 145. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tillögur um breytingar á skipulagi sovéska kommúnistaflokksins: Hitabylgja í Bandaríkjunum: Suðvesturríkjunum líkt við púðurtunnu HITABYLGJAN í suðvesturríkj- uni Bandaríkjanna hefiir valdið mikilli röskun á högum fólks. Skógareldar hafa geisað og brennt a.m.k. 500 hús og nokkrir hafa látist í viðureign við eldinn og af völdum hitans. Að sögn Gíslg Guðmundssonar sem er í doktorsnámi í Phoenix er hitinn ólýsanlegur og iðka menn það sér til gamans að steikja egg á malbiki á götum úti. Mesta tjónið hefur orðið í Suður- Kaliforníu. Einna mestur varð hitinn í Phoenix í Arizona, 50 gráður á celsius, sem er met í ríkinu. Einn slökkviliðsmanna sagði í samtali við Keuíers-fréttastofuna að suðvest- urríkjunum mætti líkja við púður: tunnu sem biði þess að springa. í Santa Barbara norður af Los Ange- les þar sem býr margt auðmanna eyðilögðust 340 hús í skógareldi í gær. Sex slökkviliðsmenn hafa látist í viðureigninni við eldinn. Sjö manns hafa látist sökum hitans, meðal ann- ars íjögurra ára gamall drengur sem lokaðist inni í bíl. Veðurfræðingar búast ekki við því að neitt lát verði á hitunum fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Sjá viðtöl við Islendinga í Ariz- ona á bls. 22. Sagðar í samræmi við hug- myndafræði harðlínumanna Námsmeyjar þjálfaðar í hermennsku Stjórnvöld í Kína hafa nú skyldað alla þá sem ganga menntaveginn þar' í landi til að sækja námskeið þar sem kennd eru undirstöðuat- riði hermennsku. Námsmenn stóðu, likt og menn muna, fyrir miklum mótmælum í Kína á síðasta ári ög er talið að stjórnvöld vilji með þessu tryggja sósíalískan aga og stöðugleika. Myndin sýnir náms- meyjar við Alþýðuháskólann í Peking við skotæfingar. Reuter Sjálfboðaliðar í Glendale í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum freista þess að bjarga húsi nágranna síns nieð því að dæla á það vatni úr garðslöngum en allt um kring loga eldarnir og hitinn er óskaplegur. ráðherra Litháens, hvatti fulltrúa á þingi landsins í gær til að fresta sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 11. mars til að unnt yrði að hefja samn- ingaviðræður við stjórnvöld í Moskvu. Gorbatsjov hefur sett þessa kröfu fram í viðræðum við fulltrúa Litháa. Þingmenn greinir á um hvort ganga beri að tillögu Prunskiene og litháísku ríkisstjórn- arinnar og forseti landsins, Vytaut- as Landsbergis, er sagður tvístígandi. Verður þingumræðu um málið haldið áfram í dag, föstudag. hefur komið um að þingi flokksins, sem hefjast átti á mánudag, verði frestað. Umbótasinnar vilja að þinginu verði slegið á frest enda þykja harðlínumenn hafa treyst stöðu sína á undanförnum vikum. Almennt er búist við að þinginu ljúki með uppgjöri þessara tveggja fylk- inga og að fast verði sótt að Gorb- atsjov en harðlínumenn óttast að slökunarstefna hans og sjálfstæðis- barátta einstakra lýðvelda muni leiða til hruns Sovétríkjanna. Kazimiera Prunskiene, forsætis- Moskvu, Vilnius. Reuter. KYNNTAR hafa verið í.Sovétríkjunum tillögur um róttækar breyting- ar á skipulagi sovéska kommúnistaflokksins. Málgagn flokksins, Pravda, birti tillögurnar í gær en þær gera m.a. ráð fýrir að stjórn- málaráðið, sem verið hefur æðsta stofnun sovéska valdakerlísins, verði lagt af sem og embætti aðalritara. Tillögurnar verða lagðar fram á þingi ílokksins, sem áformað er að hefjist í næstu viku en þær þykja bera keim af hugmyndafræði sovéskra harðlínukommún- ista. Á þingi Litháens er deilt um hvort fresta beri sjálfstæðisyfirlýs- ingu landsmanna til að unnt verði að hefja samningaviðræður við Sovétstjórnina. Verði hugmyndir þessar að veru- leika verður formaður kommúnista- flokksins æðsti embættismaður hans en embætti aðalritara verður lagt niður. Míkhaíl S. Gorbatsjov gegnir nú því embætti en hann er einnig forseti Sovétríkjanna. For- maður flokksins verður í forsvari fyrir nýju forsætisráði sem koma á í stað stjórnmálaráðsins. Forsætis- ráðinu er ætlað að hafa með hönd- um skipulagsmál og almenna stefnumótun á milli þess sem mið- stjórn flokksins kemur saman. Sér- stök stjórnardeild mun sjá um að hrinda í framkvæmd ákvörðunum miðstjórnarinnar og hafa umsjón með embættismannakerfinu. Þá kveða tillögurnar einnig á um að embættismenn verði skipaðir til fimm ára í senn og að sami maður geti aðeins gegnt tilteknu embætti í tíu ár. Engin slík ákvæði hafa verið í lögum flokksins og hafa ráðamenn margir hveijir haldið stöðum sínum allt þar til þeir hafa safnast til feðra sinna. í tillögunum er ennfremur kveðið á um að hvergi verði hvikað frá „lýðræðislegri miðstýringu“ en það hugtak felur í sér að öll ákvarðana- taka kemur að ofan. Sögðu Sovét- sérfræðingar sem tíðindamaður Reuters-fréttastofunnar ræddi við í Moskvu í gær að tillögurnar væru mjög í anda harðlínukommúnista og að líklegt væri að umbótasinnar gætu ekki samþykkt þær. Miðstjórn flokksins kemur saman í dag, föstu- dag, til að ræða kröfu sem fram • • ROSE-ráðstefiia í Kaupmannahöfii: Tímamótayfirlýsing um íjölræði og lýðréttindi Kaupmannaliöfn. Reuter. FULLTRÚAR 35 ríkja er setið hafa mannréttindaráðstefnu í Kaupmannahöfii samþykktu í gær tímamótayfirlýsingu sem ætlað er að tryggja fjölræði og lýðréttindi og treysta réttarrík- ið í sessi í lönduin Austur-Evr- ópu. Max Kampelmann, formaður sendinefndar Bandaríkjanna, sagði samþykktina jafngilda yfir- lýsingu um að Evrópa væri frjáls, ein og óskipt. Öll ríki Evrópu hefðu nú skuldbundið sig til að fylgja leikreglum lýðræðisins og koma á nýju skipulagi er grund- vallað væri á samvinnu, öryggi, friði og réttlæti. Sovéskur starfs- bróðir hans( Júrí Reshetov, sagð- ist telja að Iíta mætti á samþykkt- ina sem „nýja evrópska stjórnar- skrá“. Fulltrúar á ráðstefnunni, sem fram fer á vegum Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sögðu fyrstu grein sam- þykktarinnar þá mikilvægustu. Hún skuldbindur ríkin 35 til að viðurkenna grúndvallarreglur réttarríkisins, fjölflokkakerfi og frjálsar kosningar. í lokaskjalinu er einnig kveðið á um rétt minni- hlutahópa en deilt hafði verið um orðalag þeirrar greinar og þykir það nokkuð óljóst. Fulltrúar allra ríkja Evrópu, að . Albaníu undanskilinni, sitja ráð- stefnuna auk sendinefnda frá Bandaríkjunum og Kanada. Ung-verjaland griðastaður „Carlosar“? Búdapest. Reuter. DAGBLÖÐ í Ungveijalandi birtu í gær bréf sem sagt er að hryðjuverkamaðurinn ill- ræmdi „Carlos“ hafi skrifað Janos Kadar, fyrrum leið- toga ungverskra kommún- ista. í bréfinu sem dagsett er 2. apríl 1980 þakkar „Carlos" Kadar veittan stuðning en bréf- ið skrifar hann í nafni „Alþjóða- samtaka byltingarmanna". Getur hann þess að það komi félögum í samtökunum vel að njóta þess öryggis sem Ung- verjaland veiti þeim og nefnir að þeir geti farið óáreittir ferða sinna í sósíalískum ríkjum. Enn hefur ekki fengist staðfest með óyggjandi hætti að bréfið sé ófalsað. „Carlos“ er talinn í hópi hættulegustu hryðjuverka- manna heims. Hann er fæddur í Venesúela og heitir réttu nafni Ilych Ramirez Sanchez. Ungur gekk hann til liðs við Þjóðfrels- isfylkingu Palestínu (PFLP) og þykir fullsannað að hann hafi staðið fyrir morðum, mannrán- um og öðrum ódæðisverkum í Vestur-Evrópu, Mið-Austur- löndum og Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.