Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 160. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sögulegt samkomulag Gorbatsjovs og Kohls: Sovétmenn samþykkja að Þýskaland verði í NATO Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sjást hér með utanríkisráð- herrum stjórna sinna, þeim Edúard Shevardnadze og Hans-Dietrich Genscher, í borginni Pjatígorsk. Skömmu síðar héldu þeir til lítils bað- staðar, Míneralníje Vodí í Suður-Rússlandi, þar sem lok- ið var gerð sögulegs samnings um hernaðarlega stöðu Þýskalands. Shelesnovodsk í Sovétríkjunum, Moskvu, Washington, BrusseF. Reuter. Daily Telegraph. dpa. TVEGGJA daga leiðtogafundi Mílthaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, lauk í gær með því að Sovétmenn féllust á aðild væntanlegs, sameinaðs Þýskalands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Helstu skilyrðin eru þau að her Þjóðverja á landsvæði núverandi A-Þýskalands verði ekki undir stjórn NATO, Þjóðverjar fækki stórlega í sameiginlegum herafla sínum og hafni öllum möguleikum á að koma sér upp kjarnavopn- um. Sovétherinn mun yfirgefa A-Þýskaland á þrem til ijórurn árum. Með samkomulaginu er rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir samein- ingu Þýskalands í eitt ríki og jafnframt leyst eitt erfiðasta deilumál stórveldanna eftir síðari heimsstyrjöld; þráteflinu um hernaðarlega stöðu Þyskalands. _____________________________ Reuter Andófsmenn heimta lararleyfí frá Kúbu: Hóta að sprengja sendi- ráð Tékka í loft upp Havana. Reuter. JL. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði í gær sameiginlegri yfirlýs- ingu Sovétmanna og V-Þjóðveija og ummælum Gorbatsjovs sem ítrekaði sjálfsákvörðunarrétt Þjóð- verja. „Þessi ummæli sýna stjórn- visku og styrkir tilraunir til að treysta samband er byggist á sam- vinnu,“ sagði Bush. Margaret That- cher, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng og va'r „himinlif- andi“ yfir úrslitum málsins, að sögn talsmanns bresku stjórnarinnar. Gorbatsjov hefur gefið í skyn að niðurstöður leiðtogafundar NATO í London í byrjun mánaðarins, þar sem tillögur Bush að nýjum friðar- áherslum í stefnu bandalagsins og sáttaorðum í garð Sovétmanna hlutu samþykki, hafi gert kleift að semja um Þýskalandsmálin. Ljóst er að vonir Sovétmanna um mikla efnahagsaðstoð af hálfu V-Þjóð- veija hafa einnig skipt sköpum þar sem neyð sverfur nú að almenningi víða í Sovétríkjunum. Helstu atriði samkomulágs Kohls og Gorbatsjovs, sem þeir kynntu á blaðamannafundi í bænum Shelev- snovodsk í Kákasus-fjöllum, eru sem hér segir: • Vestur-Þýskaland, Austur- Þýskaland og Berlín verða eitt ríki. • Eftir sameininguna munu völd og skyldur hernámsveldanna fjög- urra; Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakklands, á þýsku landi verða úr sögunni. • Sameinað og sjálfstætt Þýska- land getur sjálft ákveðið hvaða samtökum og bandalögum það á aðild að. • Þýskaland mun gera tvíhliða samning við Sovétríkin um brott- flutning sovéskra herja frá núver- andi A-Þýskalandi á þrem til íjórum árum. • Atlantshafsbandalagið mun ekki fara með yfirstjórn þess hluta þýska hersins sem verður á þeim landsvæðum er nú heyra til A-Þýskalandi. • Herlið frá Vesturveldunum þrem fær að vera í Berlín þar til Sovétherinn er á brott frá A-Þýska- landi. • Vestur-þýsk stjórnvöld heita því að í Vínarviðræðunum um takmörk- un hefðbundins herafla verði samið um nær helmingsfækkun í samein- uðum her þýsku ríkjanna tveggja í 370.000 manns á þrem til fjórum árum. • Þýskaland mun heita því að framleiða hvorki né eignast kjarn- orkuvopn, efna- eða sýklavopn og mun eiga aðild að alþjóðasamningn- um um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna. SJÖ Kúbverjar, sem leitað höfðu hælis í tékkneska sendiráðinu í Havana, tóku fímm aðra kúb- verska flóttamenn og nokkra starfsmenn sendiráðsins í gíslingu í gær og kröfðust flug- vélar til að geta farið úr landi, annars yrði sendiráðið sprengt í loft upp. Sendiráðsmönnunum var sleppt í gærkvöldi en ekki var vitað hvort gengið hefði ver- ið að kröfum sjömenninganna. Sjónai-vottar og stjórnarerind- rekar í borginni sögðu að sjömenn- ingarnir hefðu brotið hurð til að komast inn í herbergi hinna flótta- mannanna. Þeir hefðu einnig náð nokkrum tékkneskum sendiráðs- mönnum en sleppt þeim síðar um kvöldið. Lögreglan umkringdi sendiráðið og skönnnu eftir að tilkynnt hafði verið að sendiráðsmennirnir hefðu verið látnir lausir var fréttamönn- um, sem safnast höfðu saman fyrir framan sendiráðið, fyrirskipað að fara af svæðinu. Svo virtist sem gíslarnir væru í næsta húsi við sendiráðsbygginguna. Sjónarvottar sögðu að einn af sjömenningunum hefði krafist flug- vélar til að geta flúið land og hótað að sprengja sendiráðið í loft upp ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Ekki var vitað í gær hvort þeir *væru vopnaðir. Sendiráðsmenn sögðu að komið hefði til áfloga á milli hópanna tveggja, húsgögnum hefði verið kastað og þau brotin. Sjömenningarnar komu í sendi- ráðið á miðvikudag en þá höfðu hinir fimm þegar leitað þar hælis. Mál flóttamannanna hefur valdið deilum á milli stjórnvalda á Kúbu og Tékkóslóvakíu. Fídel Kastró, forseti eyjarinnar, gagnrýndi tékk- neska sendiráðið harðlega fyrir að skjóta skjólshúsi yfir mennina og sagði að ekki yrði gengið til samn- inga um brottför þeirra. Úttekt breskra ráðamanna á þýskri þjóðarsál: Mögulegft að stjóm Thatcher láti lög- reglu grafast íyrír uiu lekann til flölniiðla Thatcher við Helmut Kohl, kansl- ara Vestur-Þýskalands, í Lundún- um og flutti ræðu um samskipti Breta og Vestur-Þjóðveija. í fund- argerðinni eru þjóðareinkenni Þjóðveija meðal annars sögð „ótti, árásargirni, yfirgangssemi, sjálfs- dýrkun, minnimáttarkennd og til- finningasemi“. Bætt er við að Þjóð- verjar eigi erfitt með að hafa sam- úð með öðrum, séu haldnir þeirri áráttu að hugsa aðeins um sjálfa sig, hafi þörf fyrir hrós og hneig- ist til sjálfsmeðaumkunar. Loka- niðurstaðan er þó sú að Þjóðveijar hafi skánað með árunum og That- cher beri að vera „vingjarnleg“ við þá. St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. Daily Telegraph. BRESKA sunnudagsblaðið The Independent on Sunday skýrði fi’á því um helgina að Margaret Thatcher forsætisráðherra hefði ásamt utanrík- isráðherranum, Douglas Hurd, setið ráðstefnu níu manna í mars, þar sem sérfræðingar fjölluðu um neikvæð þjóðareinkenni Þjóðverja. Birti blaðið kafla úr fundargerð frá ráðsteftiunni og voru þar „árásargirni", „yfirgangssemi" og „minnimáttarkennd" sögð einkenna Þjóðveija. Peter Lilley. Forsætisráðuneytið hóf í gær rannsókn á því hvernig fundar- gerðin komst í hendur blaðamanna og er ekki útilokað að lögregla fái málið til rannsóknar. Nicholas Ridley, brezki við- skipta- og iðnaðarráðherrann, sagði af sér embætti á laugardags- kvöld. Brást hann þannig við hinni hörðu gagnrýni vegna yfirlýsinga sinna um hlutverk Þýzkalands í Evrópubandalaginu. Peter Lilley, 46 ára gamall, úr hægri armi íhaldsflokksins, var þegar í stað skipaður í embættið. Neikvæðar yfirlýsingar Ridleys í vikuritinu The Spectator um Evröpubanda- lagið og aukin og hættuleg áhrif Þjóðveija innan þess kölluðu fram harkaleg viðbrögð meðal brezkra stjórnmálamanna og stjórnmála- manna á meginlandinu. Um miðjan dag á laugardag áttu Thatcher og Ridley samtal um stöðu hans innan stjórnarinnar og niðurstaða þess samtals virðist hafa verið sú, að Ridley yrði að segja af sér. Ráðstefnan sem The Independ- ent on Sunday greindi frá var hald- in á sveitasetri Thatcher í mars og voru Bandaríkjamenn meðal sérfræðinganna. Viku síðar ræddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.