Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULI 1990 ATVINNUAUGí YSINGAR Blaðberar Blaðberi óskast í Stuðlasel. Upplýsingar í síma 691253. jMtanpmlNbiMfe Atvinna Málmiðnaðarmenn - bifreiðastjórar Við viljum ráða starfsmenn á bifreiðaverk- stæði okkar svo og bifreiðastjóra og vakt- mann. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi full réttindi til aksturs stórra bifreiða. Upplýsingar á skrifstofu okkar og verkstæði í Skógarhlíð 10 og í símum 20720 og 13792. Isarn hf. - Landleiðir hf. Kennari íviðskipta- greinum óskast Að Menntaskólanum á ísafirði vantar kenn- ara í viðskiptagreinum í rúmlega fullt starf. Húsnæðisfyrirgreiðsla í boði. Umsóknir sendist til skólans, pósthólf 97, 400 ísafirði. Upplýsingar í símum 94-3599 og 94-4119. Skólameistari. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVfK Sambýli • Þroskaþjálfar óskast til starfa nú þegar á Sambýlið, Grundarlandi 17. Um er að ræða 60-70% starfshlutfall. Vaktavinna. • Starfsmenn óskast í stöðu meðferðarfull- trúa. Æskileg starfsreynsla með fötluð- um. Starfshlutfall 50-70%. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Guðný í síma 678402 frá kl. 13.00-17.00. Umsóknir berist Svæðisstjórn Reykjavíkur, Hátúni 10. Garðabær Blaðbera vantar til afleysinga í Grundir og Lundi. Upplýsingar í síma 656146. Verslunarstörf Starfsfólk óskast í matvöruverslun við Furu- grund í Kópavogi. Heilsdags- og hálfsdagsstörf. Upplýsingar í síma 42062. Meiraprófsbílstjóri Óskum að ráða meiraprófsbílstjóra strax. Upplýsingar í síma 673555 milli kl. 10.00 og 12.00 á daginn. Sandurhf., Viðarhöfða 1. Vanir járniðnaðarmenn Óskum að ráða vana járniðnaðarmenn nú þegar. Upplýsingar í síma 53511. Garðasmiðjan Galax. Grunnskóli Beruneshrepps f Hamraborg auglýsir eftir kennara í ca 2/3 stöðu. Ennfremur laus fleiri störf við skólann. Starf- inu fylgir frí íþúð í skólahúsinu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-88988 og skólanefndarformaður í síma 97-88978. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst. Rafeindavirkjar Okkur vantar rafeindavirkja. Fjölbreytt vinna og góð aðstaða. Framtíðarstarf fyrir góðan mann. Upplýsingar í síma 94-3092. Póllinn hf., Isafirði. Bílstjórar Óskum að ráða bílstjóra vana akstri dráttar- bíla með malarvagni. Um er að ræða vakta- vinnu við Blönduvirkjun. Upplýsingar í síma 622700. ISTAK BORGARSPÍTAUNN Eldhús -Templarahöll Starfsmaður óskast til afleysinga í eldhús Borgarspítalans í Templarahöll við Eiríksgötu. Upplýsingar í síma 13744 milli kl. 10.00-14.00, Sigrún. ST. JÓSEFSSPlTALI, landakoti Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst á næturvaktir á öldrunar- lækningadeild í Hátúni. Unnar eru tvær nætur- vaktir í viku, sem er 50% vinna. Viðkomandi fær laun sem hjúkrunarstjóri. Upplýsingar gefur Matthildur Valfells, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma .602266 eða 602251. Umsóknir sendist hjúkrunarframkvæmdastjóra. TILBOÐ - UTBOÐ L LANDSVIRKJUN Útboð Vegslóðar vegna 132 kV Blöndulínu Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í vegslóðagerð vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL- 10. Helstu magntölur: Um 27.000 m3aðflutt malarfylling. 5.000 m síudúkur. Um 40 ræsi. Verklok eru 8. október 1990. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánu- deginum 16. júlí 1990 á skrifstofu Landsvirkj- unar í Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,-. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigí síðar en þriðjudaginn 7. ágúst 1990 fyrir kl. 14.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, 12. júlí 1990. Landsvirkjun. ATVINNUHUSNÆÐI Til leigu húsnæði í 50 m2, 120 m2og 190 m2einingum í Ármúla 38. Hentugt fyrir teiknistofur, tölvu- þjónustu, umboðs- og heildverslanir, útgáfu- starfsemi o.þ.h. Upplýsingar í síma 617045 á skrifstofutíma. ÝMISLEGT Sumarbúðir skáta - Úlfljótsvatni Nokkur pláss laus í sumarbúðirnar: 18. júlí til 25. júlí, 27. júlí til 3. ágúst og 8. ágúst til 15. ágúst. Upplýsingar og innritun í síma 15484 eða í Skátahúsinu, Snorrabraut 60. Ættarmót Niðjar hjónanna Halldórs Jónssonar og Þór- önnu Gunnlaugsdóttur frá Bjarnagili, Austur- Fljótum halda ættarmót dagana 10. og 11. ágúst 1990 á Sólgörðum í Fljótum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku og fáið upplýs- ingar í síma 95-36583, Alda og 95-37429, Sigrún, fyrir 3. ágúst. Fjölmennið. FERÐIR - FERÐALÖG Vatnaskógur Laus pláss eru í eftirfarandi flokkum: 7. flokkur - 19.-26. júlí - Örfá sæti 11-13 ára (’77-’79), 7 dagar, 12.700 kr. 8. flokkur - 26. júlí - 2. ágúst 11-13 ára (’77-’79), 7 dagar, 12.700 kr. 3.- 6. ágúst Verslunarmannahelgin, 3 dagar. Opinn skógur fyrir alla fjölskylduna. 9. flokkur - 10.-16. ágúst 14-17 ára (’73-’76), 6 dagar, 11.000 kr. * 10. flokkur - 16.-23. ágúst 9-12 ára (’78-’81), 7 dagar, 12.700 kr. 11. flokkur - 23.-30. ágúst 10-13 ára (’77-’80), 7 dagar, 12.700. ** 12. flokkur - 31. ágúst - 2. september 17-99 ára, karlafl., 3 dagar * Ath. Þessi fl. er bæði fyrir stelpur og stráka. ** Ath. þessi fl. er sérstakur íþróttafl., landskunnir íþróttamenn verða gestir flokksins. Innritun fer fram á skrifstofu KFUM og K í sfma 678899.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.