Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 23 Auðæfi Tveir ríkustii menn heims eru japanskir Frá Atla Steinarssyui, fréttaritai'a Morgunblaðsins. TVEIR Japanir eru auðugstu menn heimsins samkvæmt skrá í við- skiptatímaritinu Forbes dagsettu 23. júlí. Yoshiaki Tsutsumi heitir sá rík- asti og er talinn eiga skuldlausar eignir upp á 16 milljarða dollara. Auður hans, sem stafar frá járn- brautum og landeignum, hefur auk- ist um milljarð dollara á árinu, og nemur 960 milljörðum ísl. kr. ef miðað er við gengið 1$ = 60 kr. Taikichiro Mori, verktaki og skipu- lagsfræðingur, er talinn næstríkast- ur. Hann á eignir upp á 14,6 millj- arða dollara. Það eru annars Bandaríkjamenn sem hafa undirtökin í klúbbi millj- arðamæringa, sem nú eru taldir 271 í heiminum er voru 226 í fyrra. Á þessum lista eru 99 Bandaríkja- menn, 40 Japanir, og 28 Vestur- Þjóðverjar. I Bandaríkjunum vekur það mesta athygli hve ört milljarðamær- ingar „springa út“ í Vestur-Þýska- landi, sem óx úr ösku síðari heims- . styijaldarinnar. Þar er milljarða- mæringur á hverja 1,6 milljónir íbúa, en i Bandaraíkjunum er einn milljarðamæringur á hverja 2,5 milljónir íbúa. í þriðja sæti listans er Samuel Walton og fjölskylda, sem á 13,3 milljarða dollara í skuldlausum eignum. Du Pont-fjölskyldan skiþár 4. sætið með 10 milljarða dollara í eignir. Auður Waltons og fjölskyldu stafar af smásöluverlsun en auður du Pont-fjölskyldunnar er arfur. í 5. sæti listans er Svíinn Hans Gad Rausing, sem er sagður eiga 9,6 milljarða dollara eignir sem er ágóði af umbúðum fyrir fljótandi varning. Það vekur líka athygli að Donald Trump er horfinn af listanum, en Fólk MÁróra Jó- hannsdóttir hef- ur verið ráðin markaðsstjóri Reykvískrar end- urtryggingar. Áróra er um þess- ar mundir að ljúka námi í viðskipta- fræðum við Há- Áróra skóla íslands. Hún hefur starfað við tryggingar í hartnær áratug. Hún starfaði hjá Sjóva 1981 — 1985, hjá Almenn- um tryggingum 1985 — 1989 og eftir sameiningu félaganna vann hún um hríð hjá Sjóvá—Almenn- um. Áróra er 31 árs. ■ Ingólfur Björnsson hefúr verið ráðinn markaðsfulltrúi hjá Reykvískri endurtryggingu. Hann er að ljúka námi í viðskipta- fræðum við Há- _ skóla íslands. fagólfur Með námi starfaði hann hjá Landsbankanum og síðar Byggðastofiiun. Hann mun vinna að hvers kyns tryggingum sem tengjast atvinnulífinu. Ingólfur er 27 ára. I Sigurður Ein- arsson hefur ver-1 ið ráðinn deildar- sljóri í alþjóða- [ deild íslands-1 banka og stað- [ gengill forstöðu-[ manns. Sigurður stundaði nám í [ hagfræði við Há- Sigurður skólann í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan sem Cand. polit. Hann starfaði um nokkurra ára skeið hjá Den Danske Bank en réðist til Iðnaðarbanka íslands í júní 1988 og síðan til ís- landsbanka um síðustu áramót. H Ingibjörg JÚI- íusdóttir hefúr verið ráðin deild- arstjóri fyrir ábyrgðadeild Is- landsbanka. Ingi- björg starfaði í 19 ár í Landsbanka Islands, lengst af í ábyrgðadeild þar Ingibjörg sem hún gegndi stöðu fulltrúa forstöðumanns. Síðustu tvö ár hefur Ingibjörg starf- að sem útflutningsstjóri hjá Tryggva Péturssyni og Co. hf. SIGURDUR Jó- hannesson hag- fræðingur hefur verið ráðinn rit- stjóri Vísbend- ingar, vikurits um viðskipti og efna- hagsmál sem Ráð- gjöf Kaupþings I hf. gefur út. Hann Sigurður tekur við af Finni Geirssyni. Sigurður er fæddur árið 1961. Hann lauk hagfræðiprófi frá Kaupmannahafiiarhskóla í apríl 1987. Að námi loknu starfaði hann hjá Kjararannsóknarnefiid í tvö ár en síðastliðið ár hefur hann unn- ið hjá Talnakönnun hf. og BSRB. Vísbending hefur komið út vikulega allt frá árinu 1982. í blaðið hafa skrifað auk ritstjórans margir af þekktustu hagfræðingum landsins. Meðal efnis í blaðinu hafa verið greinar um skattamál, gjaldeyri- sviðskipti og gengismál, vaxtamál, lífeyrissjóðsmál o.m.fl. Fréttir af erlendum vettvangi eru einnig fast- ur liður í blaðinu. Vísbending birtir einnig eigin verðbólguspá í upphafi hvers ársfjórðungs. Myndatökur frá kr. 7.500.- Ljósmyndastofumar. Barna og Fjölskylduljósmyndir Reykjavík sími: 12644 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fyigja tvær prufustækkanir 20x25 cm. var þar í fyrra og þó talinn eiga 1,7 milljarða dollara í eignum um- fram skuldir. Listi Forbes tekur ekki til kon- ungsborins fólks eða þjóðhöfðingja þar sem auður þeirra stáfar af póli- tískri arfleið en ekki efnahagslegri. Ef V.-Þjódverjar hefðu gleymt HM-styttunni í Róm... ...þá hefðu þeir að öllum líkindum gripið til símans og beðið um að styttan yrði send þeim í snarhasti með EMS- Forgangspósti. EMS- Forgangs- póstur er sérstök hraðþjónusta sem tryggir viðskipta- vinum hraðan og öruggan flutning á mikil- vægum skjölum og vörum innanlands og heimshorna á milli, rakleitt til viðtakanda. Tekið er við EMS-Forgangs- pósti á öllum pósthúsum landsins og þar er hægt að fá nánari upplýsingar og nýjan kynningarbækling. GJALDSKRÁ 01.01.1990. EMS-FORGANGSPÓSTUR TIL ÚTLANDA 250 gr 1 kg Hvert viðbótar kg Evrópa 1.500,- kr 2.500,- kr 200,- kr N-Amerika 1.800,- kr 3.000,- kr 400,- kr Afríka og Asía 2.100,- kr 3.500,- kr 450,- kr S-Ameríka 2.400,- kr 4.000,- kr 500,- kr Eyjaálfa 2.700,- kr 4.500,- kr 550,- kr FORGANGSPOSTUR EMS - upplýsingasími 91 - 63 71 90 GOTTFÓLK/SlA 5500-155 1.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.