Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULI 1990 5 skyndiiega gat ég valið úr störfiim... Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf.: „Verklag nemenda Skrifstofu- og ritaraskóla Stjórnunarfélagsins, sem var hjá okkur í starfsþjálfun í vor, bar þess greinilega merki að þeir höfðu góða undirstöðu í skrif- stofustörfum. Sú starfsþjálfun, sem skólinn stendur fyrir, hefur tvímælalaust mikið gildi, bæði fyrir nemandann og verðandi vinnuveitanda." Kristín Ketilsdóttir, skrifstofamaður: „Ég fór í SR til að verða hæfari starfskraftur, þegar ég færi út á vinnumarkaðinn, eftir að hafa verið heima- vinnandi húsmóðir í 20 ár. Eftir skemmtilegt og upp- byggjandi nám á bókfærslusviði hef ég ákveðið að halda áfram námi á 2. ári á Fjármála- og rekstrar- braut SR.“ Guðrún Svansdóttir, skrifstofumaður: „Þegar ég kom heim frá Þýskalandi vorið 1989 var ég með stúdentspróf og árs starfsreynslu erlendis frá upp á vasann. Ég vildi geta valið úr fjölbreyttari störf- um og fór þess vegna á framhaldsbraut SR, Sölu- og markaðsbraut. Að loknu námi gat ég valið úr áhuga- verðum störfum og starfa nú hjá Einari J. Skúlasyni hf.“ Heiðar Kristinsson, skrifstofumaður: „Eftir vandlega íhugun ákvað ég að fara í Skrifstofu- og ritaraskólann. Eftirsjáin er engin, því í stað þess að þurfa að ganga á milli fyrirtækja í atvinnuleit, gat ég skyndi- lega valið úr störfum að námi loknu. Fyrir utan toppkennara vorum við send í starfs- þjálfun, sem gaf okkur tækifæri að vinna við skrifstofustörf í virtum fyrirtækjum. í dag starfa ég hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík, en það starf bauðst mér að skóla lokn- um vegna þeirrar kunnáttu sem ég öðlaðist þar.“ i . Sara Elíasdóttir, skrifstofumaður: „Að vel athuguðu máli tók ég þá ákvörðun að fara í SR, því mér fannst að þar fengi ég bestu menntun- IIL” J ina á skemmstum tíma, sem gæti komið sér vel fyrir mig í atvinnulífinu. Sjálfstraustið jókst og ég var miklu betur undir það búin að fara út á vinnu- markaðinn eftir að hafa verið í SR einn vetur, enda ""P,l§",~pk ~ Jjj fékk ég góða vinnu eftir að ég lauk námi í skólan- j | I I um.“ ÉHHBí i!. U Hannes Sveinsson, skrifstofumaður: „Ég mæli eindregið með Skrifstofu- og ritaraskólan- um fyrir það fólk, sem stefnir að því að komast í skrifstofustörf. Markviss kennsla hjálpar nemendurn að fá góða innsýn og þekkingu á skrifstofu- og ritara- störfum. Stjórnunarfélag íslands á þakkir skyldar fyrir að reka skóla, sem stefnir að því að þjálfa nem- endur fyrir þarfir vinnumarkaðarins." Rannveig Skaftadóttir, skrifstofumaður: „Ekki óraði mig fyrir því, að ég ætti eftir að setjast á skólabekk eftir 15 ára störf við barnagæslu, en staðreyndin varð sú, að í nám var ég komin og með hjálp góðra kennara og þolinmóðrar fjölskyldu hafðist þetta allt saman. Ég fékk mjög góða starfs- þjálfun hjá Pósti og síma. Fljótlega, eftir útskrift fékk ég vinnu gegnum skólann hjá Smyrli hf.“ Anna G. Sverrisdóttir, skrifstofustjóri Stöðvar 2: „Nemendur, sem voru hjá okkur í starfsþjálfun í vor frá Skrifstofu- og ritaraskólanum, reyndust mjög vel undirbúnir til að takast á við margvísleg skrifstofu- störf og stóðu sig í alla staði vel. Augljóst er að nám- ið hentar vel sem undirbúningur fyrir fjölmörg skrif- stofustörf. Greinilegt er að skólinn hefur sinnt hlut- verki sínu vel og gefið nemendum haldgóða starfs- menntun.“ Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf.: „Við gáfum nemanda úr Skrifstofu- og ritaraskólanum, sem Stjórnunarfélagið rekur, kost á starfsþjálfun á skrifstofu Vífilfells hf. Það kom okkur á óvart hversu vel þessi nemandi var undirbúinn til að sinna störfum á skrifstofu. Það varþví auðveld ákvörðun að bjóða þessum nemanda framtíðarstarf á skrifstofu okkar eftir að hann útskrifaðist í vor.“ SR SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓUNN Reykjavík - Selfoss - Vestmannaeyjar - Akranes - ísafjörður - Akureyri Innritun stendur yfir! Upplýsingar í síma 10004 A 5 tjórnunarféldg íslands Skrifstofu- og ritaraskólinn er í eigu Stjórnunarfélags Islands SR SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓUNN Reykjavík — Selfoss — Vestmannaeyjar - Akranes — ísafjörður — Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.