Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 36
Flak flugvélarinnar á slysstað í gærkvöldi. Vélin brotnaði talsvert mikið er hún skall niður. Lítil flugvél hrapaði í Ásbyrgi: Eínn lézt og annar slasaðist alvarlega Morgunblaðið/Rúnar Þór MAÐUR uni fertugt lézt og annar slasaðist mikið er lítil einshreyf- ilsflugvél, TF-BIO, fórst í Ásbyrgi síðdegis í gær. Maðurinn sem slasaðist var fluttur til Reykjavíkur, en hann hlaut meðal annars alvarlega höíuðáverka. Ekki voru fleiri í vélinni. Siysið átti sér stað um klukkan 17 í gær. Flugvélin korr> fljúgandi úr norðurátt inn í mynni Ásbyrgis, en það er mikil hamrakví með um 90-100 metra háum klettaveggj- um. Eftir því, sem næst verður komizt, flaug vélin á rafstreng, sem liggur frá eystri vegg byrgisins og niður í þjónustumiðstöðina við tjaldsvæðið á botni þess. Vélin steyptist til jarðar skammt frá veg- inum, sem liggur inn í byrgið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að slysinu, en vélin skali niður nokkra tugi metra frá tjaldsvæðinu. Meðal annarra komu bandarískar hjúkr- unarkonur, sem þar voru staddar í leyfi, til aðstoðar. Þyrla Landhelg- isgæzlunnar var kölluð út og lagði hún upp frá Reykjavík um fimmtán mínútum eftir að slysið átti sér stað. Þyrlan var komin í Ásbyrgi um kl. 18.40, og flaug með slasaða manninn til Ákureyrar, þaðan sem sjúkraflugvéi flutti hann til Reykjavíkur. Menn frá loftferðaeftirlitinu unnu að rannsókn á slysstað í gærkvöldi ásamt lögreglumönnum. Ekki er hægt að geta nafns hins látna að svo stöddu. Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir til að lækka framfærsluvísitölu: Aðilar vinnumarkaðar telja aðgerðirnar ófullnægjandi Breskra jarð- jræðinema leitað: Fundust á Skógafjalli eftir víð- tæka leit TVEIR breskir jarðfræðinem- ar, sem ekkert hafði spurst til síðan á laugardag, lúndust heil- ir á húfi um kl. 22.30 í gær- kvöldi. Til þeirra fréttist síðast á Fimmvörðuhálsi og hófst leit að þeim um kvöldmatarieytið í ær. Tæplega 80 manns úr mm björgunarsveitum úr Rangárvallasýslu og einni úr Vestur-Skaftafellssýslu leituðu að nemunum og fundu þá á Skógafjalli. Ekki var vitað hvers vegna jarðfræðinemarnir týndust þegar Morgunblaðið fór í prentun. Að sögn Vals Haraldssonar úr flugbjörgunarsveitinni á Hellu, eru nemarnir frá Sheffield á Bret- landi, maður og kona. Þau voru í j 'jfl^ámsferð ásamt sjö nemum öðrum og höfðu mælt sér mót við þá á sunnudag. Þegar þau skiluðu sér ekki hófu félagarnir. leit en urðu einskis vísari. Þeir tilkynntu um hvarfið í gærmorgun og var farið að skipuleggja leitina um hádegi. Þá var slæmt veður til leitar, svartaþoka. Undir kvöldið var far- ið að birta til og hófst þá leit á svæðinu frá Sólheimajökli og vest- ur undir Eyjafjöll. Nýjar íslensk- jir kartöflur á markað um mánaðamótin HORFUR eru á að nýjar íslenskar kartöílur verði komnar á borð neytenda undir næstu mánaða- mót. Að sögn Jens Gíslasonar, kartöflubónda á Jaðri í Þykkvabæ, hefur spretta verið góð að undan- förnu og ef vel viðrar gætu fyrstu kartöflurnar verið komnar í hús fyrir júlílok. Yrði það með fyrra móti, þar sem fyrsta uppskera hefur að jafnaði komið í verslanir fyrstu vikuna í i i^égúst. „Eg setti hluta katlaflanna undir plast og það er rífandi spretta í því sem þar er. Þau grös sem ekki fóru undir plastið eru tregari vegna mik- illa þurrka," sagði Jens. RÍKISSTJÓRNIN mun væntan- lega taka ákvörðun í dag um til hvaða ráðstafana verði gripið til að lækka framfærsluvísitöluna sem þegar hefur náð rauðu striki kjarasamninga almenna vinnu- markaðarins. Ráðherrar kynntu forsvarsmönnum launþega og vinnuveitenda í gær fyrirhugaðar aðgerðir, og telja bæði fram- kvæmdastjóri VSÍ og forseti ASÍ þær ekki vera nægilegar Ríkisstjórnin ætlar að fella niður virðisaukaskatt af viðhaldsvinnu við húsnæði, og virðisaukaskatt af bók- um á íslensku frá og með 1. septem- ber í stað miðs nóvember eins og áður var fyrirhugað. Þá verði frestað 6% hækkun á bensíngjaldi, sem átti að verða 1. ágúst, fram til 1. októ- ber. Gjaldskrá Pósts og síma mun ekki hækka á árinu og ekki verður um frekari hækkun á gjaldskrá Ríkisútvarpsins að ræða á árinu. Þessar aðgerðir munu hafa í för með sér, að mati fjármálaráðuneytis- ins, lækkun verðlags um 0,56% og að framfærsluvísitalan verði 0,78% lægri í september en hún hefði verið ella. Þá telur ráðuneytið að aðgerð- irnar þýði 350 milljóna króna út- gjaldaauka fyrir ríkissjóð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru hugmyndir uni það í íjármálaráðuneytinu að lækka verð á áfengi og tóbaki, til að ná fram verðlagslækkun, en frá því var horf- ið. Þá hefur einnig verið rætt um að framlengja greiðslufrest á vit'ðis- aukaskatti í tolli. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði við Morgunblaðið, að það hefði valdið sér vonbrigðum að ríkisstjórn- in skyldi alfarið neita að ræða um gengishækkun, um til dæntis 0,5-1%, sem væri mjög rökrétt aðgerð við núverandi aðstæður. Þá væru það einnig vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki ætla að taka til baka 3% hækkun á afnotagjaldi ríkisútvarps- ins. Ásmundur sagði það síðan rangt, að ríkisstjórnin væri með þessum hugmyndum að axla aukin útgjöld um 350 milljónir. Ekki væri gert ráð fyrir því að afnema jöfnunargjald á innfluttat' iðnaðarvörur á þessu ári, sem þýddi 500 milljóna króna tekju- auka umfram áætlanir íjárlaga, en þar var gert ráð fyrir að.gjaldið félli niður á miðju ári. Þá myndi brott- fall virðisaukaskatts á vinnu við eig- ið húsnæði væntanléga þýða betri skattskil tekjuskatts iðnaðarmanna, því ljóst væri að þarna væri um mik- ið skattsvikafen að ræða. Miðað við tölur ráðuneytisins væri því verið að auka skattheimtu um að minnsta kosti 150 milljónir. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði að það sem fyrst og fremst yili vonbrigðum væri, að enn lægi ekki fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að lækka jöfnunar- gjald á innfluttri iðnaðarvöru. Og það sem ríkisstjórnin sýndist ætla að gera á móti, væru einfaldlega leið- réttingar á röngum tímasetningum, sbr. virðisaukaskattinn á íslenskar bækut’, sem hefði verið fáránlegt að ætla að fella niður fyrst 15. nóvem- ber. Útgerðarfélag Akureyringa: 50 milljóna lilutaíj árútboð STJÓRN Útgerðarfélags Akureyringa ákvað í gær að efna til 50 milljóna króna hlutaíjárútboðs. Stjórnin hafði leyfi síðasta aðal- fundar til að auka hlutafé um rúmar 100 milljónir, og er sú heim- ild því aðeins nýtt að hálfu. Að sögn Péturs Bjarnasonar, stjórnarformanns ÚA, hefur hlutafé í fyrirtækjum á Akureyri ekki verið boðið út áður á almenn- um markaði. Pétur segir að Út- gérðarfélagið vilji gefa bæjarbú- um og öðrum, sem áhuga haft á fjárfestingu í fyrirtækinu, kost á að nýta sér þær skattaívilnanir, sem hlutafjárkaupendum standí til boða. Pétur segir að traust staða ÚA hljóti að valda því að bréfin verði eftirsótt á markaði, en til þessa hafi framboð á hlutafé í félaginu verið svo lítið, að ekki hafi myndazt rétt markaðsverð á bréf- unum. Sjá Akureyrarsíðu, bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.