Morgunblaðið - 17.07.1990, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.07.1990, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULI 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Leiðarljós í orlofinu Dýrmætasta eign hvers einstaklings er eigin heil- brigði. Heilsufar fólks ræðst m.a. af erfðum, umhverfí og aðstæðum. Hver og einn hefur engu að síður ríkuleg áhrif á eigin heilbrigði með lífsmáta sínum: mataræði, líkamsrækt og hugarfari. Áhrif og ábyrgð einstaklingsins á eigin heil- brigði eru nútímamanninum augljós. Heilsuvernd — eða fyrirbyggjandi starf á þeim vettvangi — þarf að eiga ræt- ur í lífsmáta einstaklinganna. Samfélagið gegnir og grundvallarhlutverki að þessu leyti. í fyrsta lagi um fræðslu- kerfið, sem byggir upp þekk- ingu einstaklinganna. I annan stað um heilbrigðiskerfið: heilsugæzlu og sjúkrahús. í þriðja lagi með löggjöf um flest það sem mótar þjóðfé- lagslegt umhverfi og aðstæð- ur fólks. Hér á landi sem víðast ann- ars staðar gegna borgaraleg samtök jafnframt lykilhlut- verkum í hvers konar fyrir- byggjandi starfi til að tryggja heilbrigði og öryggi fólks. Þar ber meðal annarra að nefna Slysavamafélag íslands, sem hefur lyft mörgu Grettistak- inu á þessum vettvangi. Slysavarnafélagið, sem er landssamband slysavarna- deilda og björgunarsveita, á að baki sextíu ára farsælt starf. Á starfsferli þess hafa björgunarsveitir bjargað rúm- lega tvö þúsund manns úr sjávarháska, auk þess sem félagið hefur rekið Slysa- varnaskóla sjómanna síðan 1985, sem brýn þörf var fyr- ir. Starfsemi félagsins er eng- an veginn einskorðuð við slysavarnir og björgunarstarf á sjó, þó að sá starfsþáttur þess rísi hæst og eigi sér lengsta sögu. Félagið annast fjölhliða slysavarna- og björg- unarstarf, sem þjóðin fær seint fullþakkað. Slysavarnafélagið hefur staðið fyrir fræðsluherferð í íjölmiðlum síðustu vikur — á mesta orlofs- og ferðatíma ársins — til að vara fólk við hættum sem því mæta á ferð- um bæði um vegi og vegleysur jandsins. Ástæður eru aug- ljósar. Það er sorgleg stað- reynd að tveir einstaklingar deyja að meðaltali i mánuði hveijum í umferðarslysum hér á landi, auk þess sem sex til sjö hljóta meiri og minni meiðsl, stundum ævilöng ör- kuml, að ekki sé talað um eignatjón í skemmdum eða ónýtum ökutækjum. Ábyrgð ökumanna er mikil. Akið aldrei hraðar en aðstæð- ur og reglur segja til um. Akið ekki fram úr nema kringumstæður leyfi. Notið bæði belti og ljós. Hleypið aldrei stút að stýri. Sýnið öðr- um sömu háttvísi og tillitssemi og þið væntið af þeim. Séu þessir vegvísar virtir hafa menn oftast fararheill. Land okkar hefur upp á flest það að bjóða sem gleður augu ferðamanna og náttúru- unnenda. Fleiri og fleiri hér- lendir og erlendir ferðamenn leggja leið sína um uppsveitir og hálendi landsins. Það er í senn ægifagurt og viðsjárvert, ef við umgöngumst það ekki með tilhlýðilegri varúð og virðingu. Orðtakið enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa talar skýru máli um óstöðugleika íslenzkrar veðr- áttu, jafnvel um hásumarið, Sviptivindar á hálendinu fyrir fáum dögum undirstrikuðu sannleiksgildi þessa — sem og mikilvægi þjóðarátaks gegn uppblæstri landsins. Umgengnin við öræfi lands- ins, ár og vötn krefst fyrir- hyggju og varkárni. Fræðslu- herferð Slysavarnafélagsins, sem fyrr er vikið að, minnir á þessar staðreyndir og hvem veg skuli bregðast við aðstæð- um. Varnaðarorð félagsins í fjölmiðlum undanfarið eru orð í tíma töluð. Langflest slys eiga sér stað vegna óvarkárni og athugun- arleysis. Þetta á meðal annars við um slys á vegum og öðrum ferðaleiðum. Afstaða okkar, þegar við leggjum land undir hjól, er á stundum ótrúlega kæruleysisleg. Þessvegna veitir ekki af viðvarandi varn- aðarorðum í þeim fjölmiðlum, sem bezt ná augum og eyrum landsmanna. Slysavamafélag íslands á þakkir skildar fyrir framtak sitt og viðvörunarorð. Kjarni þeirra er að minna okkur öll á ábyrgð okkar, bæði á eigin velferð og ann- arra. Yfirskrift herferðarinnar er: komum heil heim. Gerum þau orð að leiðarljósi í orlofinu — og endranær. Viðræður Stöðvar 2 og Eignarhaldsfélagsins: Haraldur Haraldsson mun kalla ínn varamann sinn HARALDUR Haraldsson formað- ur Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans segist munu kalla inn varamann sinn, Rafn Johnson, fari af stað viðræður milli meiri- hluta eigenda Stöðvar 2 og fé- lagsins. Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor- maður Stöðvar 2 hefur lýst því yfir að meirihluti eigenda muni krefja Eignarhaldsfélagið skýringa á því hvers vegna fjárhagsstaða stöðvar- innar hafi reynst mun verri en talið var um áramót. Haraldur Haraldsson er í stjórn Stöðvar 2 og í hópi meirihluta eig- enda. Hann sagði við Morgunblaðið að þar sem hann ætti hagsmuna að gæta beggja megin við borðið í þessu máli myndi hann kalla inn varamann sinn í stjórn Eignarhalds- Heimsmeistaramót barna í skák: íslendingar keppa í flest- um flokkum mótsins , Frá Andra Grétarssyni, Heimsmcistaramóti barna, Fond du Lac, Wisconsin, Bandrikjunum. ISLENDINGAR byrjuðu þokkalega á Heimsmeistaramóti barna í skák, sem haldið er í borginni Fond du Lac í Wisconsin-fylki í Bandaríkjun- um. Keppt er í þremur aldursflokkum, 13-14 ára, 11-12 ára og 10 ára og yngri. Hverjum aldursflokki er síðan skipt í opinn flokk, þar sem bæði stúlkur og drengir geta keppt og stúlknaflokk, sem aðeins stúlkur geta keppt í. íslendingar eiga fúlltrúa í öllum opnu flokkunum og elsta stúlknaflokknum. Helgi Áss Grétarsson sem keppir í flokki 13-14 ára vann með hvítu í fyrstu umferð Filippseyinginn Bolico. Helgi fórnaði peði í byijun fyrir sterkan biskup sem Filippsey- ingurinn átti í erfiðleikum með og að lokum féll Filippseyingurinn á tíma með tapaða stöðu. I annarri umferð tapaði Helgi með svörtu fyr- ir FIDE-meistaranum Schwarsman. í flokki 11-12 ára tapaði Arnar Gunnarsson með svörtu fyrir Bras- ilíumanninum Leitao í baráttuskák. í annarri umferð tapaði Arnar fyrir Moncato frá Ekvador eftir að hafa misstigið sig í byrjuninni. umferð tefldi Hrund við austurrísku stúikuna Schrocker með hvítu. í tímahraki lék Hrund sig í mát í jafn- teflislegri stöðu. Þátttakendur eru samtals 170 í öllum flokkum, sem er met. Mótið er einnig hið sterkasta til þessa í öllum aldursflokkum og þó sérstak- lega í opna flokkum, 13-14 ára, þar sem sterkasti keppandinn er Judit Polgar, sem er þrátt fyrir ungan aldur stigahæst kvenna í heimi með 2.540 stig. Polgar vann fyrstu skák sína og er með sigurstranglega bið- skák. í þriðju umferð mun Helgi hafa hvítt gegn Hausrath frá Vestur- Þýskalandi, Arnar situr hjá, Jón Viktor teflir með svörtu gegn Spán- veijanum Vallejo og Hrund teflir með svörtu gegn pólsku stúlkunni Jablonska. félagsins. Orri Vigfússon er bæði í stjórn Stöðvar 2 og Eignarhaldsfélagsins. Haraldur sagði að öðru máli gegndi með Orra þar sem hann væri full- trúi Eignarhaldsfélagsins í stjórn Stöðvar 2. Höskuldur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins hefur sagt. að fjárhagsstaða Stöðvar 2 hafi legið fyrir í mars. í ljósi þess hafi Eignarhaldsfélagið og Stöð 2 gert samkomulag, og sá skilningur hafi ríkt að þar með væri málið úr sögunni. Haraldur sagði um þetta, að menn gætu haft misjafnar skoð- anir, og skoðun Höskuldar væri jafnréttlætanleg og aðrar. „Hins vegar erum við að reyna að finna leiðir til að róa bátnum út úr öldu- rótinu en ekki að finna sökudólga," sagði Haraldur. Jóhann J. Ólafsson hefur sagt að samkomulag milli Stöðvar 2, Eignarhaldsfélagsins og íslands- banka væri sérlega stirt um þessar mundir. Þegar þetta var borið und- ir Harald, sagði hann að engar við- ræður, eða samskipti, hefðu verið milli Stöðvar 2 og Eignarhaldsfé- lagsins undanfarna mánuði, enda ekki eftir því leitað. Og Eignar- haldsfélagið hefði engin áhrif á það hvernig bankastjórar íslandsbanka framfylgdu reglum bankans. Niðurstöðu í máli McGoverns er að vænta í þessari viku - segir menntamálaráðherra ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður gekk á fúnd Svavars Gestssonar menntamálaráðherra í gærmorgun en fúndur fornleifaneihdar á föstu- dag samþykkti að vísa deilu sinni um leyfi til Thomasar McGovern fornleifafræðings til ráðuneytisins. Fornleifaneftid hefúr samþykkt í tvígang að veita McGovern leyfi til rannsókna á dýrabeinum á Strönd- um en Þjóðminjaráð hafnaði umsókn hans. „Þegar svona heiftarlegur ágreiningur kemur upp leita menn til ráðuneytis og það er nú verið að skoða þetta mál í ráðuneytinu," sagði Svavar Gestsson en niður- stöðu er að vænta í þessari viku. í flokki 10 ára og yngri stýrði Jón Viktor Gunnarsson svörtu mönnun- um í fyrstu umferð gegn stigahæsta keppandanum í flokknum, Rúmen- anum Barescu. Jón Viktor var í vörn mest allan tímann en í tímahrakinu sneri hann laglega á Rúmenann og vann. í annarri umferð vann Jón Viktor Pólveijann Burdzinski örugg- lega með hvítu mönnunum. í flokki stúlkna, 14 ára og yngri, gerði Hrund Þórhallsdóttir jafntefii við frönsku stúlkuna Bujisho með svörtu mönnunum í fyrstu umferð í agætlega tefldri skák. í annarri Aðspurður um hvort um brotalöm í nýlegum Þjóðminjalögum væri að ræða, svaraði ráðherra því til að hann teldi svo ekki vera. „Þarna eru uppi efnisleg ágreiningsmál, burtséð frá því hvort lögin eru ný eða gömul. Þetta er einungis spurn- ing um það hvernig farið er með þau menningarverðmæti sem forn- leifar eru. Því verður í fyrsta lagi fjallað um formlega hlið þessa ein- staka máls. í öðru lagi mun ég taka á málinu almennt, við höfum verið að fara yfir og undirbúa útgáfu nýrrar reglugerðar um Þjóðminja- safnið og sú vinna er langt komin. Ég geri ráð fyrir að við gefum reglugerðina út um leið og við kveð- um upp úr með okkar afstöðu,“ sagði ráðherra. ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 13. - 15. júlí 1990 Um helgina var tilkynnt um 15 þjófnaði, 5 innbrot, 4 bifreiðastuldi og 1 búðarhnupl. Reiðhjólum var stolið frá húsum við Ægisíðu, Frostaskjól, Hlégerði, Víðiteig í Mosfb. og Austurströnd, Seltjn., veski frá manni í Álafossskemm- unni í Mosfellsbæ, ferðatékkum í Kringlunni, peningum af ferða- manni úr húsi í Laugardal, fatnaði úr nokkrum tjöldum á tjaldstæði í Mosfellsb., og gullúri og peningum í húsi við Grenimel. Maður var handtekinn við að reyna að bijótast inn í íbúð við Irabakka, annar við innbrotstilraun í hús við Lindargötu og þriðji við innbrot í hús við Vallar- ás. Þá var brotist inn í tvær bifreið- ar í Mosfellsbæ. Þar var einnig stol- ið 4 bifreiðum um helgina og náðist í þjófana í þremur tilvikum, en í einu þeirra fannstbifreiðin skömmu síðar, yfirgefin við bæinn. Öku- mennirnir voru í öllum tilvikum ungir menn undir áhrifum áfengis. Á föstudag var kona staðin að því að reyna að hnupla áfengispela í ÁTVR í Kringlunni. Lögreglan veitti 22 aðstoð við að komast inn í læstar bifreiðar sínar. Svo virðist sem fólk sé meira vakandi fyrir nauðsyn þess að læsa bifreiðunum, en síður nauðsyn þess að taka kveikjuláslykilinn með sér áður. 9 sinnum aðstoðaði lögreglan fólk við að komast inn í læstar íbúð- ir og 4 sinnum var fólki veitt önnur aðstoð. Tilkynnt var um 13 skemmdar- verk, 13 rúðubrot, 8 líkamsmeiðing- ar og eina nauðgun. Skemmdarverk voru unnin á bifreiðum í Hafnar- stræti. Sá sem það gerði var hand- tekinn. Þá voru tveir menn hand- teknir þegar þeir óku um á gróður- lendi í Mosfellsbæ. Skemmdir voru unnar á vinnuskúr í Hólmaseli, úðað var úr slökkvitæki í fjölbýlishúsi við Orrahóla, skemmd hurð í húsi við Hátún, strætisvagn, bensínsjálfsali á Shell við Vesturlandsveg og bif- reið skemmd við Njálsgötu. 13 sinnum var tilkynnt um háv- aða innan dyra og 9 sinnum utan dyra. Tvisvar þurfti að fara á heim- ili fólks vegna ófriðar og þrisvar vegna ágreiningsmála, sem komið höfðu upp. 47 gistu fangageymslur um helg- ina, 15 aðfaranótt laugardags, 21 aðfararnótt sunnudags og 11 aðfar- arnótt mánudags. 14 þeirra óskuðu gistingar sjálfir þar sem þeir áttu hvergi höfði sínu að halla. „Hótel Hverfisteinn" er enn við líði þó svo rekstur þess ætti undir öllum eðli- legum kringumstæðum að vera annarra, og er þá horft til nauðsyn- legra þarfa og sjúkleika þess fólks, .sem þar gistir. Lögreglan hafði af- skipti af 97 ölvunartilvikum, auk fjölmargra annarra tilvika þar sem ölvaðir einstaklingar komu við sögu. Tilkynnt var um 25 árekstra, 2 umferðarslys og 2 umferðaróhöpp að auki, þar sem grunur er um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Á föstudag var ökumaður fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Stekkjarbakka við Kaupstað og á laugardagskvöld meiddist ökumaður eftir að hafa ekið í skurð við Skólabraut. Sá síðarnefndi er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. 18 ökumenn, auk þeirra fyrr- greindu, eru grunaðir um ölvunar- akstur um helgina. 40 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 14 fyrir að virða ekki rauða ljósið á umferðar- ljósavitanum og 14 aðrir fyrir önnur umfenjarlagabrot. Auk þess voru fjölmargir stöðvaðir og veitt áminn- ing fyrir ýmsar yfirsjónir í umferð- inni, s.s. að sinna ekki þeirri skyldu sinni að gefa stefnumerki, fyrir að gleyma að kveikja ökuljósin, virða ekki beygjubann o.s.frv. Grunur er um að kveikt hafi ver- ið í gardínum við útihurð í stiga- gangi fjölbýlishúss við Ilraunbæ snemma á sunnudagsmorgun. Ákveðinn aðili er grunaður um að hafa verið þar að verki. 15 ára ölvaður drengur var stöðv- aður á stolinni bifreið á Höfðabakka við Vesturlandsveg á laugardags- morgun. Bifreiðina hafði hann tekið ófijálsri hendi í Mosellfsbæ skömmu áður. Hann hafði hunsað stöðvunar- merki lögreglu og reyndist nauð- synlegt að stöðva bifreiðina með því að aka á hana áður en henni var ekið inn í þéttbýlið. Hvasst var á laugardag og má sjá þess merki í dagbókinni. Maður fauk af vélhjóli í akstri, vinnupallar fóru af stað við Borgarspítalann, plankar og þakplötur byijuðu að fjúka í Grafai'vogi, tunnur í neðra- Breiðholti, heybaggar og kerra í Selási, þak af nýbggingu við Skeið- arvog, umferðarmerki í Árbæ, girð- ing við Lækjargötu, vinnupallar við Brekkutanga, timbur í Hlíðunum, raflýst umferðarmerki í Áitúns- brekku, vegmerkingar við Vestur- landsveg, númerslaus bifreið við Fellsmúla og járnplötur við Lang- holtskirkju. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 19 Áhorfendum gekk illa að fylgjast með keppni á Landsmótinu í inestu hriðunum, svo mikið var sandrokið. Heitur stormur um helgina: Landsmótíð fauk, tré skemmdust en ekki stórtjón á hálendinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrst blés og svo rigndi. Um 2.000 keppendur á Landsmóti ungmennafélaganna lögðu tjöld sín og gistu í skólum Mosfellsbæjar. EKKI er talið að mikil spjöll hafi orðið af moldroki á hálend- inu um helgina. Mengunarský af meginlandi Evrópu lagðist yfir suðvesturhorn landsins á laugardag. Enn dimmdi yfir vegna sandfoks, af suður- ströndinni aðallega. Stormur- inn náði hámarki um sexleytið á laugardag með níu vindstig- um af austan og suðaustan. Vísast hafa ýmsir orðið hissa á hve hlýjar vindhviðurnar voru og segja veðurfræðingar harla óvenjulegt að svo fast blási hér að sumri til. Talsverðar skemmdir urðu á gróðri í Reykjavík og Landsmót ung- mennafélaganna bókstaflega fauk um Mosfellssveit síðdegis á laugardag. Mjög hlýtt loft frá Bretalands- eyjum og meginlandinu sótti fram í háloftunum yfir landinu á laug- ardag. Við það lagði gulgrátt mengunarmistur yfir höfuðborg- ina og Reykjanesskaga. Á veður- stofunni fengust þær upplýsingar að stór lægð suðvestur undan landinu og hæðarhryggur milli íslands og Noregs hefðu ollið hvassviðrinu við suðvesturströnd- ina seinni part laugardags. Svona staða kemur upp einu sinni til tvisvar á ári, að sögn Eyjólfs Þor- björnssonar veðurfræðings. Hitinn í Reykjavík fór upp í tæp 19 stig en 26 stig mældust á Vopnafirði og í Skagafirði. Eyjólf- ur segir enn hlýrri vinda hafa blásið á Reykvíkinga í júlímánuði 1976 þegar afstaða í háloftunum hafi verið svipuð, hiti í borginni hafi þá farið nærri 23 stigum. Vindhraði framan af laugar- degi var yfirleitt um 20 hnútar eða 5-6 vindstig. Þegar líða tók á daginn hvessti mjög í Reykjavík og á Reykjanesi, hörðustu hvið- urnar (nokkrar sekúndur í senn) mældust 61 hnútur. Mesti meðal- vindur (í 10 mínútur) varð 47 hnútar sem jafngildir 9 vindstig- um. Stormurinn feykti með sér sandi, af suðurströndinni mest- megnis, svo dimmdi í lofti. Ekki stórkostlegar skemmdir á hálendinu Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri segist ekki gera ráð fyrir að stórkostlegar skemmdir hafi orðið af foki á hálendinu og það hafi ekki valdið skaða á land- græðslusvæðum. Sveinn segir heilmikið moldrok hafa geysað, enda landið verið óvenju þurrt í sumar. Þessa foks hafi þó tæpast gætt í Reykjavík. „Það hefur blásið áfram úr rofabörðum sem víða eru og opn- um jarðvegssvæðum. Þótt stór- skemmdir hafi ekki orðið á ein- stökum stöðum minnir þetta fok á að gróðurfar á hálendinu er langt frá því sem ákjósanlegt er,“ segir Sveinn. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri í Reykjavík segir að rokið um helgina hafi haft töluverð áhrif á gróður í borginni. Sérstaklega hafi tré farið illa í austustu hverf- um og blóm fokið úr beðum. „Tijágróður fór víða illa í Árbæ og lauf hröktust af tijám í Grafar- vogi. Þar bætti saltrok ekki úr skák.“ Jóhann segir mikið hafa farið um koll af nýplöntuðum trjám, en þau hafi mátt reisa við. „En það urðu líka talsverðar skemmd- ir á tijám, illviðrið dró úr vexti þeirra og fegurð. Það er erfitt að meta þetta til fjár, tjónið er frek- ar tiifinningalegt fyrir fólk sem lagt hefur mikla rækt við sinn garð. Þarna gerði eiginlega vetr- aráhlaup um hásumar.“ Yfir 2.000 manns flúðu tjald- svæði á Landsmóti ungmennafé- laganna sem haldið var í Mosfells- sveit. Safnað var liði lögreglu, björgunarsveitarmanna úr Kyndli og bæjarstarfsmanna til þess að festa tjöld sem losnuðu í óveðrinu síðdegis á laugardag. Tjaldgestir hröktust inn Jarðvegur er gljúpur þar sem tjaldað var, hælar losnuðu í rokinu og tjöld fuku af stað. Lögregla sagði tjöld jafnvel hafa rifnað og ekki hefði verið viðlit annað en hýsa tjaldgestina í skólum bæjar- ins, enda rigndi eins og hellt væri úr fötu um kvöldið. Akveðið var að leggja tjöld keppenda og flest- ir yfirgáfu tjaldsvæði gesta. I Varmárskóla og gagnfræða- skólanum voru fyrir um þúsund keppendur á mótinu og bættust nærri 2.000 við. Nokkrir móts- gestir gistu í skýli Slysavarnarfé- lagsins aðfaranótt sunnudags, sumir þeirra rislágir eftir dans- leik. Grilluðu samt úti Keppni á landsmótinu var fram haldið á sunnudeginum og engu frestað vegna veðurs nema fótbol- taleik til sunnudagsins. Hjá móts- stjórn fengust þær upplýsingar að búist hefði verið við mun fleiri áhorfendum, þeir hefðu verið milli 2.000 og 3.000, og þar hefði veð- rið eflaust spilað inní. Það hefði þó ekki verið verra en svo að hreystimenni af Snæfellsnesi hefðu grillað kvöldmatinn úti á laugardagskvöldið. Þá mun vind raunar hafa lægt að mestu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.