Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990
Morgunblaðið/Þorkell
Hans Brunhart forsætisráðherra Liechtenstein og eiginkona hans
skoðuðu Listasafn íslands í gær.
Samtök gegn nauðungarsköttum:
Vilja afiiema sérrétt-
indi Ríkisútvarpsins
Þrír erlend-
ir ráðherrar
staddir hér
ÞRÍR erlendir ráðherrar eru
staddir hér í opinberum heim-
sóknum í boðið starfsbræðra
sinna. Þetta eru forsætisráð-
herra Liechtenstein, Hans Brun-
hart, Svein Munkejord, norski
sjávarútvegsráðherrann, og
danski ljármálaráðherrann
Henning Dyremose. Með í för eru
eiginkonur þeirra og embættis-
menn.
Brunhart átti í gær fund með
Steiijgrími Hermannssyni og Jóni
Baldvin Hannibalssyni utanríkis-
ráðherra og snæddi hádegisverð
með forseta íslands, Vigdísi Finn-
bogadóttur. í dag heimsækir Brun-
hart ásamt fylgdarliði Nesjavelli og
Þingvelli, auk þess sem staldrað
verður við Gullfoss og Geysi. A
morgun verða' forsætisráðherra-
hjónin á Norðurlandi. Þau halda af
landi brott á fimmtudag.
í gær var norski sjávarútvegsráð-
herrann í fylgd með Halldóri Ás-
grímssyni sjávarútvegsráðherra á
ferð um Norðurland. Munkejord
ræðir í dag við íslenska ráðherra
og heimsækir Hafrannsóknastofn-
un og Granda hf. Auk þess verður
honum boðið til Nesjavalla og Þing-
valla.
Henning Dyremose ræddi í gær
við Ólaf Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og Þorstein Páls-
son formann'Sjálfstæðisflokksins. í
dag ferðast hann um Suðurland en
fer norður í land á miðvikudag.
Hann dvelst hér á landi fram að
næstu helgi.
í UNDIRBÚNINGI er stofhun
samtaka gegn nauðungarskött-
um, sem hyggst beita sér fyrir
afhámi þeirra sérréttinda
Ríkisútvarpsins, að innheimta
gjöld af fólki óháð því hvort
óskað sé eftir þjónustu stoftiun-
arinnar eður ei.
Emil Als, au^nlæknir, einn
hvatamanna að stofnun samtak-
anna, segir að þessi hreyfing bein-
ist aðallega gegn ríkisfjölmiðlun-
um og kvaðst hann vita til þess
að margir væru óánægðir með að
vera þvingaðir til greiða fyrir þjón-
ustu, sem þeir kannski ekki vilja
og sumir alls ekki.
„Að aðstaða eins fjölmiðils sé
gerð svo sterk gagnvart öðrum
fjölmiðlum, sem auk þess eiga
greinilega örðugt uppdráttar, er
ekki sanngjarnt. Ríkissjónvarpið
getur hæglega farið eins að og
Stöð 2, það hlýtur að vera hægt
að koma því þannig fyrir að fólki
greiði fyrir það sem það vili og
greiði ekki fyrir það sem það ekki
vill,“ sagði Emil.
Emil sagði að mikil tregða væri
í mörgum að greiða afnotagjöld
RÚV, afnotagjöld margra væru
komin til innheimtu hjá lögfræð-
ingum stofnunarinnar. „Ég held
að flestir gefíst upp á endanum
og greiði skuldir sínar þegar hót-
anir um eignaupptöku beragt frá
fógeta. Þessu viljum við hnekkja,“
sagði Emil. Hann átti von á því
að auglýst yrði símanúmer á næst-
unni fyrir áhugasama einstaklinga
sem gætu þannig boðað þátttöku
sína á stofnfundi samtakanna.
Afiiotagjöld RÚV:
.........................................V'T
VEÐURHORFUR í DAG, 17. JUU
YFIRLIT í GÆR: Á suðvestanverðu Grænlandshafi er hægfara 1.000
mb. lægð, sem grynnist, en lægðardrag um 400 km suður af Dyr-
hólaey þokast norður. Milll íslands og Noregs er hæðarhryggur,
sem hreyfist lítið.
SPÁ: Austiæg átt, víðast kaldi og skýjað. Rigning víða úm land,
mest þó sunnanlands, Hiti 9-15 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustan- og sunn-
anátt og hlýtt í veðri, sérstakiega þó norðanlands. Súid eða rigning
um sunnanvert landíð, en annars þurrt að mestu.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■JO Hrtastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
V Él
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
Skafrenningur
f? Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kí. 12:00 í gær að ísl. tíma
hHi veður
Akureyri 17 skýjað
Reykjswik 12 rigning
Bergen 17 léttskýjað
Helslnki 19 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 21 hálfskýjað
Narssarssuaq 15 skwað
Nuuk vantar
Ósló 17 rigning
Stokkhólmur 17 skýjað
Þórshöfn 15 léttskýjað
Algarve 29 heiðskfrt
Amaterdam 25 skýjað
Barcelona 29 helðsktrt
Berlln 23 skýjað
Chicago 17 þokumóða
Feneyjar 27 léttskýjað
Frankfurt 27 léttakýjað
Glasgow 20 léttskýjað
Hpmborg 20 skýjað
laa Palmas ÉÉI téttskýjað
l.ondon 20 mistur
tosAngeles 21 hálfskýjað hálfskýjað
Uixemborg 28
Madríd 31 léttskýjað
Malaga 28 heiðskfrt
Mallorca 31 skýjað
Montreal 23 skúr
NewYork vBntar
Orlando vantar
Parrs vantar
Róm 27 heiðskírt
Vin 26 léttskýjað
Washington Winnipejj 14 vantar léttskýjað
Ætlar að láta reyna á
málið fyrir dómstólum
ÞORSTEINN Halldórsson fram-
kvæmdasljóri og einn af hvata-
mönnum að stofhun Samtaka
gegn nauðungarsköttum ætlar
fyrstur manna hérlendis að láta
reyna á það fyrir dómstólum
hvort honum beri að greiða af-
notagjöld af Ríkissjónvarpinu.
„Ég hef ekki greitt afnotagjöld
Ríkissjónvarpsins í tæp tvö ár.
Sagan er kannski best sögð þann-
ig að Alþingi veitir rekstrarleyfí
til einkasjónvarpsstöðva og með
það í huga kaupi ég sjónvarp og
myndlykil. Síðan fer ég að fá rukk-
anir frá öðrum fjölmiðli sem ég
kæri mig ekkert um að nota. Ég
hef ekki greitt gjaldið og nú, eftir
tæp tvö ár, fæ ég senda tilkynn-
ingu frá borgarfógeta um að hann
ætli að bjóða upp sjónvarpið mitt
vegna þess að ég borga ekki fyrir
það sem ég horfí ekki á. Auðvitað
veit ég að lög eru fyrir því að mér
ber að greiða afnotagjöld til Ríkis-
sjónvarpsins ef ég á sjónvarps-
tæki. En hvernig þætti Morgun-
blaðinu það að ef maður sem vildi
gerast áskrifandi að Morgunblað-
inu fengi DV sent með í skylduá-
skrift? Þetta dæmi Þorvarðar
Elíassonar, sjónvarpsstjóra, skilur
fólk kannski betur en margt ann-
að,_“ sagði Þorsteinn.
í tilkynningu sem Þorsteini
barst frá borgarfógeta um síðustu
mánaðamót sagði að uppboð á
sjónvarpstæki hans yrði auglýst
6. júlí .og átta dögum síðar, eða
14. júlí yrði tækið boðið upp í
Tollhúsinu. „Tækið hefur ekki
ennþá verið sótt. Ég spyr því hvers
konar réttarkerfi er við lýði hér?
Við hveiju má ég búast þegar
þeir sjnna ekki einu sinni sjálfum
sér? Ég hef ráðið lögfræðing og
ætla að láta reyna á það hvort ég
hafí ekki einhvern rétt sem fijáls
borgari í þessu landi,“ sagði Þor-
steinn.
Sú hugmynd liggur að baki
stofnun Samtaka gegn nauðung-
arsköttum að félagar í þeim standi
meðal annars straum af mála-
rekstri Þorsteins þar sem um próf-
mál er að ræða og kæmi öllum til
góða falli það samtökunum í vil.
„Samtökin yrðu fjáröflunarkerfi
fyrir þetta mál og jafnframt gæt-
um við þá um leið séð þann fjölda
sem vill breytingar," sagði Þor-
steinn.
*
Asberg Sigurðsson fv.
borgarfógeti látinn
Látinn er í Reykjavík Ásberg
Sigurðsson, fyrrverandi borgar-
fógeti í Reykjavík og alþingis-
maður, 73 ára að aldri.
Ásberg var fæddur 18. apríl 1917
að Hvítárbakka í Borgarfírði. Hann
lauk lögfræðiprófí frá Háskóla ís-
lands 1944 og varð héraðsdómslög-
maður 1958. Ásberg var skrifstofu-
stjóri Sölunefndar setuliðseigna
1944-46, bæjarstjóri ísafjarðar-
kaupstaðar 1946-48, framkvæmda-
stjóri togarafélags ísfirðings á
ísafirði 1949-62, og .stundaði jafn-
framt málflutningsstörf þar um
skeið. Hann v_ar skrifstofustjóri
Eimskipafélags íslands hf. í Kaup-
mannahöfn 1962-64.
Ásberg var skipaður sýslumaður
í Barðastrandarsýslu frá 1964 og
borgarfógeti í Reykjavík frá 1968.
1981-1987 var hann deildarstjóri
yfir hlutafélagsskrá í viðskiptaráð-
urneytinu. Þá var harin formaður
Sambands íslenskra loðdýrarækt-
enda frá stofnun þess 1971.
Árin 1952-1962 var Ásberg
varabæjarfulltrúi á ísafírði, fyrsti
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi 1967-74
og fjórði þingmaður kjördæmisins
1970-1971.
Eftirlifandi kona Ásbergs er Sól-
veig Jónsdóttir og eignuðust þau
fjögur börn.