Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 5 FRABÆRAR FRA PHILCO •PHILCO W 135, Þvottavél •Tekur 5 kg •Vinduhraöi: 1300 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Verð: 72.604,- Stgr. 68.974.- •PHILCO WDC 133, þvottavél og þurrkari •Tekur 5 kg •Vinduhraði: 1300 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Verð: 83.950,- Stgr. 79.750.- • PHILCO W 1156, þvottavél •Tekur 6 kg •Vinduhraði: 1100 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Sérlega styrkt fyrir mikið álag •Verð: 74.800,- Stgr. 71.060.- •PHILCO W 85, þvottavél •Tekur 5 kg •Vinduhraöi: 800 snúningar •Heitt og/eða kalt vatn •Verðið kemur þér á óvart •Verð: 52.500,- Stgr. 49.875.- •PHILCO DR 500, þurrkari •Tekur 5 kg •3 hitastillingar •Hægri og vinstri snúningur á tromlu •Verð: 39.983.- Stgr. 37.984.- i PHILCO Þægindi sem hægt er að treysta Heimilistæki hf SÆTUNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 , i SQMHUtífJUM, Minninff: Ofeigur Ofeigs- son íNæfiirholti Fæddur 20. janúar 1914 Dáinn 10. júlí 1990 Ein fegursta sveit á Islandi ligg- ur við rætur Heklufjalls. Hún er stundum nefnd „Krókurinn" eða Heklubæírnir, er í ofanverðum Rangárvallahreppi þar sem allt umhverfi er ægifagurt. Vart getur sveitin státað af því að, vera blóm- leg, enda hefur nábýlið við Heklu valdið miklum usla á umliðnum öld- um. En þarna er náttúran fjölbreyti- legri og óvenjulegri en víðast ger- ist. Fjallasýn er mögnuð til Búrfells og Heklu, Bjólfells, Sellundsfjalla og Þríhyrnings. Þarna skiptast á úfin hraun og sandar, gróskumiklar skógartorfur, eins og Hraunteigur og Myrkviður, sem minna á þá stað- reynd að landið var skógivaxið á milli fjalls og fjöru við landnám. Og þarna rennur Ytri-Rangá, eitt fegursta vatnsfall á Islandi. í þessari sveit hefur um aldir verið háð hörð barátta við náttúru- öflin, eldgos og uppblástur, og þessi átök hafa mótað fólkið, sem þarna hefur búið kynslóð fram af kynslóð. Það hefur tamið sér æðruleysi, virð- ingu fyrir náttúruöflunum og öllu sem lifir. Um þetta vitnar allt þess líf og starf. Það er við þessar aðstæður og í þessu umhverfi sem Ófeigur Ófeigs- son fæddist í Næfurholti 20. janúar 1914. Hann var sonur hjónanna Ófeigs Ófeigssonar, bónda í Næfur- holti, og Elínar Guðbrandsdóttur konu hans. Þau hjón eignuðust fimm böm, Guðrúnu, Ragnheiði, Jónínu, Geir og Ófeig. Ragnheiður lést árið 1970, en hún var gift séra Kára Valssyni, presti í Hrísey. Guð- rún giftist Haraldi Runólfssyni og reistu þau nýbýli að Hólum, skammt frá Næfurholti. Haraldur lést í marsmánuði sl. Jónína, Geir og Ófeigur hafa alla tíð búið í Næfur- holti, en þau tóku þar við búi, ásamt Ragnheiði, eftir lát foreldra sinna. Þessi ætt hefur búið í Næfur- holti í rúmlega 160 ár. Sá búskapur hefur ekki gengið þrautalaust. í Heklugosinu 1845 varð að flytja Næfurholtsbæinn þaðan sem nú heitir Gamla-Næfurholt eða Torfan, og að rótum Bjólfells. Þá hafði hraun runnið yfir tún og að heim- reiðinni. í miklum jarðskjálftum 1912 hrundi Næfurholtsbærinn og varð enn að flytja hann, ekki þó langt. Þá var reist myndarlegt bæj- arhús, þar sem Ófeigur Ófeigsson fæddist tveimur árum síðar. Ég kynntist Næfurholtsfólkinu fyrst sumarið 1947, eftir Heklugos- ið mikla. Vegna starfa sinna þurfti faðir minn oft að leggja leið sína austur í Næfurholt í gosinu. Þá kynntist hann Næfurholtsfólkinu og tókst_ með þeim mikil og góð vinátta. Ég hygg að ást föður míns á þessu fólki hefði ekki verið meiri þótt náskylt hefði verið. Hann vissi að strákur sinn hefði gott af því að vera þarna í sveit og bað fyrir hann. Ég hef ávallt talið það eitt mesta lán lífs míns að fá að dveljast í Næfurholti sumarlangt í mörg ár, eignast vináttu fólksins þar, fá að njóta samvista við það og læra og þroskast undir handaijaðri þess. Þær kennslustundir verða ekki fluttar inn í skóla né kennsluefnið ritað í bækur. Ófeigur Ófeigsson stóð fyrir bú- inu þegar ég kom í Næfurholt og gerði það á meðan heilsa entist. En ö!l störfuðu systkinin að bú- skapnum. Ófeigur var prúður mað- ur en glaðsinna og mjög vandaður til orðs og æðis. Hann var mikið náttúrubarn í jákvæðustu merkingu þess orðs, bar mikla virðingu fyrir öllu umhverfi sínu, lífi og náttúru. Hann naut þess vel að vera á Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Olafssonar í kvöld kl. 20.30 Gunhild Imhof-Hölscher og Hlíf Sigur- jónsdóttir leika dúetta fyrir tvær fiðlur eftir Jean-Marie Leclair, Grazyna Bacewicz, Johannes W. Kalliwoda og Luciano Berio. Aveling Barford VERKTAKAR - SVEUARFELOG - BÆJARFÍLÖG: ASG-13 veghefill með drifi á öllum hjólum til sölu. Árgerð 1982, í góðu ástandi. Upplýsingar hjá sölumönjium. Stria - Ráðgjöf - þjónusta. Skútuvogur 12A - Reykjavík - S 82530 mannamótum, eiga samræður við fólk og svo gestrisinn var hann, eins og raunar allt Næfurholtsfólk- ið, _að heimilislífið gekk úr skorðum. í Heklugosinu 1947 og nokkur ár þar á eftir. komu hundruð og þúsundir ferðalanga í Næfurholt og þáðu þar mikinn greiða. Er mér ekki grunlaust um að efnahagur heimilisins hafi orðið fyrir nokkru áfalli af þessum sökum. Það er ekki í eðli þessa fólks að taka greiðslu fyrir greiðasemi. Oft var gengið úr rúmi fyrir hrakta ferða- langa og iðulega voru gestir svo margir að ekki varð þverfótað í bænum eftir að allir höfðu gengið til hvílu. A þessum árum voru bundin vin- áttubönd við mikinn fjölda inn- lendra sen erlendra manna og það var Ófeigi og Næfurholtsfókinu meira virði en að hafa tekjur af ferðamönnum. Margar þéttskrifað- ar gestabækur bera þessum þætti í iífi þeirra glöggt vitni. Ófeigur Öfeigsson gerði ekki miklar kröfur til lífsins. Hamingja har.s var fólgin í góðum samskipt- um við alla menn og ástinni á landinu og búsmala. Hann var vammlaus maður og naut virðing- ar. Hann neitaði þátttöku í lífs- gæðakapphlaupinu en naut lífsins betur en ýmsir sem þar eru kepp- endur. Ég hygg að margir telji sig standa á mikilli þakkarskuld við Ófeig í Næfurholtr. Hann reýndist mér sem besti vinur og mikil fé- lagi. Umhyggja hans fyrir mér og öðrum börnum, sem komu til sum- ardvalar í Næfurholti, var eins og gerist hjá góðu foreldri. Það er stundum sagt, að þeir, sem minningargreinar skrifa, séu oftar en ekki að skrifa um sjálfa sig. Hjá því getur ekki farið, þegat' dregin er upp mynd af góðum vini, sem áhrif hefur haft á lífshlaupið. Ófeigur hafði mikil áhrif til góðs á líf mitt og hið sama er upp á ten- ingnum hjá fjölda fólks, sem hefut- átt því láni að fagna að fá að dvelja í Næfurholti. Sá hópur er orðinn stór, sem hraðaði sér í Næfurholt á vorin og vildi helst ekki fara heim á haustin. Allt þetta fólk kveður nú Ófeig með söknuði og um leið hluta af minn- ingu um einn sólríkasta kaflann í eigin lífi. Ófeigur Ófeigsson verður jat'ð- sunginn í dag frá Skarðskirkju í Landsveit. Þar mun hann hvíla hjá ástvinum sinum, foreldrum og syst- ur, og þaðan getur hann horft yfir sveitina sína fögru, sáttur við Guð og menn. Á sinn hljóðláta hátt hef- ur hann skilað góðu dagsverki, sem hann uppsker mikið þakklæti fyrir. Minningin um þennan góða mann er umvafin yl og birtu og á hana fellur enginn skuggi. Árni Gunnarsson Það var um páska fyrir rúmum 35 árum að við stóðum í hríðat'- nepju í réttinni við Leirubakka, ég og Guðný frænka mín, og biðum þess að verða sótt og reidd yfir Ytri-Rangá. Við vorum á leið heim að Næfurholti. Eftir litla bið sáum við til ferða ríðandi manns. Þar var kominn Ófeigur úr Næfurholti. Það er svo sem ekki margt sem ég man úr þessu ferðalagi annað en það að mér var kalt og fannst gott að komast í hlýjuna í fangi Offa sem reiddi mig fyrir framan sig. Þetta var mín fyrsta ferð austur. Rúmu ári síðar, í júní 1957, stóð ég svo aftur á hlaðinu heima í Næfurholti og þá kominn til sumardvalar. Þau Næfurholtssystkini voru mér all- sendis óskyld en gerðu það fyrir orð Guðnýjar frænku minnar að taka mig í sveit, sjö ára gamlan ódælan drengstaula sunnan úr Reykjavík. Þar með hófst ævintýri bernsku minnar í þeirri sveit sem engan á sinn líka í náttúrufegurð og hjá því fólki sem í hjarta mínu stendur næst foreldrum mínum. Þegar sveitadvöl mín í Næfur- holti hófst voru búskaparhættir þar enn með gamla Iaginu. Að frátöld- um Willis-jeppanum „Rauð“ hafði vélvæðing nánast ekkert náð að fikra sig upp Rangárvellina og það sem ekki var unnið með hestum var unnið með höndum. Snúið var með hrífum en rakað með múgavél. Offi Keppendur í Ungfrú Hollywood á Hard Rock Cafe ÓDÝR HÁDEGISVERDUR SÚPA FYLGIR Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 68988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.