Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULl 1990 Systir mín, + ELÍN TÓMASDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum 15. júlí 1990. Vigfús Tómasson. t Eiginmaður minn, JÓHANNES KRISTINSSON skipstjóri, Bröttugötu 9, Vestmannaeyjum, lést á heimili okkar aðfaranótt 14. júlí Geirrún Tómasdóttir. t Eiginmaður minn, HALLDÓR VIGFÚSSON rafvirkjameistari, Smiðjuvegi 19, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum 15. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Sigurðardóttir. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Austurgerði 10, Reykjavik, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 13. júlí. GeirJónsson, Ellen Jónsson, Arnbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Ingunn E. Stefánsdóttir, Bjarni Jónsson, Sólveig Ölvusdóttir, Jónas Jónsson. t Vigdís Ölafsdóttir, Seyðisfírði — Minning Fædd 19. janúar 1906 Dáin 10. júlí 1990 í dag verður kvödd frá Seyðis- fjarðarkirkju Vigdís Ólafsdóttir. Foreldrar hennar voru Guðrún María Jakobsdóttir og Ólafur Diðrik Ólafsson, sem bjuggu á Bjargi í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 5 börn, tvö dóu ung. Ólafur drukkn- aði 9. apríl 1913 og stóð þá móðir hennar uppi með þrjár dætur. Hún giftist afabróður mínum, Ólafi Guðjónssyni. Mínar fyrstu minnmgar tengjast Viggu, eins og hún var ávallt kölluð, þegar ég borgarbarnið naut þeirra forrétt- inda að fá að dvelja nokkur sumur hjá ömmu minni og afa á Seyðis- firði, svo og Svönu móðursystur minni og hennar góða manni, Svav- ari Karlssyni, símstöðvarstjóra. Þessi sumur fyrir austan eru mér dýrmæt minning. Þetta var á síldar- árunum, fjörðurinn fagri iðaði af lífi og fjöri. í litiu byggðarlagi eins og Seyðis- firði er fljótgert að afla sér upplýs- inga um heimafólk, komst ég að því að ég, á einn eða annan hátt, var tengd mörgum íbúum Ijarðar- ins, og að auki naut ég þar góðvild- ar margra óskyldra. Ég vandi komur mínar til Viggu, þangað var gott að koma, rjúkandi nýbakað kaffibrauð eins og tíðkað- ist í þá daga á borðum fólks. Þau hjónin áttu fjögur börn, Ólaf útgerðarmann, dæturnar Stellu og Laufeyju, sem mér þóttu undur- fagrar ungar stúlkur, og yngstan soninn Magnús. Þau fóru ekki varhluta af sorg- inni, þau misstu yngri soninn rúm- lega tvítugan. Magnús lét eftir sig soninn Magnús Ver kraftlyftinga- mann, sem var ömmu sinni gleði- gjafi. Eldri dóttirin, Stella, veiktist ung af sykursýki, þá reyndi á Viggu vinkonu mína, því að dóttirin þurfti að fara margar ferðir til Reykjavík- ur og dvelja þar langdvölum. Þá kom það í hlut Viggu að hlúa að dóttursonunum, þar sem faðir þeirra var sjómaður. Síðar þegar sjúkdómurinn ágerðist fór hún oft- ast með dóttur sinni suður, og voru þær oft langar og strangar ferðir mæðgnanna að vetrarlagi. Siðustu fimm ár ævinnar var Stella blind og var þá ómetanlegt að eiga góða og hjartahlýja móður í næsta húsi. Stella lést 1973, 38 ára gömul. Vigga tók mótlætinu með jafnað- argeði og lífið hélt áfram. Þegar kraftar dvínuðu sqldu þau hjónin húsið sitt á Seyðisfirði og fluttu á + Eiginmaður minn, ÁSBERG SIGURÐSSON fyrrverandi borgarfógeti, Aragötu 7, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 14. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. júlí kl. 13.30. Sólveig Jónsdóttir. Eiginmaður minn, ÁSGEIR E. JÓHANNESSON pípulagningameistari, Seljalandsvegi 18, ísafirði, andaðist laugardaginn 14. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, 1* Þuríður Jónsdóttir Edwald. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURJÓNSSON frá Bláfeldi, Kaplaskjólsvegi 27, andaðist laugardaginn 14. júlí. + Ástkær eiginkona mín og móðir, amma og langamma, GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, Hjalialandi 1, ^ Reykjavík, lést 9. júlí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. júlí kl. 13.30. Guðmundur H. Helgason, Örn Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Valur Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sævar Guðmundsson, Elin Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ester Jónsdóttir, Þórdis Jónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Elísa Jónsdóttir, Gylfi Jónsson, Sigurjón Jónsson, Kári Jónsson, Pétur Friðrik Sigurðsson, Gunnar G. Schram, Véný Viðarsdóttir, Ragnhildur Johnsdóttir, Genevieve Jónsson, barnabörn, og barnabarnabörn. + GUÐRÚN Þ. GUÐJÓNSDÓTTIR andaðist á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, 4. júli sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Bræður hinnar látnu. Útför + PÁLS H. JÓNSSONAR frá Laugum verður gerð frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningargjafasjóð dvalarheimilis aldraðra á Húsavík eða Hjartavernd. Fanney Sigtryggsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Þórhallur Hermannsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Þorsteinn Glúmsson, Dísa Pálsdóttir, Heimir Pálsson, Guðbjörg Sigmundsdóttir, Páll Þ. Pálsson, Jóhanna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Móðir mín og tengdamóðir, GUÐNÝ ÞORVALDSDÓTTIR, Hrafnagilsstræti 33, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. júlí, verður jarðsungin frá Hóteigskirkju fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.30. Margrét Þórðardóttir, Móðir mín, + HANSÍNA ANNA JÓNSDÓTTIR frá Keisbakka, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd fimmtudaginn 19. júlí kl. 14.00. Ásta S. Indriðadóttir Reynis. Hrafnistu í Hafnarfirði. Þá voru ekki fyrir hendi íbúðir fyrir aldraða á Seyðisfirði, en verið er að taka þær fyrstu í notkun um þessar mundir og er það af því góða, því fátt er eins ömurlegt fyrir fullorðið fólk og að flytjast úr sínu umhverfi þar sem það hefur dvalið allan sinn aldur og skilað sínu dagsverki. Enda fór svo að þau hjón þrifust ekki hér fyrir sunnan, ég sá Óla' frænda minn koðna niður og lést hann hálfu ári síðar, 10. júlí 1978, og urðu því nákvæmlega 12 ár á milli andláts þeirra. Vigga bjó á Hrafnistu enn um hríð. Þar sem ég bý í næsta bæjarfé- lagi við Hafnarfjörð, þá kom okkur Viggu saman um að ég tæki hana með af og til Reykjavíkur í heim- sókn til systur hennar og flytti hana heim að kvöldi. Það var gaman að heimsækja Viggu að Hrafnistu, stutt í glettnina og hláturinn og mikið gátum við skemmt okkur yfir Mackintosh- dollunni góðu, sem ég setti undir öskubakkann hennar, þar sem ask- an dustaðist í allar áttir. Þetta þótti okkur báðum gott ráð. Það leið að jólum og gátum við ijölskyldan ekki hugsað okkur Viggu á aðfanga- dagskvöld á Hrafnistu og varð það úr að hún varð okkar gleðigjafi þessi jól, kom færandi hendi, hafði þar á meðal pijónað stóran jóla- svein handa yngsta ijölskyldumeð- limnum og á hann sinn sess á heim- ilinu hver jól síðan. Mér var ljóst að einmanaleikinn var að buga þessa vinkonu mína. Hún fékk í þrígang hjartaköst og var flutt í skyndi á spítala, og var Mackintosh-dollan okkar þar með lögð til hliðar. Hún þráði að kom- ast heim á Seyðisíjörð. Það varð úr að hún flutti austur og settist að á sjúkrahúsinu á staðnum, tók gleði sína á ný í sínu umhverfi í nálægð við ijölskyldu sína og vini. Það var gott að koma austur og hitta þessa góðu konu glaða og gefa hlátrinum útrás, því hláturinn hennar Viggu var alveg sérstakur. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir stundirnar, sem við áttum saman. Við hjónin og synir okkar sendum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Guð geymi hana. Lóa Mömastofa fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tiiefni. Gjafavörur. Friðbjörn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.