Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990
15
Jóhann vantaði herslumun
á skákmótinu í Manila
Evrópumót yngri
spilara í brids:
ísland endaðj
í níunda sæti
íslendingar urðu í 9. sæti af 22
þjóðum á Evrópumóti yngri spil-
ara í brids, sem lauk í Neumiinst-
er í Þýskalandi á sunnudag. Norð-
menn unnu mótið og er þetta í
annað skipti sem þeir verða Evr-
ópumeistarar í brids í þessum
flokki.
Norðmenn leiddu mótið lengstaf
og enduðu með 408,5 stig. ísraels-
menn voru í öðru sæti með 385,5
stig og Danir urðu í 3. sæti með
372,5 stig. ____
Þetta er einn besti árangur
íslensks liðs á Evrópumóti yngri spil-
ara í brids. Liðið skipuðu Hrannar
Erlingsson, Matthías Þorvaldsson,
Ólafur Jónsson, Steinar Jónsson,
Steingrímur G. Pétursson og Sveinn
Rúnar Eiríksson. Fyrirliði var Björn
Eysteinsson.
JÓHANN Hjartarson varð í 12. sæti ásamt fleiri skákmönnum á
millisvæðamótinu í Manila á Filippseyjum. 11 efstu skákmennirnir
komust áfram í áskorendaeinvígi.
Jóhann Hjartarson gerði jafn-
tefli í síðustu umferðinni við Búlg-
arann Kiril Georgiev, eftir langa
og stranga skák, og endaði með
7 'A vinning. Margeir Pétursson
vann Juarez frá Guatamala í
síðustu umferð og endaði með 6
vinninga.
Sovétmaðurinn Bóris Gelfand
varð efstur á mótinu með 9 vinn-
inga en hann vann landa sinn Jaan
Ehlvest í síðustu umferð. í öðru
sæti varð Vassilíj Ivantsjúk, einnig
með 9 vinninga. í 3-4. sæti urðu
Viswanathan Amand og Nigel
Short með 8 'A. Short vann Míkhaíl
Gúrevítjs í síðustu umferðinni og
Gúrevítsj, sem leiddi mótið iengi,
datt við það niður í 12. sætið.
í 5-11. sæti urðu Leóníd Júd-
asín, Alexi Dreev, Sergei Dol-
matov, Viktor Kortsjnoj, Robert
Húbner, Predrag Nicolic og Guyla
Sax, með 8 vinninga. Ekki er ljóst
hvort 8 vinningar hefðu dugað
Jóhanni í 11. sætið. Hefði hann
endað í 5.-12 sæti hefði sætaröðin
ráðist af samanburði á vinninga-
fjölda andstæðinga skákmann-
anna.
Nokkra athygli vakti að engir
jafnteflasamningar virtust vera
milli sovésku skákmannanna í
toppbaráttunni, og var sigur Gel-
fands á Ehlvest í 13. umferð og
sigur Ivantsjúks á Kalifman í 12.
umferð talin merki um það. Haft
var eftir Florencio Campomanes,
forseta Alþjóðaskáksambandsins,
í Reutersfrétt að sovéska ríkis-
skákkerfið væri að hrynja niður í
kjölfal breytinga á stjórnkerfinu.
„Þau eru að missa þetta algera
vald,“ sagði Campomanes og átti
þá við sovésk skákyfirvöld.
Þeir 11 sem komust áfram í
Manila, fara í áskorendaeinvígi
ásamt Jan Timman og Jonathan
Speelman. Síðar bætist sá sem
tapar næsta heimsmeistaraeinvígi
í skák, annað hvort Anatolíj
Karpov eða Garríj Kasparov, í
hópinn og fulltrúi þess lands sem
heldur fyrsta hluta áskorendaein-
víganna.
Bjarni P.
Magnússon í
stjórn ÍSAL
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra
hefur skipað Bjarna P. Magnús-
son, hagfræðing og varaborgar-
fulltrua, í sljórn íslenzka álfélags-
ins. Skipt var um stjórn í félaginu
á aðalfundi 12. júní.
lðnaðarráðherra_ skipar tvo menn
af níu í stjórn ÍSAL samkvæmt
samningi ríkisstjórnar íslands og
Alusuisse. Hrafnkell Ásgeirsson
hæstaréttarlögmaður situr í stjórn
ásamt Bjarna, en hann var skipaður
í stjórnina á síðasta ári. Bjarni kem-
ur í stað Þorsteins Ólafssonar við-
skiptafræðings.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Slökkviliðsmaður virðir fyrir sér skemmda raftnagnstöflu í Hraun-
bæ 74.
Eldur borinn að raf-
magnstöflu ijölbýlishúss
Leitað upplýsinga um ferðir grunaðs manns
ELDUR var borinn að rafmagn-
stöflu og gardínum í stigahúsi fjöl-
býlishússins Hraunbær 74 um
klukkan hálfsex að morgni sunnu-
dagsins. Talsverðar skemmdir
urðu í sameign hússins af reyk og
sóti auk þess sem endurnýja þarf
raflagnir, Grunur lögreglunnar
beinist að manni sem vísað var
út úr íbúð úr húsinu skömmu áður
en eldsins varð vart og óskar rann-
sóknarlögreglan eftir upplýsing-
um um ferðir hans.
Eldur var borinn að gardínum í
anddyri blokkarinnar, sturtuhengi í
baðherbergi á jarðhæð auk þess sem
kveikt var í rafmagnstöflu í sameign-
inni. Reyk og sót lagði um allt stiga-
húsið en slökkviliði gekk greiðlega
að ráða niurlögum eldsins.
Um hálfri klukkustund áður en
eldsins varð vart hafði lögregla verið
kvödd til að vísa tveimur ölvuðum
mönnum út úr íbúð í húsinu. Öðrum
þeirra var ekið á brott en hinn faldi
sig fyrir lögreglunni. Sá er grunaður
um íkveikjuna.
Rannsóknarlögreglan biður alla
þá sem gefið geta upplýsingar um
ferðir mannsins milli Árbæjarhverfis
og Garðabæjar miili klukkan 5 og 7
um morguninn að gefa sig fram.
Talið er að hann hafi verið tekinn
upp í fólks- eða leigubifreið.