Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULI 1990 Sjónarhorn Tölvuvæðing fyrírtækja TOLVUKAUP — Frá undirritun samnings Landsvirkjunar og Örtölvutækni — Tölvukaup hf. um kaup og uppsetningu á tölvubúnaði. eftir Arnlaug Guðmundsson Ekki eru mörg ár síðan íslensk fyrirtæki hófu að tölvuvæðast. Fyrst í stað voru það einkum stór fyrir- tæki sem keyptu, á þeirra tíma mælikvarða, stórar tölvur og fengu á þessar vélar hin ýmsu hugbúnaðar- kerfi svo sem fjárhags- og viðskipta- mannabókhald, lager og laun. Kerfi þessi voru sérsniðin þörfum einstakra fyrirtækja og var viðhaidskostnaður, sem í mörgum tilfellum var hreinn Jiróunarkostnaðður, sömuleiðis mik- ifl. Ekki var íslenska stafrófinu gert hátt undir höfði á þessum bernsku- árum tölvunnar á íslandi og var það reyndar svo að landinn sætti sig furðu vel og lengi við að sjá hvorki breiða sérhljóða né bókstafina ð, þ, æ og ö. Þetta var á tímum einokunar ör- fárra tölvuframleiðenda sem í krafti aðstöðu sinnar seldu vörur sínar og þjónustu háu verði. Hafði hver fram- leiðandi sinn háttinn á, hver á sínum búnaði, sem gerði það illmögulegt fyrir aðra að komast að. IBM PC Svo gerist það vestur í Banda- ríkjunum upp úr 1970 að í litlu fyrir- tæki, sem framleiddi rafeindarásir, var hönnuð stýrirás fyrir herinn. Þessi rás var sérstök að því leyti að í stað þess að verkun hennar væri að fullu ákveðin fyrirfram mátti láta kóða sem geymdir eru annars staðar (forrit) ráða ferðinni. Rásin reyndist of hægvirk fyrir verkefnið og fyrir- tækið sat uppi með mikinn þróunar- kostnað og dýra rás. I stað þess að láta deigan síga, gefast upp og fara á hausinn, var reynt að finna not 'Jfyrir rásina annars staðar. Og eins og í góðu ævintýri frá landi tækifæ- ranna gekk allt að óskum í því efni. Þetta reyndist vera fyrsti örgjörvinn (tölvurásin, „computer on a chip“) sem framleidd var í heiminum. í kring um þessa fyrstu rás og þær sem á eftir komu varð einka- tölvan til. Hún virtist hins vegar vera að þróast í ýmsar áttir og var tímaritið BYTE ‘eins konar sam- nefnari fyrir hina mörgu smáu tölvu- framleiðendur, allt þar til tölvurisinn IBM setti sína fyrstu einkatölvu á markaðinn, IBM Personal Computer, árið 1981. Til Islands kom IBM PC fyrst árið 1983 og hefur verið hér síðan. Ég fullyrði að enn hafi ekkert komið fram sem hafi haft meiri áhrif á þróun tölvunnar en „pésinn", því með honum tókst IBM að skapa iðn- aðarstaðal sem aðrir framleiðendur færðu sér í nyt og kom það neytand- anum til góða. En þróun stærri tölva hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Um 1980 fóru að fást á íslandi jaðar- tæki, sem nýttu sér allt stafrófið, og litlu seinna varð útilokað að selja tölvubúnað hérlendis sem ekki hafði þessa sjálfsögðu eiginleika. Stóru fyrirtækin héldu áfram að fjárfesta í stóru tölvunum og þau smærri fóru að færa sér í nyt eiginleika einmenn- ingstölvunnar til að halda utan um reksturinn. Nýjar brautir á tölvusviði litu dagsins Ijós í Háskóla íslands og ný fyrirtæki skutu upp kollinum. Samkeppnin jókst, verðið lækkaði og markaðurinn fyrir tölvur stækkaði ört. Staðlaðar hugbúnaðarlausnir fyrir einmenningstölvur voru ódýrar og má segja að verð á vél- og hug- búnaði hafi haldist nokkuð í hendur. Net Tölvunet, þ.e. samtenging nokk- urra tölva, eiga nú stöðugt meira fylgi að fagna. Með nettengingu margra smærri tölva má nálgast kosti stórtölvanna sem eru m.a. þeir, að sömu gögn og sömu forrit eru aðgengileg fyrir marga notendur. Enginn notandi er þá háður því hvað aðrir eru að gera, hann hefur af- kastagetu' sinnar tölvu óskerta fyrir sig. Þróunin í tölvunetum er rétt að bytja. I dag eru þættir eins og ör- yggi gagna, samskiptahraði og magn forrita sem sérst'aklega eru skrifuð fyrir net orðin vel viðunandi og batna stöðugt. En spámenn lýsa tölvunet- um á annan hátt en við þekkjum þau í dag. Þeir sjá það fyrir sér, að úr- vinnsla gagnanna fari fram á þeirri tölvu í netinu sem til þess hefur mestan tíma hvetju sinni. Til þess eins að gera slíkt kleift og hagkvæmt þurfum við hins vegar fyrst að marg- falda samskiptahraðann. Koma tímar og koma ráð. Þróunin En lítum nú á dæmi um tölvuvæð- ingu úr íslensku athafnalífi. Hér á eftir verður rakin saga tölvuvæðingar í einu af stærri fyrir- tækjum landsins og ástæður þróun- arinnar skýrðar lauslega. Fyrirtækið er í eigu okkar allra, það er vel rek- ið og færist jafnan mikið í fang. Það er 25 ára gamalt og heitir Lands- virkjun. Stuðst er við grein sem birt- Ist í fréttabréfi Landsvirkjunar í mars sl. og vitnað í hana orðrétt á nokkrum stöðum. Skipta má tölvuvæðingu Lands- virkjunar í tvennt; annars vegar stý- ritölvubúnað sem annast samhæf- ingu raforkuframleiðslunnar og eftir- lit með henni og hins vegar tölvubún- að fyrir almennan rekstur fyrirtækis- ins, svo sem bókhald, reiknilíkön o.þ.h. Einungis verður fjallað um þann þátt tölvuvæðingarinnar í þess- ari grein. Fyrsta tölvan sem Landsvirkjun eignaðist var Digital PDP/11 og var það um 1979. Jákvæð reynsla fyrir- tækisins af gripnum leiddi tveimur árum síðar til þess að keypt var önn- ur stærri tölva frá sama fyrirtæki, VAX 11/780. Þegar VAX-tölvan var keypt var hún með 1 Mb-vinnslu- minni og ein afkastamesta tölva landsins. Þegar verkefnum, sem töl- van var notuð við að leysa, fjölgaði var hún stækkuð og hefur nú 6 Mb-vinnsluminni og 1,2 Gb-disk- rými. En aukin notkun hefur leitt til þess að svartíminn verður á stundum of langur. Frá því VAX-tölvan var keypt hafa orðið miklar framfarir í tölvumálum og má geta þess til sam- anburðar að nú er algengt að ein- menningstölvur hafi 4 Mb vinnslu- minni og svipaða reiknigetu og gamla tölvan. í ársbyrjun 1989 hófst umfangs- mikil athugun á tölvukerfi Lands- virkjunar og stóð hún yfir nær allt árið. Niðurstaða hennar var sú að eðlilegasta framhaldið á tölvuvæð- ingu fyrirtækisins væri að leggja skyldi áherslu á notkun einmenn- ingstölva (ET) og endurmeta þörf fyrir miðlungsstóra ijölnotendatölvu. Um ástæður fyrir þessari niðurstöðu segir að þær hafi verið margar, þar á meðal þessar: • Mjög fjölbreytt úrval hugbúnað- ar hefur fylgt mikilli útbreiðslu ET- tölva og enn eru miklar framfarir fyrirsjánlegar. Um þessar mundir er mest þróun í hugbúnaðargerð ein- mitt á ET-markaði. • ET-tölvur eru nú orðnar mjög afkastamiklar miðað við verð. • ET-tölvur tengdar saman í net bjóða upp á ódýrari endurnýjun tölvukerfis heldur en fjölnotenda- kerfi. • Minni hætta er á löngum svartíma í ET-kerfum heldur en í ijölnotendakerfum. • Þekking almennings á ET-tölvu er orðin umtalsverð, til hagsbóta fyr- ir atvinnurekendur. Fyrrgreind athugun endaði með því að október 1989 voru boðin út í lokuðu útboði tvö ET-net, annað skyldi staðsett í stjórnstöð við Bú- staðaveg, hitt á aðalskrifstofu við Háaleitisbraut. Tilboðin sem bárust voru mjög áþekk, en að lokum var ákveðið að semja við Örtölvutækni - Tövukaup hf. um kaup og uppsetn- ingu á fyrsta áfanga nýs tölvukerfis Landsvirkjunar. Samið var um kaup á 39 ET-tölvum frá Hewlwtt Pack- ard, sem byggjast á Intel 80386 ör- gjörvum, ásamt 7 litlum geislaprent- urum frá sama fyrirtæki. Þá var samið um kapalkerfi í aðalskrifstofu byggt á búnaði frá Synoptics, en þetta kerfi er hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og gefur kost á fjölbreyttum tengimöguleikum fyrir tölvur af ýmsum gerðum. Einnig var samið um kaup á ritvinnslukerfinu Word, töflureikninum Excel, línurita- forritinu Graph Plus, gluggakerfinu Windows og netstýrikerfinu Net- ware. Samningar Þann 3. janúar sl. skrifuðu Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjun- ar, og Sigurður S. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Örtölvutækni — Tölvu- kaupa hf., undir samning um kaup á ofangreindum búnaði. Að lokinni undirskrift var hafíst handa um við undirbúning og í febrúar var unnið við að setja upp búnaðinn í husnæði Landsvirkjunar. Um mánaðamótin febrúar/mars var uppsetningu að mestu lokið og tölvukerfið gangsett. Gangsetningin gekk framar vonum og nú (í mars) eru notendur í óða önn að kynna sér kerfið. Fram til þessa hefur allt gengið að óskum og búnaðurinn vinnur eins og til var ætlast. Ekki nægir þó að kaupa tölvubún- að eingöngu, starfsmenn verða að kunna að nýta sér hann. Leitað var tilboða í námskeiðahald og var sa- mið við Tölvuháskóla Gísla J. Jo- hnsens og Stjórnunarfélagsins um þann þátt. Alls hafa rúmlega 40 starfsmenn sótt námskeið sem flest- öll voru haldin í stjórnstöð Lands- virkjunar við Bústaðaveg. Gera má ráð fyrir frekara námskeiðahaldi í framtíðinni, en kunnátta starfs- manna á tölvukerfið er grunnurinn að auknum afköstum og nýtingu búnaðarins. Það er til marks um hvernig til hefur tekist, að gengið hefur verið frá kaupum á öðrum áfanga nýja tölukerfisins með pöntun Landsvirkj- unar á 12 Hewlett Packard-tölvum og 4 geislaprenturum frá Örtölvu- tækni - Tölvukaupum til viðbótar. Það er ljóst að Landsvirkjun hefur komið sér upp mjög öflugu tölvu- kerfi með dreifðri vinnslu. Fyrir þá sem hafa gaman af tölum þá lítur heildardæmið þannig út: Vinnsluminni:...............138 Mb Diskarými:..................2.3 Gb Afkastageta:..............-100 MIPS Fjöldi skjáa:.....................43 þar af Fjöldi grafískra skjáa:...........41 Fjöldi geislaprentara:............14 Afköst prentara:..........1 síða/sek EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppurnar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, í sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. íá 4 7! H: rrf1 f i f 1 I . \ 1 ð " 1 i | 1/1 1/1 / t-i--\ . \ ; V- f£ j I I 7 í II H \ 11 : I ' / H i 1 l * |i i* i. JL-Jj Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. jC3 EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SlMI 24020 1=1, 64,5cm 87.0cm 109.5cm 132,Ocm 154,5cm 177.0cm Storno 440 larsímarnir eru mest seldu farsímarnir á marhaðnum þessu r • Verðið er hreint ótrúlegt. 83-788 kr. staðgreitt í bíl og 99.748 kr. staðgreitt bíla og burðartæki. POSTUR OG SIMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.