Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULl 1990 35 sá undatekningarlaust um rakstur- inn með rakstrarvélinni ásamt Faxa gamla og fórst það verk þeim félög- um vel úr hendi. Ég get enn kaHað fram minninguna um þráðbeina múgana, töðuilminn og skröltið í rakstrarvélinni á sólbjörtu sumar- kvöldi á gamla túninu heima í Næfurholti þar sem við stóðum, Geir, Jóna, Ragna og ég, og rökuð- um dreif á milli múganna á fyrsta sumrinu sem ég dvaldi í Næfur- holti en þau áttu eftir að verða tíu. Það var gaman að vera í Næfur- holti á þessum árum. Heimilið var mannmargt á sumrin og gestakom- ur tíðar. Sumarstörf á íslenskum sveitabæ einkenndust af stöðugu kapphlaupi við þurrkinn. Það mátti því aldrei neitt útaf bera því langt var í verkstæði og varð því hver að bjarga sér sem best hann gat ef eitthvað bilaði. Þar sem Offi hafði einn bílpróf kom það í hlut hans að sjá um Rauð. Einhverra hluta vegna virtist startarinn í Rauð aldrei vera í lagi. Þær urðu því margar glímurnar sem Offi átti við Rauð með sveifmni í þá daga. Var það þá ýmist hvor hafði betur, Offi eða Rauður, og þótt Offi þekkti ef til vill ekki dýpstu leyndardóma vélfræðinnar vissi hann það fyrir víst að eitthvað mikið hlaut að vera að ef ekki var einu sinni hægt að snúa. Þegar erlenda gesti bar að garði gat oft verið erfítt að eiga við þá samskipti vegna tungumálaörðug- leika. Það kom oft í hlut Offa að leiðbeina þeim til Heklu. Offi hafði ekki þungar áhyggjur af því að hann talaði ekki tungú þeirra og þeir ekki hans. Ef þeir ekki skildu útskýringar hans á kjarnyrtri ís- lenskunni endurtók hann þær og talaði ögn hærra í síðara skiptið og ef það dugði ekki hækkaði hann róminn enn og fór þá ávallt svo að lokum leiðbeiningarnar komust til skila. Ófeigur var fæddur í Næfurholti og þar bjó hann alla tíð. Hann var einn af þessum íslensku sveita- mönnum sem gekk að hverju verki sem vinna þurfti og vann það af alúð, hógværð og samviskusemi. Hin síðari ár var starfsþrek hans skert vegna vanheilsu og varð hann því af og til að dvelja á sjúkrastofn- unum. Öfeigur var ekki maður sem mikið bar á en kunni vel að gleðj- ast á góðri stund og gat verið hrók- ur alls fagnaðar. Með þessum sundurlausu línum langar mig að þakka Ófeigi í Næf- urholti fyrir fóstrið, samfylgdina og um fram allt vináttuna sem hefur fylgt mér frá því að ég fyrst man eftir mér. Fjölskyldu hans og vinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. P.G. Athugasemd frá Ríkisútvarpinu MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni út- varpsstjóra: Vegna ummæla framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands ís- lands í samtölum við fréttamenn í dag um auglýsingagjaldskrá Ríkisútvarpsins, skal eftirfarandi tekicL fram: RÍkisútvarpið hefur hækkað aug- lýsingagjaldskrá sína jafnt og þétt í ljósi hagstæðrar útkomu í skoð- anakönnunum síðustu misseri. Það er fráleitt með öllu að í skjóli afnota- gjaldanna stundi RÚV undirboð á auglýsingamarkaði eða haldi hon- um í kyrrstöðu til að klekkja á keppinautunum, eins og ráða mátti af frétt Morgunblaðsins sl. sunnu- dag og framkvæmdastjóri VSÍ byggir umsögn sína líklega á. Frétt Morgunblaðsins var höfð eftir út- varpsstjóra Bylgjunnar-Stjörnunn- ar. Ríkistútvarpið hækkaði auglýs- ingataxta að meðaltali um 5% hinn 27. desember ’89 og að meðaltali um 3% 1. apríl ’90..Verð á lesnum auglýsingum varð 19% hærra í RUV en á Bylgjunni-Stjörnunni 1.4.’90 en var 10% hærra 16.10.’89. Verð á 10 sek. leiknum auglýsing- um varð 24% hærra hjá RUV en Bylgjunni-Stjörnunni 1.4.’90 en var 11,5% hærra hjá RÚV 16.10.’89. Bylgjan-Stjarnan lækkaði nýver- ið auglýsingataxta sína milli kl. 7 og 8 og 18 og 19 úr 365 kr. í 115 kr. fyrir sekúnduna eða orðið. Sér- stakt „sumartilboð” Stöðvar 2 var tilkynnt 22. júní sl. og boðinn veru- legur afsiáttui' á auglýsingum fram til ágústloka. Athyglisvert er að skoða þessar upplýsingar í samhengi við þær fullyrðingar útvarpsstjóra Bylgj- unnar-Stjörnunnar, sem eftir hon- um voru hafðar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, um að Ríkisút- vai'pið stundi stórfelld undirboð á markaðinum. Þær staðhæfulausu ásakanir hefur framkvæmdastjóri VSÍ gert að sínum án þess að kynna sér málin frekar. Umrætt tilboð Rásar 2 var um afsláttarverð ef keyptar væru a.m.k. 30 birtingar á leiknum aug- lýsingum í einum tilteknum dag- skrárþætti kl. 9-11 dagana 3.-10. júlí, I gjaldskrá RÚV eru ýmsir verðflokkar sem miðast við hlustun og áhorf eins og það mælist í könn- unum Gallup. Af þessum sökum verða tilfærslur milli verðflokka. Verðlagning er stöðugt til endur- skoðunar miðað við hlustunar- og áhorfskannanir, sem auglýsendur fá í hendur þrisvar eða fjórum sinn- um á ári. í því tilviki, sem varð til- efni fréttar Morgunblaðsins, var til- teknum þætti á Rás 2 skipað tíma- bundið í lægri verðflokk en áður skv. mælingu á hlustun í júní og með hliðsjón af innbyi'ðis saman- burði milli þátta á Rás 2. Öllum staðhæfingum um gjald- skrárlækkanir og stórfelld undirboð Ríkisútvarpsins í skjóli afnota- gjaldatekna er algjörlega vísað á bug. Markús Örn Antonsson Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar lýsir eftir vitnum að því er ekið var á bláan Skoda-bil við Baldursgötu 30 sunnudaginn 15. eða aðfaranótt inánudagsins 16. þessa mánaðar. Bíllinn stóð í bifreiðastæði og þegar eigandi kom að í gærmorgun hafði verið ekið aftan á bílinn og hann skemmdur. Skorað er á þann sem tjóninu olli eða vitni að óhappinu að gefa sig fram við lögreglu. ] e] E nei ti t H Á R L A K K L'ORÉAL q/í/Aúmæw á c/owmu'ria fC nveé Ófímciueii/a, éúw* toc-: / fiaAAj /pcvmeni/tert-yeiwiii meé AÓ//erýaóu/6u. ý riáiaéeer fianá/c/roAiéinetéar meé nnýörc. . Æ>e r i<i /ram, vié /cev/a/jói ocf fiœsfi/e/ýa /Án/iií ÓAam/ c[<i/t<jfam c/ry/c/ {/n//e<jfa cjf/aái. Osta- og smjörsalan sf. ------------1 MflNEX HÁRVÖKVINN Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég haföi i gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. Én nú veit ég betur. Vökvinn virkilega virkar“. Elín Sigurbergsdóttir: „MANEX hárvökvinn hefur virkað með ólikindum vel fyrir mig. Ég var því sem næst að missa allt hárið. Það datt af i flygsum og ég var komin með hárkollu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að nota MANEX hætti hárlosið og i dag er ég laus við hárkolluna og komin meö mikið og fallegt hár. Læknirinn minn og kunningjar minir eru hreint undrandi á þessum ár- angri“. Sigríður Adólfsdóttir: „Fyrir 15 árum varð ég fyrir þvi óhappi i Bandarikjunum að lenda í gassprengingu og missti við það augabrúnirnar, sem uxu aldrei aftur. Ég fór að nota MANEX vökvann fyrir 4 mánuðum og í dag er ég komin með fullkomnar auga- brúnir. Hárgreiðslumeistarinn minn, Þórunn Jóhannesdóttir i Keflavik, segir þetta vera hreint kraftaverk". Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hárinu 1987 vegna veikinda. Áriö 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt, svo þurrt og dautt og vildi detta af. Siðan kynntist ég MANEX. Eftir 3ja mánaða notkun á MANEX próteininu, vitamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn i dag finn ég nýtt hár vera að vaxa “. Fæstí tiárgreiðslu um Dreiting: anfóraia S. 680630.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.