Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 Næststærsta lýð- veldi Sovétríkjanna lýsir yfir fullveldi Moskvu. Reuter. NOKKRUM klukkustundum áður en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti tilkynnti að sameinað Þýskaland gæti verið í Atlantshafsbanda- laginu (NATO) lýsti næststærsta lýðveldi Sovétríkjanna, Úkraína, yfir fullveldi, auk þess sem róttækir umbótasinnar blésu til nýrrar sóknar og fréttir bárust af átökum í Mið-Asíulýðveldum Sovétríkj- anna. Úkraínska þingið lýsti því yfir að stefnt yrði að því að lýðveldið yrði hlutlaust ríki og áskiidi sér rétt til að hafa eigin her og gjald- eyri. í yfirlýsingunni segir einnig að úkraínsk lög séu æðri sovésk- um. Nokkur lýðveldi Sovétríkjanna höfðu áður gefið út svipaðar yfir- lýsingar. Auk Rússlands og Eystrasaltsríkjanna - Litháens, Eistlands og Lettlands, sem vilja segja algjörlega skilið við Spv- étríkin - hafa Moldavía og Úz- bekístan lýst yfir fullveldi. Óháða fréttastofan Interfax hafði eftir leiðtogum Lýðræðis- vettvangs, hreyfingar róttækra umbótasinna sem sögðu sig úr kommúnistaflokknum á flokks- þinginu í síðustu viku, að stefnt yrði að framboði róttækra umbóta- sinna í þingkosningum. Hreyfingin stóð fyrir mótmælum á sunnudag, þar sem um 50.000 manns gengu um miðborg Moskvu til að krefjast þess að endi yrði bundinn á 73 ára alræði kommúnistaflokksins. Leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu, Júrí Prokofjev, sagði á blaðamannafundi að kommúnista- flokkurinn hefði misst öll tengsl við verkalýðinn, sem hefði farið verst út úr umbótum Gorbatsjovs., Hann sagði að 23.000 manns hefðu sagt sig úr flokknum í Moskvu einni frá því í janúar. Til átaka kom á milli Kírgíza og Úzbeka í borginni Osh og ná- grenni í Mið-Asíulýðveldinu Kírgízíu um helgina. Herþyrlur flugu yfir borgina, verslanir voru lokaðar, auk þess sem lesta- og strætisvagnaferðir lögðust niður. Fréttastofan TASS greindi einnig frá því að yfirmaður flugvallarins í hinu umdeilda Nagorno-Kara- bakh-héraði í Azerbajdzhan hefði beðið bana í sprengjuárás. ~ ' ‘ ‘ "‘iveldi sækjast eftir sjálfstæöi F-.EUT£R FULLVELDIS- YFIRLYSINGAR (T) LITHÁEN 11. mars (2) EISTLAND 30. mars (3) LETTLAND 4. maí ® RÚSSLAND 12. júní (?) ÚZBEKÍSTAN 20. júní (6) MOLDAVÍA 24. júní (7) ÚKRAÍNA W 16. júlí Þúsundir mótmælenda á Byltingartorginu í Moskvu, beint á móti Kreml, þar sem róttækir umbóta- sinnar kröfðust þess að endi yrði bundinn á alræði kommúnista. Mikið manntjón af völdum jarðskjálfta á Filippseyjum Manila. Reuter. AÐ minnsta kosti 250 manns voru grafiiir undir tveimur hót- elum í borginni Baguio í norður- hluta Filippseyja eftir jarð- skjálfta sem reið yfir eyjarnar í gær. Að minnsta kosti 90 manns fórust í skjálftanum. Mest varð tjónið í höfúðborginni Manila og nágrenni. Skjálftinn mældist 7,7 stig á Richters- kvarða. Upptök skjálftans voru í bænum Cabanatuan sem er 90 km fyrir norðan Manila. Þar fórust þrjátíu námsmenn er fimm hæða skóla- bygging hrundi. Talið er að um 250 manns hafi verið í skólanum þegar skjálftinn varð og enn er margra saknað. Samkvæmt upp- lýsingum yfirvalda fórust 60 manns víða annars staðar um landið af völdum skjálftans. í sum- ardvalarstaðnum Bagio hrundu tvö hótel og grófust að minnsta 250 gestir og starfsmenn undir „Það er rétt að Kaunda forseti skarst í leikinn," sagði Milimo Pua- bantu, aðstoðarmaður Kaunda, og bætti við að hann væri náinn vinur Saddams Husseins, forseta íraks. Parish er 53 ára að aldri og var rústunum. Yfirvöld hafa varað við flóðbylgju sem kynni að fylgja skálftanum. dæmd fyrir að aka írananum Farzad Bazoft, blaðamanni breska dagblaðs- ins Observer, að leynilegri herstöð í Irak til að kanna hvort hæft væri í fregnum um að sprenging hefði orð- ið í henni. Irak: Bresk kona látín laus að beiðni Kaunda Bagdad. Reuter. ÍRAKAR létu í gær bresku hjúkrunarkonuna Daphne Parish lausa úr fangelsi að beiðni Kenneths Kaunda, forseta Zambíu. Hún var dæmd í fimmtán ára fangelsi í mars fyrir að aðstoða iranskan blaðamann, sem tekinn var af lífi fyrir meintar njósnir. DANMÖRK ipmannahöfn Danmörk: Fornleifafundur varpar nýju ljósi á smíði víkingaskipa Yfir 1.700 hlutir hafa fimdist á 150 hektara svæði á eynni Falstri Kaupmannahöfn. Reuter. Fornleifafræðingar hafa öðlast stóraukna þekkingu á tækni við smíði víkingaskipa, eins og hún var fyrir um þúsund árum, við rann- sóknir á einstökum víkingaskipakirkjugarði nálægt Narre Snekkebj- erg á dönsku eynni Falstri. Garðurinn, sem nær yfir 150 hektara svæði, fannst árið 1982 þegar landeigandinn var við jarðvinnu með vélskófiu og hófii fornleifafræðingar þegar uppgröft og rannsóknir. Svæðið var (jörður fyrir um 1000 árum en er nú tvo kílómetra inni í landi. FORN SKIPASMIÐJA Stubbeköbing Grönsund Um 1.700 smíðisgripir hafa ver- ið grafnir úr jörðu og fornleifafræð- ingar telja sig enn eiga margra ára vinnu fyrir höndum. „Munimir sanna að skip voru smíðuð, lagfærð og rifin I „skipasmíðastöðinni" frá 1050 til 1100,“ sagði Jan Skamby Madsen fornleifafræðingur og for- stöðumaður Danska víkingaskipa- safnsins en hann er einn þeirra sem stjóma uppgreftrinum. „Fundurinn við Narre Snekkebjerg er sannköll- uð gullnáma fyrir sjávarfomleifa- fræðinga. Þama hefur, eftir því sem ég best veit, í fyrsta sinn ver- ið grafin upp skipasmíðastöð víkinga frá þessu tímabili," sagði Madsen. Hann sagði að aðeins ein víkingaskipasmíðastöð hefði fund- ist I Skandinavíu áður. Hún er á sænsku eynni Gotlandi og er eldri og mun minni en sú á Faistri. Þegar hefur fundist ógrynni muna á Falstri. Þar má nefna ótal verkfæri, fleyga, kaðalbúta, þil- borð, hluta skipsstýra, bita og planka sem festir hafa verið saman með neglu úr tré. Mikið magn leir- muna og spænis fannst dreift um svæðið auk forns hornblásturs- hljóðfæris, eymalokks og bronssl- íðurs. Sérfræðingar segja að gnægð varahluta stafi af skorti á eikarviði til byggingar nýrra skipa á síðari hluta víkingaaldar. Hún segir líka til um stærð og mikil- SVIÞJÓÐ Nörre SneKkebjerg Var viö fjörð, er nu 2 km frá sjó Fribrödre-á i yESTUR- RYSKALAND vægi stöðvarinnar á Falstri. „Nýtanlegum varahlutum var bjargað úr skipum, sem verið var að rífa, og þeir notaðir aftur í nýj- um skipum og til viðgerðar á öðr- um,“ sagði Skamby Madsen. Notkun eikameglu frekar en járnneglu, sem vanalega var notuð af víkingum, bendir til þess að þjóð- flokkur Vinda hafi búið á Falstri eða að áhrifa þeirra hafí a.m.k. gætt þa.r. Vindar voru slavneskur þjóðflokkur, sem byggði austanvert Þýskaland við Eystrasalt á miðöld- um. Nýjasta tækni við aldursgrein- ingu viðar og leirmuna bendir til þess að starfsemi í stöðinni hafi blómstrað á 11. öld og fundist hafa munir sem staðfesta að stór orr- ustuskip hafí verið smíðuð þar. Mikið magn fosfats sem fannst í jarðvegssýnum, sem tekin voru í nágrenni stöðvarinnar, gefa til kynna að tvö þorp hafi tengst henni. siglt orrustuskip víkinga - Slík skip voru líklega smíöuö í Nörre Snekkebjerg. Fornleifafræðingar telja að skip smíðuð í stöðinni líkist fimm elleftu aldar víkingaskipum sem náðust upp af sjávarbotni í dönskum fírði á sjöunda áratugnum og era til sýnis á Danska víkingaskipasafn- inu í Hróarskeldu. „Víkingarnir smíðuðu margar gerðir af skipum af mikilli snilld,“ sagði Skamby Madsen. „Á öllum tímum seglskipa voru engin rásigld skip betur smíðuð en víkingaskip- in.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.