Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 Afinæliskveðja: Helgi Sæmundsson Tískufatnaður í yfir stærðum Nýjar sendingar Háaleitisbraut 58-60 Sími 32347 „Ætlarðu að taka ævisagnaviðtal við mig? Nei, fjandakornið! Ég er svo ungur enn. Hins vegar skal ég spjalla við þig um kveðskap, bæði minn og annarra; ég er hvort sem er á kafí í honum. Og ef eitthvað verður úr þessu vil ég fá að lesa próförk af viðtalinu sjálfur, elskan mín. Ég þoli ekki prentvillur eins og þú veist; þær eru mesti sóða- skapur sem ég þekki; þær eru eins og óværa á ' fallegum kven- manni. . . “ Þessi viðbrögð Heiga Sæmunds- sonar, ritstjóra og skálds, lýsa hon- um vel. Hann á sjötugsafmæli í dag og áreiðanlega er hann enn of ung- ur fyrir ævisagnaviðtal, því að hann hefur bókstaflega ekkert breyst þau rúmlega þijátíu ár, sem ég hef þekkt hann; ævinlega snöfurmann- legur í framgöngu, hress í tali og skeleggur, fyndinn og málsnjall. Ég get ekki stillt mig um að minnast Helga fáum orðum á þess- um merkisdagi í lífí hans; sendi honum hugheilar afmæliskveðjur með þakklæti fyrir fagmannlega og uppörvandi leiðsögn um ólgusjó blaðamennsku og skáldskapar. Hann er lærimeistari minn og ör- lagavaldur hvað ritstörf varðar; réð mig ungan prófarkalesara og síðan blaðamann við Alþýðublaðið, og æ síðan hafa samskipti okkar verið náin og skemmtileg. „Þú ert réttlátur, elskan mín,“ segir hann gjaman við þá, sem hann hefur velþóknun á, og ég hef verið svo lánsamur að fylla flokk þeirra. Helgi Sæmundsson er fæddur á Stokkseyri, en fluttist búferium til Vestmannaeyja fímmtán ára gam- all ásamt foreldrum sínum, Sæ- mundi Benediktsyni, sjómanni og verkamanni, og konu hans, Ástríði Helgadóttur. Hann hélt til Reykja- víkur og settist í Samvinnuskólann um það bil sem heimsstyijöldin síð- ari var að hefjast. Sama árið og hann útskrifaðist þaðan sendi hann frá sér ljóðabókina Sól yfir sundum (1940) og var henni vel tekið, enda voru kvæðin lesin betur og af fleir- um í þá daga en nú; almenningur fjallaði um þau og skipti sér af þeim. í Eyjum hafði Helgi skrifað biaðagreinar og kunni því örlítið til verka á því sviði. Af þeim sökum hljóp hann í skarðið fyrir æskuvin sinn, Jón Helgason, sem þá var orðinn blaðamaður við Tímann. Einn góðan veðurdag árið 1943 er Helga svo boðin vinna við Alþýðu- blaðið og frá því hefur hann sagt í blaðaviðtali á þessa leið: „Fyrsta daginn átti ég að annast útlendar fréttir og fyila heila síðu. Mér var ekki ieiðbeint hið minnsta; ég var bara lokaður inni í kamesi og sagt að hlusta á bresku útvarpsstöðina BBC. Nú, mér tókst að skila því sem til var ætlast dag fra'degi. Síðan fékk ég að spreyta mig á fleiri sviðum blaðamennskunnar — og á endanum varð ég ritstjóri blaðsins." Helgi vann við Alþýðublaðið í sautján ár og var ritktjóri um helm- ing þess tíma, eða 1952-1960. Stjórnmál og bókmenntir voru þeir málaflokkar, sem hann skrifaði mest um, og lét að sér kveða á báðum sviðum svo að eftir var tek- ið. Á veltiárum hernáms og tímum kalda stríðsins, þegar viðhorf til menningarmála gjörbreyttust, var hann einn áhrifamesti bókmennta- gagnrýnandi landsins. íslensk ljóða- gerð stendur í þakkarskuld við hann, því að hann varð einna fyrst- ur manna til að viðurkenna form- byltingu ungra skálda; tók ótrauður upp hanskann fyrir atómskáldin, sem sættu fordómum og ósanngirni og þurftu að heyja illvíga og fárán- lega styijöld. Um þetta tímabil ævi sinnar hefur Helgi sjáifur hins veg- ar komist svo að orði: „Sumir tala illa um gagnrýnendur eins og allir vita. Ég má náttúrlega ekki gera það, því að ég hef gamlan glæp á samviskunni. En nú orðið sé ég minnst eftir gagnrýninni af því sem ég gerði hér áður fyrr og veitti mér gleði og fullnægju." En svo fjölbreyttur og marglynd- ur hefur Helgi Sæm. jafnan verið, að mestar vinsældir meðal lands- manna hlaut hann ekki fyrir opin- ber skrif um stjórnmál og skáld- skap, heldur hliðarspor sín á þeim sviðum. Árið 1955 tók hann þátt í út- varpsþætti Sveins Ásgeirssonar sem bar heitið Já eða nei, og botn- aði vísur ásamt þrem öðrum stór- snillingum: Steini Steinar, Karli ís- feld og Guðmundi Sigurðssyni. Þeir félagar voru skemmtikraftar síns tíma; öll þjóðin fylgdist með þáttum þeirra, lærði utan að smellnustu vísurnar og hafði ærið gaman af. I útvarpsþætti, sem fram fór í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, kom fram svohljóðandi fyrripartur: Uni ég mér við ljóð og lag þó löngum rimið svíki. Steinn Steinarr svaraði að bragði og vitnaði til síðasta þáttar, sem tekinn hafði verið upp í Borgarnesi: Ekki er gott að botna brag svo Borgnesingum líki. En Helgi var bjartsýnni og vildi hafa seinni partinn þannig: En færa mundi flest í hag flaska úr Austurríki. Þótt hraðinn skipti mestu máli í slíkum vísnaþáttum gátu stökur þeirra fjórmenninga einnig verið dýrt kveðnar og vandaðar. I þætti, sem haldinn var á heimaslóð Helga, í samkomuhúsinu í Vestmanneyj- um, var þessum fyrriparti varpað fram: Margur hrósar maður drós, meðan ljósin skína. Og Helgi botnaði um hæl: Lampinn ósar út við fjós, ertu að fijóa, Stína? í sama þætti áttu snillingamir að glíma við vísuhelming sem var á þessa leið: Oft hefur heimsins forsjón fin fært mér gleði í raunum. Helgi reyndist hraðkvæðastur eins og svo oft áður og mælti: Það er meira mæða en grín að miðla skáldalaunum. Þessi botn hefur áreiðaniega komið beint frá hjartanu, því að Helgi gegndi því vanþakkláta starfí um árabil að sitja í úthlutunarnefnd listamannalauna. Einnig var hann annar tveggja fulltrúa íslands í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1961-1972, og síðast en ekki síst átti hann lengi sæti í Menntamálaráði íslands, var tvívegis formaður þess, 1956-1959 og 1959-1967, en varaformaður 1967-1971. Er þá aðeins fátt eitt talið af þeim trúnaðarstörfum, sem hann hefur unnið á menningarsvið- inu. Hitt hliðarsporið er palladómar um alþingismenn, sem Helgi skrif- aði undir dulnefninu Lúpus, og frægir hafa orðið. Þeir birtust und- ir heitinu Sjá hinn mikla flokk (1956). Þetta er listileg bók, sem staðist hefur vel tímans tönn; fleyti- full af litríkum mannlýsingum og óvæntum athugasemdum. Um Ein- ar Olgeirsson segir Lúpus meðal annars: „Honum lætur sýnu betur að bregða sér í háloftsflug hug- sjónageimsins ofar rósrauðum skýj- um en klöngrast um hijósturlönd ’-staðreyndanna.“ Og Ólafur Thors fær þennan dóm: „Ef íslenskri stjórnmálabaráttu er líkt við tafl, þá er Ólafur Thors skákmeistarinn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“ Að loknu löngu starfi fyrir Al- þýðublaðið gerðist Helgi bókmennt- aráðunautur Menningarsjóðs og hefur verið það síðan; var til að mynda ritstjóri Andvara 1960-1972 og hefur verið ómetanleg hjálpar- hella skáldum og fræðimönnum við útgáfu verka þeirra. I einkalífi sínu hefur hann verið gæfumaður; kvæntist hinn 23. október 1943 mikilli öndvegiskonu, Valnýju Bárðardóttur, sjómanns og verka- manns á Hellissandi Jónssonar. Þau hafa eignast sjö syni: Helga, Gísla, Sæmund, Gunnar, Ottar, Sigurð og Bárð. Enn er þó ótalinn sá þáttur í ævistarfi Helga Sæmundssonar, sem mestu varðar og mun halda nafni hans lengst á lofti. Þrátt fyr- ir tímafreka blaðamennsku, um- fangsmikil bókmenntaskrif og önnur afskifti af pólitík og menn- ingarmálum vék ljóðagyðjan sjald- an langt frá honum fremur en öðr- um sem ánetjast henni ungir. Hann birti öðru hveiju kvæði í tímaritum og árið 1975 valdi hann úr syrpu sinni og gaf út bókina Sunnan í móti, ljóð 1937-1975. Þegar ísin hafði verið brotinn sigldi hver bók- inn í kjölfar annarrar: Fjailasýn (1977), Tíundir (1979), Kertaljósið granna (1981) og Vefurinn sífelldi (1987). Ef litið er yfír safnið kemur í ljós, að ljóðin eru fjölbreytt, bæði að efni og ytri gerð. Helgi yrkir jöfnum höndum hefðbundið og fijálst og gerir ýmiss konar formtil- raunir. Mest ber á náttúrustemmn- ingum og tilfínningaljóðum, sem einkennast af vönduðu og fáguðu orðfæri, en víða nýtur sín einnig vel fljúgandi mælska höfundar og landsþekkt kímni. Fyrir ljoð sín hefur Helgi öðlast viðurkenningu vandlátra bók- menntamanna og nýtur nú sjálfur þeirra skáldalauna, sem hann áður úthlutaði öðrum. Við tvenns konar aðstæður þykir mér persónuleiki Helga Sæmunds- sonar njóta sín best: Annars vegar á veitingahúsum í hópi „réttlátra“ vina, þegar samræðan hefur sig til flugs fyrir hans tilverknað, og hins vegar á ferð um landið, þar sem hann lýsir náttúruundrum og sögu- stöðum í lifandi svipleiftrum. Ég vil ljúka þessum orðum með því að endurtaka heillaóskir mínar í tilefni dagsins og vitna í kvæðið Við Skjálfanda, sem Helgi orti á ferðalagi árið 1959: Rís af foldu íjallahringur, fagurt virki landi og þjóð. „Kýmar leika við kvum sinn fínpr“ og kindur jarma rimuð ljóð. Hérað þessi hæfa tröllum hömram girt í djúpan sæ r Fiskur vakir í fljótum öllum og framsóknarmaður á hveijum bæ! Gylfi Gröndal Sauðárkrókur: Mótmæla útflutningi á forsútuðum loðskinnum VEGNA frétta sem borist hafa um útflutning Loðskinns hf. á forsút- uðum skinnum til Póllands hefúr stjórn Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki gert eftirfar- andi samþykkt: Loðskinn hf. hefur í nær tvo ára- tugi verið þýðingarmikill þáttur í atvinnulífínu á Sauðárkróki en þó sérstaklega hin síðari ár, eftir að farið var að fullsúta skinn og flytja þau þannig út. Á vissum tímum hafa verið erfiðieikar varðandi markaðsmál og birgðir safnast, en jafnan greiðst úr því. Enda verður tæpast öðru trúað en að með stöð- ugu markaðsstarfi sé hægt að selja framleiðslu Loðskinns eins og ann- arra hliðstæðra fyrirtækja. Verði nú horfið að því að hefja á ný fram- ieiðslu og sölu á forsútuðum skinn- um er ljóst að störfum í verksmiðj- unni mun stórfækka og við því má atvinnulífið í bænum ekki. Stjórn Vmf. Fram lýsir áhyggjum yfír því sem þarna er að gerast og skorar á stjórn Loðskinns að gera allt sem hægt er til að snúa þessari þróun við. ÚTSALA HEFST 18. JÚLÍ N.K. 30-50% AFSLÁTTUR ÞÚ ERT ÖRUGG í RODIER KRINGLUNNI 4 SÍMI 678055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.