Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULl 1990 13 Valdimar Guðnason keimir úr felum en í sundur köggullinn í litla fingri og baugfingri. Grætt var fyrir stúf löngutangar, en hinir tveir þannig að þeir lágu upp í lófann. En grein- arhöfundur virðist ekki þekkja neitt um áverkann annað en það sem kemur fram í orðum Skafta prests: einn fingur. Hann skeytir ekki um texta sögunnar, hundsar jafnvel vísu Ingimundar prests, frænda Þorgils, þar sem segir að þrír fing- ur hafi verið höggnir. Sýnilegt er að höndin hefur verið Hafliða nær ónýt upp frá því, getur t.d. ekki haldið á vopni. Ekki veit ég hve miklar bætur væru nú dæmdar mönnum fyrir slíka örorku, en áreiðanlega væri það stórfé. Eftirtektarverð eru orð Hafliða, þar sem hann skýrir hvers vegna hann dæmi sér svo miklar bætur. Hann segist gera það meir fyrir bæn vina sinna en af fégirni einni sam- an. Meðal liðsmanna Hafiiða voru ýmsir sem voru ósáttfúsari en hann og vildu ekki að Þorgils slyppi með fégjöld ein, einkum Hallur Teitsson mágur Hafliða. Þeir hefðu alls ekki unað því, að Þorgils kæmist létt frá fébótunum. Þetta mikla fé, sem Hafliði dæmir sér, er því að nokkru til að slæva þá sem ákafastir voru. Vissulega eru bæturnar miklar, en áverkinn var líka mikill, enda segir Þorgils að þeir Hafliði megi báðir vel við una. ‘Söguatlas er hrósað fyrir frum- teiknuð kort, og vafalaust eru þau það mörg. En varla verður varizt brosi að þeim hrósyrðum er athuguð eru landnámskortin í Söguatlas. Að stofni eru þau úr Landnámuút- gáfu Fornritafélagsins, en á þeim eru engin landnámsmörk, heldur aðeins nöfn landnámsmanna sett á kortin. Við útgáfu bókar minnar, Landið og Landnáma, var fengið leyfi til að nota þessi kort, en þeim var breytt eftir þörfum og land- námsmörk sett eftir ferðalög og staðháttarannsóknir um allar byggðir landsins og einnig nokkuð af óbyggðunum. Þannig birtust þau í Landinu og Landnámu, og þaðan eru þau tekin upp í Söguatlas. Ókunnugt er mér hvort leyfi var þá fengið hjá Fornritafélaginu, en ekki var ég beðinn leyfis að fá þau með landnámsmörkunum, en það eru auðvitað þau sem skipta mestu. Hér var talsvert efni tekið. Kortin eru 13 í Landinu og Landnámu, sett saman í 5 í Söguatlas. Mér er ánægja ef einhver hefur gagn af því sem ég hef gert og hefði fús- lega veitt leyfi til kortanna og veit að eins er um útgefanda. En forr- áðamenn Söguatlass hirtu ekki um að biðja mig um slíkt leyfi, eru sýnilega kröfuharðari við aðra en sjálfa sig. Enginn vafi er að landnámskort- in í Söguatlas eru tekin úr Landinu og Laildnámu, enda er heimildar getið í kortaskrá. Hvernig stendur á þessum ágöll- um sem nú hefur verið bent á? Ekki er mannvalið svo lítið að þeirra eigin sögn. Höfundar og aðrir starfsmenn eru taldir upp innan á kápu og í formála. Man ég varla eftir að hafa séð slíkt tal afreks- manna á einum stað nema ef væri kappatal Ólafs konungs á Orminum langa. Þarna er röð háskólageng- inna manna, ritstjórinn háskóla- kennari, og meðal þeirra, er hafa lesið bókina og gefið góð ráð, er söguprófessor og þar með doktor. Vissulega er margt vel gert í bókinni, ef til vill langmestur hlut- inn. Þar er margt bæði fallegt og fróðlegt, og ber að þakka það. En misfellur eru talsverðar, a.m.k. í þessum eina kafla sem ég hef at- hugað. En þær eru þess eðlis að auðvelt hefði verið að forðast þær, ef að hefði verið gáð. Höfundur er fyrrverandi menn taskólakennari á Laugarvathi. eftirHelga Magnússon Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi hjá N. Mancher, sendi Fijálsri verslun tóninn í Morg- unblaðsgrein hiiin 5. júlí sl. vegna fréttar sem blaðið birti nýlega um mjög svo óvanalegar reikningsskila- venjur hjá útgerðarfélaginu Skag- strendingi hf. á Skagaströnd, en Valdimar Guðnason er endurskoð- andi fyrirtækisins. Reikningsskilaaðferðir þessa fé- lags voru vissulega ekki til umræðu í fjölmiðlum í fyrsta skipti í þeirri frétt Fijálsrar verslunar sem Valdi- mar gerði að umtalsefni. T.d. gerði Viðskiptablað Morgunblaðsins þar að umtalsefni tvívegis á síðasta ári og Fijáls verslun hefur áður vikið að þeim. Þann 15. júní 1989 birtist á forsíðu Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins frétt um málið undir fyrir- sögninni „Endurskoðun, athuga- semd gerð við uppgjör Skagstrend- ings hf. Álitsnefnd Félags löggiltra endurskoðenda telur reikningsskila- aðferð ekki samrýmast viðteknum reikningsskilavenjum." Og viku síðar gat að líta fyrirsögn í sama blaði sem hljóðaði svo: „Skag- strendingur, bókfært verð skipa hækkað um 140 m.kr.“ Mér vitanlega hefur Valdimar ekki svarað gagnrýni á reiknings- skil Skagstrendings hf. opinber- lega, frekar en annarri gagnrýni sem fram hefur komið á vinnubrögð hans, fyrr en nú. En Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi hjá N. Mancher, kom loks úr felum með eftirminnilegum hætti fimmtu- daginn 5. júlí 1990. Það er kaldhæðnisleg tilviljun að það skyldi birtast mynd af þessum huldumanni í blaði allra lands- manna sama daginn og birtir voru dómar í svonefndu Hafskipsmáli, en Valdimar þessi hefur orðið fræg- ur fyrir afskipti sín af því. í fyrrnefndri frétt Fijálsrar versl- unar var skýrt frá því að endurskoð- andi Skagstrendings hafi farið sínar eigin leiðir með því að samþykkja að fiskiskip félagsins væru færð í efnahagsreikningi á verði sem sam- svaraði 90% af vátryggingarverði þeirra, í stað þess að þau væru færð með sama hætti og almennt tíðkast um færslu skipa og annarra varanlegra rekstrarijármuna í reikningsskilum íslenskra fyrir- tækja. Með þessum færslumáta er eiginfjárstaða félagsins sýnd 212 milljónum króna betri en ella hefði verið. Þessu til viðbótar var fiskveiði- kvóti eignfærður að fjárhæð 58 milljónir króna og sagði í frétt Fijálsrar verslunar að eignfærsla kvóta væri heldur ekki almennt „Það er því deginum ljósara að frétt Frjálsr- ar verslunar um óvenjulegar reiknings- skilaaðferðir Skag- strendings hf. varðandi eignfærslur skipa og veiðikvóta, svo og að endurskoðandi félags- ins hafi haft ofanígjöf álitsnefiidar FLE að engu, átti fiillkomlega við rök að styðjast.“ tíðkuð hjá íslenskum útgerðarfélög- um. Það er rétt sem fram kemur í grein Valdimars að samkvæmt lög- um eru það stjórnendur hlutafélaga sem bera ábyrgð á gerð ársreikn- inga. En hjá Skagstrendingi hf. er það Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi, sem áritar ársreikn- inginn fyrirvaralaust og tekur fram í áritun sinni að hann sé m.a.a gerð- ur í samræmi við góða reiknings- skilavenju, þrátt fyrir þær aðferðir sem beitt var við eignfærslu togar- anna og fiskveiðikvóta. Það er einmitt þetta sem vekur furðu og var gert að umtalsefni í fyrrnefndri frétt því álitsnefnd Fé- lags löggiltra endurskoðenda hafði lýst þeirri skoðun sinni að eign- færsla fiskiskipa, með þeim- hætti sem gert er hjá Skagstrendingi hf., samrýmdist ekki viðteknum reikn- ingsskilavenjum hér á landi. Þess vegna gat Valdimar ekki áritað ársreikninginn fyrirvaralaust og sagt að hann væri í samræmi við góða reikningsskilavenju. Á árinu 1989 fékk álitsnefnd Félags löggiltra endurskoðenda er- indi frá félagsmanni, sem er endur- skoðandi Utgerðarfélags Akur- eyringa hf., þar sem nefndin var beðin að skera úr um það hvort það samrýmdist góðri reikningsskila- venju að færa fiskiskip upp í ákveð- ið hlutfall af opinberu mati. Ástæða fyrírspurnarinnar var sú að hundr- uða milljóna misræmi skapaðist milli Skagstrendings hf. og Útgerð- arfélgas Akureyringa hf. vegna þessara sérstöku endurmatsreglna hjá Skagstrendingi hf og gerði það að verkum að ársreikningar fyrir- tækjanna voru ósamanburðarhæfir, en það töldu menn óviðunandi. Álitsnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að endurmatsaðferð Skag- strendings hf. væri ekki í samræmi við góða reikningsskilavenju. í nið- urstöðum nefndarinnar um málið segði orðrétt: „Álitsnefnd FLE lítur svo á að telji endurskoðendur nauðsynlegt að víkja frá þeim meginreglum um endurmat, sem að framan er lýst umn bókfærslu fastaijármuna, beri að leita viðurkennignar á þeim að- ferðum, sem beita skal,' hjá reikn- ingsskilanefnd 'FLE til að koma í veg fyrir að mismunandi reiknings- skilaaðferðum sé beitt við uppgjör sambæriiegra fyrirtækja. Reikningsskilaaðferð sú er felst í notkun opinbers mats við ákvörð- un bókfærðs verðs fiskiskipa í efna- hagsreikningi hefur hvorki fengið formlega umfjöllun reikningsskila- nefndar félagsins né hlotið almenna viðurkenningu félagsmanna. Hún verður því ekki talin samiýmast viðteknum reikningsskilavenjum hér á landi.“ Svona afdráttarlaus var niður- staða álitsnefndar FLE í fyrr^ og því er ekki undarlegt að furðu veki að Skagstrendingur hf. skuli ekki hafa látið sér segjast. Og Valdimar Guðnason lætur ofanígjöf æðsta umsagnaraðila hjá Félagi löggiltra endurskoðenda sem vind um eyrun þjóta og áritar ársreikning Skag- strendings hf. fyrirvaralaust og tek- ur fram að hann sé í samræmi við góða reikningsskilavenju, þvert á niðurstöðu nefndarinnar! í TTjálsri verslun var því ekki haldið fram að þessi sérstaka end- urmatsaðferð væri ekki í samræmi við lög. En hún er ekki í samræmi við góða reikningsskilavenju. 1 þessu sambandi koma í hugann orð sem Stefán Svavarsson dósent lét falla á nýafstaðinni ráðstefnu FLE, en hann sagði að hækkun á bók- færðu verði íjármuna gæti verið samkvæmt lögum um hlutafélög þó hún væri ekki endilega í sam- ræmi við góða reikningsskilavenju. í grein sinni ver Valdimar eign- færslu fiskveiðikvóta með vísan til hlutafélgalaga og telur að lög um stjórnun fiskveiða nr. 38/1990 séu eignfærslu fiskveiðiréttinda til stuðnings. En það er öðru nær. Nægir í því sambandi að benda á 1. gr. laganna sem er mjög afdrátt- arlaus. Þar segir m.a;: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Og síðar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiði- heimildum." Þessi lagafyrirmæli eru afdrátt- arlaus og taka alveg af skarið um að útilokað er að nokkur aðili, ann- ai' en íslenska þjóðin í heild, geti Helgi Magnússon slegið eign sinni á veiðiheimildir og fært þær meðal fjármuna í efna- hagsreikningi sínum. Það er því deginum ljósara að frétt Fijálsrar verslunai' um óvenju- legar reikningsskilaaðferðir Skag- strendings hf. varðandi eignfærslur skipa og veiðikvóta, svo og að end- urskoðandi félagsins hafi haft of- anígjöf álitsnefndar FLE að engu, átti fullkomlega við rök að styðjast. Það er einnig ánægjulegt til þess að vita að fréttin varð t.il þess að hinn margumtalaði Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi hjá N. Mancher, kom úr felum. Höfundur er ritstjóri Frjálsrar verslunar. Barnaskór Barnaskór St. 19-23. Verðkr. 2.985. Litir: Hvítt m/fjólubláu blátt m/grænu. smáskór sérverslun m/barnaskó, sími 622812. Sendum ípóstkröfu. EFLING SJALFSVITUNDAR OG PERSÓNUSTYRKS Dr. Paula Horan heldur námskeið í Reykjavík 27. til 30. júlí um ofanskráð efni. Sérstök áhersla lögð á að þátttakendur nái tengslum við eigið sjálf og læri að virkja jákvæð öfl innri vitundar; breyta hugsanamynstri sínu til aukinnar vellíðunar og lífsfyllingar. Upplýsingar og skáning: Hugræktarhúsið, Hafnarstræti 20, sími 91-620777. Opið frá 14.30-16.30 virka daga. Skráningu lýkur 20. júlí. Síðasti pöntunardagur næsta hluta ríkissamningsins til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er: Innkaupastofnun ríkisins É Apple-umboðið Radíóbúðin hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.