Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULI 1990 11 Sumartónleikar í 15 ár ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Ekki voru menn bjartsýnir fyrstu árin að Sumartónleikar í Skálholti yrðu til langframa, því langt var og oft illfært að sækja fyrir þá sem töldu sig eiga þangað erindi. Líftaug Sumartónleikanna var spunnin úr innviðum góðrar tónlistar og vönduðum flutningi og því var nokkuð að missa fyrir þá sem eigi nenntu en sporléttum uppspretta leyndardóma fegurð- arinnar. Fimmtán ár er langur tími, hálf starfsævi en aðeins augnablik fyrir söguna, þar sem tíminn dregst saman í eina setningu. Þessar undarlegu andstæður líðandi tíma og sögulegrar geymd- ar komu fram í viðfangsefni fyrstu afmælistónleikanna í Skál- holti um síðustu helgi. Þar var flutt dagskrá byggð á Þorlákst- íðum og erindi um Þorlák biskup helga. Ambrosius kirkjufaðir var ávít- aður fyrir að laða til sín fólk með fögrum söng, sem strangtrúar- menn töldu bera vott um léttúð og hafa auk þess truflandi áhrif á boðskap hins helga texta. Þessi deila hefur fylgt Kristni alla tíð og ekki síst er menn tóku að semja sérstök tónverk til flutnings við messur. Ekki á slík deila aðeins við um tónlist,. heldur list al- mennt, sem að mati vitra manna á margt sammerkt við trú, því trú og siðgæði er fagurfræði hugsun- arinnar og samstofna listrænni fagurfræði. Texti, sem ber í sér frjóanga trúarlegrar fagurfræði, verður upphafinn og þrunginn til- beiðslu í fögrum söng. Óman slíks söng um hvelfingar tiikomumikill- ar kirkju staðfestist í trúarlegri upplifun manna. Flutningur félaga úr ísleifs- reglunni á þáttum úr Þorlákst- íðum var þokkalega uppfærður en þó ekki án áfalla. Það var helst áberandi, fyrir utan að hafa ekki fullt vald tónskipan tíðanna, að söngurinn var án allrar trúarlegr- ar upphafningar, eða með öðrum orðum, líflaus og hikandi. Hér má merkja andstæður líðandi stundar og sögunnar, að ekki tókst að endurlifa þann trúarlega þrótt, sem trúlega hefur verið ástæðan fyrir gerð þessa gagn- merka verks. Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari, sem hefur stýrt Sumartónleik- unum, sagði nokkur orð í tilefni afmælisárs, en að því loknu flutti Sveinbjörn Rafnsson, prófessor, stutt erindi um Þorlák biskup helga og samtíð hans. Samkvæmt venju verða að jafnaði tvennir tónleikar hveija helgi, með þeirri undantekningu að ein helgin (22. júlí) er tekin frá fyrir Skálholts- hátíðina. 28. og 29. júlí verða flutt verk eftir Bach-fjölskylduna og þrír sembalkonsertar eftir Johann Sebastian. Um verslunarmanna- helgina (4. til 6. ágúst) verða flutt verk eftir Vivaldi og Leif Þórar- insson. Fjórðu helgina (11. og 12. ágúst) verður m,a. flutt úrval verka eftir Hafliða Hallgrímsson og síðustu helgina (18. og 19. ágúst) mun Manuela Wiesler flytja íslenska og erlenda tónlist, en hún, ásamt Helgu Ingólfsdótt- ur semballeikara, átti drjúgan þátt í vinsældum Sumartónleik- anna. Héraðsneftid Rangæinga: Skorað á ríkis- stjórnina að kaupa hús SS Héraðsnefnd Rangæinga hefiir skorað á ríkisstjórn íslands að kaupa eign Sláturfélags Suður- lands við Laugarnes í Reykjavík, til að flýta fyrir (lutningi kjöt- vinnslu sláturfélagsins á Hvols- völl. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á fyrsta fundi héraðsnefndar- innar á þessu kjörtímabili, 12. júlí sl. Jafnframt lýsti nefndin yfir ánægju sinni yfir fyrirhuguðum flutningi kjötvinnslunnar til Rang- árvallarsýslu. EINSTAKT TÆKIFÆRI Kr. 29.900,- Ógleymanleg helgi 19.-22. júlí London í nýju Ijósi Kynnisferóir með þaulkunnugum fararstjóra Veraldar. Kvöldsigling og veisla á ánni Thames Hljómleikar Madonnu, leikhús, veitingahús Osvikin heimsborgarstemmning Krækió í síðustu sætin núna! AUSTURSTRÆT117 ■ 101 REYKJAVÍK • SlMI (91) 62 22 00 Hótel Stykkishólmur Hótel Stykkishólmur, nýtísku hótel, staösett aöeins um 200 km. frá Reykjavík, leggur metnaö sinn í aö veita gestum sínum aöeins það besta sem völ er á hverju sinni, sauna og ýmis þægindi. Frá hótelinu er gott útsýni og golfvöllur í túnfætinum. Áhersla er lögö á góöan mat. Þú slappar hvergi betur af en á Hótel Stykkishólmi. Ævintýrasigling um Breiöafjörö, fjöröinn maö eyjarnar óteljandi. 62 farþega, hraðskreiður bátur EYJAFERÐA, fer í daglegar sigiingar I Flatey og um Suöureyjar Breiöafjaröar. -Lifandi leiösögn. -Fjölbreytt fuglalíf. -Fornar söguslóöir. -Botnsköfuveiöi. -Sjávarfallsstraumar. -Sérstæðar bergmyndanir í eyjum. s ' ' Egilshús er 130 ára gamalt nýuppgert hús sem stendur rétt upp af höfninni, í hjarta gamla miðbæjarins og býöur uppá gístingu í 10 herbergjum meö rúmfötum eöa í svefnpokaplássi, ásamt morgunveröi. Afgreiösla EYJAFERÐA er viö Egilshús og fást þar ýmsar feröamannavörur. ■ . ; : I Suöureyjasigiingum EYJAFERÐA er boöiö upp á þá nýjung aö veitt er meö botnsköfu og farþegar smakka á ýmsu úr afianum s.s. hörpuskelfiski og ígulkerjum. Kóngur í ríki sínu _ iem im sur Sem þú fnu eigin ríki. Stykkishólmur hefur ótrúlega möguleika uppá aö bjóöa fyrir feröamenn: SIGLINGAR, EYJADVÖL OG ÞJÓNUSTA HAFIÐ SAMBAND OG KYNNIÐ YKKUR MÖGULEIKANA: HÓTÍl STYKKISHÓIMUR EYJAFEBÐIR SIMI 93-81330 SIMI 93-81450

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.