Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 29 félk í fréttum Morgunblaðið/Sverrir Eymundur Matthíasson leiðbeinir á helgar- námskeiðum í jóga og hugleiðslu. SJALFSVITUNDIN Forstjórar og alþing- ismenn hugleiða Eg byija á því að fá fólk til að finna hvernig það upp- lifir hluti eins og tilfinnmgar sínar, hugsanir og líkama. Utfrá því förum við svo í æfingar með einbeitingu þar sem komið er inn á andardrátt og fleira," segir Eymundur Matthíasson, leið- beinandi á jóga og sjálfsvit- undarnámskeiði sem haldið var í Árnagarði um helgina 6.-8. júlí. „Megintilgangur námskeiðsins er að gera fólk meðvitaðra um sína eigin tilveru. En fólki gefst líka kostur á að kynnast jóga og hluta þeirrar heimspeki sem stendur á bakvið hana. Við höfum haldið nokkur helg- arnámskeið af þessu tagi að undanförnu,“ segir Eymundur. „Þau eru öllum opin og aðgang- ur er ókeypis. Yfirleitt hafa 20-30 manns byijað á námskeið- inu en sumir hafa ekki verið alla helgina. Þátttakendurnir hafa verið frá 14 ára unglingum upp í eldra fólk. Fólkið kemur úr öll- um þjóðfélagsstéttum," segir Eymundur og nefnir sem dæmi að forstjórar og alþingismenn hafi sótt námskeiðin. Hann bætir við að flest nám- skeiðin hafa verið haldin í Reykjavik. „Við höfum að vísu farið til Húsavíkur og á Akranes en við vildum fara meira út á landsbyggðina. Til þess skortir okkur aftur á móti fé því það kostar alltaf eitthvað að halda svona námskeið.“ Það eru lærisveinar jógameist- arans Sri Chinmoy sem standa fyrir námskeiðinu. „Við hugleið- um saman tvisvar sinnum í viku,“ segir Eymundur og bætir við að Sri Chinmoy hafi fyrst komið til íslands árið 1975. „Hann hélt tónleika í Há- skólabíói árið 1988 og ári seinna í Langholtskirkju. Á tónleikun um blandar Sri Chinmoy saman hugleiðslu og hljóðfæraleik en hann spilar á allt að 20 hljóð- færi á tónleikum. Fólk upplifir þessa tónleika ekki einungis sem tónleika heldur líka hugleiðslu.' HEIM SHORNAFLAKKARI Það gerðist ýmislegt við Súez Pétur Kidson Karlsson heitir breskur maður sem margir íslendingar kannast við enda hefur hann búið hér á landi í fjölda ára. Pétur kom hingað með breska land- hernum í síðari heimsstyijöldinni og starfaði um skeið í breska sendi- ráðinu en hefur ferðast vítt og breitt um heimsbyggðina síðan. Nú er hann kominn til íslands til að bera beinin. „Það er að segja,“ eins og hann sjálfur orðar það, „ef guð og lögreglan leyfa.“ Pétur hefur frá ýmsu að segja um ferðalög sín um fjarlæg lönd. „Þetta byijaði allt árið 1938 í Hull,“ hefur Pétur mál sitt. „Þá var mér boðinn styrkur til að hefja nám í Þýskalandi þar sem uppgangur nasista var mikill. Ég nýtti mér styrkinn og fór til Þýskalands enda var ég eins og margir piltar á mínum aldri hálfhrifinn af öllu umstanginu í kringum nasismann og hlustaði ekki á raddir sem töluð- um um ofsóknir á hendur gyðing- um. Talað hafði verið um að ég yrði tvö ár í Þýskalandi en um haustið 1938 hringdi móðir mín í mig frá Jórvík og bað mig blessaðan að koma heim því stríð væri á næsta leiti. Þrátt fyrir að þýskir vinir mínir ■ segðu mér að stríð við Bretland kæmi ekki til greina fór ég að vilja móður minnar og hélt heim til Jórvíkur. Ári seinna, í blíðskapar- veðri 3. september 1939, lýsti Chamberlain, forsætisráðherra, því yfir í útvarpi að Bretar hefðu sagt Þjóðveijum stríð á hendur. í janúar 1940, en þá var ég tutt- ugu og eins árs, var ég kallaður í herinn og sendur til Islands. Ég man greinilega eftir tilfinningunni sem greip mig þegar við sigldum inn Faxaflóa í stilltu veðri. Mér fannst ég vera korninn heim,“ segir Pétur og brosir. í Reykjavík starf- aði Pétur hjá bresku öryggisþjón- ustunni sem hafði aðsetur á Lauga- vegi 67A. „Á þeim árum kom upp svokallað Ártic-mál,“ segir Pétur. „Svo vildi til að breskir leyniþjón- ustumenn höfðu fengið upplýsingar um að Þjóðveijar hefðu haft sam- band við íslenskan loftskeytamann í höfn í Lissabon og fengið hann til að senda veðurskeyti frá ís- iandi. Þegar skip loftskeytamanns- Morgunblaðið/Börkur Pétur Kidson Karlsson hefur írá mörgu að segja af ferðum sínum um (jarla'g lönd. ins kom í höfn var hann handtekinn og yfirheyrður af breskum liðsfor- ingja niður á Laugavegi. Við yfir- heyrsluna danglaði liðsforinginn í loftskeytamanninn en þegar ég kom á framfæri mótmælum við hann hótaði hann mér þvj' að senda mig í fangelsi ef ég þegði ekki. Seinna komst yfirmaður hans, kapteinn Wise, að þessu og sendi liðsforingj- ann heim. Eftir stutt frí í Jórvík í júnímán- uði 1943 var ég sendur til Egypta- lands í skipaeftirlit við Súezskurð- inn. Hitinn var oft mikill við Súez en varasamt að kæla sig í skurðin- um því þar var mikið af hákörlum. Einn eftirlitsmannanna lét sig þá hafa það, klæddi sig úr fötunum og stakk sér í vatnið. Eftir dágóða stund heyrðum við hann hrópa karl- mannlegari röddu: „Hjálp, hjálp, hákarl." Og stuttu seinna aftur: „Hjálp, hjálp, hákarl.“ En að þessu sinni var röddun skræk,“ segir Pét- ur og kímir. „Já, það gerðist nú ýmislegt við Súez.“ Eftir dvölina í Egyptalandi lá leiðin til Flórens þar sem Pétur lærði rússnesku af rússneskri flóttakonu af aðalsættum en síðar K VISA NR. 150 Dags. 17.7. 1990 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4100 0001 6254 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 6544 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND dvaldist hann um tíma í Englandi og Noregi þar sem hann starfaði við að fara yfir skjöl þýska foringj- ans Jodl. Þá lá leiðin til Finnlands, aftur til Englands og til Þýska- lands. í Þýskalandi var haft sam- band við hann og hann beðinn að fark til Moskvu þar sem vantaði menn í breska sendiráðið. Seinna starfaði Pétur í Hong Kong og Tókíó. Árið 1956 hóf hann svo störf í breska sendiráðinu í Reykjavík og starfaði þar í fjögur ár. „Þá var ég orðinn leiður á utanríkisþjónustunni og ákvað segja upp,“ segir Pétur. „Ég þekkti íslenska konu sem var loftskeytamaður og hún hvatti mig til að fara í nám í loftskeytafræðum sem ég gerði. Seinna var ég lengi loftskeytamaður hjá Eimskipafé- laginu og Hafskipi," segir Pétur og bætir við að á síðustu árum hafi hann verið á flakki á milli íslands og Spánar þar sem hann hefur ver- ið að kenna ensku. Þess á milli vinn- ur hann að ritun ævisögu sinnar en óvíst er að hún verði nokkurn tíma gefin út enda segist Pétur aðallega að skrifa hana fyrir sjálfan sig. javík • HYGEA Lauaa- .N, Fjarðarkaupum, Hafnarfirði • Li- • STJÖRNUAPÓTEK, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.