Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI 7\ TIL FÖSTUDAGS Þesslr hringdu .. . I M m <1 . Var ekki til betri brandari? Kona utan úr bæ hringdi: „Ég fór á seinni sýningu þeirra Spaugstofumanna sem haldin var í Reykjavík fyrir skömmu. Strák- arnir voru alveg ágætir en mér finnst furðuiegt að ekki skuli hafa fundist á öllu landinu betri brand- ari en þessi sem var valinn Létt- asta lundin. Höfum við íslending- ar ekki betri húmor en þetta? Brandarinn var alveg síðasta sort. Það hlýtur að hafa verið hægt að velja annan og skemmtilegri brandara en þennan um krak- kann. Annað mál sem mig langar til að minnast á er um Sjónvarpsvísir Stöðvar 2. Þegar ég fór í póstkas- sann 13. júlí sl. lá bunki af Sjón- varpsvísi á gólfinu. Nú bý ég í stóru íjölbýlishúsi þar sem póst- kassarnir eru vel merktir. Það eru ekki allir í húsinu sem eru áskrif- endur að Stöð 2 svo hver sem er gat hæglega nælt sér í Sjónvarps- vísi sem lá þarna fyrir hvers manns fótum. Það hlýtur að vera hægt að vanda betur vinnubrögð- in þó það taki aðeins lengri tíma að setja vísirinn í póstkassana. Og svo er nokkuð seint að fá blað- ið í hendurnar 13. júlí.“ Hvenær eru hundadagar? Ragnar hringdi: „Ég var staddur í sundlaugunum fyrir stuttu og var verið að deila um hvort hundadagamir byijuðu 13. júlí eða 23. júlí. Gaman væri ef einhver fróður gæti svarað því hvenær þeir eru og hvernig þesSi nafngift er til komin.“ Blöskrar hækkun skólagjalda Nemandi utan af landi hringdi: „Nú þegar sífellt er verið að ræða um verðlagsstöðvun og að halda verðbólgu niðri langar mig til að vita hvernig skólagjöld Iðnskólans í Reykjavík geta hækkað svo mik- ið sem raun er á. Þegar mér blö- skraði gjaldið sem ég þurfti að greiða fyrir eina önn athugaði ég hvað gjöldin voru í fyrra. Fyrir tvær annir í fyrra var greitt 4.400 kr. en núna er greitt 6.900 kr. fyrir eina önn, eða 13.800 kr. fyrir skólaárið. Það er erfitt að sætta sig við svo mikla hækkun í einu. Þegar ég fékk gíróseðilinn sendan stóð upphæðin 6.900 kr. en án nokkurrar sundurliðunar í hvað peningarnir færu. En þegar búið var að greiða gíróseðilinn kom kvittun þar sem sundurliðun kom fram. Væri ekki réttara að láta sundurliðunina koma fram á gíróseðlinum áður en borgað er?“ Reiðhjól í óskilum Drengjareiðhjól fannst í miðbæn- um. Þeir sem sakna hjólsins geta hringt í Axel síma 666349. Tapaði sportjakka Dökkblár drengjasportjakki með gulu og ljósbláu framan á ermum tapaðist í Safamýri sl. miðviku- dag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 74033 á kvöldin. Mikið aftýndum munum eftir Tommamótið Sigríður Ólafsdóttir hringdi: „Eftir Tommamótið sem haldið var hér í Vestmannaeyjum er fjöldi muna sem eru týndir eða í óskilum. Meðal þess sem týndist eru íþróttaföt, íþróttaskór, bolir, buxur og fleira. Mig langar til að biðja foreldra og aðstandendur barnanna sem voru á mótinu að athuga hvort börnin þeirra eru með eitthvað sem þau eiga ekki og væri þá best að senda það í Týs-heimilið í Vestmannaeyjum. Þá væru munirnir allir á einum stað og væri þá auðveldara að koma þeim til réttra eigenda.“ Högni í óskilum Högni er í óskilum. Hann er bröndóttur á baki, hvítur á fótum, kvið og hálsi. Far er eftir ól á hálsinum. Upplýsingar í síma 10749. Tapaði Cartier silkisiæðu Blá og hvít Cartier silkislæða tapaðist sunnudaginn 8. júlí. Eig- andi tapaði henni á göngu í Foss- voginum og á Bústaðaveginum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 84339. Týndi drengjaúri Svart Sanio drengjaúr tapaðist í Hafnarfirði. Finnandi hringi í síma 651297. Gleymdi hönskum Brúnir fóðraðir svínaskinnshan- skar gleymdust í strætisvagnabið- skýlinu við Glæsibæ mánudaginn 28. júní kl. 8.30 að morgni. Finnandi hringi í Guðrúnu í síma 36652 eða 602023. Drengjareiðhjól hvarf Svart og gult BMX drengjareið- hjól hvarf frá Rauðalæk 17. Þeir sem vita um hjólið eru beðnir að hringja í síma 39212. Tapaði lífseguljafnara Ásgerður Sigríður hringdi: „Þegar ég var í Laugardalssund- lauginni fimmtudaginn 12.júlívar tekið frá mér armband sem er svokallaður lífseguljafnari af gerðinni Biorey. í leiðbeiningum sem fylgja armbandinu er þess getið að enginn annar en eigandi megi nota það, það gæti því rask- að ró þess sem hefur sett það á sig. Armbandið var í töskunni minni og þegar ég snéri mér stutta stund frá var það horfið. Þar sem armbandið er mér mikils virði bið ég þann sem veit um það að skila því í Laugardalssundlaug- ina eða hringja í síma 32954.“ Kettlingur Einlitan svartan kettling vantar heimili. Er kassavanur. Upplýs- ingar í síma 611882. Hvenær ætla íslenskir ráðamenn að gefa Bandaríkjamönnum tóninn? Til Velvakanda. Á undanförnum dögum hefur Bandaríkjastjórn komið í veg fyrir tvær mikilvægar tillögur íslenskra ráðamanna, þ.e.a.s. hrefnuveiðar og afvopnun á höfunum. Báðar til- lögurnar voru byggðar á sterkum grundvelli en sáu samt ekki dagsins ljós. Hvenær ætla íslenskir ráða- menn að gefa Bandaríkjamönnum tóninn? Af hverju þurfa íslenskir ráðamenn að þegja þegar Banda- ríkjamenn eru sífellt að skipta sér af íslenskum málum? Einu sinni man ég eftir því að íslenskur ráð- herra hafði þann kjark að standa upp fyrir ísland og það var þegar Albert Guðmundsson fyrrum ráð- herra stöðvaði kjötinnflutning Bandaríkjamanna til stöðvar þeirrar í Keflavík. Eins lengi og íslenskir ráðamenn láta traðka á sér á er- lendum vettvangi þá eru ekki mikl- ar vonir til að Island geti stundað sjálfstæða utanríkisstefnu. Það vantar ríkisstjórn þjóðernissinna til að láta almennilega heyra frá sér. Þá yrðu loksins teknar til greina tillögur íslendinga á ýmsum mikil- vægum málum. Vilhjálmur Alfreðsson PayDay með söltuðum hnetum, engu öðru líkt. . ms\ fer % - % PayDay hefur svo sannarlega slegid i gegn. Það gera söltu hneturnar. Dreifing: MATA, Sundagörðupri 10, sími 91-681300 Þegar þú vilt láta ferskleikann njóta sín ... Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til - fátt gefur meiri ferskleika. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 10% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 5.7 37 1 msk (15 g) 17 112 100 g 1— 753 H ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ^ ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA UTSALA ÖTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.