Morgunblaðið - 22.07.1990, Side 7

Morgunblaðið - 22.07.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 7 Ríkisskattstj óri: Útihátíð Stuð- manna um verslunar- mannahelgi skattskyld Um rokktónleika að ræða, segja Stuðmenn „Tónleikarnir í Húnaveri munu fara fram á afgirtu svæði þar sem engin veitingasala fer fram, hvað þá annað samkomuhald," segir Jakob Magnússon úr Stuðmönnum en embætti ríkisskattstjóra telur rokktónleika hljómsveitarinnar um komandi verslunarmannahelgi vera skattskylda þar sem um úti- liátíð sé að ræða, með tilheyrandi veitingasölu og kveðst munu inn- heimta virðisaukaskatt af henni. Þessu segjast Stuðmenn ekki una, þar sem um tónleika sé að ræða en ekki útihátíð. Hvað framtakss- amir athaihamenn eða góðbændur kjósi að aðhafast á nærliggjandi jarðskikum, bensínsölum eða pulsuvögnum sé þeim óviðkom- andi. Jón Guðmundsson,, forstöðumaður gjaldadeildar ríkisskattstjóra seg- ir málið túlkunaratriði á undan- þáguákvæði laganna um virðisauka- skatt. Þar komi fram að tónleikahald sé undanþegið skattinum ef það sé ekki í tengslum við annað skemmt- anahald eða veitingastarfsemi. „Úti- hátíðir eru skattskyldar og þetta mál snýst um útihátíð Stuðmanna í Húnaveri. Okkur sýnist að hún sé skattskyld vegna þess að hún sé í tengslum við annað skemmtanahald og veitingastarfsemi.“ Jón segir að ætíð megi búast við vandræðum vegna undanþága frá lögum, að einhvers staðar verði kom- ið að mörkum. „Það sem erfiðast er að eiga við er að setja mörkin milli undanþágunnar og skattskyldunn- ar.“ Jakob Magnússon úr Stuðmönnum segir fjöldamörg dæmi um að útihát- íðir og tónleikar með tilheyrandi veit- ingasölu teljist ekki virðisaukaskatt- skyld. „Ég vil minna á rokkhátíð iandsmóts UMFÍ í Mosfellsbæ, á tvenna rokktónleika Listahátíðar þar sem var stiginn dans, á skattfrjálst landsmót hestamann fyrir skemmstu þar sem bæði fór fram dans og veit- ingasala og rokktónleika Rokkskóga- manna í Laugardaishöll í júní. Allir þessir rokktónleikar voru dæmdir skattfijálsir eins og vera ber um tón- leika,“ segir Jakob Magnússon. „Málið snýst um það hvort hef- bundnir rokktónleikar alls staðar í heiminum séu einungis tónleikar ef fólk situr á stólum og hreyfir sig ekki, og bragðar hvorki vott né þurrt. Ef svo er, þýðir það að tón- leikaferðir erlendra listamanna til íslands munu leggjast af, áhættusöm fyrirtæki á borð við að halda um- fangsmikiar rokkhátíðir éins og tíðkast í öllum löndum hins siðmennt- að_a heims munu leggjast af með öllu. Nuverandi lög um virðisaukaskatt miða bersýnilega að verndun og við- haldi íslenskrar menningar. Ætli menn í raun og veru að gera íslenska alþýðutónlist að einustu tegund menningar og lista á landinu, sem er gert að hiíta skattlagningu, þá er það um leið alvarlegasta aðför að íslenskri tungu og menningarlegu sjálfstæði síðan 1949. LISTA' OG ÓPERUKLÚBBURINN VÍGSLUFERÐ MEÐ NÝJUSNIÐI, ÞAR SEM AÐEINS ÞAÐ BESTAER í BOÐI: TOFRAR ITALIU 2ja vikna listskoðun og lífsnautn í fegurstu héruðum og borgum Italíu. Brottför 24. ágúst. SÍÐUSTUFORVÖÐ AD PANTA FERÐAMÁTI: Flug til Milano og til baka frá Róm. Akstur um Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna. GISTING: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum með tilliti til staðsetningar og gæða HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: 1. Milano, m.a. La Scala óperan og síðasta kvöldmáltíð Leonardo da Vinci. 2. Stórfengleg óperusýning með bestu söngvurum heimsins í Arenunni í Verona, hinni einstæðu miðaldaborg Rómeós og Júlíu. 3. Heillandi fegurð Gardavatns: Sirmione, Bardolino, Garda, Torbole, Riva og Limone. 4. Listir og líf í Feneyjum, þar sem gist verður á Hótel Splendide Suisse við Canal Grande og skammt frá Markúsartorgi, til að upplifa töfra borgarinnar á nóttu sem degi. 5. Hjarta Ítalíu - listaborgin Flórens - þar sem gist er í 3 daga í hjarta borgarinnar til að sjá með eigin augum snilld renaissans- ins, mestu listfjársjóði veraldar. 6. Pisa, Siena og Assisi, borgirnar, sem eru sjálfar eins og undur- fagurt safn, ótrúlegri en orð fá lýst. 7. Borgin eilífa, RÓM, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur engu tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að ferða- menn frá öllum heimshornum í 2000 ár. Ef listir, saga og fegurð höfða til þín, er þetta ferð, sem þú mátt ekki missa af. Allur viðurgjörningur, matur og vín eins og best gerist í gósen landi sælkera. Skipulag og fararstjórn: Ingólfur Guðbrandsson Okkar mat: Óviðjafnanleg ferð með ákveðinn gæðastimpil, þar sem lífsnautn og listnautn sameinast í góðum félagsskap. Alveg einstök kjör sem ekki verða endurtekin: Allt ferðalagið ó verði, sem samsvarar gistingunni einni, aðeins kr. 135 þÚS. Höf um lækkað verð kynnisf erða. marimektó Utsalan hefst á morgun mánudag V A T N A I) l K ■ C J A V A V ft R l R LAUGAVEG113 - S. 62 45 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.