Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ CUÐLAUCUR BERGMANN___ „...6 heimasmíðaða bambusstöng vötnum sem eru um tuttugu tals- ins, en félagsmenn panta stund og stað með löngum fyrirvara, svo hending ein ræður hvað eftir verður fyrir hina. í sumar er hins vegar nokkuð mikið af leyfum laust miðað við undanfarin ár, svo tækifærið býðst varla betra fyrir þá sem allt- af eru á leiðinni í fyrsta laxveiðitúr- inn, að slá til. A Akureyri eru starfandi tvö fé- lög, Straumar og Flúðir, og geta flestir þéttbýliskjamar státað af svipuðu fyrirkomulagi þó ekki séu öll félögin jafn umsvifamikil. Yfír- leitt veita þau þó góða leiðsögn og henta vel fyrir byijendur í sportinu. Stórlaxar og aðrir laxar Veiðimálastofnun gefur út ítar- lega skýrlsu um laxveiðina á hveiju ári, og hefur gert það síðan 1974. Þar er að fínna allar þær upplýsing- ar sem skráðar eru í veiðibækur ánna og hveijum veiðimanni er skylt að færa inn. Guðni Guðbergs- son á vistfræðideild Veiðimálastofn- unar hefur dregið saman allar þær tölur sem þar er að fínna og bent er á ýmsar staðreyndir varðandi stangaveiðina. Mikill munur er á veiðinni milli laxveiðiáa. Af þeim 30.082 löxum sem veiddust á stöng árið 1989 voru þyngdarmældir 20.366 smá- laxar en 9.399 stórlaxar, en þetta hlutfall er breytilegt milli ára. Smá- laxar eru þeir fiskar kallaðir sem dvalið hafa eitt ár í sjó en stórlaxar tvö ár eða lengur. Um þetta má ganga úr skugga með töku hreistur- sýna, en að jafnaði eru smálaxamir 4-6 pund og stórlaxamir 10-13 pund og fer því vart á milli mála hvort er hvort. í þessum efnum sem öðrum hef- ur eðli árinnar sjálfrar mikið að segja. Þau seiði sem klekjast út í hverri á ganga í hana aftur, og hefur því hver á sinn sérstaka stofn af físki. Ef við látum kjördæma- skiptinguna gilda í laxveiðinni má sjá að Norðurland eystra og Norð- urland vestra hafa mun hærra hlut- fall af stórlaxi (upp undir 50%) en önnur svæði á landinu. Á Reykja- nesi og í Reykjavík var hlutfall stór- lax einungis um 14% árið 1989 og litlu meira á Suður- og Vesturl- andi. Þó ber þess að geta að mikil ganga smálax eitt árið leiðir til stærri göngu stórlax næsta ár á eftir, og því er um að ræða þó nokkrar sveiflur í ánum. Það sem af er sumri hefur mikið borið á tveggja ára fiski, og njóta þær ár sem gegnum tíðina hafa haft hátt hlutfall af honum góðs af því. Margar þeirra áa sem lentu í toppsætum listans í fyrrasumar geta því Ient neðar á honum í sum- ar ef svo fer sem horfír. Er eldislaxinn óalandi? Fyrirbæri sem er tiltölulega nýtt af nálinni er hið háa hlutfall eldis- lax í veiði einstakra áa. Þetta á rætur að rekja til físka sem sloppið hafa úr kvíum sem staðsettar eru nálægt ósum laxveiðiánna. Þó regl- ur um verndarsvæði kringum árósana kveði á um 5 til 15 kíló- metra radíus af „hreinu“ svæði má alltaf fínna eitthvað af eldislaxi í aflaskýrslum veiðimanna. Sérlega Guðlaugur Bergmann, kannski betur þekktur sem Gulli í Karnabæ, er mikill áhugamaður um laxveiðar og hefúr stundað þær frá unga aldri. Guðlaugur er í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og ekki stendur á svari þegar hann er spurður hvort óhætt sé að voga sér út í laxveiði: Engin spurning! vernig byijaðir þú sjálfur? „Eg veiddi minn fyrsta lax þegar ég var átta ára á Selfossi á bambusstöng sem ég bjó til sjálfur. Ég er nú ekki af Iaxveiðifólki kom- inn en ég bjó við á og það virtist sjálfsagt mál að renna fyrir fisk í henni. Síðan datt þetta nú niður þegar ég flutti frá Selfossi og ég var orðinn rúmlega tvítugur þegar mér var eitt sinn boðið í veiði og þá þurfti ekki mikið til að kveikja aftur í mér.“ -Ertu stórveiðimaður? „Það er nú eitthvað farið að minnka. Ég varð að byija veiði mína sem veiðimaður en ekki sem sportveiðimaður af því ég hafði ekki efni á að veiða lax og þá skipti miklu máli að ég veiddi marga fiska til að selja. Fiskur er verðmæti í landi sem lifir á fiski og það var engin goðgá að reyna að veiða sem mest. Ég hef komist upp í að veiða 50 laxa á einum degi í Laxá á Ásum. Á einu sumri hef ég hins vegar mest veitt 486 laxa svo ég hef náð að veiða nokkuð mikið en það var einmitt það sem laxveiði mín byggðist á í gamla daga.“ -Hvar og hvemig veiðirðu helst? „Fyrirtveimur árum hætti maður að fá nokkuð fyrir laxinn og þá gerðist eitthvað inni í mér sem minnkaði þessa ánægju. Þá hætti ég meðal annars að veiða á maðk því ég kann svo vel á það að ég drep bara meira af laxi þannig og ekki eins auðvelt að sleppa honum ef ég vil gera það. Ég fór að kenna konunni minni að veiða á maðk og henni þykir mjög gaman að því en hún hefur verið með mér í veiðinni svo til frá upphafi. Annars er Norð- urá mín draumaá og ég fer þangað þegar ég get.“ -Hvaða ráðleggingar hefurðu fyrir upprennandi laxveiðimenn? „Ég ráðlegg mönnum eindregið að byija á því að ganga í Stanga- veiðifélagið. Það er ákjósanlegt fyr- ir þá sem það geta að byija í Elliða- ánum en í Stangaveiðifélaginu bjóð- um við uppá mikið úrval af ódýrum veiðileyfum, til dæmist Stórulaxá í Hreppum sem er mjög falleg og stór á. Þótt hún gefí ekki allt of mikið af laxi getur hún gefið mjög stóra laxa. Þar læra menn að fara með færi og línur auk þess sem þar u Guðlaugur Bergmann út í miðri á að kenna syni sinum handtökin er mjög gott hús og stórbrotið umhverfi sem ásamt félagsskapn- um verður alltaf meira og meira virði eftir sem maður eldist - á kostnað sjálfrar veiðinnar. Norðurá er líka mjög góð á, og í byijun og enda tímabils má fá þar ódýr veiði- leyfí og ég get óhikað mælt með henni.“ ÓLAFUR H. ÓLAFSSON_____ „Félagsskapurinn og náttúran heilla mest“ ÓLAFUR H. Ólafsson, laxveiði- maður með meiru, var á leið- inni í veiðitúr þegar Morgun- blaðið hafði uppi á honum fyrir helgina. Eftir sambandsrof í Víkurskarði tókst þó með að- stoð vingjarnlegrar landssíma- stúlku að halda við hann farsím- asambandi og spyrja hann hvert hann væri að fara. Hvar hefurðu verið að veiða í sumar og hvert er ferðinni. heitið núna? „Við erum á leiðinni í Laxá í Þingeyjasýslu og þar er ætlunin að vera í þijá daga við veiðar. Um síðustu helgi vorum við í Stóru-Laxá í Hreppum þar sem við fengum níu laxa samtals, þar af tvo fjórtánpundara. Þar sást reyndar mikið af stórum laxi, til dæmis í hyljum í Hrunakrók og í Klapparhyl, en það var lítið vatn í ánni og þeir stóru tóku ekki. Svo hef ég farið nokkrum sinnum í Norðurá, og nokkra daga vorum við í Munaðarnesinu en ég veit ekki hvort það á að kallast rnikið." -Ertu stórveiðimaður? „Nei, ég mundi ekki segja það. Ég er ánægður ef ég fæ einn til tvo laxa á vakt. Það mikilvægasta í mínum huga er útiveran, náttúr- an og félagsskapurinn sem af þessu hlýst. Við förum venjulega nokkrir saman í veiði og tökum því þá rólega og njótum lífsins." -Hveijir eru þínir uppáhalds Ólafúr með 16 punda lax. veiðistaðir og hveijum mælir þú með fyrir byijendur? „Mín uppáhaldsá er Norðurá, en mér þykir líka mjög gaman í Laxá í Þing og Stóru-Laxá. Reyndar höfum við félagamir stundum farið í Víðidalsá á haust- in og þó mér hafí þótt lítið til hennar koma í upphafi hef ég haft gaman af að vera í henni undanfarin ár því þar er alltaf von á stórum fiski. Sjálfur hóf ég fer- il minn í Stóru-Laxá og þar er ágætis aðstaða - gott hús og menn geta eldað sinn eigin mat. Reyndar er efsta svæðið erfítt yfirferðar en hún er í heppilegum verðflokki fyrir byijendur. Það er einnig upplagt að fara í Norður- ána þegar líða tekur á ágústmán- uð og verðið hefur lækkað um helming. Þá er oft mikið af físki þó hann sé tregur til að taka, svo menn geta lært á hylina og tamið sér veiðitækni.“ -Segðu mér frá stærsta laxin- um sem þú hefur fengið. „Ég hef fengið tvo tuttugu punda laxa, báða á flugu sem ég hef hannað og hnýtt sjálfur. Þann fyrri fékk ég á Suðureyri í Laxá í Þingeyjasýslu á flugu sem heitir Islandia og er hnýtt í fánalitunum. Þann síðari fékk ég á Gíslastöðum við Illukletta í Hvítá í Ölfusi á flugu sem ég kalla Randalínu." -Áttu veiðisögu í lokin? „Við vorum norður í Laxá í Þingeyjasýslu og ég var að ljúka við að þreyta 3-4 punda smá- putta. Formaður Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, Jón G. Bald- vinsson sem með mér var, ætlar að hjálpa mér og teygir sig eftir fískinum. Þá er allt í einu allt laust, og í ljós kom að hann hafði brennt sundur gimistauminn með vindlinum sem hann var með í munninum. Þessi saga kom út í bók Stangaveiðifélagsins, Þessu trúir ertginn, og er þessi lax lík- lega sá minnsti er kemur fyrir í þeirri bók.“ ÞÓRARINN SIGÞÓRSSON_ „Fimmhundruð laxar á sumri“ EKKI er unnt að gera laxveiði eða laxveiðimönnum viðunandi skil án þess að minnast á Þórar- in Sigþórsson, tannlækni í Reykjavík. Þórarinn er mikill veiðimaður og lætur fátt aftra sér frá því að komast í lax. Þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann var hann nýbúinn að lenda í óhappi við veiðar í Laxá í Ásum og var ekki laust við að hann haitraði. „Það verður að segjast eins og er að maður er víst frek- ar hraðskreiður við veiðiskapinn og ég datt kylliflatur á leiðinni niður að Brúarstreng." Þetta kom þó ekki í veg fyir að Þórar- inn fengi fjóra laxa þann daginn, með ónýtt hjól og línuna í hend- inni. Hvernig átti það sér stað að þú fórst að veiða lax? „Ég er alinn upp við laxveiði því faðir minn bjó á laxveiðijörð. Þetta síaðist auðvitað smám saman inn í mig og ég hef verið að síðan.“ -Hvað ferðu oft á sumri? „Ætli ég sé ekki að 50-60 daga á sumri að jafnaði. Konan mín kem- ur með mér, og þó hún stundi ekki veiðar hefur hún gaman af útive- runni og tekur myndir fyrir sjálfa sig - mér hefur ekki tekist að smita hana ennþá. Á haustin er ég hins vegar mikið við ijúpnaveiðar og hef af því ómælda ánægju og gleði.“ -Hefurðu tölu á þeim löxum sem þú hefur landað um ævina? „Nei, því miður. En ég geri ráð fyrir að ég hafi veitt um 500 laxa að jafnaði á sumri síðastliðin 25-30 ár, kannski 12 til 14 þúsund laxa í allt. Ánægjuna má hins vegar ekki mæla í tölum og það eyðilegg- ur ánægjuna af veiðinni ef menn eru að hugsa um að veiða upp í veiðileyfíð eða láta verðlagið trufla sig á annan hátt - því verða menn að gleyma rétt á meðan.“ -Manstu þá nokkuð eftir þeim stærsta af öllum þessum fjölda? „Já, og það held ég að hver ein- asti veiðimaður geri. Ég veiddi eitt sinn 27 punda lax í Þverá í Borgar- firði. Fiskurinn tók maðk, en viður- eignin var hvorki löng né ströng, og laxinn var ekki eftirminnilegur sakir annars en stærðarinnar." „Er það satt að þú sért svo göldr- óttur að þú rennir hreinlega beint upp í fiskinn? „Það getur enginn rennt beint upp í fisk. Það er hins vegar nauð- synlegt að vera nákvæmur og renna eins nálægt fiskinum og mögulegt er, hvort sem veitt er á flugu eða maðk. Ég hef oft rekið mig á það að við sjónveiðar á flugu að fiskur- inn hreyfir sig ekki fyrr en flugan er innan við fet frá honum, svo nákvæmnin skiptir mjög miklu máli að mínu viti.“ -Veiðirðu fyrir veiðileyfunum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.