Morgunblaðið - 22.07.1990, Side 13

Morgunblaðið - 22.07.1990, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ -Hvaða lax er þér minnisstæðast- ur? „Stærsta laxinum sem ég veiddi man ég vel eftir, hann var 23 pund og ég fékk hann í Víðidalsá seint um haust á stað sem heitir Þóru- dalsbakki rétt fyrir klukkan níu, svo það var orðið hálfdimmt. Ég hafði séð þennan stóra lax stökkva og ég man hvað ég var óskaplega kát- ur þegar ég fékk hann á því það var erfitt að komast að honum og ég þurfti að vaða út á eyri og lét mig hafa það að blotna upp í bringu því ég átti engar vöðlur. Svo renndi ég niður með eyrinni og fann að það var tekið og sá svo allt í einu þennan rokna lax stökkva rétt við hliðina á mér. Ég fór að draga inn. Það var allt laust, en þá hafði sá stóri rokið uppeftir og stökk þarna við hliðina á mér. Eftir að hafa land- að honum gekk ég niður að bílnum þar sem konan beið eftir mér og hún sagði að ég hefði haldið á laxin- um eins og barni, brosandi út undir eyru.“ -Svona í lokin, hver er ótrúleg- asta ólogna veiðisagan sem þú hef- ur nokkurntíma heyrt? „Ég held ég verði að segja að það hafi komið fyrir veiðifélaga minn fyrir mörgum árum. Hann var að kasta undir Laxfossi í Grímsá og setur í lax. Hann var með litla flugu man ég eftir, og þegar við lönduðum fiskinum kom í ljós að það hafði áður slitnað í honum og stóð stór öngull í kjaftvikinu, flugan hafði svo krækst í augað á önglin- um. Síðan kastaði hann aftur og fékk annan lax á, ég minni á að þetta er sönn saga, en eitthvað var skrýtið við þá veiði og loksins þegar hann landaði honum kom í Ijós að það hafði kappmellast utan um sporðinn á fiskinum. Þetta voru einu laxarnir sem komu á land þann daginn.“ hátt hefur hlutfall eldislax verið á Reykjanesi og Reykjavík. Botnsá í Hvalfirði er þar efst á blaði með 47% eldislax í fyrra, meðan Elliða- árnar og Leirvogsá höfðu kringum 30%. Úr aflahæstu ánni í fyrra, Laxá í Kjós og Bugðu, komu rúm 12% eldislax, sem er meira en geng- ur og gerist annars staðar á landinu. Þetta veldur mörgum áhyggjum vegna erfðablöndunar við náttúrulegan lax sem getur gert það að verkum að seiðin hætta að ganga í réttar ár eða gera það á röngum tíma, og gæti þetta í versta falli orsakað að ár dæju út. Sveiflur af þessum völdum má ekki enn merkja í ám á Islandi, en í Skandínavíu og Sovétríkjunum hafa ár orðnar físklausar vegna þessa. Heimshornaflakkarar Þegar lax gengur í sjó fer hann um langa vegu. Það er erfitt að segja til um hvert hann fer ná- kvæmlega, en merktir fiskar hafa fundist bæði við austur- og vestur- strönd Grænlands og við Færeyjar. Það virðist vera munur milli ára á því hvar fiskurinn heldur sig, en það er erfitt að fylgja laxinum í óravíddum hafsins. Það er í sjónum sem laxinn tekur út mesta vöxtinn og er það dæmi um ótrúlega ratvísi hans að hann skuli í fyllingu tímans skila sér í rétta á eftir mörg þúsund kílómetra ferðalag um Atlantshafið. Við ísland eru laxveiðar í sjó bannaðar. Nokkuð hefur verið um það undanfarið að reynt hafi verið að fara í kringum reglur af þessu tagi af hálfu danskra og færeyskra aðila, og er það að vonum slæmt fyrir íslenska laxastofninn og þar með laxveiðiámar. Nokkrir aðilar hér á landi hafa tekið sig saman um að kaupa laxveiðikvóta Færey- inga með það fyrir augum að stuðla að uppgangi laxastofnsins hér við land, en enn sem komið er þó lítil hætta á ferðum fyrir ís- lenska stofninn. Laxveiðimenn geta því unað vel við sitt um ókomna tíð í paradís íslenskra fallvatna. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Við veitum þér: ★ Þitteigiðhársem vexævilangt ★ Ókeypis ráðgjöf og skoðun hjá okkur eða heima hjá þér ★ Skriflega lífstíðarábyrgð ★ Framkvæmt af færustu læknum HRINGIÐ (BEST MILLI KL. 19-21) EÐA SKRIFIÐ TIL: Skanhár Holtsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 91-657576 Nafn:. Sími:. Heimilisfang:. Póstnúmer:. og önnur ævintýri i spennanai sérferðum Úrvals Útsýnar í MORÐINGJALEIT AUSTURRÍKI OG 19. - 23. september. UNGVERJALAND 100 ár eru liðin frá því að spennusagnahöfundurinn Agatha Christie fæddist. Gestirnir taka þátt í að leysa morðgátu að hennar hætti. 1 nótt í London og 3 í Manor House. Upplifið "Morðgátu" í Manor House hjá Magnúsi. 19. ágúst - 2 vikur. Ógleymanleg ferð um fegurstu staði Austurríkis, sléttur Ungverjalands og til hinnar töfrandi borgar Búdapest. Fararstjóri Árni G. Stefánsson. TYRKLAND Þórarinu Sigþórsson að veiðum í Laxá í Kjós. „Ekki lengur. Á árum áður var þetta næstum því útgerð og meira að segja upp úr því að hafa. Lágt verð á laxi og hærra verð á leyfun- um valda því að þetta er ekki hægt lengur. Það sem hefur fleytt mér áfram er að mér hefur mikið verið boðið í veiði.“ -Hvetjar eru þínar uppáhalds ár og hverjum mælirðu heist með fyr- ir byrjendur? „Laxá í Kjós er mjög fjöibreytt og skemmtileg á með mikið af fiski. Kjarrá er skemmtileg sökum þess að maður sér sjaldnast næsta veiðimann og ósnortin náttúr- an er heillandL Miðfjarðarárn- ar og Laxá í Ásum eru líka í uppáhaldi, en þó held ég að mér þyki skemmtilegast að veiða í Æðarfos'sunum í Laxá í Aðaldal. Þar er vatnsmikið og alltaf von á stórum laxi þó ekki sé honum mokað upp. Fyrir byijendur í sportinu er auðvitað skemmtilegast að reyna sig í bestu og dýrustu ánum. Það er erfiðara og brýt- ur frekar niður áhugann að spreyta sig í veiðileysu, og þessar ár sem ég nefndi hér áðan eru stórkostlegar fyrir byijendur ef þeir geta komist í þær. Laxá í Kjós er til dæm- is mjög auðveld og er hægt að aka meðfram henni allri - er hún yfirleitt fulL af fiski þó það hafi brugðist nokkuð hingað til í sumar. Fyrir þá sem vilja leggja minna undir má benda á Laxá í Aðaldal sem alltaf hefur ver- ið frekar ódýr, og svo auðvitað Rangá. Þetta er á sem skyndi- lega fór eitthvað að veiðast í og gefur mikið af 10-12 punda fiski.“ -Hefurðu veiðisögu á tak- teinum? „Fyrst ég er hér allur lurk- um laminn minnist ég þess að það henti mig í Miðfjarðará fyrir mörg- um árum að ég hrasaði og sleit lið- bönd í fæti, svo ég gat ekki mikið hreyft mig eftir það. Þetta gerðist um miðjan veiðitúrinn, og sem sönnun þess hve veiðigleðin er ríkj- andi eyddi ég þeim tíma sem eftir var veiðandi af vélarhlíf jeppans sem ók mér milli veiðistaða. í þess- ari ferð veiddum við óskaplega rnik- ið - fengum 64 laxa á þremur dög- um, sem þá var það mesta sem fengist hafði á eina stöng í Mið- fjarðará." PARÍS 5.-12. september. París í lok sumars. Kaffihús, söfn, verslanir, veitingahús og fleira og fleira. íslenskur fararstjóri. VÍNUPPSKERUFERÐ 7.-14. október. Skáll! Prost!! Zum Whol!! Vín og grín við Mósel og Rín. Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson. Ferðalýsing á skrifstofu. HELGARFERÐIR - London • Glasgow Kaupmannahöfn • París Amsterdam • Hamborg Luxemborg • New York Verðskrá kemur út í næstu viku og á eflaust eftir að koma á óvart. 25. september - 18 dagar. Einstakt tækifæri til að kynnast þessu framandi landi, borgunum Istanbul og Ankara, sveitum þess og sólarströndum. Fararstjóri Ása María Valdimarsdóttir. SKÚTUSIGLING í KARABÍSKA HAFINU 17. september -1. október. Meiriháttar ævintýri. Flogið frá New York til St. Luciu. Komið og fáið nánari ferðalýsingu. THAILAND 21. október - 8. nóvember. Jóhannes Reykdal er nú þegar orðinn landsþekktur fyrir sína frábæru fararstjórn í þessari árvissu ferð. Ferðalýsing á skrifstofu. Leitið frekari upplýsinga á skrifstofum okkar í Álfabakka 16, sími 603060, Pósthússtræti 13, sími 26900, og hjá umboðsmönnum um land allt. í '&CVETRARSÓL ' I óteljandi möguleikar: Kýpur • Kanarí • Costa delsol Florida •Mauritius Thailandog f/eira og fíeira. Verðlistar liggja fyrir innan skamms. 4 4 FfROASKRfSlOfAN URVAL-UTSYN Alfabakka 16 Sími 60 30 60 Posthússtræti 13. Simi 2 69 00 scga SUtXJRGÖtú 7 - SÍMI624040 v/SA FARKQRTIIfíf COTT FÚLK/SÍA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.