Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 33 Lára I. Magnús- dóttir — Minning Fædd 19. júlí 1894 Dáin 15. júlí 1990 Lára Ingibjörg Magnúsdóttir fæddist á Sauðárkróki, dóttir þeirra mætu hjóna Hildar Margrétar Pét- ursdóttur Eriksen og Magnúsar Guðmundssonar verslunarmanns og verkstjóra er þar bjuggu. Lára ólst upp í foreldrahúsum við mikið ástríki foreldra sinna, ásamt tveim bræðrum, Kristjáni C. og Ludvig C., einnig fóstursystrum, Pálu Sveinsdóttur og Pálínu Þórðardótt- ur, en þau eru öll látin nema Pála. Lára Ingibjörg giftist Guðmundi Guðna Kristjánssyni frá Meira- Garði í Dýrafirði 30. okt. 1915 og hófu þau búskap í Súðavík og stundaði Guðmundur þar kennslu um skeið, þaðan fluttust þau til ísafjarðar þar sem Guðmundur vann við verkstjórn og síðar í mörg ár skrifstofustjóri Rafveitu ísafjarð- ar. Guðmundur var búfræðingur frá Hvanneyri. Heimili þeirra var róm- að fyrir gestrisni og höfðingsskap, var þar oft gestkvæmt. Húsbóndinn röggsamur í pólitík þar í bæ og húsmóðirin stjórnsöm á sínu stóra heimili. Þeim hjónum varð átta barna auðið, sjö sona og einnar dóttur. Fjórir af sonum þeirra eru látnir, en þeir voru Ólafur fulltrúi, kvænt- ur Hrefnu Magnúsdóttur, Magnús eldri, Magnús yngri og Haraldur. Eftir lifa Kristján Sigurður vélvirki á Selfossi, kvæntur Guðmundu Guðmundsdóttur en hún lést 1. jan- úar sl., Páll Steinar skólastjóri, búsettur á Seltjamarnesi, kvæntur Unni Ágústsdóttur kennara, Sigrún fóstra, gift undirrituðum, býr í Hafnarfirði, og Lárus Þorvaldur sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn, kvæntur Sigurveigu Georgsdóttur hjúkrunarfræðingi. Alls eru afkom- endur 61 að tölu. Svo sem að líkum lætur hefur starfsdagurinn verið langur og árin mörg að baki, tæp 96. Árið 1966 fluttu þau hjón til Reykjavíkur, eftir að starfsdegi Guðmundar lauk og bjuggu þar uns Guðmundur lést árið 1975. En skömmu síðar, 1978, flutti Lára á heimili aldraðra í Lönguhlíð 3, Rvík, og dvaldist þar við góða alúð og umhyggju Friðriks Ingþórssonar'og konu hans, Láru, og eru þeim og öllu starfsfólki þar fluttar innilegar þakkir fyrir frábæra umönnun, en Lára dvaldi þar þar til fyrir rúmum 14 mánuðum er hún varð sakir veikinda að fara á Vífilsstaðaspítala þar sem hún lést sl. sunnudag. Vil ég hér með færa innilegar þakkir frá mér og konu minni til lækna og starfsfólks hjúkrunardeildar Vífilsstaðaspítala fyrir sérlega góða hjúkrun og elskulegt viðmót við hina látnu, og alla góðvild við okk- ur sem að henni stóðum. Lára var unnandi góðrar tónlistar og lék gjaman á orgel á samkomum fyrr á árum og á eigin heimili. Einn er sá þáttur sem ekki má gleyma, en það var hinn mikli hann- yrðaáhugi hennar, og eru til marg- ir listrænir hlutir eftir hana unnir af mikilli vandvirkni og smekkvísi. Ferðalög voru henni mikið yndi. Minnist ég er við hjónin fómm í ferð til Norðurlands að Mývatni árið 1968 með þau Láru og Guð- mund. Er við ókum yfir Vatnsskarð og Skagafjörðurinn blasti við okkur í allri sinni fegurð, man ég að hún sagði: „Ó, minn yndislegi Skaga- íjörður með eyjarnar mínar og Krókinn, hvað ég ann þér heitt.“ Og ég sá þá blika á tár á kinn af hrifningu. Mér er í fersku minni er ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna, hve innilega mér var tekið og allt gert til að gera mér dvölina sem ánægju- legasta, fyrir það og allt annað vil ég þakka nú á þessari stundu. Börn okkar Sigrúnar og fjölskyidur þeirra þakka liðna tíð. Að lokum kveðja dóttir og tengdasonur elskulega móður og tengdamóður með hjartans þökk fyrir allt sem hún var okkur. Guð varðveiti hana um alla eilífð. Hallgrímur Árnason Minning: Jóhann Ol. Jóhanns son - Kveðjuorð Fæddur 8. júní 1962 Dáinn 22. júní 1990 Mikið brá mér þegar komið var til mín morguninn 25. júríi og mér sagt að Jói Ólafur væri dáinn. Mér fannst ég verða tóm að innan, hann var besti vinur minn og hann gat ekki verið farinn og frá þessum degi hefur hann ekki vikið úr huga mér. Ég kynntist Jóa sumarið 1983 á Hvammstanga þar sem ég bjó þá. Við urðum fljótt góðir vinir og áttum það sameiginlegt að músík heillaði okkur bæði, ég átti kassa- gítar sem ég kunni ekki að spila á svo Jói fór að kenna mér og fljót- lega vorum við farin að spila mörg lög saman, hann átti tólf strengja kassagítar og það var frábært að horfa á hann spila. Jói var vinur sem hægt var að treysta, ég gat alltaf talað við hann Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,• einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. um allt og hann sat þolinmóður og hlustaði. Ég flutti svo til Skaga- strandar og Jói fór suður að vinna en við héldum áfram að vera vinir í gegnum síma og bréf. Svo hitt- umst við oft þegar hann kom norð- ur og alltaf þegar ég fór suður tók ég gítarinn með og við spiluðum saman. Mér finnst sárt að vera búin að missa hann því betri vin hef ég aldrei átt og ég veit að þeir sem þekktu hann eru mér sammála því hann átti mjög marga vini og var öllum góður. Eflaust hefur Guð ætlað honum annað hlutverk hjá sér fýrst hann tók hann frá okkur en ég vona og vil trúa að hann sé samt alltaf hjá okkur. Ég þakka fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi hans því ég á margar mjög góðar minningar um Jóa og ég mun aldrei gleyma honum og móður hans og systkinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Drífa Kristjánsdóttir, Skagaströnd + Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar og systur, HELLA IMETTKE JÓNSSON, Laugateigi 5. Bjarni Jónsson, Julius Nettke. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför MAGNEU D. ÞÓRÐARDÓTTUR, Lynghaga 26, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til Guðmundar Sigurðssonar, heilsugæslulæknis, og starfsliðs á deild 11 B, Landspítala. Fyrir hönd vandamanna, Ágústa Jóhannsdóttir, Svana Guðrún Jóhannsdóttir Hodgson, Ólafur J. Ólafsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar.tengdamóður og systur, INGUNNAR GUÐVARÐARDÓTTUR, Vallarbraut 11, Akranesi. Grjetar Kristinsson, Sigrún Sigmundsdóttir, Sigurður Smári Kristinsson, Kristín Guðvarðardóttir, Pálfna Guðvarðardóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, AGNARS J. SIGURÐSSONAR vélstjóra, Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Unnur Sigurðardóttir, Sigurður I. Tómasson, Hjördís Haraldsdóttir, Bjarnína Agnarsdóttir, Jón Magnússon, Óðinn Agnarsson, Helga Bragadóttir, Ragnar Agnarsson og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, SIGURÐAR RÖGNVALDS HALLDÓRSSONAR frá Hraungerði í Álftaveri, Q Stigahlíð 8. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspítalans fyrir góða umönnun í veikindum hans. Sigmundur Halldórsson, Hallgrímur Halldórsson, Guðbjörg Stella Halldórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Rannveig Halldórsdóttir. ajungilak. SÆNGUR 0GK0DDAR í miklu úrvali Umboðsmenn um land allt HEIMILISKAUP H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.