Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 39
arvið Sæmund Pálsson lögreglumann. Endurtek- inn þáttur. 3.00 Landið og míðin. Sigurður Pétur Harðarson. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.) 4.00 Fréttir: 4.03 Sumaraftann. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir, Freyr Þormóðsson og Ragnheiður Gyða .Jóns dóttir. (Endurtekinn þáttur) 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. Ur dægurmálaútvarpi mánudagsins. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Zikk Zakk. (Endurtekinn þáttur) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Áfram ísland. islenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 í morgunkaffi. Umsjón Steingrímur Ólafsson og Eirikur Hjálmarsson. Með morgunkaffinu eru íþróttaefni, -fíeytendamál, kvikmyndagagnrýni, Heiðar heiisan og hamingjan. Föst viðtöl eru daglega kl. 7.40 og 8.45. 9.00 Á nýjum degi. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. Fréttir af fólki og hlutum. Kl. 9.30 tónlistarget- raun. 12.00 Á hádegi. Aðalviðtal dagsins. Menn og mál- efni í .brennidepli. Hádegisspjall þar sem menn eru teknir á beinið I beinni útsendingu. Umsjón Steingrímur Ólafsson og Eirikur Hjálmarsson. 13.00 Með bros á vör. Umsjón: Margrét Hrafnsdótt- ir. 13.30 Fyrirtæki dagsins. 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn. 14.30 rómantiska hornið. 15.00 Rós i hnappagatið, 15.30 Símtal dagsins. ■16.00 í dag i kvöld. Umsjón' Ásgeir Tómasson. 16.05 Veðrið. Fréttir og fróðleikur. 16.15 Saga dagsins. 17.00 Getraunin. 17.45 Heiðar, heilsan og hamingjan. Endurtekið 18.00 Úti í garði. 19.00 Við kvöldverðarborðið. Umsjón: Randver Jensson. 20.00 Á yfirborðinu. Umsjón: Kolbeinn Gislason. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón: Randver Jensson. BYLGJAN FM 98,9 7.00 7-8-9. Hallur Magnússon og Kristín Jónsdótt- ir ásamt Talmálsdeild Bylgjunnar. Fréttir sagðar á hálftimafresti milli 7 og 9. 9.00 Fréttir. 9.10 Páll Þorsteinsson með dagbókina á sínum stað. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Iþróttafréttir kl. 11. Umsjón: Valtýr Björn. 11.00 Ólafur Már Björnsson með tónlist og uppá komur, m.a. Lukkuhjólið. 14.00 Helgi Runar Óskarsson og það nýjasta i tón- listinni. Iþróttafréttir kl. 15, Valtýr Björn. 17.00 Siðdegisfréttir. 17.15 Reykjavik siðdegis. Sigursteinn Másson með málefni liðandi stundar i brennidepli. 18.30 Ágúst Héðinsson á mánudagsvakt. 22.00 Haraldur Gislason. 2.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvappinu. Fréttir á klukkutimafresti kl. 10, 12, 14 og 16. EFFEMM FM 95,7 7.30 Til í tuskið. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaug- ur Helgason Fréttir, upplýsingar og fróðleikur. 7.45 Út um gluggan. Farið yfir veðurskeyti. 8.00 Fréttayfirlit. Gluggað i morgunblöðin. 8.15 Stjörnuspá dagsíns. REGN ■■■■ Edda Þórarinsdóttir Ol 30 byijar lestur sumar- sögunnar Regn eftir Somerset Maugham á Rás 1 í kvöld. Maugham fæddist árið 1874 og var læknir að mennt, en þekktastur fyrir skáldsögur sínar og leikrit. Þekktustu verk hans eru skáldsagan Fjötrar og Tunglið og tíeyring- ur. Af leikritum hans má nefna Hringirtn og Fyrirvinnuna. Sagan Regn gerist um regn- tímann í suðurhöfum. Sagt er frá Macphail lækni og konu hans sem verða samferða trú- boðshjónunum Davison um Kyrrahafið á leið til eyjarinnar Apia. A eynni Pagó-Pagó eru farþegarnir kyrrsettir í hálfan mánuð vegna mislingafarald- urs sem þar geisar. Kaupmað- ur í þorpinu hefur herbergi til leigu fyrir hjónin. Lítið dregur til tíðinda þar til bátsmaður af skipinu biður kaupmanninn að skjóta skjólshúsi yfir ungfrú Thompson sem hafði verið á öðru farrými. Við komu hennar breytist þessi rólegi, leiðigjarni biðtími. MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP d SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 39 8.45 Lögbrotið. Lagabúfar leiknir og kynntir. 9.00 Fréttastofan. 9.20 Kvikmyndagetraun. 9.40 Lögbrotið. Nú er komið að því að svara. 9.50 Stjörnuspá. Spáð í stjörnurnar. 10.00 Fréttir. Morgunfréttayfirlit. 10.05 Anna Björk Birgisdóttir. Seinni hálfleikur morgunútvarps. 10.30 Kaupmaður á horninu. Skemmtiþættir Gríniðjunnar. 10.45 Óskastundin. 11.00 Leikur dagsins. 11.30 Úrslit. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.15 Komdu í Ijós. 13.00 Sigurður Ragnarsson með á nótunum. 14.00 Fréttir, 14.15 Símað til mömmu. 14.30 Uppákoma dagsins. Hvað gerist? 15.30 Spilun eða bilun. 16.00 Fréttir. 16.05 Hvað stendur til? ivar Guðmundsson. 16.45 Gullmoli dagsins. Rykið dustað af gömlu lagi. 17.00 Afmæliskveðjur. ívar sendir út kveðjur. 17.30 Kaupmaðurinn á horninu. Hlölli í Hlöllabúð lætur móðan mása. 18.00 Forsíður heimsblaðanna. 18.30 „Kíkt i bíó". 19.00 Kvölddagskrá hefst. 19.00 Breski og bandariski listinn. Valgeir Vilhjálms- son kynnir. 22.00 Klemens Arnarson. ÚTVARP RÓT FM 106,8 9.00 Fjör við fóninn. Bl. morguntónlist. Umsj.: Kristján. 12.00 Framhaldssagan. Gunnar Helgason les drengjasöguna Jón miðskipsmaður. 12.30 Tónlist. 13.00MÍUÍ eitt og tvö. Kántri-, blúgrass- og hillbillí- tónlist. Lárus Óskár velur lög. 14.00 Tónlist. 17.00 Tónlist. 17.30 Fréttir frá Sovét. 18.00 Tónlist. 19.00Skeggrót. Umsj.: Bragi & Þorgeir. 21.00 Heimsljós. Kristileg tónlist umsj.: Ágúst Magnússon. 22.00 Kiddi i Geisla. Þungarokk m. fróðlegu ivafi. 24.00 Útgeislun. Valið efni frá hljómplötuversl. Geisla. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Sigurður Helgi Hlöðversson. Á bakinu í dýragarðinum. Bjarni Haukur og Sig- urður Helgi fara með gamanmál, lesa fréttirn- ar öðruvísi. 10.00 Bjarni Háukur Þórsson og félagar. 12.00 Hörður Arnarsson og áhöfn hans. 15.00 Snorri Sturluson. Slúður og staðreyndir. 18.00 Kristófer Helgason. 21.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir.. 1.00 Björn Þórir Sigurðsson. Næturvakt. LJóðið mitl EH Valgerður Benedikts- 30 dóttir hefur að undan- förnu fengið til sín ljóðaunnendur í þætti sínum Ljóð- ið mitt sem er á dagskrá Sjón- varpsins á mánudagskvöldum. í kvöld ær það Hólmfríður Karls- dóttir fyrrum heimsfegurðar- drottning og fóstra sem velur uppáhaldsljóðið sitt til flutnings. Það er Alda Arnardóttir sem ætl- ar að flytja ljóðið sem Hólmfríður hefur mest dálæti á. ÍHÁDEGIS- TILBOÐ ALLA DAGA I dag: Klúbbsamloka oq franskar kr. 395.- Djúpsteiktur fiskur, salat (eða sósa) og franskar kr. 390.- Tilboðið gildir trá klukkan 11:30 til 13:30. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur í sviðsljósinu HVERJA mínútu í starfi hef-‘ ur hún tekið á móti að- dáun, þrá og öfund og sent frá sér athygli, hlýju og notaleg- heit. Að fara úr því, hlýtur að vera eins og að fara af sviðinu, úr lófaklappi þúsunda og inn í lítið dimmt herbei'gi." Þessa at- hugasemd er að finna í frábærri bók Dorisar Lessing „The Sum- mer before the Dark“. Já, það hlýtur að vera erfitt fyrir þá sem venjast því að baða sig í sviðsljósi og aðdáun að missa niður dampinn. Skelfileg tilhugsun! í sumar höf- um við hér uppi á sker- inu fengið ofurlitla nasasjón af því hvemig frægt fólk ver sig gegn slíku óláni, að lenda ut- an við at- hyglina, tímabundið eða varan- lega. Myn- strið er hið sama. Að tryggja sig með því að ferðast með eig- in aðdáendahóp, sem hefur það hlutverk að samsinna, veija fyr- ir utanaðkomandi óþægindum eða andmælum og dekra. Utan að störum við stórum augum. Fylgdarliðið snýst í kring um hina frægu persónu, dálítið taugatrekkt, óttaslegið um að henni líki ekki, aðvarar gestgjafana um að hún sé við- kvæm fyrir þessu og hinu og heyrist segja sefandi: já, auðvit- að, alveg eins og þú vilt! Um að gera að hafa hana góða, láta hana finna aðdáun og virðingu. Sama hvort það er hinn frægi pólski leikstjóri Kantor, sem kom á Listahátíð, poppstjarnan Bob Dylan eða kvenréttindakon- an Betty Friedan. Leikhópur Kantors var á nálum þangað til hann kom og létti við að sjá að meistarinn var ánægður. Fylgd- arlið hinna svolítið taugastrekkt og á verði að ekkert yrði stjörn- unum þeirra mótdrægt. Fjarska mannleg viðbrögð, meðvituð eða ómeðvituð, hjá þeim sem komnir eru upp á að baða sig í frægð sviðsljósanna. Víst sama hvers konar frægð, athygli eða fólk þetta er: stjórnmálamenn, lista- fólk, kenningasmiðir, þjóðhöfð- ingjar o. s.frv. Liklega rétt hjá þeim glögga rithöfundi Doris Lessing, sem í ofannefndri til- vitnun var að fjalla um brosandi móttökustjóra á ráðstefnum og flugfreyjur með meiru. Þessi einstaklega næma skáldsaga á nútímasamfélag var nýlesin í sumar og dró athygli að þessu háttalagi. Söguhetjan er eiginkona læknis, allt um vefjandi móðir og brosandi hús- freyja á fallegu heimili. Ýtt út úr hlutverkinu þegar börnin eru farin og eiginmaðurinn fjarver- andi. Þetta er fær kona og lend- ir — af greiðasemi — sem túlkur og síðan móttökustjóri á ráð- stefnum hjá alþjóðastofnuninni Global Food, þar sem hver heimsráðstefnan tekur við af annarri, um tilbúna fæðu í Istan- búl, um landlæg vandræði á matvælaflutningum frá þéttbýii í fátæk stijálbýli o.s.fi-v. í Róm, Barcelona, Zúrich. Ráðstefnu- fólkið streymir að, dvelur saman nokkra daga og móttökufólkið brosir og leysir allra vanda. „Hér er hún sem betur fer önn- um kafin, aðdáanlega önnum kafin. Þjónustustúlkur, þjónar, hótelstjórar, bílstjórar, túlkar og ráðstefnugestir brosa við henni ... hún er manneskjan sem kann og getur leyst allan vanda og þarfir þessara erfiðu, gáfuðu, ofdekruðu, þjónustuvönu barna, alþjóðlegra stjóra, nýju yfirstétt- arinnar.“ Nú er einni ráðstefn- unni að ljúka. „Kata brosir, brosir, í bjar- manum af viðurkenningu annars fólk. Hún geislar sjálf út hjálp- semi og verrnir. Tilhugsunin um að brátt muni hún verða ein eftir, framkallar ýkt viðbrögð. Hún þekkti þau. Það er ofboð! Er brosið of breitt? Hún er að bjóða fram allt sem hún á, eins og hún hafði verið að gera frá upphafi ráðstefnunnar, en nú var það of mikið þegar allir voru með hugann við að pakka niður og fara.“ Bjóða fram það sem hún hefur gert alla ævi á heim- ili sínu, umhyggju og bros, en nú er þörfin fyrir það horfin. Og þar með aðdáunin og ljóm- inn. Það eru viðbrigði. Hvað skal gera? Reyna að halda í það! Auðvitað veija þeir sig sem náð hafa frægð og fé til að safna um sig aðdáendum. í flugi færir Kata þetta yfir á flugstöðvarfólk. „Þau brosa og brosa og brosa ... og inni í flugvélinni eru stúlkur í ná- kvæmlega sömu stöðu: flug- freyjurnar, hver og ein þeirra ölvuð af sinni eigin geislandi góðvild, sem stöðugt fær hleðslu af allri þessari athygli ... Þær senda elskuleg skilaboð um kall- kerfið. „Okkur þykir vænt um ykkur, þörfnumst ykkar, komið aftur, látið ykkur þykja vænt um okkur.“ Þær ganga fram og aftur, brosa, brosa, taka við aðdáun karla og kvenna. Þeirra hlutverk er að láta dáðst að sér. Og spennan vex þegar líður á ferðina ... Maður getur rétt ímyndað sér að óeirð sé í henni þegar hún eftir flugið kemur upp í herbergið sitt, hefur ekki eirð í sér til að setjst niður, getur ekki sofið, ekki hætt að brosa, hefur ekki lyst á mat. Hún er of upptrekkt til að geta skrúfað sig niður. Hvernig getur einn vesalinga maður, ef hún á ein- hvern, veitt ást í kappi við alla aðdáunina sem hún er vön að umvefji hana frá tugum manna allan daginn? ... Hún hefur verið sýningarstúlka í 1-6 ár, haft á sér allra augu allan daginn, móttakandi aðdáunar hveija mínútu. Það hlýtur að vera eins og að stíga út af sviðinu inn í dimmt herbergi." Já, það er víst ekki andskota- laust að missa aðdáun umhverf- isins þegar manneskjan kemst einu sinni upp á að baða sig í athyglinni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.