Morgunblaðið - 12.08.1990, Side 1
96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
180. tbl. 78. árg.
SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Magellan kom-
inn á rétta braut
FÖGNUÐUR braust út í stjórnstöð banda-
rísku geimferðastofnunarinnar NASA i
Pasadena í Kaliforníu þegar ljóst var að
eldflaug um borð í Venusarfarinu Magell-
an hefði beint því á réttan sporbaug um
Venus. Breska útvarpið BBC skýrði frá
því í gær, að NASA teldi að Magellan
væri örugglega á rétíri braut.
Kveikt var á eldflauginni um borð í
farinu kl. 16.41 að íslenskum tíma á föstu-
dag (ekki laugardag eins og misritaðist
hér í blaðið í gær). Var Magellan þá yfir
norðurpól Venusar. Forráðamenn NASA
binda miklar vonir við rannsóknir Magell-
ans á Venusi og að með þeim takist að
styrkja stöðu stofnunarinnar, sem hefur
átt undir högg að sækja vegna ýmissa
mistaka.
Dómur fallinu
í máli Barrys
MARION Barry, fyrr-
verandi borgarstjóri í
Washington, höfuð-
borg Bandaríkjanna,
var á föstudag dæmd-
ur í allt að eins árs
fangelsi og 100.000
dala sekt fyrir kókaín-
notkun og -eign. Hann
var sýknaður af ann-
arri svipaðri ákæru en
í 12 kókaín- og meinsærisákærum gat
kviðdómur ekki komið sér saman um úr-
skurð. Dómurinn þykir algjör ósigur fyrir
ákæruvaldið en starfsmenn þess hafa eytt
mörgum árum í að reyna að sanna kókaín-
misnotkun á Barry.
Deilt um bæna-
hald í skólum
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara
Mor^unblaðsins.
SKOLASTJÓRN í Salt Lake City í Utah-
ríki hefur verið kærð fyrir að leyfa bæna-
hald við skólauppsögn. Byggist kæran á
ákvæðum í bandarísku stjórnarskránni um
skil milli ríkis og trúarbragða.
Mannréttindafélag Bandaríkjanna stendur
að þessari kæru. Ríkisstjóri Utah, er talinn
í hópi þeirra, sem telja að bænahald í
skólum sé hollt fyrir nemendur og kenn-
ara. Hann hefur samþykkt að ríkið taki á
sig málskostnað vegna kærunnar, þar sem
nauðsynlegt sé að fá úr því skorið í eitt
skipti fyrir öll, hvort bannað sé að stunda
bænir opinberlega innan skólaveggjanna.
Morgunblaðið/RAX
Mannamót í miðbænum
Irakar fordæma samþykkt Arababandalagsins;
Egyptar og Sýrlendingar
senda herlið til Saudi-Arabíu
Bagdað, Nikósíu, Washington, Kaíró. Reuter.
STJORNVOLD í Irak fordæmdu í gær þá samþykkt aðildarríkja Arababandalags-
ins að senda sameiginlegt herlið til Saudi-Arabíu til að verja landið fyrir hugsan-
legri árás. Herlið frá Egyptalandi hélt til Saudi-Arabíu og hermt var að Sýrlend-
ingar og Marokkóbúar hefðu einnig ákveðið að koma landsmönnum til varnar.
I opinberu málgagni stjórnar Saddams Husseins íraksforseta sagði að Saudi-Ar-
abar bæru beina ábyrgð réðist herafli Bandaríkjanna eða annarra ríkja á írak.
Málgagn írösku ríkisstjómarinnar, a 1-
Jumburíya, sagði fund 20 aðildarríkja
Arababandalagsins þafa verið „samkundu
illmenna11 en á fundinum, sem lauk á föstu-
dag, tóku fulltrúar 12 ríkja afstöðu gegn
írökum. Málgagnið sagði „samsærismenn-
ina“ hafa farið í einu og öllu að vilja „hús-
bænda“ þeirra í Bandaríkjunum og fagn-
aði því að eining hefði ekki ríkt á fundin-
um en Irak, Líbýa og Frelsissamtök Pal-
estínu greiddu atkvæði gegn lokaályktun-
inni.
Því var jafnframt lýst yfir að Saudi-
Arabar yrðu gerðir ábyrgir ef ráðist yrði
á írak þar sem stjórnvöld þar í landi hefðu
tekið við liðsafla erlendra rikja. Saudi-
Arabar og stuðningsmenn þeirra yrðu að
vera undir það búnir að taka afleiðingum
gjörða sinna.
Dagblöð í Egyptalandi skýrðu frá því í
gær að Sýrlendingar, Egyptar og Mar-
okkóbúar hefðu ákveðið að senda herlið
til Saudi-Arabiu. Sýrlenskir embættismenn
staðfestu þessa frétt í gærmorgun og
Hosni Mubarak Egyptalandsforseti sagði
herliðið á leið til landsins. Viðbúnaður
vestrænna ríkja i nágrenni Persaflóa fer
einnig dagvaxandi. í gær var tilkynnt að
þijú kanadísk herskip yrðu send inn á fló-
ann og hermt var að Spánveijar hefðu
ákveðið að leggja fram skip. Þá lýstu
stjórnvöld í Noregi og Danmörku sig tilbú-
in til að leggja sitt af mörkum. Er talið
að dönsk og norsk herskip muni taka að
sér aukið eftirlit innan varnarsvæðis Atl-
antshafsbandalagsins.
David Coverdale 14
WH "mp .. 1 Lj
m ÍKE