Morgunblaðið - 12.08.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
EKKERT HALFKAK
Eftir Andrés Mognússon.
Eins og landslýð ætti að
vera kunnugt sækja
þ ungarokkssveitirnar
Whitesnake og Quireboys
ísland heim í byrjun sept-
ember. Sveitirnar munu
halda hér tvenna tónleika
og miðað við miðasölu nú
þegar virðist áhugi inn-
fæddra mikill. David Cov-
erdale, söngvari og for-
sprakki Whitesnake, á
meira en 17 ára feril að
baki og miðað við vel-
gengnina nú má ætla að
hann eigi mörg ár eftir.
Coverdale komst fyrst í
sviðsijósið árið 1973 þeg-
ar hann gekk til liðs við
frumþungarokkssveitina
Deep Purple og tók við
stöðu söngvarans Ian Gill-
an (þess er söng hlutverk
frelsarans í Jesus Christ
Superstar). Ferillinn hef-
ur gengið upp og ofan
eins og verða vill í þess-
ari atvinnugrein — alvar-
leg veikindi drógu hann
nærri til dauða og gerðu
hann raddlausan í rúmt
ár — en hverju sem á
hefur gengið hefur Cov-
erdale aldrei glatað
tryggum aðdáendahópi.
Stjarna hans hefur þó að
líkindum aldrei risið
hærra en nú, eins og sjá
má á því einvalaliði, sem
hann hefur sankað að sér
í Whitesnake. Morgun-
blaðið átti viðtal við Cov-
erdale og forvitnaðist
fyrst um hvað það sé, sem
haldi mönnum við efnið í
sautján ár...
etta er náttúrulega
hryllileg klisja, en
það er þetta ógn-
vekjandi náttúruafl
Rokkið, sem rekur
mann áfram. Auð-
vitað eru óteljandi
þættir aðrir, sem
eiga sinn hlut að máli, en ef það
er eitthvað eitt, þá er það rokkið.
Þá á ég ekki við alla þá hluti, sem
einatt eru tengdir rokkinu, æsilegan
lifnað, ferðalög, sífelld veisluhöld
og svo framvegis, heldur þá ánægju
og spennu, sem er því samhliða að
standa á sviðinu frammi fyrir nýjum
áheyrendaskara, hella sér út í rokk-
ið og fínna hvernig fjöldinn hrífst
með. Þá veistu að þú ert að gera
góða hluti.“
Þú verður ekki feiminn við það
að standa í sviðsljósinu með ekkert
nema hljóðnemasúluna á milli þín
og áhorfenda?
„Satt best að segja var ég beinlín-
is lamaður af sviðshræðslu þegar
ég var að byija í þessum bransa.
Þá var ég öldungis óþekktur strák-
ur frá Norður-Englandi, nýbyijaður
með hljómsveit, sem hafði getið sér
heimsfrægð með öðrum söngvara
og þurfti að sanna mig fyrir tugþús-
undum aðdáenda, sem voru hreint
ekki allir ánægðir með mannabreyt-
ingarnar. Það skrýtna var, að ég
brást við þessu með því að hlaupa
fram á sviðið og kalla til áheyr-
enda, hafði mig mikið í frammi og
var eins og vélbyssukjaftur milli
laga. Og þetta virkaði. Menn höfðu
beinlínis orð á sviðsöryggi þessa
unga pilts frá Jórvíkurskíri!"
Og núna?
„Skjálftinn er farinn, en ég verð
alltaf taugaóstyrkur hálftíma fyrir
tónleika. Um leið og við hlaupum
inn á sviðið rýkur sú taugaveiklun
hins vegar út í veður og vind. Þrátt
fyrir allt þá erum við atvinnumenn."
Hvernig hefur hljómleikaferðin
gengið fram að þessu?
„Hún hefur gengið stórvel fram
að þessu. Við erum í þann veginn
að taka okkur stutt hlé til þess að
safna kröftum fyrir nokkra tónleika
í Evrópu og þessa tvenna tónleika
á íslandi og síðan höldum við til
Japans."
Á leið í frí eftir (j ögurra
ára keyrslu
Og hvað svo?
„Ætli við tökum okkur ekki langt
frí þá. Menn eru orðnir lerkaðir og
þurfa á hvíldinni að halda — sér-
staklega ég. Ég hef í raun ekki
fengið neitt frí í meira en fjögur
ár og mér fínnst tími til kominn
að maður fái að njóta ávaxtanna.“
David Coverdale, söngvari Whitesnake
í viötali við Morgunblaöið
•'MÁ.