Morgunblaðið - 12.08.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
15
Ertu farinn að vinna að nýju efni
nú þegar eða á að taka sér alvöru
frí?
„Þetta verður alvöru frí. Það er
kominn góður tími á að taka lífinu
með ró og pæla svolítið í málunum
— bæði hvað starfið varðar og
einkalífið (hnerrar) ... afsakið ... og
svo þarf ég að losna við þetta kvef.
Ég hef í raun ekki haft neinn tíma
til þess að velta fyrir mér hvort
þetta sé endilega sú braut, sem ég
vil feta. Annars mun mér örugglega
líða böjvanlega við að gera ekki
neitt. Ég hugsa að ég muni fást
við einhver smáverkefni, lag og lag
fyrir kvikmyndir eða eitthvað í þá
veru. Ekki neitt, sem er tímafrekt,
því ég þarf virkilega á fríi að halda.“
En hvernig er það með öll þessi
hljómleikaferðalög og svo framveg-
is. Nú kvæntist þú fyrir tveimur
árum eða svo ...
„Já, hveitibrauðsdagarnir voru
einn og hálfur. Ekki svo að skilja
að ég sé að kvarta, því við erum
saman eins mikið og kostur er. En
þegar við erum ekki á sviðinu eða
í viðtölum virðist fólk halda að við
séum bara heima í rólegheitum. En
þetta er stanslaus vinna. Við erum
í stúdíóum, gerum myndbönd, för-
um í auglýsingaferðalög, áritum
plöturnar og svo framvegis, þannig
að það gefst aldrei neinn tími.“
Þekkir ísland úr lofti
Hvernig líst þér á að leika á ís-
landi? Þú hefur ekki komið hingað
áður, er það?
„Nei, aldrei. En ég hlakka mikið
til að koma, því ég hef heyrt mikið
af íslenskri gestrisni látið. Ég hef
flogið yfir það að minnsta kosti
þúsund sinnum svo ég þekki það
úr lofti. Satt besta að segja veit ég
ekki mikið um landið, en ég ætla
að lesa mér til um það áður en ég
kem. En seg mér, er sól á lofti all-
an sólarhringinn?"
Það er bjart allan sólarhringinn,
en hún sest í nokkra tíma yfir há-
nóttina.
„Góðan daginn!"
Ég hleraði að þú ætlaðir að renna
fyrir lax hérna. Er eitthvað hæft í
því?
„Það er ekki komið á hreint enn-
þá. Það tóku nokkrir vinir mig með
sér í veiði fyrir skömmu og mér
fannst það frábært. Málið er nefni-
lega að þessar fáu tómstundir á
tónleikaferðalögum geta verið erf-
iðar ef maður er ekki þeim mun
meira samkvæmisljón. Það er von-
laust að reyna að fara í gönguferð
án þess að þurfa að hrista spaðann
á aðdáendum og gefa þeim eigin-
handaráritanir eða að slappa al-
mennt af. En þessir vinir mínir fóru
sumsé með mig í veiðitúr og það
hreint dásamlegt. Það var bara eins
og maður slökkti á umheiminum.
Og þetta er nokkru heilsusamlegra
en eiturefnaneysla, sem hefur drep-
ið alltof marga í þessum bransa."
Hvað er mikill mannskapur í
kringum tónleikana fyrir utan ykk-
ur fimm í bandinu?
„Við erum með einn hljómborðs-
leikara, sem situr afsíðis og sér um
strengjaundirleikinn, og svo er á
fimmta tug aðstoðarmanna af öllum
stærðum og gerðum."
Mér er sagt að tónleikarnir í
Bandaríkjunum hafi verið sérlega
glæsilegir, en þið getið væntlega
ekki verið með allar þær græjur
með ykkur. Hversu umfangsmiklir
verða tónleikarnir hér?
„Satt best að segja veit ég það
bara ekki. Ég legg allt slíkt í hend-
ur framkvæmdastjóra hljómleika-
ferðarinnar, Jimmy Ayres, og hans
manna. Ég treysti þeim bara til
þess að sjá um þessa dagskrá. Ég
veit til dæmis að á tónleikunum
hérna í St. Johns Beach í kvöld
þurfum við að skera ljósin við nögl,
en þó ekkí meira en svo að áheyr-
endur eiga ekki að þurfa að ör-
vænta. En égget lofað öllum aðdá-
endum okkar á Islandi því að við
gerum okkar besta til þess að þetta
verði alvöru rokktónleikar. Og þeg-
ar Snákarnir eiga í hlut er það
ekki svo lítið! Aðalatriðið er það að
við mætum á svæðið.“
Hvernig dagskrá eruð þið með?
„Mér finnst þetta vera nokkuð
gott yfirlit yfir sögu Whitesnake,
því að við tökum talsvert af gömlu
lögunum eins og Here I Go Again,
Crying In the Rain, Fool for Your
Lovin’, Ain’t No Love in the Heart
of the City, sem og efni af Slide
It In, 1987 og Slip of the Tounge,
sem við höfum verið að kynna fyrir
bandaríska markaðnum."
Sérðu fram á að taka fleiri göm-
ul lög á næstu plötum?
„Eg held ekki. Við erum búnir
að hálfklára fimm gömul lög í við-
bót, en það er ekki víst að við gef-
um þau nokkurn tíman út. Mér
finnst bara svo gaman að semja
með Adrian [Vandenberg]. Við vor-
um reyndar að leika okkur með
nýtt lag í gær, en hvorugur okkar
hefur haft geð í sér til þess að semja
nokkuð í hálft ár. Hvernig fólk
getur samið lög á tónleikaferðalög-
um verður mér ávallt hulinn leynd-
ardómur. Hvað um það, við vorum
beðnir um semja lag fyrir næstu
Clint Eastwood-mynd og sömdum
bara nokkuð gott lag, hvort sem
við munum taka það upp eða ekki.
En okkur finnst mjög þægilegt að
vinna með hvor öðrum, því erum
mjög góðir vinir og engin egó-
vandamál til staðar."
Hrakfallabálkar undir
þrumuskýi
Já, þið semjið mikið saman —
sömduð til dæmis nær allt efnið á
Slip of the Tounge, en samt sá
Steve Vai um allan gítarleik á plöt-
unni ...
„Jú það er rétt. Við sömdum öll
lögin áður en við fórum í stúdíó, en
í millitíðinni slasaði Adrian sig
þannig að hann gat ekki neitt spil-
að, blessaður drengurinn. Hann
notaði eitthvert töfratæki til þess
að þjálfa fingur- og handvöðvana
og var kominn inn á spítala innan
tveggja sólarhringa. Það var ljóst
að hann gæti ekki leikið á gítarinn
í nokkra mánuði, svo að ég spurði
hann hvort hann væri mótfallinn
því að ég fengi Steve til liðs við
okkur. Hann hélt nú ekki, ég
hringdi í Steve og hann kom og
reddaði málunum."
Þið eruð hrakfallabálkar. Þú
misstir röddina út af ennisholusýk-
ingu fyrir nokkrum árum, svo kem-
ur þetta fyrir Adrian.
„Já, ég veit ekki hvað er að ger-
ast. í þessari hljómleikaferð hef ég
snúið mig á ökla, snúið mig á hné,
tognað á hægri handlegg og tognað
á vinstri úlnlið, Adrian tognaði á
ökla og hefur verið slæmur í baki
og hinir strákarnir hafa líka lent í
hinu og þessu. Það hefur talsvert
að segja fyrir líkamann að vera
allan daginn um borð í rútu. Það
eina, sem maður getur gert, er að
stunda líkamsræktina og borða
skynsamlega. í ofanálag bætist að
hvert sem förum er ný kvef- eða
inflúensuveira, sem gerir okkur fyr-
irsát. En við verðum að halda.okk-
ar striki, sama hvað á gengur.“
En hljómleikaferðin hefur gengið
vel að öðru leyti?
„Tja, veðrið hefur verið vonlaust.
Við byijuðum í Norðausturríkjunum
og það var hellirigning fyrsta kvöld-
ið og það hefur rignt á okkur síðan."
Ekki hefur veðrið verið stanslaus
viðbjóður?
„Orðið „viðbjóður“ hefur reyndar
komið komið æði oft upp í hugann.
Við komum til einhverrar borgar
og okkur er sagt að sól hafi skinið
í heiði í gær og vitaskuld er mígandi
í dag. Þegar við erum með útitón-
leika er þrumuguðinn heiðursgest-
ur. Raunar datt okkur í hug að bjóð-
ast til þess að vera aðalnúmerið á
FarmAid-tónleikunum [til styrktar
bændum] ef það kemurtil þurrka!“
En svo við snúum okkur aftur
að dagskránni; takið þið eitthvað
af gömlu Deep Purp/e-lögunum,
eins og Mistreated?
Nei. Ég var að velta Mistreated
fýrir mér, en það er bara ekki tími
til þess að æfa það. Það eru allir
of þreyttir til þess að fara, að snúa
sér að nýju efni. Við fáum smátíma
til æfínga í Portúgal, en við þurfum
að nota hann til þess að æfa White-
snake-lög, sem við þurfum að dusta
rykið af. Síðan held ég að það sé
ekkert sniðugt gagnvart strákunum
í bandinu. Ef ég vildi taka gömlu
lögin væri nær að halda endurvakn-
ingartónleika með gömlu White-
snake.“
Hvað er annars að frétta af for-
ingjunum, sem voru með þér í
Whitesnake í gamla daga?
„Neil Murray og Cozy Powell eru
að ég held með Black Sabbath,
Bernie Marsden fæst við lagasmíðar
og ég hef bara ekki hugmynd um
hvað Mickey Moody er að gera. Ég
held ég hafi síðast talað við hann
snemma í fyrra.“
Nú var Ian Gillan að hætta í
Deep Purple öðru sinni ...
„Það halda margir að ég hugsi
mikið um Purple af því að ég var
einu sinni með bandinu, en ég pæli
voða lítið í því. Ég veit að Joe Lynn
Turner er farinn að syngja með
þeim, þannig að ég ímynda mér að
þetta sé líkara Rainbow. Sem var
líklegast það, sem Ritchie [Black-
more gítarleikara] ætlaðist fyrir
hvort eð var ...
En ég sakna Jon Lord [orgelleik-
ara] mjög mikið. Sem vinar, hann
er afbragð annarra tnanna."
Ég hef heyrt þá gagnrýni á Bret-
landi að Whitesnake hafi gengið
iðnaðarrokkinu á hönd, séu of amer-
ískir og svo framvegis. Finnst þér
hún réttmæt?
„Hreint ekki. Og ég held að þessi
gagnrýni komi aðallega frá atvinnu-
gagnrýnendum, sem ekki mega
neitt amerískt sjá, en ekki aðdáend-
um okkar. Hafi einhver orðið fyrir
vonbrigðum get ég ekki sagt annað
en ,afsakið‘, en ég breytti náttúru-
legá ekki um stíl gegn samvisku
minni. Annars finnst mér þessi
gagnrýni út í bláinn, því White-
snake sótti frá upphafi fyrirmyndir
sínar til ameríska blússins. Við
stilltum bara gítarana hærra. Það
sem er til í þessu er það, að White-
snake stenst núna samkeppni á
Ameríkumarkaði."
Gamla efnið hefur þá verið of
slappt til þess að eiga möguleika
vestra?
Ég veit ekki... í hvert skipti, sem
ég gaf út plötu, sögðu allir við mig:
„Þessi plata er sniðin fyrir
Ameríku," en fyrrverandi umboðs-
maður minn gerði hvern samning-
inn öðrum ömurlegri við bandarísk
dreifingarfyrirtæki, þannig að áður
en yfir lauk vorum við á blaði hjá
fjórum fyrirtækjum og seldum aldr-
ei neitt, sem heitið gat. Og í raun
töldum við aldrei möguleika á að
við næðum árangri þar, létum vera
að spila þar og svo framvegis.
En hvað sem því líður, þá held
ég að allt hafi sínar ástæður. Þegar
ég fór að vinna aftur eftir veikindin
árið 1987, þurfti ég að vinna upp
glötuð ár. Og ég efast um að ég
hefði náð þeim árangri, sem raun
ber vitni, án þessara piíta, sem ég
hef verið að vinna með. Hins vegar
er hitt athuglisvert að eftir að við
höndluðum frægðina hér vestra
hafa gömlu Whitesnake-plöturnar
selst prýðilega.
En það er engin trygging til fýr-
ir velgengninni. Það eina sem ég
get gert er að fara inn í hljóðver
með þann ásetning að gera bestu
plötu, sem ég get gert. Ég er til
dæmis í skýjunum yfir Siip of the
Tounge. Ég heyri út undan mér að
fólki finnst kannski fullmikill og
flókinn gítarleikur á plötunni, en
mér finnst hún alls ekki verri fyrir
vikið. Ef þetta yrði síðasta White-
snake-platan, held ég að ég gæti
vel við hana unað sem lokaplötu."
En hvað um Steve Vai? Hefur
hann spilað eitthvað á plötunni, sem
Dave Lee Roth er með í smíðum?
„Ég held ekki. Steve er upptekinn
við að koma sólóplötu sinni, Passion
and Warfare, á framfæri.“
Er eitthvað af henni leikið á tón-
leikunum?
„Ójá. Hann tekur For the Love
of God inn í sólókafla hans á tón-
leikunum, sem er vægast sagt rosa-
SAGA SNÁKANNA
David Coverdale hafði sungið
með blús-jjg þjóðlagahljóm-
sveitum þegar hann var ráð-
inn til Deep Purple síðla árs 1973
til þess að fýlla skarð það, er Ian
Gillan skildi eftir sig. Þargat
Coverdale sér gott orð, en hann
söng inn á þijár plötur með sveit-
inni áður en hún lognaðist út af.
Skömmu síðargaf Coverdale út
sólóplötuna Whitesnake, en þar
gætti bandarískra blúsáhrifa tölu-
vert. Seinna stofnaði hann hljóm-
sveitina með sama nafni, en hún
sló ekki í gegn fyrr en tveir gaml-
ir félagar úr Deep Purple, þeir Jon
Lord orgelleikari og Ian Paice
trumbuleikari, höfðu bæst í hóp-
inn. Plötur á borð við Ready ’n’
Willing og Come an’ Get It komu
út á þessum tíma og naut sveitin
talsverðra vinsælda bæði hér á
landi og á Bretlandi fyrir vikið.
Þótti til dæmis merkilegt að lagið
Fool for Your Lovin’ komst inn á
lista 20 vinsælustu laga á Bret-
landi, en þar hafði þungarokk
ekki heyrst eða sést um árabil.
Seinna hallaði undan fæti, hljóm-
sveitarmeðlimir hættu einn af
öðrum og á tímabili var hljóm-
sveitin aðeins tríó með fjórða
mann á mála. Þegar nýr gítarleik-
ari, John Sykes, gekk til liðs við
við Coverdale tók hljómsveitin
miklum breylingum, tónlistin varð
mun rokkaðri en fyrr, en þótti
samt líklegri til vinsælda. Um
svipað leyti dúndi ógæl'an yfir,
því Coverdale fékk heiftarlega
ennisholussýkingu, svo hann
þurfti að gangast. undir uppskurði
og var meira og minna frá í rúm
tvö ár. Sykes beið á meðan og
samdi lög af miklum móð og þeg-
ar Coverdale hafði jafnað sig varð
platan 1987 til. Ekki er að orð-
lengjaþað, að hún sló rækilega í
gegn, en þegar þar var komið við
sögu vildi Sykes ekki fara í hljóm-
leikaferð. Þurfti Coverdale því að
ráða til sín hljóðfæraleikara eina
ferðina enn, en Sykes hætti (síðan
hefur hann stofnað sveitina Blue
Murder, sem gaf út prýðilega
skífu með sama nafni). Coverdale
fékk til sín hollenska gítarleikar-
ann Adrian Vandenberg, Vivian
Campell fyrrverandi gítarleikara
í Dio, bassaleikarann Rudy Sarzo
úr Quiet, Riot (lék einnig með
Ozzy Osbourne) og trumbuleikar-
ann , sem leikið hefur með fleiri
sveitum en hér er rúrn að telja
upp. Vivian Campell heltist síðar
úr lestinni, en gítarsnillingurinn
Steve Vai, sem verið hefur for-
ingjum á borð við Frank Zappa,
John Lydon og David Lee Roth
til fulltingis, steig á stokk í hans
stað. Þannig skipuð leikur Whit-
esnake hér.
legt gítarsóló. Svo tökum við líka
The Audience is Listening. Þetta
er frábært efni... ekki bara tónlist-
arlega heldur líka hvað sviðfram-
komuna varðar.“
En nú ert þú á leiðinni í frí. Ein-
hver hugmynd um hversu lengi?
„Nei. Það fer bara eftir því hvern-
ig maður verður á sálinni. Sem
stendur vil ég ekki ráðgera neitt.
Vera í fríi. Ég ætla bara að setja
símsvarann í gang og skilaboðin á
henni verða: „Farinn í lax“.
Ég vil geta verið með konunni
minni. Við erum að hugsa um að
stofna fjölskyldu og svo framvegis."
Frægðin tekin frillutaki
Þú byriaðir með Deep Purple,
hvað ... 1974?
„73.“
Jájá, þannig að það eru ...
„Þá meina ég 1873. Þannig að
ég er búinn að vera í bransanum í
117 ár.“
Já. Nú hefur þetta gengið upp
og ofan þessi 117 ár eins og geng-
ur, en síðastliðin 5 ár eða svo hefur
þungarokk notið meiri vinsælda en
nokkru sinni fyrr. Finnst þér þú
hafa valdið einhveiju þar um, eða
hefur þú bara notið heppilegra
kringumstæðna?
„Tja, ef maður gerir frægðina
að hjákonu sinni, verður maður líka
að sætta sig við duttlunga hennar.
Ég held að Whitesnake hafi rutt
úr vegi hindrunum fyrir hljómsveit-
ir eins og Guns ’n’ Roses og Ae-
rosmith þegar þeir fóru af stað á
nýjan leik. Við nutum hins vegar
þess að Bon Jovi höfðu greitt götu
okkar og annarra þungarokkssveita
inn á öldur ljósvakans. 1986 sló
Europe í gegn í Evrópu með Final
Countdown. Fram að því var ein-
faldlega ekkert rokk i útvarpi í
Evrópu.
En þetta hefur dalað.nú þegar.
Önnur hver rokkútvarpsstöð í
Bandaríkjunum er farin að leika
danstónlist. Ég öfunda engan af
því að fara í tónleikaferð núna.
Þetta er algjört blóðbað. En ég
hugsa að þetta lagist eftir eitt eða
tvö ár.“
En takmarkar útvarpið þig ekki?
Lög í útvarpi mega helst ekki vera
meira en þriggja mínútna löng og
svo framvegis.
„Ég held að það sé eiginlega
breskt vandamál. Still of the Night
sló í gegn þó að það væri sjö
mínútna langt.“
Já, en það var alger undantekn-
ing, ekki satt? Auk þess sem að í
miðju laginu kom afskaplega róleg-
ui' kafli.
„Jú, það má kannski segja það.
En það er ekki hægt að vera sífellt
að reyna gera einhveijum óskil-
greindum aðilum til hæfis. Þá er
maður farinn að svíkja sjálfan sig.
Og það er ekki alltaf hægt að feta
hinn gullna meðalveg. I þessu til-
viki tókum við kannski áhættu, en
það kom í ljós að áheyrendur voru
tilbúnir til þess að hlusta á sjö
mínútna Iög. Vogun vinnur, vogun
tapar, en vogi maður sér aldrei
neitt er maður dauðadæmdur.
Heyrðu, það er verið að æpa á
mig að ég eigi að vera kominn inn
í hljómleikahöll til þess að reyna
hljóðkerfið, þannig að ég þarf að
þjóta. Var það eitthvað fleira, kunn-
ingi?“
Ja, ekki nema þú viljir spyija
mig einnar spurningar.
„Já, hvað á ég að fá mér að borða
á Islandi? Hverju státið þið helst
af?“
Þú vilt örugglega fá þér glænýjan
fisk.
„Já, auðvitað. Hvernig læt ég?
Þið eruð með besta fisk í heimi.
Hvernig er hann borinn fram?“
Á veitingastöðum er franska eld-
húsið í hávegum haft, en mér finnst
alltaf best að fá nýsoðna ýsu með
kartöflum og smjöri hjá mömmu
minni ...
„Hljómar dásamlega! Skilaðu
kveðju til allra íslenskra White-
s/ia/ce-aðdáenda. Ég hlakka mikið
til að koma og hinir strákarnir
sömuleiðis. Við ætlum að leyfa ís-
lendingum að heyra alvöru rokk og
ekkert hálfkák. Maður kann þetta
eftir 117 ár í faginu."