Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 18
EYJAFJÖRÐUR Jón Þór Brynjarsson og Lilja Gísladóttir á Hjalteyri. Þorlákur og Hjördís í Baldursheimi. Hermann Jóhannesson á Hjalt- eyri. _ texti og myndir Ólafur Þ. Stephensen ALVER er á allra vörum í Eyjafirði. Það rekst ekki svo maður inn í kaffi á bóndabæ að álverið beri ekki á góma. Kemur álver? Þarf að koma álver? A það að koma? Þegar rætt er við Eyfirðinga er augljóst að skoðanir eru mjög skiptar. Sumir eru staðfastir álverssinnar, aðr- ir gallharðir á móti. Þriðji hópurinn, sem lítið hefur heyrzt í opinber- lega, er fólk sem telur bæði mótrökin og meðrökin svo sannfærandí, að það á erfitt með að taka eindregna afstöðu. Margir telja líka að Eyfirðingar hafí alltof litlar upplýsingar fengið um áhrif álvers, og að þær upplýsingar sem hafí komið séu misvísandi og óljósar. Sérstaða Eyjafjarðar í hópi þeirra héraða, sem rætt er um að fóstri nýtt álver, er einkum fólgin í því að óvíða eru skilyrði til Iandbúnaðar betri á landinu. Við vestanverðan Eyjafjörð, þar sem rætt er um að velja álveri stað, er ekkert hraunflæmi eins og við Keilisnes, heldur iðjagræn tún og blómlegir hagar. Bændabýli standa þar þéttar en víðast hvar annars staðar. Umhverfisverndar- sjónannið skipta því kannski ennþá meira máli þar en á öðrum stöðum. Eg talaði við fleiri en einn og fleiri en tvo bændur, sem óttuðust að fólk myndi fúlsa við landbúnaðarafurðum úr Eyjafirði vegna flúormengunar frá álveri. „Þeim fækkar löndunum, þar sem hægt er að framleiða landbúnað- arafurðir í ómenguðu umhverfi," segir Þorlákur í Baldursheimi. Marg- ir eru þeirrar skoðunar að þurfi á annað borð að koma nýtt álver í landinu, eigi að staðsetja það fyrir sunnan, þar sem hvort sem er sé mengun frá öðru álveri. Hefur aldrei komið til tals hvað á að verða um okkur Hjördís Aðalsteinsdóttir og Þor- lákur Aðalsteinsson, ábúendur í Baldursheimi í Arnameshreppi, yrðu meðal næstu nágranna álverksmiðju ef henni yrði valinn staður sunnan við Dysnes. Þau eru í hópi ákveðinna álversandstæðinga. „Ég þori vel að segja frá því, að ég sé á móti álver- inu. En ég veit að það vantar atvinnu- tækifæri, og ég hef engin svör á reiðum höndum í þeim efnum,“ segir Hjördís. „En mér finnst að í þessu gjöfula landbúnaðarhéraði eigi að stunda landbúnað. Þér hlýtur að fínnast það líka ef þú ert búinn að vera hér einhvern tíma. Ég vildi ekki hætta landbúnaðarstörfum og fara að vinna í álveri, það væri það síðasta sem ég vildi í staðinn. Ég óska mínum börnum þess ekki að fara að vinna í álveri. Heldur vildi ég sjá þau í landbúnaði, þótt ég reikni ekki með að þau leggi hann fyrir sig. Mér finnst það heilbrigðari störf.“ Hjördís segir að Baldursheimur yrði í vafasamri fjarlægð frá álveri við Dysnes hvað mengun snertir. „Það hefur aldrei komið til tals hvað á að verða um okkur, það er aldrei orðað. Það á að borga þeim bætur, sem verða innan svæðisins, en hvað með þá, sem eru rétt utan við? Það, sem vantar líka í umræðuna um álve- rið, er hinn mannlegi þáttur. Hér erum við með okkar ævistarf, búin að byggja upp 'búið. Álver myndi valda svo mikilli röskun á ýmsum sviðum í lífi fólksins hér, sem við sjáum ekki fyrir hvernig verður." Þorlákur segist þeirrar skoðunar að búið sé að mata fólk á kolvitlaus- um upplýsingum um mengun frá ál- veri, atvinnuástand og leiðir til þess að bæta það. „Ég held að fólk sé orðið gersamlega heilaþvegið og steinsofandi. Það er búið að tönnlast á því að álver sé það eina, sem dugi, og hefur ekki verið unnið að neinu öðru. Við höfum hins vegar sjálf ekki úrbætur á reiðum höndum, enda störfum við ekki við slíkt.“ Þeir, sem hlynntir eru álveri, færa meðal annars fram þá röksemd að komi stóriðjuver í íjörðinn, muni þéttbýli stækka og markaður fyrir landbúnaðarafurðir einnig. „Það er ekki mikið mál að flytja landbúnaðar- vörur til á íslandi," segir Þorlákur við þessu. „íslendingum fjölgar ekki við það að álver komi, þótt kaup á landbúnaðarafurðum myndu kannski aukast, hvar sem álver yrði sett nið- ur.“ Verður einhverju að fórna fyrir atvinnuna Þótt landbúnaður sé blómlegur í Eyjafirði er atvinnuleysi í þéttbýlinu. Álverssinnar vísa í bágt atvinnu- ástand, og það þykja vissulega flest- um þung rök. Á Hjalteyri, sem yrði næsti þéttbýliskjarni við álver á Dys- nesi, hitti ég Hermann Jóhannesson, sem lauk námi í rafvirkjun fyrir tveimur árum, en er nú atvinnulaus. Hann segir mér að hann sé í hópj átta atvinnulausra rafvirkja á Akur- eyri og í nágrenninu. Hann er uppal- inn á Hjalteyri. „Þegar ég var fyrst spurður hvernig mér litist á að fá álver í íjörðinn, sagði ég að mér fynd- ist það ljótt,“ segir hann. „En ein- hveiju verður að fórna fyrir vinnuna. Það hlýtur að vera hægt að byggja álver þannig að það beri minna á því.“ „Fólkið hér er búið að ákveða að ef álverið kemur ekki, fari allt í lá- deyðu. Að því leyti er umræðan kom- in á lágt plan,“ segir Hermann. Hann segir að þótt álveri fylgi ýmsir gall- ar, virðist sem engir aðrir kostir séu fyrir hendi, sem menn séu tilbúnir að leggja peninga í. Þess vegna seg- ist hann orðinn hlynntur álveri, en setur það skilyrði að það yrði útbúið beztu mengunarvörnum, sem völ er á. Hann segist þekkja marga, sem hugsi sér til hreyfings úr héraðinu ef ekkert gerist í atvinnumálunum. Sjálfur ætlar í skóla næsta vetur, en segist síðan munu sjá til, kannski eigi hann ekki aðra kosti en að fara suður. „Ég vann í tvö ár eftir skólann og hef aldrei komið inn í einbýlishús í byggingu. Það virðist enginn þora að byggja neitt, nema þá Ijölbýlishús og félagslegar íbúðir." Annars verður einstefna á höfuðborgarsvæðið Lilja Gísladóttir og Jón Þór Brynj- arsson eru ung hjón á Hjalteyri og sækja bæði vinnu til Akureyrar eins og margir Hjalteyringar. Hún er sjúkraliði á Fjórðungssjúkrahúsinu, en hann vinnur hjá Securitas. „Það er nauðsynlegt að fá stóriðju hingað. Það verður að skapa ný atvinnutæki- færi á einhvern öflugan hátt,“ segir Lilja. „Annars verður bara einstefna í fólksflutningum á höfuðborgar- svæðið.“ Þau segja að það sé alvar- legj; mál þegar nokkur hundruð manns séu atvinnulaus frá september og fram í marz. Jón Þór segir að það sé spurning hversu stórar fómir eigi að færa í umhverfismálum fyrir betra atvinnuástand, en ennþá hafi enginn bent á betri atvinnukosti. „Þetta virðist vera eina lausnin fyrir landsbyggðina. Það má ekki horfa fram hjá því að það er nauðsyn- legt að skapa henni gjaldeyristekjur. Ef álverið kemur fyrir sunnan er það stóráfall fyrir landsbyggðina. Straumurinn myndi liggja suður, og hér er til dæmis fjöldi af iðnaðar- mönnum, sem bíður bara eftir því að fá að vita hvar álverið kemur,“ segja þau. Þau taka undir það að ekki hafi verið nægilegt upplýsingastreymi til almennings í Eyjafirði um áhrifin af álveri. Þau segjast aðallega fá sína vitneskju úr ijölmiðlum, fyrir utan einn kynningarfund, sem hafi verið haldinn. Erfitt sé fyrir almenning að mynda sér skoðun, þar sem hann hafi ekki sérfræðiþekkingu á áhrifum stóriðju. En hvaða beinan persónulegan ávinning sjá þau af því að fá álver í nágrennið? Jón segist sjálfur myndu sækja vinnu í álverinu, það yrði styttra og hagkvæmara. „Það kæmi mikil þjónusta í kring um álver og þensla myndi aukast hér í hreppnum og á Norðurlandi yfirleitt,“ segir Lilja. Fólk myndi sækjast eftir að búa hér.“ Menn flytja ekki í einum hvelli Nafnarnir Þórður, Ingibjörg Arnsteinsdóttir kona Þórðar yngri, og Trausti Orn Þórðarson. YERÐI álveri valinn staður í Eyjafírði þykir sennilegast að það verði við Dysnes, í Arnarnes- hreppi við vestanverðan fjörð- inn. Árskógsströnd þykir tæp- lega koma til greina lengur, þar sem erlendir eigendur álversins myndu væntanlega krefjast þess að þorpin þar, Árskógssandur og Hauganes, vikju fyrir verk- smiðjunni. Iraun er lóðin, sem Iðnþróunarfé- lag Eyjafjarðar hefur nú mælt út fyrir álver, alls ekki á Dysnesi lengur. Dysnes er norðan við Pálm- holtslæk svonefndan, og þar var möguleg staðsetning álverksmiðju upphaflega hugsuð. En nú hefur lóðin verið færð suður fyrir lækinn ^egna þess að þar þykir hagstæð- ari jarðvegur. Lóðin lendir að stærstum hluta í landi Hvamms, en sneiðar af henni einnig á jörðun- um Ósi og Hofteigi. Að miklu leyti er um að ræða óræktað land, hoit - segirÞórður G. Þórðarson, landeigandi í Hvammi og mýri, sem að hluta til hefur verið ræst fram. í landi Hvamms, sem liggur niður að sjó, voru áður sex þurrabúðarbýli á sjávarbakk- anum, en þau hafa lagzt af. Aðeins eitt býli er nú niðri á sjávarbakkan- um; Litli-Hvammur. Ábúandi í Hvammi er Þórður R. Þórðarson, en hann leigir jörðina af föður sínum, Þórði G. Þórðar- syni. Þeir feðgar segjast ekki hafa myndað sér endanlega skoðun á því, hvort álverið eigi að koma eða ekki. Til þess hafi greinargóðar upplýsingar skort, og málin hafi þróazt hratt. Það er þó greinilegt að þeir eru ekki með neinar stjörn- ur í augunum yfir því að þurfa hugsanlega að láta jörðina undir álver og bregða búi. „Maður er svo sem ekkert tilbúinn að selja,“ segir Þórður eldri, þegar hann er spurður hvort hann myndi selja jörðina undir álverslóð. „Ég held að það séu margir hér í Eyjafirði, sem eru ekki of hressir yfir menguninni, og trúa því ekki að þetta komi hér í eitt af gróðursælustu héruðum landsins." Þórður segist hræddur um að þegar fram í sækir vilji neytendur ekki kaupa landbúnaðarafurðir úr Eyjafirði, þrátt fyrir að mestur hluti þeirra verði framleiddur það langt frá álverinu að þær verði ómengaðar. „Almenningsálitið gæti snúizt þannig," segir hann. Hann segir að mengunarhættan geti verið mjög mikil í Eyjafirði vegna lognsins og hárra fjalla beggja vegna fjarðarins. „Sam- kvæmt nýjustu áætlunum yrðu 900 metrar frá efri húshliðinni á álver- inu og hingað upp að fjallinu, sem er 860 metrar." „Venjan er þegar bændur bregða búi að þeir auglýsa jörðina sína einhvern tímann eftir jól, selja hana svo að vori. Það tekur alltaf sinn tíma, það er ekki eins og í bæjunum þar sem menn ákveða einn daginn að selja íbúðina, ganga frá sölunni daginn eftir og flytja þriðja daginn. Svoleiðis gengur það ekki fyrir sig úti í sveit. Þar að auki hafa engar af jörðunum hér verið auglýstar til sölu,“ segir Þórður eldri. „Éf menn ætla svo að koma og banka á dyrn- ar og segja að maður eigi að gefa kost á jörðinni sinni í hvelli, það þykja manni undarlegir viðskipta- hættir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.