Morgunblaðið - 12.08.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.08.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 35 TONLIST „Landslagið furðulegt - rétt eins og tónlistin“ Litríkur smáhópur Þjóðvcrja hefur verið að störfum hér á landi síðustu daga. Reyndar var áætluð brottför þeirra héðan í dag, sunnudag. Þetta voru tveir myndbandaframleiðendur og tveir liðsmenn þýskrar popp- hljómsveitar sem heitir þvi frum- lega og langa nafni „Billy Mof- fats Playboy Club“. Það sem þeir höfðu fyrir stafni hérlendis var að gera myndband af einu af nýjustu lögum BMPC landslag til að nota sem innskot í myndbandið. Nefndu þeir að þeir hefðu til dæmis fest Gullfoss, Geysi og Strokk á filmu. Lofuðu þeir mjög landslag hér á landi og sögðu það mikilsvert að á myndbandi BMPC væri landslag sem enginn Þjóðveiji gæti getið sér til um hvar væri að finna. „Nógu furðulegt og jafn framt seiðandi, rétt eins og tónlistin sem um ræðir,“ sagði Hofmann. Morgunblaðið/Sverrir Þýsku gestirnir, sitjandi eru f.v.: Christoph, öðru nafni Joe Mirage, Moffet, og Uno, öðru nafni Billy Moffet. Standandi f.v.: Joachim Hofmann og Ali Eidelsad. Þegar Morgunblaðið ræddi við þá félaga í vikunni sátu þeir í stúdíói og biðu þess að það glaðn- aði til. „Við erum að bíða eftir sólinni og þá ætlum við bæði að renna okkur eitthvað austur fyrir Ú'all og einnig austur á firði,“ sagði Joachim Hofmann yfirtökumaður, en hjálparkokkur hans, Ali Eid- elsad, kinkaði kolli og sagði að ef solin gægðist ekki fram yrðu þeir að taka myndbandið allt upp í Laugardalslauginrii, þar hefðu þeir nánast búið meðan að biðin langa eftir sólskini hefði staðið yfir. Að gera myndband á íslandi var hugmynd Hofmanns, en Christoph, annar liðsmanna BMPC, sagði að hugmyndin hefði strax fallið þeim félögum vel í geð, landslag á Is- landi væri hrjúft, en tónlist þeirra blíð og þannig myndu skapast and- stæður á myndbandinu sem yrðu tónlist þeirra félaga tvímælalaust til framdráttar. Hofmann bætti því við, að lag þeirra félaga væri eitt þriggja sem þeir Eidelsad væru að vinna að, annað væri unnið á It- alíu og það þriðja í New York. „Við sendum þau öll þijú fullbúin frá okkur 1. október og sendum þá sjónvarpinu eintak þannig að Islendingar geta sjálfir heyrt og dæmt um hvernig okkur tókst upp hér á landi.“ Þeir Eidelsad og Hofmann tóku sig nú saman og kváðu fullmikið sagt að þeir hefðu ekki vikið úr sundlaugunum, þvert á móti hefðu þeir farið víða og myndað íslenskt eðaheílar samstæour \ Niðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar.' Ávalltfyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBODS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA W SÍMI 6724 44

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.